Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. jan. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 11 Leynireikningur nr. 6078: Hagsmunir Sambandsins og olíugeymarnir í Hvalfirði EINN þáttur hins nmfangs- mikla olíumáls er kenndur við „viðskiptareikning nr. 6678“. Þar er um að ræða leynireikning Olíufélagsins h.f. í New York, en inn á hann voru færðar tekjur þær, sem Olíufélagið hafði af því að leigja varnarliðinu olíu- geyma í Hvalfirði. Er hér um geysimiklar upphæðir að ræða, sem sjá má m.a. af því, að í ársloks 1958 voru til ráð- stöfunar á reikningi þessum 787.468.79 dollarar, eða um 34 milljónir íslenzkra króna mið að við núverandi gengi. Yfirvöldum hér var aldrei tilkynnt um tilvist þessa gjald eyrissjóðs, og gjaldeyriseftir- litinu hér engin skil gerð fyrir þessum peningum. Það var ekki fyrr en á árinu 1955, að gjaldeyriseftirlitið komst á snoðir um, að Olíufélagið ætti geyma í Hvalfirði, sem það hefði tekjur af. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga fékk álitlega fúlgu af þessum dulda gjald- eyri til láns seint á árinu 1954, til þess að kaupa fyrir bíla. Er viðurkennt, að þetta lánsfé hafi verið fengið til þess að örva sölu á þeim bíl- um, sem Sambandið hefur um boð fyrir, „með það fyrir aug- um að geta veitt væntanleg- um kaupendum lán til allt að 18 mánaða“. Hinum leyndu gjaldeyris- tekjum Olíufélagsins af geym unum í Hvalfirði var því m.a. varið til þess að veita Sam- bandi íslenzkra samvinnufé- laga forréttindaaðstöðu á einu sviði viðskipta. Þessi merkilega saga verð- ur nú að nokkru rakin. Samkvæmt réttarskjölum var f september 195« opnaður við- skiptareikningur á nafni Olíufé- lagsins h.f. hjá Gsso Export Cor- poration, merktur 6078. Á reikn ing þennan voru færðar til tekna leigutekjur Olíufélagsins h.f. af olíugeymum í Hvalfirði. Leigutekjur þessar stöfuðu af samningum, sem Olíufélagið h.f. gearði við bandariska flotann. Fyrsti leigusamningurinn var gerður 1. júlí 1950, og þá samið um leigu á 8 geymum, en síðar voru gerðir viðbótarsamningar, unz bandaríski flotinn haifði alls tekið á leigu hjá Olíufélaginu 24 geyma í Hvalfirði, og leigan jafntfraimt hækkuð. í árslok 1958 voru til ráðstöf- tinar á reikningi Olíutfélagsins nr. 6078 787.468,79 dollarar, eða tæpar 34 milljónir íslenzkra króna með núverandi gengi. Vilhjálmur Þór gerði alla fyrr nefnda samniniga við bandaxíska herinn fyrir hönd Olíuifélagsins h. f. GALDEYRISEFTIRI.1TH) LEYNT TEKJUNUM Síðan segir í dóani héraðsdóims: „Ekiki hafði gjaldeyriseítirlitið hugmynd uon tilvist reiknings þessa, fyrr en árið 1955, er það fókk vitnesikju um, að Olíufé- laigið h.f. ætti olíugeynaa í Hval- firði, sem það leigði varnarlið- inu og hetfði af því gjaldeyris- tekjrtr. Forráðamenn Olíutfélags in. h.f. höfðu ekki fundið hvöt hjá sér tiíl að gera gjaldeyris- eftirlitinu skil á þessum gjald- eyristekjum. Gjaldeyrisetftirlitið gerði ráðstafanir til þess að fé- laigið gerði skil. Gerði Olíutfélag ið h.f. gjaldeyriseftirlitinu grein fyrir leigutekj unum og ráðstötf- unum á þeim frá byrjun með bréfi, dags. 28. október 1955. — Yfirlit um inn- og útborganir á reikningi þessum fékik gjald- eyriseftirlitið fyrst árið 1957 og þá yfir árið 1956. Eldri yfirlit fékk gjaldeyriseftirlitið ekki fz'nr en við rannisókn máls þessa“. Af framansögðu er ljóst, að Oliufélagið leynir árumx saman stórfelldum gjaldeyristekjum sín um, svo að skiptir tuguim mill- jóna króna. Hluti af þessu fé, eða 145 þúsund dollarar, var lagður inn á reikning Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Er af því fróðleg saga, hvemig SÍS not aði þetta fé sér til viðskiptalegs framdráttar. Skal hún rakin hér í stuttu máli skv. réttarskjölum. HÚSLEIT Við húsleit, sem gerð var í skrifstofum Hins ísl. steinolíu- hlutatfélags og Olíufélagsins h.f., var lagt hald á mikinn fjölda sikjala. Fannst þá m.a. yfirlit um reikning Olíufélagsins hjá skritf- stafu SÍS í New York. í Ijós kom, að 16. sept. 1954 bað Jófhanm Gunnar Stefánsson Esso Export Corporation um að greiða inn á reikning Olíufélagsins hjá skrif- stofu SÍS í New York 145 þús. dollara af geymaleigureikningn- um nr. 6078. Var þetta gert, og skýrði Jóhann Gunnar svo frá við rannsókn málsins, að þetta hafi verið skv. beiðni Vilihjálms Þórs. Sagðist Jóhann Gunnar hafa vitað, að þetta stæði í sam bandi við „eimhvem innflutning á vegum Saimbandsins“. KORNVÖRUR OG FÓÐURBÆTIR Síðan segir í réttarskjölum: „Er ákærður Vil'hjálmur >ór var í fyrstu inntur eftir þessmn $ 145.000,00 í þingihaldi, kannað- ist hann ekki við ráðstötfunina á þessum $ 145.000,00. Eftir að ákærðum Vilhjálmi Þór hafði verið kynntur fram- burður ákærðs Jóhanns Gunnars eins og að otfan greinir, kvað hann sig ráma í, að hann hetfði spurt Jóhann Gunnar, hvort Oliu félagið h.f. hefði ekki lausa pen- inga fyrir vestan, sem það gæti séð atf til bráðabirgða, og út af þessu hafi kamið, að Olíufélagið h.f. lét færa þessa $ 145.000,00 af innstæðu sinni fyrir vestan og leggja inn á reikning hjá Sam- bandinu í New York. Sagði á- kærður Vilhjálmur Þór, að mieð þessari ráðstöfun hafi vakað fyr ir sér að halda almennum vöm- kaupum og innflutningi að vest- an til íslands eðlilegum“. Minnt- ist hann á kornvörur og fóður- bæti í því sambandi ... „Við- urkennt var af ákærðum Vil- hjálmi Þór, að ekki hefði verið sótt um leyfi íslenzkra gjaldeyris yfirvalda til ráðstöfunarinnar. Sagði ákærður Vilhjálmur Þór það ætlun sína, að þessi ráðstötf- un væri aðeins bráðabirgðaráð- stöfuin til nokkurra viikna eða mánaða, og síðan yrðu pening- amir fluttir heim“. BÍLAKAUP ÁN LEYFA Síðar segir í dóminum frá þvi, í hvaða skyni þessi einkennilega ráðstöfun var raunverulega gerð. Fraimkvæmdastjóri véladeildar Sambandsins bar fyrir rétti, „að hann hafi, er það varð ljóst árið 1954, að til stæði að rýmka um bifreiðainnflutninginn til lands- ins, ákveðið, til að örva sölu á þeim bitfreiðum, sem Samibandið hefur umboð fyrir, að fá lánsfé til kaupa á bílum, með það fyrir augum að geta veitt væntanleg- um kaupemdum lán til allt að 18 mánaða". Framkvæmdastjóri véladeildar SÍS ræddi þessa hugmynd við Vilhjálm Þór, þáv. forstjóra SÍS, sem féllst á hana og útvegaði lánið. Hóf hann síðan bílainn- flutninginn, án þess að fyrir lægju gjaldeyris- og ixmflutnings leyfi. Þegar hér var komið sögu í yfirheyrslum „rámaði (Vilhjálm I Þór) í, að hann hefði útvegað lán í þessu skyni, en mundi ann- ars ekkert nánar um það“. Er nú ekki minnzt framar á korn- vörur og fóðurbæti handa bænd um, heldiur er ljóst, að hina leyndu peninga átti að nota til bílainnflutnings: veita SÍS for- réttindaaðstöðu umtfram aðra bílainntflytj endur. Starfsmaður SÍS í New York mundi eftir þessum 145 þús. doll urum. Hann „mundi og, að um þessar miutndir, haustið 1954, juik ust bifreiðainnkaiup Samibandsins stórlega“. — Happdrætti Háskólans Framh. af bls. 6 FJÓRMENNIN G ARNIR Eins og fyrr getur unniu fjór- menningarnir í Keflavík samtals 247 þús. kr. á 50 miða s.l. ár. Endurnýjunargjald þessara miða var 3000 kr. á mánuði eða 36 þús. kr. yfir árið, svo hreinn ágóði hefur orðið 211 þús. kr. Þess ber að gæta, að það sem gerði gæfu- rnuninn var, að í maí s.1. unn>u þeir hæsta vinninginn, 200 þús. kr. og báða aukavinningana. í allt unnu fjórmenniugamir á þessa miða 18 vinninga ytfir árið og þar atf kom einn miðinn þrisv ar sinnum upp. Þessum happ- drættisvinningum, sem eru alger lega skattfrjálsir, vörðu þeir ým- ist til húsbygginga eða bílakaupa, að því etr þeir skýrðu fréttamönn um frá. Þeir fjórmenningarnir skýrðu enn fremiur frá því, að þeir væru svo ánægðir með ár- angurinn s.l. ár, að þeir hefðu ákveðið að kaupa 50 miða í Auka fL Spila þeir nú á 100 heil- miða og eru staðráðnir í að vinna 2 milljónir að viðbættum auka- vinningunum á þessu ári. Páll H. Pálsson skýrði frétta- manni Morgunbl. frá því, að á undanförnuim árum hetfði það far ið mjög í vöxt, að menn keyptu raðir af hlutamiðum í happ- drætti Háskólans. Sagði hann, að nú, þegar Aukaflokkuxinn hefði bætzt við, væru miklar líkur til þess að sá, sem á röð af miðum, fái endurgreitt í vinninga sem næst vinningshlutfallinu, en það 6r um 70%. Hefur þá vinnand- inn möguleika á að fá háan vinn ing án mikils tilkostnaðar, sagði Páll. Ha,nn bætti því við, að fólk ENGINN ÁHUGI A ENDURGREIÐSLU Þá var hér ekki um neina „bráðabirgðaráðstöfun til nokk- urra vikna eða mánaða“ að ræða, heldur endurgreiddi SÍS ekki eyri, fyrr en allt var komið upp. Segir svo um þetta í héraðs- dómi m.a.: „Þegar ákærður Vilhjálmur Þór hvarf úr starfi sem formað- ur stjórnar Olíufélagsins h.f. virð ist hann ekki hafa gert neinar ráðstafanir til þess, að SÍS end- urgreiddi dollaralánið, svo að unnt væri fyrir Olíufélagið h.f. að gera skil að þessu leyti .... Forráðamann Olíufélagsins h.f. og Hins ísl. steinolíuihlutaféhags virðast ekki fá áhuga á að krefja SÍS um endurgreiðslu á láninu, fyrr en eftir að gjaldeyris- eftirlitið fékk veður af geyma- leigutekjunum og krafði um skil. Þess vegna varð að vinna frest, meðan verið væri að fá lánið endurgreitt, og varð þvi að getfa ranga skýrslu til gjaldeyriseftir- litsins í þessu skyni“. hefði veitt því athygli, hve otft hefur verið sagt: „Næ®ta númer við mitt númer hlaut vinning í seinasta drætti“. Þá má að lokum geta þess, að Páll skýrði frá því að salan á Aukaflokknum hefði gengið mjög vel og væru heilmiðamir að mestu upi>seldir hjá aðalskrifstof unni og lítið eitt væri eftir af hálfmiðunum. Þegar dregið verður 15. janúar n.k. verða tveir vinningar á hálfa milljón hvor, auk 1400 annarra vinninga. HÁSKÓLI ÍSLANDS Við stofnun Háskólans 1611 voru honum fengin til umráða fáein herbergi í Alþingishúsinu. 1933 voru samþykkt lög um stofn un happdrættisins og segir þar m.a., að ágóðanum skuli varið til að reisa hús handa háskólanum, enda greiðir leyfishafi 20% af nettó ársarði í einkaleyfisgjald. Fyrsta verkefni happdrættisins va>r bygging Háskólahúss og var það vígt 1940, en er orðið alltof lítið. Árið 1911 voru skráðir 45 sbúdentar við Háskólann, en eru nú um 900 og fer ört fjölgandi. Mörg aðkallandi rnál bíða úr- lausnar á vegum Háskólans og verða sum þeirra einungis leyst með öflugum stuðningi við happ drætti hans. Armann Snævarr hásikóla- rektor, segir m.a. í nýútkomnum bæklingi happdrættisins: „Áframihaldandi uppbygging hins unga Háskóla vors krefst aukins átaks. Það er brýn þörf á húsrými fyrir fjölda stotfnana, til dæmis í læknisfræði, raunvís- induim, ýmsum sviðum hugvis- inda og síðast en ekki sízt vegna kennslu hinna ungu nemenda Há skólans og félagslífs þeirra. Stuðn ingur yðar við happdrættið er mikilsverður skerfur til þessa málefnis“. RYMINGARSALAN heldur áfram MIKILL AFSLÁTTUR Þar sem verz/unin hœtfir seljum við allskonar fatnað með miklum afslœtti Kvenkápur frá kr. 1285,00 — Unglingakápu r kr. 785,00 — Ullarúlpur frá kr. 785,00 — Jersey-kjóla frá kr. 295,00 — Stretch-nylo nbuxur frá kr. 395,00 — EINNIG: Kvenpeysur — telpnabuxur — drengjapeysur — drengjamanehettskyrtur o.fl. FATAMARKAÐURINN Hafnarstræti 3. Sími 22 4-53.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.