Morgunblaðið - 09.01.1964, Side 14

Morgunblaðið - 09.01.1964, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. jan. 1964 Dóttir og stjúpdóttir okkar, ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn 2. þ.m. Guðrún Jónsdóttir og Árni Magnússon, Tungu, Grindavík. Hjartkær móðir mín og systir okkar TORFHILDUR BALDVINSDÓTTIR Laugarnesvegi 108 andaðist þann 7. janúar. Ragnheiður Hermannsdóttir, Anna Baldvinsdóttir, Jóhanna Baldvinsdóttir, Lára Einarsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn JÓN INGIMARSSON Spítalastíg 5, andaðist að Sólvangi 8. janúar 1964. Katrín Eyjólfsdóttir. Faðir minn EINAR SIGURÐSSON frá Ivarsseli, andaðist 4. þ.m. Jarðarförin fer fram mánudaginn 13. þ.m. kl. 1,30. F. h. aðstandenda. Sigríður Einarsdóttir. Bróðir minn ÁSTGEIR BJÖRNSSON Reynivöllum 9, Selfossi, andaðist 7. þ.m. — Jarðarförin er ákveðin laugard. 11. þ.m. kl. 2,15 frá Selfosskirkju. — Jarðsett verður í Laugardælum. Ingvar J. Björnsson. Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma GUÐRÍÐUR GUÐNADÓTTIR lézt að Sólvangi 31. des. sl. Útför hennar hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir fær- um við læknum og hjúkrunarliði á Sólvangi. Guðbjörn Kjartansson, Auður Guðbjörnsdóttir, Þorbjörn Runólfsson, Ása Guðbjörnsdóttir, Þorlákur Ásgeirsson, og barnabörn. Útför móður okkar ÞÓRUNNAR REYKDAL fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 10. janúar kl. 13,30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er samkvæmt ósk hennar, bent á minningarsjóð Guðrúnar Einars- dóttur eða aðra líknarsjóði. Kristín, Elísabet, Ásdís, Þórarinn og Þórður Reykdal. Útför systur minnar og móðursystur ÞRÚÐAR J. MAGNÚSDÓTTUR sem andaðist 1. janúar fer fram í Fossvogskirkju föstu- daginn 10. þ.m. kl. 1,30. Einar Magnússon, Ólafía Valdemarsdóttir. Bróðir okkar HELGI KRISTJÁN ANDRÉSSON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. jan. kl. 1,30 e.h. — Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélagið. Guðmundína Þ. Andrésdóttir, Ólöf Andrésdóttir, Sumarliði Andrésson, Kristján Andrésson, Júlíus Andrésson. Hjartans þakkir sendum við öllum fjær og nær sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls GUÐMUNDAR STEFÁNSSONAR frá Gilhaga, sem fórst með vélbátnum Hólmari, Sandgerði 29. nóv. síðastliðinn. — Guð blessi ykkur öll. Foreldrar, systkin og aðrir vandamenn. Haraldur Stefáns- son Húnfjörð HANN andaðist að kveldi nýjárs- dags eftir stutta legu og verður færður til hinztu hvíldár í dag. Mig langar til að fylgja þessum gamla vini úr hlaði með fáeinum orðum. Haraldur var Húnvetningur í ættir fram og fæddur að Hamra- hóli á Ásum 23. júní 1886. Þá var hart í ári norðan lands og margir Hinir vinsælu úr gúmmíi komnir aftur. Verð kr. 244,- á 1—4ra ára brúnir og hvítir. Verð kr. 194,- Nokkur einstök pör af sléttbotnuðum kuldaskóm, hentugir á telpur, seljast á Niðursettu verði Póstsendum Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17. Skóverzlunin Framnesvegi 2. flýðu til Vesturheims. Haraldur var ekki til arfs borinn, en ólst upp fram undir fermingu hjá góðu og vönduðu fólki, þótt fá- tækt væri. Úr því varð hann að vinna fyrir mat sínum sjálfur. Foreldrar hans voru Stefán, síðar bóndi í Bakkakoti við Blönduós, og Pálína Pálsdóttir, greind kona og vel hagmælt. Föð- urfrændur hans voru annálaðir kraftamenn. Stefán afi hans í Höfðahólum gerði sér leik að því að jafnhatta fulla brennivíns- tunnu og drekka úr sponsgatinu, segir Páll Kolka í Föðurtúnum. — Meðal hálfbræðra Haralds voru þeir Valdemar, bóndi á Efrimýrum og Jósep Húnfjörð, kunnur hagyrðingur og kvæða- maður hér í borg, látinn fyrir fá- um árum. Haraldur kom sem vinnupiltur á heimili foreldra minna, Hamri á Bakásum, þegar hann var 18 ára, og hafði þá verið á nokkrum hrakhólum að undanförnu. Upp frá því tók hann sjaldgæfa tryggð við heimilið, fjölskyldima og raun ar nágrennið allt. Okkur, krakk- ana, tók hann sér í systkina stað. Hann dvaldist fram um miðjan aldur á þessum slóðum, gerðist annálaður verkmaður og hvar- vetna eftirsóttur, en á Hamars- heimilið held ég hann hafi jafnan litið sem sín föðurhús, þótt hann væri lausamaður eða ætti annað lögheimili. Þegar Haraldur hafði aldur og krafta til, tók hann að fara ver- ferðir suður á land, eins og þá var títt. Var það ekki lítil land- könnun og reynsluskóli ungum mönnum, enda vann Haraldur sér brátt vinsældir og traust þar syðra. Fór svo að hann settist að í Sandgérði og kvæntist þar mik- illi sæmdarkonu, Guðfinnu Sig- urðardóttur, en missti hana eftir fárra ára sambúð. Nokkru síðar fluttist hann til Reykjavíkur, kvæntist frú Júlíönu Stígsdóttur og stofnaði með henni notalegt heimili, en hún andaðist fyrir tveimur árum. Eftir að Húnfjörð fluttist til Reykjavíkur, vann hann að stað- aldri hjá Vatnsveitunni, en á sumrin brá hann sér stundum í heyskaparvinnu til tilbreytingar, oftast að Glitstöðum í Norðurár- dal, og bar hann mjög hlýjan hug til þess heimilis. Haraldur Stefánsson réðst víst aldrei í nein stórræði, en hann á að baki sér langt og mikið dags- verk, og þar kemur, að menn verða hinni löngu hvíld fegnir. Hann hafði kennt sjúkleika í nokkur ár, en var þó léttur í spori og léttur í máli til hins síð- asta. Skömmu fyrir jólin brá hann sér til Akureyrar til þess að hitta gamlan fóstbróður, Jón- ÍBÚ0 4—6 herbergjca óskast til leigu í nýju eða nýlegu húsL T ómstundabúðin Sími 24026 og 12719 eftir kl. 8. Laus staða Staða bókara við Bifreiðaeftirlit ríkisins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launa- kerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir skulu hafa borizt Bifreiðaeftirlitinu fyrir 4. febrúar 1964. Bifreiðaeftirlit ríkisins, 7. janúar 1964. björn Gíslason, sem hafði verið honum samrýmdur í æsku, en dvaldist lengi vestan hafs. Þótt Haraldur ætti ekki mikilla kosta völ til menntunar í upp- vextinum, var hann fróður um margt og hafði tileinkað sér það, sem almennt hefur verið nefnt alþýðumenntun. Hann var vin- sæll kvæðamaður, hvar sem hann fór, og yljaði sér og öðrum marga mæta stund með þeirri íþrótt. Þegar ég renni nú huga yfir æviferil Haralds, verður mér efst í minni hjartahlýja hans, heiðarleiki og trygglyndi. Hann hefur gert skyldu sina við guð sinn og föðurland, og þá er gott þreyttum að sofa. Friður sé með moldum hans og minningu. Jón Eyþórsson. RAGNAR JONSSON hæstaréttariögmaöur Lögfræðistörf og eignaumsysia Vonarstræti 4 VR-núsið Magnús Thorlatius hæstaréttarlögmaður Málflutingsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. THRIGE Rafmótorar 3-fasa, 220/380 Volt rið- strauims. 110 og 220 Volt jafnstraums fyrirligjandi. Einnig ræsar fyrir jatfn- straums og riðstrauims- xnótora. Á 1 i LUDVIG STORH n w Tæknideild £lÍlÍ>:UÍfc íi£R0 RIKISINS M.s. Esja fer vestur uim land í hring- ferð 11. þ. m. — Vörumóttaka í dag til Patreksfjarðar, — Sveinseyrar, Bíldudals, Þing- eyrair, Flateyrar, Suðureyrar, Isatfjarðar, Siglufjarðar, Akur eyrar, Húsavilkiur og Rautfar- hafnar. — Farseðlar seldir á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.