Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 12
12 ■ MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 9. jan. 1964 CTtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. tJtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að\lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrift. irgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. HLUTVERK LANDB ÚNAÐARINS ITér í blaðinu hefur verið vakin athygli á því, að ó- líklegt sé talið að unnt verði að auka fiskveiðar hér við land að nokkru ráði frá því, sem nú er. Með hliðsjón af þeirri staðreynd hljóti íslend- ingar að efla aðrar atvinnu- greinar en sjávarútveg, svo að hér megi vera áframhald- andi framfarir og batnandi lífskjör, þrátt fyrir aukningu fólksfjölda. Að sjálfsögðu er unnt að hagnýta betur þann afla, sem á land berst, og að því er stefnt. Jafnframt hljótum við að efla margháttaðan iðnað, ekki sízt stóriðju, en síðast en ekki sízt ber að auka og efla landbúnaðarframleiðsluna. irspurn útlendinga eftir dilka kjöti“. Á því leikur enginn vafi, að íslenzkur landbúnaður á mikla framtíð fyrir sér. Þess vegna ber að efla fjárfestingu í landbúnaði eins og að er stefnt með lögunum um stofn lánadeild landbúnaðarins, sem á sl. ári lánaði hvorki meira né minna en 100 millj. krónur. Hitt er rétt, að auka þarf afköst landbúnaðarins með meiri tækni og betri vinnu- brögðum og að því er einnig stefnt. FRAMTÍÐ LOFTLEIÐA í tveimur merkum greinum, sem birzt hafa hér í blaðinu síðustu daga, víkja þeir Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, og Stefán Aðalsteinsson að mál- efnum landbúnaðarins. Land- námsstjóri segir m.a.: „íslenzkur landbúnaður hef ur byggt upp þær framfarir, er orðið hafa í landbúnaði, á framtaki einstaklinga og víð- tækri félagsmálastarfsemi þeirra, sem landbúnað stunda, en að öðrum þræði er nauðsyn legt að umbótaviðleitnin sé studd af þjóðfélagsfræðilegri íhugun og víðsýnum stjórn- málastefnum, er hafa yfirsýn um alþjóðarhag. Það ber að viðurkenna að mikilla umbóta er þörf í land- búnaði og að taka verður á vandamálunum með yfirveg- un og festu í íramkvæmdum. Hinsvegar ber að víta þá á- byrgðarlausu afstöðu, sem fram hefur komið og verið endurtekin í opinberum um- ræðum og blaðaskrifum, að skynsamlegust sé sú lausn á þjóðfélagslegum vandamál- um að framkvæma skipulags- bundna fækkun bænda á ís- landi“. Stefán Aðalsteinsson víkur sérstaklega að fjárbúskap og færir að því gild rök, að hann megi stórauka. Hann ræðir um gæði dilkakjötsins og ís- lenzku ullarinnar. Hann segir m.a.: „Ef vel tekst til með ullar- og gæruiðnað í framtíðinni, þá verður möguleiki á að stórfjölga sauðfé í landinu. Þá getur farið svo, að þó að 6000 bændur ættu 1000 ær hver, hrykkju afurðir af þeim ékki til, svo að bænd- um yrði að fjölga verulega til að fullnægja eftirspum iðn- aðarins eftir hráefnum og eft- IJlugfélög þau, sem Loftleiðir •*■ eiga í samkeppni við og fljúga á Norður-Atlantshafs- leiðinni hafa nú ákveðið veru- lega fargjaldalækkun eftir langar og strangar umræður og deilur um þetta mál innan alþjóðasamtaka flugfélag- anna, IATA. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa áhrif á starfsemi Loft- leiða, því að hagur þeirra hef- ur auðvitað fyrst og fremst byggzt á því, hve miklu lægri fargjöld þeir hafa haft en önnur félög á þessari flug- leið. Ekki verður samt vart við neinn uppgjafartón hjá Loftleiðamönnum, enda hafa þeir ýmsu kynnzt í harðvít- ugri samkeppni. Það er auðvitað hreinn barnaskapur að halda að IATA-flugfélögin lækki far- gjöldin eingöngu vegna hat- urs á Loftleiðum eða jafnvel íslenzku þjóðinni. Að sjálf- sögðu reyna stjórnendur hvers einstaks flugfélags að gæta eins vel hags þess og þeir geta. Það er skylda þeirra. Og þess vegna tjóar ekki að við- hafa neitt tilfinningaskvaldur í þessu máli. Meginatriðið er það, að Loftleiðir hafa í rúm 10 ár verið brautryðjendur lágra fargjalda á Norður-Atlants- hafsflugleiðinni. Þeir hafa á- unnið sér mikið álit og vafa- laust á starfræksla Loftleiða mikinn þátt í því að flugfar- gjöld lækka nú almennt. Loftleiðamönnum hefur tek izt að auglýsa félag sitt vel, en þó hafa IATA-félögin lagt þar til drýgstan skerfinn, því að í hvert sinn, sem rætt hef- ur verið um fargjöld á þess- ari flugleið síðustu árin, hef- ur nafn Loftleiða birzt í blöð- um og umræðum. Á þann hátt X/ Fljúffandi reiðhjól. Fljúffandi reiðhjólið myndinni hér að ofan var fundið upp off smiðað af 26 ára Bandaríkjamanni, James M. McAvoy að nafni. Flug- vélarkrílið er að mestu leyti smíað úr plasti, en hefur þó 16 metra vænghaf og 8 metra búk. Flugmaðurinn er eini aflgjafi vélarinnar, og stígur hann hana svipað og reiðhjól. Því miður hefur honum ekki tekizt að fá hana á loft enn- þá. Sólin og veðrið Er nokkurt niilli sólbletta ÞESSARI spurningu svarar geimfræðingurinn Wernher von Braun þannig. — Já, veð- urfræðingar hafa komizt að því, sér til sárrar skapraun- ar, að veðurspár þeirra eru þvi miður truflaðar með hinni auknu útfjólubláu geislun frá Sólinni sem samfara er sól- blettum. Meðan ekki er kom- ið fyrir sérstakri mælingastöð úti í geimnum, sem stanzlaust mælir geislunina frá Sólinni, mun hún halda áfram að setja strik í reikninga veður- samband á og veðursins ? eftir Vin Hólm fræðinganna. í dag finnst enginn 24- tíma-vinnandi, geimstaðsettur gervihnöttur, sem mælir út- fjólubláu geislunina frá Sól- inni. En við munum eignast hann innan fárra ára. Mun hann þá geta haft vakandi auga á óróaseggjunum og frið arspillum veðuríræðinganna um leið og þann fylgist með breytingum í Ozon-lagi loft- hvoilfsins. Ozon-lagið er sá múr, sem útfjólubláa geisl- unin á erfiðast með að kom- ast í gegnum. Það stöðvar mest af hennL Gervihnettirnir Tiros og Nimbus munu falia inn sem liður í hinu nýja veðurat- huganakerfi, og munu sjón- varpsaugú þeirra kanna hin iðandi ský jarðarinnar. f»á fyrst munum við geta búizt við áreiðanlegum spám frá „skýjaglópunum“, þegar þetta nýja veðurathugunakerfi hef- ur verið sett á alheimsgrund- völL V-þjódverjar kreijast iramsals Argoud hafa Loftleiðir fengið auglýs- ingar, sem þeira hefði verið um megn að kosta sjálfir. Óhætt er að fullyrða, að nú muni svo komið, að Loftleiðir sé álíka vel þekkt félag í Vest- ur-Evrópu og Norður-Amer- íku og stóru flugfélögin, sum a.m.k. Allt hlýtur þetta mjög að styrkja Loftleiðamenn í baráttu þeirri, sem framund- an er. Sú barátta verður vafalaust hörð, en Loftleiðir hafa sýnt það áður, að þeir geta keppt við stóru félögin, og Morgun- blaðið efast ekki um að þeir muni gera þær ráðstafanir, sem nægilega giftudrjúgar verði til þess að félagið ekki einungis standi af sér þá erfið leika, sem framundan eru, heldur eflist á komandi árum. Vera má þó, að þessir nýju erfiðleikar ýti undir þá skoð- un, að eðlilegt sé, að íslenzku flugfélögin sameinist, svo að einbeita megi sameinuðum kröftum félaganna í sam- keppninni við erlenda aðila. Um þetta er nú rætt, en á- kvörðun um það hlýtur að byggjast á skoðunum félag- anna sjálfra og forystumanna Flugfélags íslands og Loft- leiða. Bonn og París, 7. jan. AP—NRB. • Stjóm V-Þýzkalands hef- ur enn sent frönsku stjórn- inni orðsendingu, þar sem þess er krafizt, að franski ofurstinn, Antoine Argoud, verði afhentur þýzkum yfir- völdum, — með þeim rökum, að honum hafi verið rænt af v-þýzku yfirráðasvæði. Jafnframt hefur stjómin látið í ljósi von um, að mál þetta Krúsjefi gefur Ben Belln þotu Algeirsborg, 7. jan. AP KRUSJEFF, forsætisráöherra Sovétríkjanna, hefur sent Ben Bella, forseta Alsír, nýja Iljushin-þotu að gjöf. Fylgir henni sovézk áhöfn, sem ætlað er að kenna serkneskum mönnum mcðferð þotunnar. Það vekur athygli, að gjöf þessi skuli færð forsetanum einmitt nú, rétt eftir heimsókn kinverska forsætisráðherrans, Chou En-lai. verði ekki til þess að spilla vin- semd Frakka og Þjóðverja. Argoud, seim var einn helzti leiðtogi OAS-hreyfingarinnar var fluttur nauðugur úr gistihúsi einu í Múnohen fyrir um það bil ári. í síðasta mánuði var hann dæmdur til lífstíðar fangavistar, af séirstökum dómstóli í París. Þann sama dag krafðist v-þýzika stjórnin þess, að Argoud yrði framseldiur. 2. janúar s.l. hafnaði franska stjórnin kröfunni á þeirri forsendu, að Argoud heifði búið í V-Þýzkalandi undir fölsku nafni og án heimildar yfirvald- anna og hefði hann þaðan rekið undirróðursstarfseimi gegn stjórn Fraikklands. Nilsson og frú. Stokkhólmi, 7. jan. NTB THORSTEN NILSSON, utafk. ríkisráðherra Svía og frú hans fara í opinbera heimsókn til Kairó um mánaðaimótin. Fafa þau frá Stokkhókni 30. jan- úar og dveljast í Kairó þrjá daga a.m.k. Þaðan fara þau i opinbera heimisokn til Tokíó með stuttri viðkomu í Báng- koik og Hongkong.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.