Morgunblaðið - 24.12.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 24.12.1963, Síða 10
10 MOKGUNBLAÐID Þriðjudagur 24. des. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að\lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. Ljós í myrkri ENN einu sinni rennur kristin jólahátíð upp eins og ljós í hinu norræna skammdegi. Á þúsundum heimila um allt ísland, í sveit og borg, eru jólaljós kveikt, Hrein og fölskvalaus gleði og fögnuður skín úr augum barnanna, sem beðið hafa hinnar miklu hátíðar full óþreyju og eftirvæntingar. Gjafir eru gefnar og á hverju byggðu bóh er efnt til mann- fagnaðar og hátíðahalds eftir efnum og ástæðum. Friðarboðskapur jólanna fyllir hugi fólksins og frá kirkium þess hljómar þakkargjörð og lofsöngur í minningu þess atburðar sem gerðist í Betlehem fyrir 1963 árum. Frá þeim atburði fæðingu frelsar- ans, staíar birtu og yl um gervallan hinn kristna heim. :+] Hér í okkar litla landi hafa átök og deilur risið hátt undanfarna mánuði. Sættir tókust sem betur fór fyrir hátíðarnar, og þrátt fyrir allt verður sú staðreynd ekki sniðgengin, að íslendingar búa í dag við almennari velmegun og velsæld en nokkru sinni fyrr. Því er vissulega rík ástæða til þess að fagna. Fátæktin og skorturinn eru á undanhaldi á íslandi. Margt stendur hér að sjálfsögðu til bóta og baráttan fyrir bættum lífskjörum heldur stöðugt áfram. Manneskjan er aldrei ánægð með það, sem hún hefur. Hún stefnir stöðugt að hærra marki, meiri efnalegri velsæld og bættri aðstöðu í lífsbaráttunni. ? En hún má ekki láta við það eitt sitja. Maðurinn verður jafnframt að stefna að auknum þroska, meiri skilningí á lífinu og viðfangsefnum þess. Gagn- kvæm samúð og góðvild einstaklinganna í garð hver annarra hlýtur jafnan að vera frumskilyrði þess að þeir geti byggt upp réttlátt og rúmgott þjóðfélag, þar sem ríkir friður og virðing fyrir mannhelgi og réttlæti. H Grunntónn kristinnar trúar er kærleikurinn til nágrannans. Elskið hver aðra, hjálpið hver öðrum. Það er boðskapur, sem á öllum öldum mun hljóma úr sölum kristinnar kirkju. Án þess boðskapar getur mannkynið ckki verið, hversu mikil sem efnahags- 3eg velsæld pess kann að verða. Friðarboðskapur jólanna hlýtur jafnan að vekja kristna menn til um- hugsunar um þennan boðskap. Og þess ríkari sem hann verður okkur í huga, þeim mun auðveldara mun reynast að leysa hvern þann vanda, er þessari litlu þjóð ber að höndum. m Við íslendingar höfum margt að þakka á þessum tímamótum. Við höfum á örskömmum tíma brotizt úr sárri tatækt og ófrelsi til almennrar velmegunar og þjóðfrelsis. íslenzku þjóðinni líður vel. Hún er hraustari en nokkru sinn fyrr og hún á glæsilegri og þróttmeiri æsku en nokkurn tíma áður. Breyttir þjóðlífshættir hafa að sjálfsögðu skapað ýms ný vandamál. En þjóðin gerir sér það ljóst og veit að henni ber að leysa þau, og þau munu verða leyst. En hver tími kemur með nýjan vanda og ný við- fangsefni. Aðeins eitt er óbreytanlegt, friðar- og kær leiksboðskapur jólanna. Hann rís bjartur og fagur Jólakort í VOR málaði Jacqueline Kennedy tvær vatnslitamynd- ir, sem prentaðar voru á jóla- kort. Kortin átti að selja til ágóða fyrir menningartnið- stöð, sem Kennedy-fjölskyld- an hyggst reisa við Potomac- fljót í Washington. Kort frú Kennedy vöktu mjög mikla athygli og for- lagið, sem gaf þau út, segir að þau hafi selzt í fjórum sinn- um stærra upplagi, en vin- sælustu kort eru vön að gera. „Vitringamir“, máluðaffrú Kennedy Annað kortið her nafnið „Fagnaðarerindið“. Á því er mynd af engli í hvítum kyrUi, sem blæs í gylltan lúður. — Bakgrunnurinn er grá-hvítur. Hitt kortið nefnist „Vitring- arnir“. Sýnir það vitringana frá Austurlöndum. Bakgrunn urinn er rauður með gylltum stjörnum. Kortin eru seld í pökkum og eru 25 stykki í hverjum. Nefndinni, sem hefur umsjón með f jármunum er berast til styrktar hinni væntanlegu menningarmiðstöð, hafa þeg- ar borizt um 120 milljónir ísl. kr., sem ágóði af kortasölunni. „Fagnaðarerindið“. Gunnar Eyjólfsson og Þórunn Elfa Magnúsdóttir fara með aðalhlutverkin í jólaleikriti Þjóðleikhússins. úr myrkri skammdegisins við yzta haf, og varpar yl og birtu inn í sálir mannanna og heimili fólksins. Hann heldur áfram að kenna mönnunum að elska hver aðra og að hjálpa hver öðrum. Án þess boð- skapar getum við ekki lifað. í skjóli hans verðum við að heyja hina eilífu baráttu fyrir réttlæti og iriði á jörðu. Morgunblaðið óskar öllum lesendum sínum, sjó- mönnum á bafi úti, flugmönnum á langferðaleið- um, allri hinni íslenzku þjóð gleðilegra jóla. Hamlet jólaleik- rit Þjóðleikhúss ins Á ANNAN dag jóla verður frum- sýning á Hamlet eftir Shake- speare í Þjóðleikhúsinu. Leik- stjóri er Benedikt Árnason, en með titilhlutverkið fer Gunnar Eyjólfsson. auk hans eru Herdía Þorvaldsdóttir, Geirþrúður drottn ing; Róbert Arnfinnsson, Kládíus kóngur; Lárus Pálsson, Pólóníus; Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Óphelía, og Róbert Arnfinnsson, sem leikur Hóras. Leiktjöldin gerði Disley Jones. Hinn 26. apríl á næsta ári eru 400 ár liðin frá fæðingu Williams Shakespeares í Stratford-on- Avon og þótti því forráðamönn- um Þjóðleikhússins tilhlýðilegt að sýna frægasta verk hans, Hamlet Danaprins. Áður hafa þrjú af leikritum Shakespeares verið sýnd í Þjóðleikhúsinu, Sem yður þóknast, Júlíus Caesar og J ónsmessunæturdraumur. Leik- félag Reykjavíkur mun í tilefni afmælisins taka til sýningar Rómeó og Júlíu. Jólatré reist í Ólafsvík Ólafsvík, 21. desember. JÓLATRÉ var reist hér í bæ sL fimmtudag á gatnamótum aðal- umferðargatnanna. — Oddvitinn kveikti á trénu að viðstaddri hreppsnefnd. Setur tréð svip á bæjarbraginn.' í fyrra var ekkert tré sett upp. — H. K. Togarar helzt út af Vestf jörðum LÍTIÐ hefur verið um togara á íslandsmiðum að undanförnu. Togarar hafa helzt verið út af Vestfjörðum. Þar hafa bæði íslenakir og brezkir togarar ver- ið að veiða siíðustu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.