Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ ANNAST SKATTA- FRAMTÖL einstaklinga, félaga, báta Og fl. — Samnmgagerðir. — Tími eftir samkomulagi Frlðrik Sigurbjörnsson iögfræðingur, sími 16941 Vantar 10 ha. Singer mótor, árg. ’47. Uppl. i síma 18918 eða 34018. Barnapeysur gott úrval. Varðan, Laugavogi 60. Simi 1903i. Bflamálun - Gljábrennsla vinna. Merkúr hf., Hverfis- götu 103. — Sími 21240 og 11275. TisniS Drottin GuS vorn og fallið fram fyrir fótskör hans. Heilaglegur er hann (Sálm. 100, 5). f dag er fimmtudagur 9. janúar og er þaS 9. dagur ársins 1964 Árdegisháflæði kl. 1.27 Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Sími 24361. Vakt allan sólarhringinn. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki vikuna 4.—11. januar. Sími 24045. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9:15-8 laugardaga frá kl. 9.15-4.. helgidaga fra kl. 1-4 e.h. Sími 40101. Næturlæknir í Hafnarfirði frá kl. 13:00 4.—6. jan. Ólafur Ein- arsson (Sunnudagur) 6.—7. jan. Eiríkur Ujörnsson, 7.—8. jan. Páil Garðar Ólafsson, 8.—9. janúar Jósef Ólafsson. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sólar- hringinn — sími 2-12-30. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7, nema laugar- daga frá ki. 9-4 . og helgidaga frá kl. 1-4. e.h. l.O.O.F. 5 = 1451981/. = K.s. Orð lífsins svara i sima loooo. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Eiguxn dún- og fið- urheld ver. Dún- og gæsa- dúnsængur og koddar fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsurin Vatnsstíg 3. — Sími 18740. Bflskúr óskast til leigu seim næst Hlíðun- um. Uppl. í síma 10796. Hafnarfjörður Vertíðarmaður óskar eftir herbergi. Sími 51785. Vil kaupa Ford fólksbíl, má vera ógangfær. Hringið í síma 2071 Keflavík frá kl. 12-13 og etftir kl. 19 daglega. Keflavík og nágrenni Aðalfundur • Vestfirðinga- fél. verður haldinn í Tjarn arlundi fimmtudaginn 9. jan. kl. 21. Venjuleg aðal- fundarstörf. Samieiginleg kaffidrykkja. Stjómin. Stúlka óskast í vefnaðarvöruverzl- un hálfan eða allan dag- inn. Tiib. sendist blaðinu, merkt: „Vefnaðarvöruverzl un — 9774“. Tannsmíðanemi óskast. Þarf að hafa gagn- fræðapróf eða hliðstæða menntun. Geir R. Tómasson, tannl. Þórsgötu 1. — Sími 16885. Óska eftir 2ja herb. íbúð í Reykjavík eða nágrenni. Húshjálp kemur tii greina. Uppl. í síma 51813. Hoover Þvottavél til sölu miðstærð. Uppl. í síma 37996. Húsvörður óskast í f jölbýlishúsið Ljósheima 20. Skriflegar umsóknir sendist afgr. Morgunblaðs- ins, merkt: „9868“. Hússtjóm. Bfll óskast Vil kaupa lítinn bíl. Eldri en 1958 kernur ekki til greina. Staðgreiðsla. Tilboð óskast send Mbl. fyrir 12. þ. m., merkt: „9869“. Hafskip Laxá kom til Hull 7. þ.m. frá Eskifirði Rangá för 7. þ.m. frá Gautaborg til Gdynia. Selá er á Seyð- isfirði. H.f. Eimskipafélag íslands. Bakka- foss fór frá Seyðisfirði 5 1. til Hull. Brúarfoss fór frá NY 4 1. til Rvík. Dettifoss fer frá Dublin 8. 1. til NY. Fjallfoss fer frá Ventspils 8.1. til Kaupmannahafnar og Rvík. Goðafoss kom til Hull 7. 1. fer þaðan til Gdynia. Gullfoss fór frá Kaupmannaliöfn 8. 1. til Leith og Rvík. Lagarfoss fer frá Wilmington 8. 1. til NY. Mánafoss fer frá Manchester 9. 1. til Dublin, Ant- werpen, Rotterdam og Rvík. Reykja- foss fór frá Seyðisfirði 6 1. til Hull og Antwerpen. Selfoss fór frá Rvík 8. 1. til Keflavíkur og þaðan 9. 1. til Grundarfjarðar og Vestmannaeyja, Bremerhaven, Hamborgar, Dublin og NY. Tröllafoss fer frá Stettin 11. 1. til Hamborgar og Rvík. Tungufoss fer frá ísafirði 8. 1. til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Norður- og Austur- landshafna og þaðan til Hull og Rotter dam. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. — Katla er væntanleg tál Bergen á há- degi í dag. Askja er á leið til Rotter- dam, Bremen og Hambcrgar. H.f. Jöklar. Drangajökull fór frá Bíldudal 5. jan. áleiðis til Gloucester og Camden. Laögjökull fer frá Ham- borg 10. jan. Fer þaðan til London og Rvík. Vatnajökull er i Ostend. Fer þaðan til Rotterdam og Rvík. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell er í Rvík. Amarfell er í Rvík. Jökulfell fór 7. jan. frá Rvik til Camden. Dísar- fell losar á Blönduós Litlafell fór í gær frá Rvík til Austfiaröa. Helgafell fór í gær frá Fáskrúðsfirði til Riga og Ventspils. Hamrafel: fór frá Rvík 4. jan. til Aruba. Stapafell fór 7. jan. frá Raufarhöfn til Frederikstad. Flugfélag íslands h.f. Innanlands- fiug: í dag: er áætlað að fljúa til Akur eyrar (2 ferðir), Kópaskers, I>órs- hafnar og Egilstaða. Á morgun: er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Vestmannaeyja, Issfjarðar, Fagur- hólsmýrar, Hornafjaróar og Sauðar- króks. Skipaútgerð ríkisins Hekla fer frá Rvík í dag austur um iano í hringferð Esja er á leið frá Austfjörðum til Rvík. Herjólfur fer frá Vestmanna- eyjum kl. 21.00 í kvöld ti. Rvík. Þyrill fór frá Austfjörðum í gær áleiðis til Fredrikstad. Skjaldbreið er á Norður- landshöfnum. Herðubieið fer frá Rvík í dag til Hornafjarðar. Fimmtudagsskrítlan Læknir nokkur hafði fyllt ut dánarvottorð. Daginn eftir hring- di tryggingarféiag hins látna og kvað lækninn hafa gleymt að undirrita vottorðið — Ég man vel að ég skrifaði nafn mitt á skýrsluna, sagði iæknirinn. Það er rétt, svaraði trygginga- maðurinn, en þér skrifuðu það í dálkinn fyrir dauðaorsök. SÖFNIN MINJASAFN REYKJ A VtKURBORG- AR Skúatúnl 2, oplð daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. ÞJÓBMINJASAFNIÐ er opið á þriðjudögum, laugardögum og sunnu- dögum kl. 13.39—16. LISTASAFN 1SL.AND9 er opið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugar- dögum og sunnudögum IU. 13.30—16. Tæknibókasafn IMSt er opið alla virka daga frá kl. 13 til 19, nema laugardaga frá kl. 13 til 15. ÁSGRÍMSSAFN, Bergstaðastræti 74. er opið sunnudaga, priðjudaga og fimmtudaga kL 1.30—4. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR er opið á sunnudögum og miðviku- dögum kL 1:30—3:30. Ameríska Bókasafnið J Bændahöll- höllinni við Hagatorg opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10—21, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10—18. Strætisvagnaleiðir: 24, 1. 16, 17. Borgarbókasafnið: Aðalsafnið Þing- holtsstræti 29 A, sími 1-23-08. Útláns- deild: 2-10 alla virka daga, laugar- daga 2-7, sunnudaga 5-7. Lesstofa 10- 10 alla virka daga, laugardaga 10-7, sunnudaga 2-7. Útibúið Hólmgarði 34, opið 5-7 alla virka daga nema laug- ardaga. Útibúið Hofsvallagötu 16. Op- ið 5-7 aila virka daga nema laugar- daga. Utibúið Við Sólheima 27. Opið fyrir fullorðna mánud., miðvikud. og föstudaga 4-9, þriðjudaga og fimmtu- daga 4-7. Fyrir börn er opið kl. 4-7 alla virka daga, nema laugardaga. Bókasafn Seltjarnarness: Opið er Mánudaga kl. 5.15—7 og 6—10. Mið- víkudaga kl. 5,15—7. Föstudaea kl. Bókasafn Kópavogs i Félagsheimil- inu er opið á Þriðjudögum, miðviku- dögum, fimmtud. og föstud. kl. 4,30 til 6 fyrir börn. en kl. 8,15 til 10 fyrir fullorðna. Barnatímar, í Kárs- nesskóla auglýstir þar. GAIMALT og gotí Það var siður í Grímsey, þegar Páll Tómasson var prestur þar (1828—1834) að snúa hverju líki þrisvar fyrir kirkjudyrum, áður en það var jarðað. í því skyni að villa afturgönguna tilvonandi. Einu sinni var jarðaður ein- hver maður, sem eyjarskeggar höfðu sterkan grun á, að mundi ganga aftur, svo þeir sneru lík- inu oftar en þrisvar. Séra Páll sá það og sagði: „Snúði þið og snúið þið, piltar mínir. Aldrei verður of mikið snúið.“ Eftir það er sagt, að Grímseyingar hafi hætt að snua líkum fyrir kirkjudyrum. Ólafur Davíðsson Orð spekinnar Með þekkingu og ást endur- skapa menn heiminn. Anatole France. Fimmtudagur 9. jan. 1964 og Birgir Birgisson járnsmíða- nemi Njálsgötu 30A. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Elísabet Jóhanns- dóttir Kringlumýrarbletti 29 og Sigtryggur Bragason Melhaga 16 Á gamlársdag cpinberuðu trú- lofun sína ungfrú Guðlaug Magnúsdóttir Túngötu 18 og Frank Hall, Sóiheimum 23. Nýléga hafa ópinberað trú-. lofun sína ungfrú Þorgerður Haiidórsdóttir frá Hellissandi, og Gísli Gíslason, ráðsmaður lieykja nesi við ísafjarðardjúp. Gegnum kýraugað Nú er það hin stóra spurn- ing, hvort það sé verri með- ferð á fuglum að hafa HEGRA hjá sér í húsi, fæða hann á fiski að tillögu fuglafræðings og láta honum eftir atvikum liða vel, og hafa i huga að gefa honum frelsi með vorinu Atræður er í dag Jóhann Svein- björnsson fyrrverandi tollvörður frá Siglufirði. Hann dvelst nú í Hrafnistu. Nýlega voru gefin saman í hjonaband í Neskirkju Harlan C. Gibbons frá Miami, Florida og Emma Stefánsdótíir, Reykja- vík. Heimili þeirra verður á Austurbrún 4, Reykjavík. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Halla Sigurðar- dóttir, Grundargerði 10 og Haf- steinn Vilhjálmsscn verzlunar- maður, Safamýri 30 Á jóladag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Alda Júlíusdóttir Hiíðarhvammi 11 og Jón Einars- son vélstjóri Kleppsvegi 50 Á gamlárskvöld opinberuðu tiúlofun sína Margrét Tryggva- dóttir hárgreiðslunemi Skipholti 42 o.g Páll Magnússon járnsmiða- nemi Hverfisgötu 83. Á gamlárskvöid opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðrún Gunnarsdóttir Háaleitisbraut 24 þó svo, að hegrinn hefði haft tækifæri til að afla fjár til kaupa á tækjum til að bjarga mannslífum með kroppa sýn- ingu á sjálfum sér EÐA að hafa smáfugla í búri innilok- aða og láta sér þykja það fínt hugsa sér aldrei að gefa þeim freisi, og aldrei að' láta þá vinna hjálparsveit fyrir leitar ljósi eða talstöð? Svari nú þeir sem kunna og betur vita? »>>>■' Tíl homingju Ung stúlka, Arina Jóna Guð- mundsdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð, kom síðastl. föstu- dag í skrifstofu Krabbameins- ielagsins og lagði fram happ- drættismiða nr. 15095 og hafði ■þar með unnið Volkswagenbil 1500, sem var vinningur í sein- asta happdrætti Krahbameinsfél. Kvk. Á myndinni sést Arina Jóna við happdrættisbilinn, ásamt unnusta sínum, Ralph H. Chadwick, sem er vefari í Gefj- un á Akureyri. Arina er nemandi í húsmæðraskólanum að Lauga- landi og munu þau hef ja búskap í vor. — Til hamingju!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.