Morgunblaðið - 09.01.1964, Síða 20

Morgunblaðið - 09.01.1964, Síða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtndagur 9. jan. 1964 G A VIN H O L T: 26 ÉZKUSÝNING — Þú gleymdir þvi mikilvægasta Hvernig sem ég velti þessu fyr ir mér, var eins og ég kæmi allt af að Sally Dutton, en mér var ómögulegt að trúa því, að hún hefði tekið snúruna og notað hana. Hún hafði verið frá sér af skelfingu þegar hún opnaði skáp inn. Hún hafði hrokkið til baka, dauðskelfd og legið síðan í yfir- liðL En hversvegna hafði henni brugðið svona við? Auðveldasta svarið við því var það, að þessi hræðilega sjón hefði orkað svona á hana, en samt var það nú svo, að þegar ég rifjaði upp fyrir mér atvikið, fannst mér ég geta séð aðra skýr ingu á þessu. Hún hafði áður far ið í skápinn. Hún vissi, hvað þar var falið innan um loðfötin. En hún hafði hert sig upp í að fara þangað aftur og standa þannig við samning sinn við Thelby. En svo þegar líkið kom dettandi i áttina til hennar, hafði hún misst móðinn. Hún gæti hafa haldið, að Selina væri enrt á lífi, og reiðubúin að ákæra hana. Þetta var náttúrlega mjög hæp in skýring, en viðbrögð manna undir svona kringumstæðum geta líka verið einkennileg. Eg hefði getað sagt sem svo, að morðingi mundi aldrei koma aftur á vett- vang glæpsins, í þeim eina til gangi að setja kjól og kápu inn í skápinn, en svo mátti hinsveg- ar líka segja, að þetta ómerki- lega erindi hefði verið þýðingar- mikið eins og á stóð. Og í versta falli hefði mátt nota það til þess að útvega sér fjarverusönnun. Já, þessi morðingja-sálfræði gat verið flókin. En nú virtist Sally einmitt vera óvenju heilbrigð andlega. Eða hafði mér kannski algjör- lega mistekizt að þekkja hana rétt? Ef út í það var farið, vissi ég ekkert um hana nema það, sem hún hafði sjálf sagt mér. En míg langaði að vita meira. XVI Eg þurfti ekki lengi að bíða eftir tækifærinu, og greip það. Þegar ég kom aftur á staðinn, stóð lögreglubíllinn ennþá fyrir framan húsið, en búðin leit út eins og búið væri að loka henm, þann daginn. Klukkan var næst- um orðin sjö, svo að ekkert var við það að athuga. Eg barði að dyrum. Eg hélt, að ég mundi þurfa að fara hina leiðina, sem ég þekkti nú orðið svo vel, þ.e. gegn um skrifstofuhúsið, en þá kom Gussie Ochs og opnaði fyrir mér. Hún var skrafhreyíin, og sagði mér, að allir væru farnir nema ungfrú Dutton, frú Firnes og Benton Thelby. Sýningarstúlkun um og búðarstúlkunum hafði verið skipað að vera viðbúnar heima hjá sér, ef þeirra skyldi þurfa við, en annars var búið að spyrja þær allar í þaula. Guss ie sjálf var einnig búin að vera í eldinum. Hún hafði fengið leyfi til að fara, en hún ætlaði samt að vera kyrr þangað til all ir væru farnir. Hr. Clibaud væri svo miður sín af öllu þessu uppi standi, að henni fannst hún verða að bera ábyrgð á húsinu. — Mig langar að tala við hr. Clibaud, sagði ég. Er hann far- inn? Hún hristi höfuðið. — Eg hef verið að reyna að fá hann til þess, en hann vill ekki fara úr skrifstofunni sinni. Eg held ekki að það væri rétt að ónáða hann. — Eg skal ekki ónáða hann mikið, lofaði ég. Hún fór með mig að baki búð inni og gegnum bogadyrnar, bak við stigann. Þar voru litlar skrif stofur og mátunarherbergi og ef til vill eitt verkstæði til. Eg for vitnaðist ekkert um það. Gussie barði á dyrnar og opnaði síðan. Clibaud sat á brúninni á legu bekk, rétt eins og honum hefði ekki hugkvæmzt að leggjast á hann, og var líkastur því sem hann væri útúrdrukkinn. Stóru pokarnir undir augunum drógu eins og andlitið á honum niður, og hann virtist eiga erfitt með að halda höfði. Eg vorkenndi honum. Ekki af því að hann félli mér neitt betur í geð en áður, er* ég vorkenndi honum samt. Eg var nú farinn að skilja, hvernig Selina hlaut að hafa þveitt hon- um kringum sig — en þannig hafði hún reyndar farið með alla. En nú hafði hún gefið þjónum sínum síðasta sparkið, sem betur fór. Fyrirtækinu René Clibaud h.f. var lokið. — Mér þykir leitt að ónáða yður, sagði ég. Hann heyrði ekki til mín. Hann sat bara þarna og lét handleggina hvíla á lærunum, en hendurnar héngu niður milli fótanna. Eg horfði á hann og hugsaði um hann. En svo var eins og hann lifnaði ofurlítið við og leit kring um sig til hægri og vinstri. Aug un störðu í eina áttina, eins og hann væri að rýna á eitthvað fjarlægt. Eg hélt, að þau mundu fara yfir mig og áfram, en þau staðnæmdust við mig. — Þér skiljið, sagði hann, rétt eins og hann hefði þegar verið búinn að tala eitthvað við mig og væri nú kominn að lokarök- um sínum. — Þér skiljið, að ef þetta hefði verið sjálfsmorð, hefði það ekki verið svo slæmt. Þá hefði fyrirtækið og nafnið mitt með, getað sloppið við þetta. Hún var alltaf að tjaldabaki og hefði verið það áfram. Ef út í það er farið, þá gerðist þetta í henn ar skrifstofu, sem er afsíðis. Eng inn tekur neitt sérstaklega eftir einu sjálfsmorði. En morði . . . — Alveg rétt. Morð er sama sem að fara að stilla henni út í glugga. Þetta er bölvað fyrir yð ur, en þér komizt nú samt yfir það. Enginn getur ásakað yður fyrir það, sem gerist í næsta húsi, jafnvel þótt svo vilji til, að fjármálastoð yðar eigi í hlut. All ir munu vorkenna yður. Og í allra versta falli getið þér sett upp fyrirtæki undir öðru nafni. — Nei, svaraði hann. — Þér skiljið ekki, hvaða barátta þetta hefur verið. Nafnið er fyrir öllu. Eg var einmitt farinn að verða þekktur. — Ef þér hafið réttu vöruna, getið þér selt hana. Eg trúði þessu ekki sjálfur. Maður verður að hafa eitthvað meira en vöruna eina. Hann sagði: — Hr. Tyler, ef þér hefðuð komið til mín, hefði öðruvísi farið. Hversvegna sögð- uð þér mér ekki frá þessu með silfurkjólinn? Ef ég hefði haft Claudine grunaða . . . Eg beið eftir, að hann lyki setningunni, en það gerði hann ekki. — Hefur ungfrú Dutton sagt lögreglunni frá öllu saman? spurði ég. Gussie Ochs greip nú fram L — Já, hún var að segja mér ein* hverja tröllasögu um að fá kjól- inn til láns. Dáfalleg saga, sem hún hefur víst samið í félagið við Benton. Eg sneri mér að Clibaud. — Þér trúið ekki þeirri sögu? Hann svaraði: — Eg veit ekkL Hún er nú líkust upploginni fjar verusönnun, en samt get ég ekki trúað, að stúlkan hafi neitt ver ið við morðið riðin. — En þér eruð ekki eins viss um Thelby? — Hvað get ég um það sagt? Lina fór skammarlega með hann, og þau voru alltaf að rífast. Hann gæti hafa notað stúlkuna í einhverjum sérstökum tilgangL til þess að ná sér niðri á frænku sinni. En það er ekki trúlegt, að hún hafi verið með honum í ráð um að undirbúa morð. Gussie lagði nú sitt til mál- anna. — Það er ég nú ekki svo viss um. Hún var alltaf á eftir honum, og ég veit, að þau hitt- ust í laumi. Eg held, að Lina hafi komizt að þessu. Einhverju komst hún áreiðanlega að. Hún dró hann inn í skrifstofuna sína í morgun og þar varð voðalegt uppistand. Hún æpti og öskraði SSlíItvarpið Fimmtudagur 9. Janúar 7.00 Morgunútvarp (Veðurfregnir Tónleikar — 7.30 Fréttir — Tón- leikar — 7.50 Morgunleikfimi 8.00 Bæn — Veðurfregnir — Tón- leikar — 8.30 Fréttir — Tónleikar — 9.00 Útdráttur úr forustugrein um dagblaðanna — 9.10 Veður- fregnir — 9.20 TónJtikar — 10.00 Fréttir). 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 ,,Á frívaktinni'*, sjómannaþáttur (Sigríður Hagalin). 14.40 „Við sem heima sitjum“: Hús- mæður í Reykjavík fyrir alda- mótin (Sigríður Tborlacius). 1*5.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Bergþóra Gústafsaóttir og Sig- ríður Gunnlaugsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Lög leikin á blásturshljóðfæri. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Kórsöngur: Sænskur kammer- kór syngur fáein sálmalög úr Dölunum. Söngstjóri: Eric Eric- son. 20.10 Raddir skálda: Kristín Guðmundsdóttir les úr „Landsvísum" Guðmundar Böð- varssonar. Hannes Pétursson les smásögu og Þorstemn frá Hamri flytur grænlenzk Ijóð í þýðingu Halldóru B. Björnsson. .20.55 Jónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands í Háskólabió; fyrri hluti Stjórnandi: Dr. Róbert A. Ottós- son. Einsöngvari: Betty Allen óperusöngkona frá Bandarikjun- um. a) Sorgarforleikur eftir Brahmi, b) „Ljóð farandsöngvara", laga- flokkur eftir Mahler. 21.35 Erindi: Þórsdæla hin nýja (Guðmundur Jósafatsson fr4 Brandsstöðum). 22.00 Fréttir og veðurfregnír. 22.10 Kvöldsagan: „Þrír í hlut'* eftir Bjartmar Guðmundsson; síðari hluti (Lárus Pálsson leikari). 22.35 Harmonikuþáttui (Ásgeir Sverri* son). 23.00 Skákþáttur (Sveinn KristinssonL 23.35 Dagskrárlok. JÚMBÓ og SPORI Teiknari: J. MORA F Eins og þið kannske munið eftir, hafði prófessor Mökkur verið að fitla við tímavél Inkanna og vinir ckkar höfðu horfið margar aldir aft- ur í tímann. Nú var hinn blómlegi bær aftur orðinn að rústunum sem þeir höfðu fyrst séð .... og galdra- maðurinn sat þar fyrir utan og beið Jumbó, gesta sinna. höfum — „Galdramaðurinn! Honum var ég „Góðan alveg búinn að gleyma,“ sagði maður . prófessorinn og var áhyggjufullur. ur, en ,.Hann hefur sennilega notað tímann aldeilis til þess að fá sér blund,“ sagði íerðast leyfis,“ „nema það séum við sem sofið .,..-og dreymt? daginn, kæri herra galdra- ...“ byrjaði prófessor Mökk- galdramaðurinn var ekki blíður á manninn. „Þið hafið um margar aldir án míns sagði hann. KALLI KUREKI rfs kem wieks smce.ru POC DU& THAT SULLET OUTA YOUE BACK/ YOU OOMWA TAK£ E00T THEEe?R—^ ->f- —>f ’ -Xr~ Teiknari; FRED HARMAN „Nú eru liðnar margar vikur síð- an læknirinn skóf kúluskömmina úr bakinu á þér. Ertu kannske að hugsa um að skjóta þama rótum?“ „Ætli ég sjád ekki hvað þú ert að fara. Segðu mér, hvers vegna færðu þér ekki svipu svo þú getir betur rekið mig að verkunum? Mér er engan veginn batnað í bak- inu enn. Og ég hef verið að hugsa um að fara í smáferðalag, aleinn. — Nokkrar vikur í eyðimerkursólinni ættu að bræða úr mér allan stirð- ieika. „Eyðimerkursól, það var og. Þú ert kominn með gullæði einu sinni enn. Þú kynnir að hafa rétt að mæla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.