Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 9. jan. 1964 MQRCUNBLAÐIÐ 17 Æ S KAJV ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA JT ^ 1 u ^ixonii 1 BtoBBÍMiMl ÍWh BITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL GUNNARSSON OG ÖLAFUR EGILSSON Flýta þarf umbótum í fræðslumálum LKSTUR bókarinnar „Hafnar- stúdentar skrífa heim“ gefa tilefni til margvíslegra hug- leiðinga. Þar birtast bréf námsmanna úr Kaupmanna- höfn, er þeir hafa ritað vin- um og vandamönnum heima á íslandi. Kennir þar vissu- lega margra grasa, sagðar eru sögur af náunganum, skrifað er í léttum tón um eigið hátta lag, en í sumum bréfum birt- ast áhyggjur og vonbrigði og jafnvel heyrist dauðatónninn, eins og í bréfum Torfa Egg- erz til skyldmenna sinna, sem rituð eru á sóttarsæng, þar sem hann veslast upp af tær- ingu. Margvísleg urðu örlög ís- lenzku námsmannanna í Kaup mannahöfn. Sumir áittu aldrei afturkvæmt heim og enginn vafi er á því, að skorturinn á brýnustu lífsnauðsynjum lagði marga þeirra að velli. Fátæktin var fylgikona þeirra flestra. Það er mikill munur á að- stöðu islenzkra námsmanna fyrir hundrað árum og nú á tímum. Sú kynslóð, sem nú er að hefja starf sitt á ýmsum sviðum þjóðlífsins hefur a.m.k. sjaldnast þurft að hafa áhyggjur af daglegu brauði.— Flest nám hefur verið unnt að stunda innanlands og að- staðan til náms hefur batnað með hverju árinu, a.m.k. í flestum námsgreinum. Enda þótt miklar framfarir hafi orðið á síðustu áratugum á sviði fræðslu og mennta- mála, er þó langt frá því, að sitja megi auðum höndum. Nýir tímar krefjast nýrrar tækni á þeim sviðum sem öðr- um. Á sviði fræðslu og menntamála bíða mjög mikil- væg verkefni úrlausnar. Þær umbætur, sem gera þarf verða að ná til flestra greina og þátta fræðslukerfisins. Efla þarf Háskóla íslands og bæta aðstöðuna í öllum nú- verandi námsgreinum og bæta þarf fleiri greinum við. Efla þarf hvers konar tækni og iðn aðarnám, svo að íslendingar verði ekki aftur úr í þeirri tækniþróun, sem orðið hefur hjá þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar. Breyta þarf námstilhögun í skólum ungl- ingastigsins og bæta þarf að- stöðu menntaskólanna, svo að þeir verði betur færir en ella til að gegna hlutverki sínu í nútíma þjóðfélagi. Flestar þessar umbætur eru mönnum ljósar og reynt hefur verið að framkvæma margt af því, sem að ofan var talið upp. Má þar t.d. nefna lögin um tækniskóla, sem sett voru á Alþingi s.l. ár, en þar var heimilað að setja á stofn Tækniskóla Isiands. Sjálf endurskoðun fræðslulag anna og þar með fræðslukerf isins í heild hefur þó mjög vafizt fyrir mönnum. Margt hefur verið ritað og rætt um slíka endurskoðun, nefndir hafa verið skipaðar, sem skil- að hafa álitum, miklum að vöxtum, en þar við situr. Vafalaust er hér um erfitt og flókið mál að ræða og þess eðlis, að ekki má rasa neitt um ráð fram. Glíman við efna hagsvandamálin er svo erfið og tímafrek, að önnur stærri mál hafa óneitanlega þurft að sitja á hakanum vegna þeirra. Fræðslumálin verður þó að taka föstum tökum og því fyrr, því betra. Við skulum vona, að sá málaflokkur verði einn þeirra, sem tekizt verði á við með farsælum árangri á árinu 1964 — BÍG. Róðstefnur SUS um ísJenzht ntvinnnlíf d tækniöld í NÓVEMBER mánuði síðastl. efndi Samband ungra Sjálf- stæðismanna til tveggja ráð- stefna, þar sem rætt var um efnið: íslenzkt atvinnulíf á tækniöld. Fyrri ráðstefnan var haldin í Keflavík 17. nóv. og hin síðari á Akranesi 24. nóv. Á ráðstefnunni í Keflavík fluttu erindi þeir Sverrir Júlíusson, alþingismaður og Þórir Einarsson, viðskiptafræð ingur, og á Akranesi fluttu er- indi Jón Árnason, alþingis- maður og Þórir Einarsson. — Fyrirlesarar fjölluðu um áhrif tækniþróunarinnar á íslenzkt atvinnulíf svo og framtíð at- vinnuveganna í viðkomandi byggðarlögum. Báðar ráðstefn urnar voru settar af varafor- manni SUS Árna Grétari Finnssyni, en ráðstefnunni í Keflavík stjórnaði Kristján Guðmundsson, form. Heimis FUS í Keflavík og ráðstefn- unni á Akranesi stjórnaði Hörður Pálsson, form. Þórs, FUS. — Mynd sú, er hér birt- ist er frá ráðstefnunni í Kefla vík. Stjórn Stefnis. Fremri röð frá vinstri: Elín Petersen, Jens Jónsson (form.), Birna Loftsdóttir. — Aftari röð: Reimar Sig- urðsson, Þórður Sigurðsson, Matthías Á. Mathiesen, Ástvald- ur Eiríksson, Egill S. Egilsson, Þór Gunnarsson og Ævar Harðarson. Blómlegt félagslíf stæðismanna í — Frá aðalfundi Stefnis ungra Sjálf Hafnarfiröi GLÆSILEGUR aðalfundur Stefn is, FUS í Hafnarfirði, var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði sunnudaginn 27. okt. sl. Ein- kenndist fjölmennur fundurinn mjög af hinu þróttmikla starfi Stefnis á liðnu starfsári — og var mikill hugur í fundarmönnum, að gera það á komandi vetri betra en nokkru sinni fyrr. Fundinn setti formaður Stefnis, Jens Jónsson. Las hann í upp- hafi fundarins fjölmargar beiðn- ir um inntöku í félagið — og er Stefnir nú langstærsta póli- tíska félagið í Hafnarfirði. Hinn mikli fjöldi félagsmanna lýsir vel því mikla trausti sem félagið á meðal ungra Hafnfirðinga. Eftir að formaður hafði lesið upp inntökubeiðnirnar, tók Ein- ar Th. Mathiesen við fundar- stjórn. Ritari fundarins var Æv- ar Harðarson. Þá flutti Jens Jónsson skýrslu fyrir liðið starfsár. Kom vel fram í góðri yfirlitsræðu hans um fé- lagsscarfið, hversu mikið og fjöl- þætt starf félagsins heiur verið á síð..sta ári. Svo eitthvað sé hér nefnt, má fyrst minnast á málfundanám- skeiðið, sem var mjög vel heppn- að og fjölsótt. Stefnir hafði fasta síðu í blaðinu Hamri, málgagni Sjálfstæðisflokksins í Hafnar firði, sem Ævar Harðarson rit- stýrði. Bingó var spilað hálfs mánaðarlega allan veturinn og var það afar vinsælt, „Stefnis- kaffi“ var drukkið annan hvern sunnudag, og kom þá sa’- og ræddi þau mál er efst voru á baugi hverju sinni. Hald- in var glæsileg árshátíð, þar sem beztu kraftar íslenzks skemmt- analífs skemmtu. Haldinn xrnX* i'-* breiðslufundur fyrir Alþingis- kosningarnar, þar sem 10 Stefnis- félagar héldu ræður. Á þann fund komust færri en vildu. — Stefnir tók almennt mjög virkan þátt í kosningabaráttunni — en eins og menn muna lykt- aði þeim kosningum með glæsi- legum sigri ríkisstjórnar Ólafs Thors. Er Jens hafði lokið skýrslu sinni tók Birna Loftsdóttir gjald- keri til máls og gerði ýtarlega grein fyrir reikningum félagsins. Þá var gengið til kosninga. — Eftir að Sveinn Guðbjartsson hafði lesið upp tillögur uppstill- ingarnefndar, stjórnaði fundar- stjóri, Einar Th. Mathiesen, kosn- ingu. Formaður: Jens Jónsson. Meðstjórnendur: Birna Lofts- dóttir, Reimar Sigurðsson, Ævar Harðarson, Þór Gunnarsson, Egill Egilsson og Matthías G. Mathie- sen. Varastjórn: Elín Petersen, Ást- valdur Eiríksson og Þórður Sig- urðsson. Endurskoðendur: Gunnar Sig- urðsson og Björn Ólafsson. Trúnaðarráð: Stjórn sjálfkjör- in. Árni Gretar Finnsson, Einar (Ljósmynd: EUert Eggertsson) Mathiesen, Sveinn Guðbjartsson, Einar Sigurðsson, Magnús Sig- urðsson, Hersir Oddsson, Krist- ján Loftsson, Svala Ó. Lárusdótt- ir, Sigurdór Hermundarson, Ragn ar Magnússon og Rúnar Guðjóns- son. Málfundanefnd: Þór Gunnars- son, Friðrik Sigurðsson, Magnús Sigurðsson, Ragnar Magnússon, Ástvaldur Eiríksson og Sveinn Guðbjartsson. Framkvæmdanefnd: Ævar Harð arson, Egill Egilsson, Matthías G. Mathiesen, Svala Ó. Lárusdóttir, Ari E. Jónsson, Ragnar Magnús- son, Magnús Hilmarsson, Krist- inn A. Jóhannesson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sturla Haralds- son, Ludwig H. Gunnarsson, Þórð ur Sigurðsson og Skúli Böðvars- son. Kaffinefnd: Karen Madsen, Birna Loftsdóttir, Svala Ó. Lárus dóttir, Þórður Sigurðsson og Ást- valdur Eiríksson. Kjördæmisráð: Árni Gretar Finnsson, Einar Mathiesen, Jens Jónsson, Sveinn Guðbjartsson. Þór Gunnarsson og Guðlaug Kristinsdóttir. Varamenn: Ástvaldur Eiríks- son, Birgir Björnsson, Magnús Sigurðsson, Ragnar Magnússon, Reimar Sigurðsson og Sigurður Guðjónsson. Sú breyting var á gerð, að fjór- ar nefndir voru felldar niður (tómstundanefnd, ferðanefnd, skemmtinefnd og kvöldvöku- nefnd), en í staðinn kemur ein ný nefnd, sem ein á að vinna störf þeirra fjögurra, sem áður voru, en sú nefnd kallast framkvæmda- nefnd. Þá var Ævari Harðarsyni gefið orðið. Skýrði hann fundarmönn- um frá hvernig væntanlegt vetr- arstarf hafði verið undirbúið. Var greinilegt á flutningi hans, að ekki var aðeins vonast til að gera vetrarstarfið gott, heldur var sýnilega ákveðið að gera það heilsteyptara, meira og betra en það hefði nokkru sinni áður ver- ið. — Fyrirhugað er að halda mjög ó- dýrar dansskemmtanir fyrir ungl inga, án áfengis, efnt skyldi til ferðalaga, haldnar kvikmynda- sýningar, Bingóinu og Stefnis- kaffinu haldið áfram með sama krafti og fyrr, málfundir haldnir hálfsmánaðarlega, Stefnissíðan á- fram f Hamri og sem sagt starf- semin gerð eins blómleg og mikil og frekast er unnt. Á næsta ári verður stefnir 35 ára, og er fyrir- hugað að þá verði gefið út veg- legt rit í tilefni afmælisins. Er Ævar hafði lokið máli sínu, var orðið gefið frjálst og tók fyrst ur til máls Árni Gr. Finnsson. Hann ræddi starf félagsins og þakkaði það göfuga starf, sem félagið hefði innt af hendi und- anfarin ár. Þá kvaddi sér hljóðs Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður. Sagði hann hversu nauðsynlegt væri hverju pólitísku félagi að hafa æskuna með sér. Hér í Hafn- arfirði hefði unga fólkið hallað sér að Sjálfstæðisflokknum og þess vegna væri óhætt að líta björtum augum til framtíðarinn- ar. Óskaði hann nýkjörinni stjórn til heilla í starfi. — Það mætti segja Stefnir til hróss, að það væri stærsta pólitíska félagið í bænum. Jens Jónsson þakkaði það traust, sem sér og meðstjórnend- um hans hefði verið sýnt með kosningunni. Fundi sleit fundarstjórinn, Ein- ar Mathiesen, kl. 17.15, en fundur inn hafði þá staðið í liðlega þrjár klukkustundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.