Morgunblaðið - 04.01.1964, Síða 16
16
MORGUNMAOIÐ
LaUgárdagur 4. jan. 1964
Afgreiðsluborð úr eik
til sölu á hagstæðu verði.
H. ÓBafsson & Bernhöft
símar 1-97-90.
Stúlka 'óskast
til afgreiðslu í sælgætis og blaðasölu þriðja
hvert kvöld.
Verzlunin STRAUMNES
Nesvegi 33 — Sími 19832.
Starfsstúlkur óskast
Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Klepps-
spítalans. — Upplýsingar hjá matráðskonunni
í síma 38164.
Reykjavík, 2. janúar 1964.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
T æknif ræðingar
Nokkrar stöður byggingatæknifræðinga, rafmagns-
tæknifræðinga og véltæknifræðinga eru lausar til
umsóknar.
Laun og önnur kjör samkvæmt hinu almenna launa
kerfi opinberra starfsmanna.
Frekari upplýsingar um störf og kjör eru veittar
hjá rafmagnsveitum ríkisins, Laugavegi 116,
Reykjavík. Sími 17400.
Umsóknarfrestur er til 10. janúar. — Upplýsingar
um menntun og fyrri störf fylgi umsókninni.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS.
Bátur til sölu
180 tonna eikarskip með nýrri 540 ha. vél. Bátur
og vél í 1. fl. standi og allur útbúnaður. Báturinn
er nú á síldveiðum við Suð-vesturland.
Allar nánari uppl. veitir:
FASTEIGNASALA
Kristjáns Eiríkssonar
Sölumaður: Ólafur Asgeirsson
Laugavegi 27 sími 14226 og
utan skrifstófutíma 41087.
Auglýsing
um sérstakt innflutningsgjald af benzíni og
hjólbörðum og slöngum á bifreiðar.
Samkvæmt 85. gr. laga nr. 71/1963 skal frá og
með 1. jan. 1964 greiða sérstakt innflutningsgjald
af benzíni, og skal gjaldið nema kr. 2.77 af hverj-
um lítra,
Af benzínbirgðum, sem til eru i landinu nefndan
dag, skal greiða samanlagt jafnhátt gjald, hvort
heldur benzínið er í vörzlu eiganda eða ekki. í>ó
skulu gjaldfrjálsir 300 lítrar hjá hverjum eiganda.
Samkvæmt 86. gr. nefndra laga skal frá og með
1. jan. 1964 einnig greiða sérstakt innflutningsgjald
af hjólbörðum og gúmmíslöngum á bifreiðar, og
skal gjaldið nema kr. 9.00 af hverju kg.
Af birgðum af hjólbörðum og gúmmíslöngum af
bifreiðum, sem til eru í landinu sama dag, skal
greiða samanlagt jafnhátt gjald.
Fyrir því er hér með skorað á alla þá, sem eiga
birgðir af nefndum vörum hinn 1. jan. 1964, að til-
kynna lögreglustjórum, í Reykjavík tollstjóra, um
birgðir sinar nefndan dag, og skal tilkynningin hafa
borizt fyrir 10. jan. n.k.
Fjármálaráðuneytið, 31. des. ’63.
— Land og synir
Framh. af bls. 17
allir góðir menn.“ „Það fór
heldur ekki mikið fyrir honum
látnum," svarar Einar. I
En nú er hann ráðinn í að
flytja suður. Hann ákveður að
selja skepnurnar og jörðina.
Kaupfélagsstjórinn hvetur hann
til að vera kyrran, það verði
ekki gengið að skuld föðurins.
En ekki einu sinni þetta gefur
raunveruleikanum neitt glit í
augum Einars. Hann segir: „Ég
hef engu að tapa þótt ég fari.“
„Það er annar hand.leggur,“ segir
kaupfélagsstjórinn. Einar svarar:
„Einmitt. Mér hefur stundum
fundizt að vantaði annan hand-
legginn á kaupfélögin, þann,
sem gerði sveitirnar stórar."
Svona bert og napurt er á vett-
vangi þess útsýnis, sem er nú Ein
ari vafalaus raunveruleiki.
Hann selur allt nema snilldar-
fákinn Hvíting. Sá hestur er
máski í hans augum hið eina
óumdeilanlega jákvæða í öllum
hinum neikvæða nöturleik átt-
haganna. Og hann skal ekki
verða misnotaður af neinum. ]
Einar skýtur hann og jarðar á J
háum útsýnismel, þar sem gömlu
árin höfðu verið í bernsku hans
kvödd með brennum.. S-vo er
það stúikan. Einar hefur ef til
vill verið á verði gagnvart henni, |
máski óttast undir niðri, að hún
mundi reynast honum fjötur um j
fót. En í sorg sinni og einmanna
leik eftir föðurmissinn er öðru I
máli að gegna. Þá hefur hann '
þörf fyrir hana og er ekki leng- j
ur hræddur við, að hún kunni
að ríða baggamuninn um að
hann fari hvergi. Og þegar hún
segir: „Spilltu mér,“ þá lætur
hann að óskum hennar og hvöt-
um sínum. Lýsingin á ástum
þeirra og orðaskiptum er að
sínu leyti jafnsnjöll og á við-
horfi feðganna hvor til annars,
og hún er bað eina í þessari bók,
sem lét mig minnast Heming-
ways. Einar veit, að þau orð
Biblíunnar eru sígild um kon-
una eins og manninn, að hún
skuli yfirgefa föður og móður
og búa með eiginmanni sínum.
Hann leggur að henni uan þetta,
og hún lofar að hitta hann í
kaupstaðnum utan við gistihús-
ið að morgni brottfarardagsins.
Foreldrar hennar? „Þau vita að
ég get ekki misst þig, elskan,"
segir hún. Hann: „Þú getur borið
þeim kveðju mína og sagt þeim,
að ég geti ekki misst þig heldur,
af því þú sért jarðargróðinn."
Hún: „Þau mundu ekki skilja það
elskan.“ Hann: „Og segðu þeim
að þess vegna verðir þú að fylgja
mér.“ Hún: „Ég skal segja þeim
það.“ Hann: „Segðu þeim einnig
að þú sért engin og túnið og ey-
lendið og þegar ég horfi á þig
hafi ég það allt fyrir augunum,
og fegurð þess og fjöllin þegar
þau eru blá og þú sért þetta
að auglýsing í stærsta
og útbre .sta blaóiuu
borgar sig oezt.
Blorgunljlötíib
JON E. AGUSTSSON
malarameislan Otrateigi
Allskonar malaravinna
Simi 36346
hérað og þú munir fylgja mér
og vera hjá mér þegar ég dey.“
Daginn eftir er uppboðið, og
Einar fer um kvöldið til kaup-
staðarins með hundinn hans
föður síns.. Um morguninn gefur
hann gistihúsráðskonunni hund-
inn. Það er kamin drífa, og hann
bíður og horfir út í mugguna.
Það fennir á allt sem var, á bæ-
inn og hlaðið heima, á nýorpið
leiði föður hans, á melinn þar
sem Hvitingur er grafinn. Loks
kemur rútan, sem flytur hann
suður. Gegnum drífuna eygir
hann dökka ána sem „bugðast út
hvíta breiðu eylendisins undir
hólnum og veginum, sem hún
hafði ekki gengið og ekki hafði
verið sporaður þennan morgun.
Þrátt fyrir það var hún stúlkan
hans og engin nema hún, án sárs
auka og óþols yfir að hafa beðið
og hún héldi áfram að vera
stúlkan ftans þótt aldrei kæmi
slóð í þennan snjó.“
6.
Eins og ég hef áður drepið á,
er þetta ekki sagan, sem menn
munu hafa vænt frá Indriða, en
samrt sem áður saga, sem hann
varð að skrifa — og einhver
hlaut að skrifa. Hann hefur lagt
i hana nokkur ár ævi sinnar, lagt
við hana alúð sína, borið ótta
fyrir henni, svo sem æra hans
gagnvart sjálfum sér og skapar-
anura væri í veði. Og víst er um
það, að svo mundi hafa til tek-
izt um gerg hennar, að mörgum
manninum muni hún geta veitt
fordómalausan skilning á þjóð-
félagslegum og persónulegum
lífsrökum ærið marga, sem horf-
ið hafa af nesjum og úr víkum
og dölum, þar sem forfeður og
foreldrar þraukuðu og varð-
veittu neista manndóms og menn
ingar, — og setzt að við mal-
borna götu þéttbýlisins, veitt
skilning á, að þetta fólk hafi átt
úr allvöndu að ráða og að varla
verði við því búizt, að þag viti
vissan veg og stíg til farsællar
framtíðar sér og sínum, framtíð
ar traustrar og fasttimbraðrar
menningar, sem orðið geti kom-
andi kynslóðum vegvísir og veg
arnesti.
Svo læt ég hjá líða að tína til
það, sem mér kynni að þykja að
einbverju leyti vangert, misgert
eða ofgert hjá höfundi þessarar
sögu, en þegar ég hugsa til þess,
að Indriði hefur skrifað bókina
í hjáverkum og í skyndifríum frá
öllu því argi, sem fylgir blaða-
mennsku nútímanns, dettur mér
í hug, hvort ekki muni nú mál
til komið að láta verða af því,
sem áður hefur verið stungið
upp á, að þegar fram koma ótví-
rætt efnilegt skáld, verði þeixn
veitt um tveggja, þriggja ára
skeið Mfvænleg laun, sem gefi
þeim þess kost að sýna, h-vað í
þeim býr — og fóru til að ryðja
sér braut. Stundum væri því
miður ekki slíkum skáldum til
ag dreifa — og væru þá launin
ekki veitt, en annars nytu þeirra
eitt eða tvö skáld í einu.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Vi¥m í dag
Fólk af konungakyni
íslendingar eru allir komnir af
konungum, og vita það manna
bezt sjálfir. Eftir mörg hörmung-
arár hefur konungablóðið aftur
það andrúmsloft, sem því hæfir
og við á ný tekið upp konunglega
lifnaðarhætti, en þá er vandr á
höndum: ÞAÐ VANTAR HIRÐ-
FÓLK OG ÞRÆLA.
Nótt
í vaxmyndasafninu
Ef taugarnar eru slappar, þá er
betra að láta þessa eiga sig. Mað-
ur nokkur ákveður að dvelja
um nætursakir í glæpadeild vax-
myndasafn.vins og skrifa um
reynslu sína. Hann fékk að reyna,
að ímyndun getur stundum ordið
að veruleika.
Séra Snorri og kvía-
hellan á Húsafelli
Annálar geta um nokkra kenni-
menn, sem afrenndir voru að afli,
en enginn þeirra mun þó hafa
staðizt snúning séra Snorra á
Húsafelli. Hann hafði lika ýmis-
legt fleira í fari sínu, var t.d.
þekktur fyrir galdra og fjölkynngi.
Grein um þennan merka kenni-
mann, helluna á Húsaflli og mynd
ir af bóndanum þar, þegar hann
tók hana upp.
Setið yfir sálarstríði
Það er margt, sem kemur upp f
hugann, þegar setið er yfir fólki i
prófi. S.H. Jagði það á sig að
sitja yfir inntöknprófum í Sam-
vinnuskólann í haust, og skrifar
hér hugleiðingar um þann atburð.
VIKAHI