Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 8. des. 1983 SUNNUDAGSMORGUNN, 3. nóvember. Daginn áður hafði verið hátíðlegt haldið fimm- tíu ára afmæli Morgunblaðs- ins, og stóð sú hátíð eitthvað fram eftir nóttu. Það væri því synd að segja að fréttamaður blaðsins hafi verið vel fyrir kallaður, þegar hann mætti úti á flugvelli hjá Loftleiðum klukkan háif níu um morgun- inn. Ekki var þó til setunnar boð ið, því Loftleiðir höfðu sýnt þá rausn að bjóða fréttamönnum frá útvarpi, dag- og vikublöð- Séð yfir Luxemborg frá Fetschenhof Með Loftleiðum í Luxemborg um í vikuferð til Luxemborg- ar, kynna landið og starfsemi Loftleiða þar og í nálægum löndum. Fararstjóri var Sig- urður Magnússon, fulltrúi hjá Loftleiðum, en hann mun ís- lendinga kunnastur á þessum sióðum, eins og hlaðamenn- irnir fengu fljótt sannreynt. Hinn glæsti farkostur Snorri og blaðamannafundum, voru að hnýta persónulegri hnúta á kynningarböndin. Ferðin til Luxemborgar tek- ur tæpa sex tíma, og voru þeir fljótir að liða. Öðru hvoru tilkynnti flugstjórinn hvar við værum staddir, og fylgdumst við með ferðinni yfir Atlantshafið og Norður- Til vinstri á myndinni sjást virkisveggir, sem Yauban mar- skálkur lét fullgera á 17. öld. Sturluson beið á flugvellinum, og eftir mjög skjóta afgreiðslu stigu ferðalangarnir 12 um borð og komu sér þægilega fyr ir í „stéli“ vélarinnar þar sem þeim hafði verið ætlað sam- eiginlegt aðsetur meðan á ferðinni stóð. Frammi í flug- vélinni var hvert sæti skipað farþegum frá Bandaríkjunum. HÁRIÐ AF HUNDINUM Skömmu eftir að hrjóstrugt landið var horfið í bláma fjar- lægðarinnar og skilningsríkar flugfreyjur höfðu endurlífgað úrvinda frréttamann með „hári af hundinum sem beit hann“, eins og þeir segja fyrir vestan, smá-fóru skilningarvit in að vakna úr dái næturinn- ar og umhverfið að skýrast. Ferðafélagarnir voru hinir kát ustu, köstuðust á kviðlingum og sögðu gamansögur. Hlátur- inn og gleðin réðu ríkjum með an ferðalangar, sem áður þekktust aðallega af félags- sjóinn þar til eftir 4% stunda flug að við komum inn yfir Holland. í>ar gat að líta ið- græn engi umlukt fjóluiblá- um haustskógum, borgir og þorp og ný landssvæði, sem heimt hafa verið af hafsbotni. Yið flýttum klukkunni um tvo tíma á leiðinni, svo hún var um 5 síðdegis, er við lent- um í Luxemborg. Eftir að hafa heimt farangur okkar til- kynnti Sigurður Magnússon að nú yrði haldið til stöðva ferðaskrifstofu landsins á flug vellinum, þar sem forstjóri skrifstofunnar tók á móti okk- ur. Einar Aakran forstjóri Loftleiða í Luxemborg, vísaði okkur leiðina. Hann er Norð- maður og hefur starfað hjá Loftleiðum í Luxemborg frá því ferðir hófust þangað fyrir níu árum. Afar viðkunnanleg- ur og þægilegur maður, sem vill allra vanda leysa. ANNAR ÓTTARR Forstjóri ferðaskrifstofunn- ar er ungur maður. Hann er nýtekinn við starfi og fullur áhuga og áttum við eftir að kynnast kostum hans nánar. Kynnti hann okkur fyrir aðal- ræiðsmanni íslaads, sem blaðamenn voru sammála um að líktist einna helzt Óttarri Möller, forstjóra Eimskips. — Komumst við að því þá að ræðismaðurinn er einn af 52 þingmönnum landsins. Seinna sáum við hann í sæti varafor- seta í þinginu og fréttum að hann er formaður eins stærsta flokks landsins. Enn seinna komumst við svo að því að ræiðsmaðurinn okkar er for- seti borgarstjórnar Luxem- borgar. Margt er svipað þar og hér í fámenninu. Við ræddum stundarkorn við forstjóra ferðaskrifstofunnar og samstarfsmenn hans yfir glasi af innlendu kampavíni. I>ar fengum við upplýsingar um þetta hertogadæmi, sem átti þúsund ára afmæli í sum- ar. Einhvern veginn er það svo að undirritaður hafði aldrei gert sér Ijósa grein fyr- ir því að landið væri annað en ein kastalaborg á landa- mærum Belgíu, Þýzkalands og Frakklands .Nú fengum við að vita að landið er 2.587 ferkm., eða um það bil einn fertugasti af íslandi. íbúar eru um 320 þúsund, þar af 80 þúsund í höfuðborginni. Ótal smærri borgir út um land yfirfyllast af ferðamönnum á sumrin, sem sækja þangað vegna sér- stæðrar náttúrufegurðar, fomra minja, heilsulinda og og annarra þeirra unaðs- semda, sem landið hefur upp á að bjóða. Það var komið rökkur þeg- ar við ókum inn í borgina frá flugvellinum. Gátum við því ekki mikið séð af borginni ann að en breiðgöturnar, sem ekið var um, og verzlanirnar við þær. Haldið var heim á Hótel Alfa, og að loknum kvöld- verði þar í boði Loftleiða hóf- ust fyrstu kynnin af skemmti- stöðum borgarinnar. Þarna eru nokkrir næturklúbbar, sem opnir eru fram undir morgun. Allir bjóða þeir upp á fjöl- breytt „floor show“ með lista- mönnum viða að. Urðu þessi fyrstu kynni upphaf viku vin- áttu og voru þær samvistir hinar ágætustu. En þar sem tilgangur farar- innar var fyrst og fremst sá að kynna ferðamannalandið Lúxemborg og starsfemi Loft- leiða þar er ekki rétt að staldra of lengi við næturlífið, þótt það gæti vissulega gefið tilefni til langra skrifa. SKILNINGSRÍKUR FARARST J ÓRI Sigurður Magnússon er reyndur ferðamaður og sýndi þann skilning að láta dagskrá fyrsta dagsins okkar í Lux- emborg ekki hefjast fyrr en kl. 10 á mánudagsmorgun. Var þá fyrirhugað að skoða borg- ina. Mættu allir nokkru fyrr í matsal hótelsins, þar sem fram var borinn fjölbreyttur morgunverður með kaffi eða tei og ísköldum, innlendum bjór. Kom hið síðastnefnda í sérstaklega góðar þarfir, enda er vatnið illa drekkandi. Við héldum síðan út í bifreiðina, er átti að aka okkur um þessa einu höfuðborg Evrópu sem telur jafn fáa íbúa og Reykja- vík. Borgin sjálf, sem nú er höf- uðborg samnefnds stórher- togadæmis, á sér sem fy rr greinir þúsund ára sögu. Er þá reiknað frá pálmasunnudegin- um 12. apríl 963 þegar Sigfrid Ardennagreifi, hálfbróðir Frið riks hertoga af Lothringen, eignaðist lítinn kastala við Luxemborgarklettinn á mót- um tveggja fornra þjóðvega Rómverja. Kastali þessi nefnd ist Lucilinburhuc, eða litla virkið, og af því dró borgin seinna nafn. Það er fallegt í Luxemborg. Þarna skiptast á djúpir dalir og þverhníptir hamraveggir með virkisgörðum efst og virk isrústum. Þarna má sjá gömul virki, sem Spánverjar byggðu og franski marskálkurinn Vauban fullgerði seint á sautjándu öld. Þarna er Hlið turnanna þriggja, sem var hluti af virkisveggj um þeím, er hlaðnir voru um 1050, Sti- erchen brúin yfir ána Alzetta frá því um 1400, gamla ráðhús- ið, sem nú er aðsetur fjöl- skyldu stórhertogafrúarinnar Charlottu, en hús þetta var smíðað á árunum 1572—73. Ótal fleiri merkar byggingar og sögulegar má sjá í Luxem- borg, og það síðasta, sem þar hefur fundizt, eru gamlar kast alaleifar. Er talið sennilegt að þær séu rústir kastalans, sem Sigfried Ardennagreifi eignað ist fyrir þúsund árum. En Luxemborg er ekki borg liðna tímans eingöngu, heldur einnig framtíðarinnar, eins og sést á fjölmörgum nýbygg- ingum staðarins. Þá eru þarna til dæmis aðalstöðvar Kola- og stálsamsteypunnar, og skóli samtaka þessara, þar sem kennarar frá sex löndum starfa að uppfræðslu ungl- inga. JOHNSON OG LANDAR HANS Meðan við ókum um götur Luxemborgar, var þar mikið um að vera. Svo vildi til að þennan dag var Lyndon B. Johnson, þáverandi varafor- Flugfreyjur Loftleiða voru á sífelldum þönum kringum far- þegana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.