Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. jan. 1964
MORGUNBLAÐID
5
I Finnbjörr skransali (Gísli Halldórsson) kemur í lieimsókn
til Áróru spákonu (Helga Valtýsdóttir),
Hart í bak 160 sýning í kvöld I
LEIKFELAG Reykjavíkur
sýnir leikritið Hart í bak eftir
Jökul Jakobsson í Iðnó í
kvöld (fimmtudag), og er það
160. sýningin á þessu vinsæla
leikriti. Aðsókn hefur jafnan
verið mjög góð, húsfyllir á
flestum sýningum. Má gera
ráð fyrir að tala áhorfenda
sé nú komin yfir 40 þúsund.
Og ekkert lát er enn á
aðsókninni. Þó niá telja
sennilegt að sýningum fari
senn að Ijúka, því síðar í þess
um mánuði frumsýnir Leik-
félagið nýjan gamanleik, og
hefjast þá jafnframt æfingar
á leikriti eftir William Shake
spare, en í apríl n.k. eru 400
ár liðin frá fæðingu skáldsins.
Ekkert hlé hefur orðið á
sýningum á Hart í bak frá því
þær hófust haustið 1962, því
s.l. sumar fór Leikfélagið með
sýninguna út um allt land.
Hefur ekkert leikrit náð hér
jafn miklum vinsældum né
svipuðum sýningarfjölda.
sá NÆST bezti
Séra Biarna var boðið til kaffiarykkju með nokkrum konum,
sem flestar voru komnar af léttssta skeiði. Þær ræddu mjög um
kvilla sína. Eir. var taugaslöpp og gigtveik, önnur var tekin að
missa heyrn og þeirri þriðju var farið að förlast sýn.
Séra Bjarni tot og hlustaði á samræðurnar, en iagði ekki til
málanna.
Þegar svo haíði gengið urn hríð, snýr ein konar sér að séra
Bjarna og segir:
„Já, þeir eru margir kviilarnir, sem sækja á okkur kerlingarnar."
Séra Biarni svaraði og stundi við: „En út yfir tekur þó, ef þið
missið málið!”
sem hreinsar, fægir og ver
silfrið því að það falli á það,
og þér þurfið ekki að nota á-
burðinn aftur langtímum
saman, en aðeins strjúka yf-
ir silfrið með þurrum klúti,
svo það gljái og skíni sjálfri
yður og öðrum til augna-
yndis.
Fæst hjá silfursölum borgarinnar, hjá úrsmiðum o.fl.
Heildsölubirgðir:
H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT
Símar 1-97-90 •— Reykjavík.
MSSI fallega mynd af húslesitrl birtist í blaðinu fyrir áramótin og var sögð eftir Ásgrím Jónsson,
en það var misskilningur, og því er myndin birt hér aflur, enda mælir hún með sér sjálf. Myndin
er eftir Kristínu Jónsdóttur og hangir á vegg í skrifstcfu bankastjóra Búnaðarbankans.
JíHorcjmiMaðH*
IMýjung sem sparar tíma
og fyrirhöfn
Silfur, sem skín og gljáir vik
um saman án þess að á það
falli, þegar þér notið undra
silfur-áburðinn
HAGERTY
TARNISH
PREVENTIVE
Læknar fjarverandi
Eyþór Gunnarsson fjarverandi I
óákveðið. Staðgenglar: Björn Þ. I
Þórðarson, Erlingur Þorsteinsson, Ste- |
fán Ólafsson og Viktor Gestsson.
Kristjana Helgadóttir læknir fjar- I
verandi um óákveðinntíma. Stað- |
gengill: Ragnar Arinbjarnar.
Páll Sigurðsson eldri fjarverandi
um óákveðinn tíma. Staðg. Hulda
Sveinsson.
Ólafur Þorsteinsson fjarverandi 6.
til 18. janúar. Staðgengill Stefán Ólafs-
VISUKORN
Kvið ei sárum, sólin skín,
svöl þó bára rjúki,
blessað árið bjarta, þín
burtu tárin strjúki.
Sumarliði Halldórsson
VDNDUÐ II n
FALLEG H
ODYR U M
Siqurþörjónsson &co
^ Jlafnawtm’tí 4
Oljll!
Slysavamadeildin Hraunprýði held-
ur aðalfund í Sjálfstæðishúsinu þriðju |
daginn 14. janúar kl. 8.30. Stjórnin.
Bylgju konur! Munið fundinn í J
kvöld að Bárugötu 11 ki. 8.30. Eigin-
mennirnir boðnir með. Stjórnin
Jólablað Fóxa
Að vanda kom blaðið Faxi í Kefla- I
vík, út í sérstöku jóiahefti, og var
það efnismikið blað og vel úr garði
gert. t>ó jólin séu liðin er ekki úr
vegi að segja frá þessu jólablaði
Faxa, en í það skrifa m.a. fyrrum
biskup prof. Ásmundur Guðmundsson
er skrifar jólahugleiðingu. Marta
Valgerður Jónsdóttir skrifar endur-
minningar frá Keflavik. Hallgrímur
Björnsson ritstjóri Faxa, skrifar um
Félag barnakennara á Suðurnesjum I
25 ára. Þætti úr sögu Hvalsneskirkju j
ekriíiar GfcÆi Guðmundsson, fleiri
læsilegar greinar eru í biaðinu sögur, |
kvæði frásagnir og sitthvað fleira.
A veglegri kápu blaðsms er mynd |
úr Hvalsneskirkju.
Kvenfélag Lágafellssóknar Fundur ]
verður haldinn að Hlégarði fimmtu-
daginn 9. janúar n.k. kl. 2.30,
Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur |
jólafund í Kirkjubæ næstkomandi
föstudagskvöld kl. 8.30. Félagskonur |
mega taka með sér gesti og öldruðu
safnaðarfólki er sérsiaklega boðið.
Lúðrasveitin Svanur leikur. Ennfrem-
ur verður tvísöngur, kvikmyndasýn-
ing og veizlukaffi.
Frá Kvenfélagi Bústaðasóknar |
Tilsögn í fegrun og snyrtingu fer |
fram á fundinum, sem haldinn verð-
ur 9. þ.m. í Háagerðisskóla.
Félag austfirzkra kvenna heldur I
skemmtifund fimmtudaginn 8. þ m. |
kl. 8:30 að Hverfisgötu 21. Spiluð ,
verður félagsvist.
FRÁ ÐÓMKIRKJUNNI
Séra Hjalti Guðmundsson,
settur prestur við Dómkirkjuna, I
hefur viðtalstíma á heimili sínu,
Brekkustíg 14, kl. 11—12 og 6
—7 alla virka daga. Þá eru af-
greidd vottorð úr öllum prest-
þjónustubókum, sem séra Jón
Auðuns varðveitti Sími 12553.
Happdrætti U.M.F. Breiðablik. — J
Útdregin númer eru þessi: 2437, 4637,
575. Vinninga skal vitja til Gests [
Guðmundssonar, sími 41804.
Kennari óskast
1—2 tíma á dag. Góð laun.
Tilboð sendist Morgun-
blaðinu, merkt: „Kennari
— 9871“.
—2 herb. íbúð óskast
til leigu, fyrirframgreiðsla.
Húshjálp kemur til greina.
Uppl. í síma 12983.
Dodge Wepon ’53,
18 manna með nýrri Diesel
vél og góðu húsi. Skipti
koma til greina. Uppl. í
sima 10061 á kvöldin.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
■blöðum.
Frá Sjúkrasamlagi
Njarðvíkurhrepps
Vegna fráfalls Björns Sigurðssonar læknis, þurfa
þeir samlagsmeðlimir sem höfðu hann fyrir heim-
ilislækni að velja sér heimilislækni sem fyrst. í
síðasta lagi fyrir 31. þ.m. Eftirfarandi læknar
starfa á vegum samlagsins:
Arnbjörn Ólafsson, læknir,
Guðjón Klemenzson, læknir,
Jón K. Jóhannsson, sjúkrahúslæknir,
Kjartan Ólafsson, héraðslæknir.
Sjúkrasamlag Njarðvíkurhrepps.
Duglegur sendill
óskast til starfa á afgr. Morgunblaðsins.
Vinnutími kl. 6 — 9 árd.
Sendisveinar
Ó S K A S T . — Vinnutími fyrir hádegi.