Morgunblaðið - 24.12.1963, Side 2

Morgunblaðið - 24.12.1963, Side 2
s MORCUNBLAÐIÐ ÞrWJudagur 24. des. 1963 Óttazt um afdrif skemmtiferðaskip Gríska skipið „Laconia" í björtu báli á At- lantshaíi í gær; skip björguðu 750 manns London, 23. des. - AP. GRÍSKA farþegaskipið „La- conia“, á leið til Madeira, með 1036 manns innanborðs, var alelda í morgun á Atlants hafi. Mun eldurinn hafa kviknað við sprengingu. Þegar í upphafi var ljóst, að búast mætti við miklu manntjóni, ef ekki yrði kom- ið skjótt til hjálpar. Er síð- ast fréttist, um kl. 4 eftir ísl. tíma í dag, voru a.m.k. 4 skip komin á slysstaðinn. Leitar- ffugvélar sveimuðu yfir, m.a. bandarískar herflugvélar frá Azoreyjum. Þá hfði tekizt að bjarga um 750 manns. Óvíst var enn um afdrif 286 manna. Her- flugvélar sögðust þó hafa séð um 100 lík, en AP-fréttamað- ur, sem var í flugvél yfir slysstaðnum um svipað leyti, sagðist ekki hafa getað fengið neina staðfestingu á þessari frétt. • Alls voru um 650 farþegar með skipinu „Laconia“, en áhöfn þess rúmlega 380 manns. Björgunarstarf mun hafa verið mjög erfitt, þótt gott væri í sjó, er eldurinn gaus upp. Skipið varð fljótlega nær alelda, og fjöldi óttasleginna farþega vörp- uðu sér fyrir borð í þeirri von, að þeir kæmust í báta. Munu margir hafa drukknað við þær tilraunir. • Síðdegis 1 gær logaði skipið allt, og var þá mikill halii kominn á það. • Mbl. ræddi við AP-fréttastof una í London í síma, skömmu áður en blaðið fór í prentun. Ekki hafði fréttastof- unni þá tekizt að ná neinum myndum af skipinu, né heldur hafði henni tekizt að fá stað- festa tölu þeirra, sem saknað er, eða sagðir látnir. — Minnisblað firði kl. 8.30, en siðan er fylgt reglulegri ferðaáætlun). 250, er brennur • Ljóst er hins vegar, að hér er um mjög óhugnanlegt slys að ræða, en farþegarnir voru allir í skemmtiferð um jólin. Munu um 630 þeirra vera af brezku bergi brotnir, og hef- ur mikill uggur ríkt með aðstand endum þeirra í Bretlandi, enda alls ókunnugt um, hverjir hafa bjargazt, og hverjir ekki. J»etta hús, Austurstræti 6, þar sem Síld og fiskur er til húsa, á nú að víkja fyrir nýju verzlunar og skrifstofuhúsnæðL. Það verður rifið eftir áramót, en verzlunin verður sameinuð húðinn á Bergstaðastig. Gamla húsið Aust- urstræti 6 rifið Nýtt hús byggt fyrir Gevafoto, Rimu o. fl. NÚ um áramótin þarf verzlun- in Síld og fiskur í Austurstræti að rýma húsnæðið og verður verzlunin sameinuð verzluninni við Bergstaðastíg. Strax eftir áramót á að rífa gamla húsið við ■ Austurstræti 6 og hef ja byggingu nýs verzlunar og skrifstofuhús- næðis þar. Mbl. átti tal við Svein Björns- son, sem er eigandi hússins. — Hann sagði að hugmyndin væri að reyna að koma þarna upp 5 hæða húsi, að flatarmáli senni- lega um 200 ferm. Á fyrstu hæð óg götuhæð yrðu væntanlega verzlanir og skrifstofur á hæð- unum fyrir ofan. Arkitekt er Gísli Halldórsson. Verzlunarhúsnæðið er ætlað tveimur verzlunum, ljósmynda- búðinni Gevafoto, sem Sveinn rekur, en hún hefur frá upphafi búið við of þröngt húsnæði. Og auk þess er Arnbjörn Óskarsson að byggja þar upp fyrir verzlun- ina Rímu og er hann meðeig- andi Sveins. Ætlunin er að byrja strax að grafa grunninn, þegar húsið hef- ur verið rifið og halda áfram með byggingarframkvæmdir. Framh. af bls. 20 Blesugróf, Rafstöð, Selás, Smá- lönd kl. 18.30 og 22.30. Jóladagur: Ekið frá kl. 14 til 24. Annar jóladagur: Ekið frá kl. 9 til 24. Gamlaársdagur: Ekið tU kl 17.30. Nýjá.rsdagur: Ekið frá kil. 14 til 24. LÆKJARBOTNAR: Aðfangadagur: Síðasta ferð kl. 16.30. Jóladagur: Ekið kl. 14.00, 15.15, 17.15, 19.15, 21,15, 23.15, Annar jóladagur: Ekið kl. 09,00. 10.15, 13.15, 15.15, 17.15, 19.15 21.15, 23,15. Gamlársdagur: Síðasta ferð kl. 16.30. Nýjársdagur: Ekið kl. 14.00, 15.15, 17.15, 19.15, 21.15, 23.15. TIL ATHUGUNAR: Akstur á jóladag og nýjársdag hefst kl. 11.00 f. h. og annan jóladag kl. 07.00 f. h. á þeim leiðum, sem undanfarið hefur verið ekið á frá kl. 7 — 9 á sunnudagsmorgnum. Upplýsingar eru veittar í síma. 12700. Strætisvagnar Kópavogs. Á aðfangadag er ekið eins og vant er til kl. 17, en síðan er eiin ferð á hverjum heilum tíma fram til kl. 22. Það eru hring- ferðir um bæinn. Á jóladag er ekið eins og venju lega milli kl. 14 og 24. Á annan dag jóla er ekið eins Og vant er milli kl. 10 og 24. Á gamlaársdag er ekið eins og venjulega fram til fcL 17, en emgin ferð er eftir þann tíma. Á nýjársdag er ekið frá kL 14 tU 24. Reykjavík — Hafnarf jörður. Aðfangadagur og gamlaárs- dagur: Síðasta ferð úr Reykja- vik kl. 17 og síðasta ferð úr Haifnarfirði kl. 17.15. Jóladagur og nýjársdagur: — Ekið frá kl. 14 til kl. 0.30. Annar jóladagur: Ekið eins og á sunnudögum (farin aiukaferð úx Reykjavík kL 8 og Hafnar- Reykjavík — Keflavík. Á aðfangadag og gamlaársdag er ekið suður eftir frá Steindóri kl. 6, 9.30 og 11, og frá BSÍ kl. 13.15 og 16. Inn eftir er ekið kl. 8, 9.15, 11, 13.15 og 16. Á jóladag er ekkert ekið. Á n. í jólum er ekið eins og á sunnudögum (ferðin úr Reykja vík kl. 6 og úr Keflavík kl. 8 fellur niður). Á nýjársdag hefjast ferðir kl. 11 frá báðum stöðunum, en síðan er ekið eins og venjulega. Reykjavík — Grindavik. Á aðfangadag og gamlaársdag er farið kl. 9 frá Grindavík og kl. 15 frá Reykjavík (BSÍ). Á jóladag er ekkert ekið. Á n. í jólum og á nýjársdag er farið kl. 16.30 frá Grindavík og kl. 19 frá Reykjavík. Reykjavík — Borgar- nes — Akranes. Ferðir M/S Akraborgar verða sem hér segir um hátíðarnar: Aðfangadagur: Kl. 13 frá Reykjavík, kl. 14.30 frá Akra- nesi. Jóladagur: Engin ferð. II. í jólum: Kl. 10 frá Reykja- vík, kl. 14 frá Borgaroesi og kl. 15.45 frá Akranesi. Síðan er fylgt venjulegri áætl- un 27.—30. des. Gamlaársdagur: Kl. 13 frá Reykjavík, kl. 14.30 frá Akra- nesi. Nýjársdagur: Engin ferð. 2. janúar: Kl. 9 frá Reykja- vík, kl. 10.15 frá Akranesi, kl. 16 frá Reykjavík, kl. 18 frá Akranesi. Bílar Þórðar Þ. Þórðarsonar: Á aðfangadag kl. 8 frá Akranesi og kl. 13 frá Reykjavík. Engin ferð á jóladag. — Að öðru leyti eru veittar upplýsingar í síma 1 17 20. Innanlandsflug. Flugfélag íslands: Aðfangadagur og gamlaárs- dagur: Kl. 9 til Sauðárkróks, Akureyrar og Egilsstaða. Kl. 9.30 til Vestmannaeyja. Kl. 12 til ísafjarðar. Jóladagur og nýjársdagur: — Engin ferð. Annar dagur jóla: Kl. 9 til Akureyrar og Egilsstaða. KL 9.30 til Vestmannaeyja. Á öðrum dögum er farið eftir venjulegri áætlun. Björn Pálsson: Upplýsingar í síma 2 16 11 eða 3 69 4L Rjúpnaskytta hrasaði og skotið hljóp úr byssunni Högl og grjófhríð dundu á manninum AKUREYRI, 33. des. — Hjalti Þorsteinsson, málari, Hafnar- stræti 29, varð fyrir skoti úr tví- hleyptri haglabyssu er hann var á rjúpnaveiðum sl. fimmtudag. Högl og grjóthríð dundi á Hjalta og særðu hann mörgum sárum, en engum djúpum. Hann er nú við beztu heilsu og fer allra sinna ferða. Hjalti fór ásamt Páli Rist, lög- reglumanni, til rjúpna í Stórhóls fjall í Eyjafirði á fimmtudaginn var. Lítið sáu þeir af rjúpum og um hádegisbilið skildu leiðir þeirra og gekk Hjalti þá niður eftir fjallinu. Hálka var mikil og föl á jörð. Allt í einu skrik- aði Hjalta fótur og missti hann þá byssuna niður í lækjarskorn- ing. Við fallið hrökk öryggið af byssunni, bæði skotin hlupu úr og lentu í urðinni, tættu upp grjót og dundi hvort tveggja, högl og grjótflísar, yfir Hjalta, sem særðist mörgum sárum, sem þó voru öll grunn. Flest voru sárin á andliti, hægri handlegg, öxl, brjósti og kálfa. Nokkuð blæddi fyrst í stað og var peysa sem Hjalti var í blóðug nokkuð, en stakkur sem hann bar yzt fata hins vegar ekki, en mjög götóttur. Gleraugu hans voru heil, þótt sár væru allt í kring. Eftir óhappið sótti Hjalti byssu sína, sem lá um 5 m. frá hon- um og fór að hafa sig til bæja og hóaði um leið til Páls, sem hraðaði sér honum til hjálpar, Áttu þeir um klukkutímagang til bílsins og ók Páll nú sem mest hann mátti til sjúkrahússins á Akureyri. Þangað komu þeir fé- lagar laust fyrir klukkan tvö. Guðmundur Karl Pétursson yfir læknir gerði að sárum Hjalta og tíndi úr honum gljótið og högl- Vlnnuveitendur, Akureyri telja sig óbundna af auglýstum kauptöxtum I vora óbundna af þeim kauptöxt- |um og öðrum kjörum som áður hafa gilt og því sé frjálst að semja um kaup og kjör í hverju AKUREYRI, 23. des. — í dag sendi Vinnuveitendafélag Akur- eyrar Verkalýðsfélaginu Einingu og Bílstjórafélagi Akureyrar svohijóðandi bréf: Vér viljum hér með mótmæla iþeim vinnubrögðum yðar í kaup gjaldsmálum, sem þér viðhafið nú, að auglýsa kauptaxta þegar samningar íhafa ekki náðst í kjaramálusn. 1 Vér teljum alila félagsmenn Þrír menn skotnir ! eindöku tilfellL I Akureyri, 23. des. 1963. Virðingarfyllst, 1 Vinnuveitendafélag Akureyrar j KEA mun einnig hafa sent j verkalýðsfélögunum bréf í daig, I sem hljóðar svipað og bréf Vinnuveitendasambandsins. — SvJ, Ottawa 23. des. — AP ÞRÍR MENN voru skotnir til bana og tveir særðir er tveir vopnaðir menn réðust inn í litla, kaþólska kirkju er messu var að Ijúka þar í gær. Mennirnir tveir höfðu rá.ðízt inn í kirkjuna í því augnamiði að ræna hana. Atburðurinn varð í þann mund að hádegismessu var að ljúka. Annsu: prestanna stóð þá úti við dyr, en hinn bað í kór. ' Skyndilega gekk maður inn kirkjuganginn og skipaði nokkr- um sóknarbarnanna að ganga út með sér. Fjórir karlmenn hlýddu skipuninni og gengu út. Er hinn fyrsti var kominn út í anddyri kvað við skot. Maður sá, sem fyrstur fór, Mercier að nafni, beið þar bana. Ræningjarnir skutu annan mann til bana í and dyrinu og særðu hina tvo. Ann- ar ræningjanna, Roger Binette, 21 árs gamall, framdi síðan sjálfs morð; skaut skammibyssukúlu í gegnurn höfuðið á sér. Lögreglan handtók félaga Bin ette á staðnum. Hann er aðeins 17 ára gamall, og situr nú í fang- elsi. Þykir atburður bessi allur hinn válegcLstL Jólutrés- shemmtun í Hainorfirði SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN HAFNARFIRÐI halda að venj u jólatrésskemmtiui fyrir börn félagsmanna og verð- ur skemmtunin að þessu sinni sunnudaginn 29. des í Góðtempl- araíhúsinu. Fyrir yngri börn kL 2.30 og fyrir eldri bl. 8.30. Aðgöngumiðar verða seldir I Góðtemplarahúsinu sama dag frá kl. L v

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.