Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 9. Jan. 1964 MORGUNBLAÐID 23 Betty Allen ásamt hljómsve itarstjóranum og tónskáldinu fræga, Igor S travinsky. Betly Allen syrvgur með Sinfómuhljómsveitinni SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands heldur í kvöld sjöundu hljómleika sína á starfsárinu og þá næst síðustu á fyrra misserú Stjórnandi hljóm- sveitarinnar verður að þessu sinni dr. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri, en einsöngv- ari með hljómsveitinni handa ríska blökkusöngkonan Betty Allen. Á efnisskránni verður sorgar- forleikur — „Tragische Ouver- tiire“ op. 81 eftir Johannes Brahms, „Lieder eines fahrenden Gesellen" — „Ljóð förusveins“, eftir Gustav Mahler og Synfó- oía nr. ? í C-dúr svokölluð wStóra“ Symfónían. Sem kunnugt er, kom Betty Allen hingað fyrir fjórum árum og vakti söngur hennar þá mikla hrifningu. Svo hefur og verið á þeim tvennum hljómleikum, sem hiún hefur haldið á vegum Tónlistarfélagsins. Hún syngur hér í síðasta sinn, að þessu sinni, • hljómleikum í kvöld. Betty Allen hefur hlotið frá- bæra dóma gagnrýnenda erlendis fyrir söng sinn oig víða haldið hljómleika, m.a. í mörgum riikj- Um Suður-Ameriku og Asíu, auk Bandaríkjanna og Bvrópu, þ.ájn. 6 Norðurlönduim. Hún er fyrst og fremst Ijóða- og oratorium söng- fcona, en hefur stungið nokkuð 1 óperum á siðari árum. Hún hefur sungið einsöngahlutverk f öUum helztu óratoriumverkum tónbókmenntanna, undir stjórn tnargra fremstu hljómsveitar- - Þjóðleikhúsið Framh. af bls. 3 oft fá ekki tíma til að fara í mat. Að visu er þröngt á þingi, en alit kvenfólkig úr Læðunum kemur fyrst, síðan karlmennirnir úr barnaleik- ritinu Mjalíhvít og reyndar Mjallhvít sjálf, Bryndís Schram. — Hatló, læður, lygnið ekki svona augunum, kallar Jóhann Pálsson. — Halló, prins, svara þær. Og Þóra raular „Someday my prince will come.“ Matarhléinu er lokið og aftur tekið til óspilltra mál- anna. Fréttamaðurinn verður nauðungur að fara í miðjum öðrum þætti. En hann gengur öfugur út og reynir að heyra sem mest, þar til dyrnar lok- ast. stjóra heims. Námsferill Betty Allen var allt frá upphafi sér- lega glæsilegur. Hún vann tíðum ineð nárni, allt frá því hún hóf barnaskólanám, en hlaut jafn- framt hvern námsstyrkinn á fætur öðrum, sem gerði henni kleift ag stunda söngnám. Há- skólanám stundaði hún í Wilber force University í Ohio, samtíða Leontyne Price. Ljóðaflokkurinn eftir Mahler, sem Betty ALlen syngur í kvöld, er undur fallegt tónverk, sem hún hefur tekið sérstöku ást- fóstri við, eins og verk Mahlers yfirleitt. Hér á landi hefur Mah- ler til þessa verið lítt kunnur af hljómleikum. „Ljóð förusveins“ samdi hann í kringuim 1883, þá rúmlega tvítugur (1860-1911) að aldri. Ljóðið sarndi hann sjálf ur, utan fyrstu vísuna, sem er þýzk þjóðvisa, lítillega breytt. Tónleikarnir fara að venju fram í Háskólabíói. - DAS Framhald af bls. 24. 000.00 kom á nr. 23558. Umboð Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 120. 000.00 kom á nr. 48739. Umboð Aðalumboð. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 10.000,00 hvert: 8270 11342 18672 20726 20969 23612 26333 33324 39567 45224 Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 5.000,00 hvert: 864 14648 25826 40511 51346 1111 14650 25957 40549 51901 1269 15039 26355 40834 51918 1451 15749 27105 41136 52582 2649 16102 28593 41317 53038 2859 16925 29028 41953 53615 3609 16974 29264 42974 54165 4148 17497 29457 43296 55204 4620 18048 30105 43674 55718 5149 18592 31565 44063 55778 6074 18682 32115 44508 56355 6351 18687 32490 44729 56526 6437 18766 32517 44749 56676 7549 19038 32544 45809 57071 7616 19498 33086 46901 58796 8147 19516 33092 47586 58985 8754 20123 33552 47601 59036 8901 20143 33792 49290 60709 9460 20993 33825 49306 61583 9676 21311 34979 49427 62073 9842 22111 35081 49481 62093 10682 35484 49636 62909 10748 22842 35943 50309 63058 11222 23571 36542 50878 63295 11745 23833 37124 50976 64027 12283 24621 37425 51037 64164 12963 25711 39552 51322 64490 (Birt án ábyrgðar). Enginn árangur í gær Fiskimalaráðstefna í London um fiskveiðilögsögu, markaðs- mál og eftirlit á fiskimiðum hefur verið frá sameiginlegri London, 8. jan. AP, NTB. í DAG hófust að nýju í London fundir fiskimálaráð- stefnu 16 ríkja, sem frestað var í byrjun desember sl. eft- ir fjögurra daga umræður. Tilgangur ráðstefnunnar er m. a. að ræða fiskveiðilög- sögn ríkjanna, samræmingu á reglum um fiskveiðar í Norðursjó og Norður Atlants hafi, og um markaðsmál. Um 140 fulltrúar sitja ráðstefn- una. Fundurinn í dag bar engan árangur, og telja fulltrúar litlar horfur á því að sam- komulag náist um samrým- ingu á fiskveiðilögsögu ríkj- anna. Ekki var fréttamönnum heim- ilað að fylgjast með umiræðun- um í dag, en í fundarlok var gefiin út tilkynning þar seim segir að viðræðum verði haldið áfram á morgun, fimmtudag. í>á mæta á fundi aðeins aðalfulltrú- ar hvers lands, og má hver þeirra hafa einn ráðgjafa sér til að- stoðar. Talið er að fjöldi fulltrúa á fundinum í dag hafi torveldað samkomulag, og að auðveldara sé að ræða málin þegar aðeins 32 fulltrúar sitja fundinh. Á það er bent að ekki sé ástæða til að vonast eftir samkomulagi um fiskveiðamar fyrr en gengið —* Ræða Johnsons Framh. af bls. 1 þurfum aldrei framar að berjast, sagði Johnson. Forsetinn hóf ávarp sitt með loforði um að vera stuttorður, og stóð við það. Ávarpið var rúmlega 2.800 orð, og er það styttsta áramótaávarp Bandaríkja forseta síðan 1934. — Síðasta þing var hið lengsta sem haldið hefur verið á frið- artímum, sagði hann. Með til- liti til þess skulum við vinna að því að þetta þing verði árang ursríkasta þing sögunnar. Við skulum láta það orð fara aí þessu þingi að það hafi gert meira fyrir réttindi borgaranna en siðustu hundrað þing hafa gert samtals; að það hafi framkvæmt mestu skattalækkanir okkar tíma; að það hafi sagt fátækt og atvinnuleysi í Bandaríkjun- um stríð á hendur; að það hafi viðurkennt nauð- syn heilsuverndar fyrir alla eldri íbúa landsins; að það hafi skapað áhrifa- ríkustu stefnuna að því er varðar aðstoð við erlend ríki; og að það hafi stuðlað að byggingu fleiri íbúða, fleiri skóla, fleiri bókasafna og flei ri sjúkrahúsa er. nokkurt ann- að þing í sögu Bandaríkjanna. Allt þetta, og meira, er unnt að framkvæma og verður að framkvæma, sagði Johnson. Og það er unnt að framkvæma án aukinna ríkisútgjaida. Forsetinn skoraði á þingmenn að hafa ekki uppi of miklar málalengjur, en taka sínar af- stöður til hvers þingmáls fyrir sig. Hann minntist Kennedys for- seta, og skoraði á þingmenn að vinna að framgangi þeirra mála, sem hann barðist fyrir, „ekki vegna sorgar okkar né með- aumkvunar, heldur vegna þess að hann hafði á réttu að sanda. I minningu hans vil ég sérstaik- fiskimálastefnu Efnahagsbanda- lagsríkjanna, sem verður í fyrsta lagi á næsta snjmri. Peter Thomas, ráðuneytis- stjóri í brezka utanríkisráðuneyt inu, var í forsæti á fundinum í morgun, en á síðdegisfundinum R. Wall, ráðunautur í landbún- aðar- og fiskimálaráðuneytiniu. Sagði Thomas nýlega við umræð ur í brezka þinginu að ekki yrði — Trésmiðir Framih. af bls. 2 fná sér svofellda tilkynningu: „Trésmáðafélag Reykijavílkiur tilkynnir: Frá og með 9. þessa mónaðar hækka allir kauptaxtar Trésmiða félags Reykjavíkur um 15%, og gildir það til 21. júní 1964, hafi ekki tekizt samningar fyrir þann tíma. Jafnfraant er verkfalli tré- smiða hér með aflýst“. • Morgunblaðið bar þessa til- kynningu undir Björgviin Siig- urðsson, höl., fraimkvæimdastjóra Vinnuveitendasambands íslands. Sagði hann, að Vinnurveitenda- samiband íslands og Meistarafél. húsasmiða í Reykjavik mótmœltu þessium taxta sem ólöglegum og bönnuðu öllum félagsmönnuim smum að greiða hærri taxta en gilti áður en verkfallið hófst í desemiber, þar til um annað yrði j samið. — Breytir þetta þvi engu | um vinnustöðvunina, og vinna mun ekki hefjast að óbreyttu á- standi. lega biðja alla þingmenn, sem hafa sömu stjórnmálaskoðun og ég, að láta flokkshagsmuni víkja fyrir þjóðarhagsmunum, að ræða málin málefnalega, ekki persónu lega.“ Þá vék forsetinn máli sínu að fjárhagsáætluninni, þar sem gert er ráð fyrir 500 milljón dollara lækkun frá fyrra ári, og verulegri fækkun opinberra starfsmanna. En þótt heildarút- gjöldin minnki sagði Johnson að fjárhagsáætlunin fæli i sér meiri fjárveitingar en nokkru sinni fyrr til heilbrigðis- og menntamála, atvinnuleysistrygg inga, og til bágstaddra. — Því miður búa margir Bandaríkjamenn á mörkum von leysis — sumir vegna fátæktar. sumir vegna litarháttar, og allt of margir af báðum ástæðum, sagði Johnson. Verkefni okkar er að láta vonleysi þeirra víkja fyrir nýjum tækifærum. Núver- andi ríkisstjórn vill hérmeð lýsa yfir ótakmarkaðri styrjöld gegn fátækt í Bandaríkjunum. Ég skora á þingið og alla þjóðina að fylgja mér i þeirri baráttu. Forsetinn lauk máli sínu með þessum orðum: Landar mínir. Á síðustu sjö sorgarvikum höfum við lært það að nýju að ekkert er jafn varan- legt og trúin, og ekkert jafn niðurlægjandi og hatrið. John Kennedy varð fórnardýr haturs- ins — en hann var einnig skap- ari trúarinnar — trúar á með- landa okkar, án tillits til trúar- bragða, litarháttar eða stöðu, og trúar á framtíð mannikyns. Þessi trú bergmálaði um allan heim. í öllum heimsálfum og öllum löndum, sem ég heimsótti, fann ég trú og von og kærleika gagn- vart landi okkar og þjóð. Ég bið ykkur nú, í þinginu og út um allt land, að gera þessa trú að veruleika. Að vinna að því að skapa þjóð, sem er laus við skort, að skapa heim, sem er laus við hatur. Heim friðar og réttlætis, frelsis og allsnægta, í nútíð og framtíð. lengur unað við óbreytta fisk- veiðilögsögu við Bretland. Er því talið að Bretax haldi fast við kröfu sína um að breyta lög- sögunni til samræmis við fisk- veiðilögsögu íslands, Noregs og fleiri landa. Einnig hefur komið fram tillaga á ráðstefnunni um 12 mílna fiskveiðilögsögu og 6 mílna landhelgi. Allmikið hefur verið rætt um aðgang að fiskimiðum og eftirlit á þeim, og er búizt við að því máli verði vísað til sérstakrar sérfræðinganefndar, og að Sovét- ríkjunum og Póllandi verði boð- ið að eiga fulltrúa í nefndinni. Löndin, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni í London, eru þessi: Efnahagsbandalagsríkin sjö, Friverzlunarsvæðisríkin sex, ís- land, írland og Spánn. — Þrumuveður Framh. af bls. 24 arblossar hefðu sézt, og þór- dunur fylgt. Hárlaugur sagði að skyndilega hefði orðið mik il sprenging í símatækinu að Hlíðartúni, og sömu sögu !hefði verið að segja á bæjun- um Dalsmynni, Austurhlíö og Stekikholti. Eldiblossi hefði staðið út úr tækjunum. „Ég hefi aldrei heyrt annan eins hvell", sagði Hárlaugur og bætt; því við, að tveir dreng- ir hefðu staðið skammt fró sámtækinu í Austurhlíð, og hefðu þeir orðið fyrir mifelu rafmagnshöggi, sem komið hefði úr símtækinu. Að Aust- urhlíð býr bróðir Hárlaugs, Kristinn Ingvarsson. Hárlaugur sagði að síma- menn hefðu komið í fyrradag og sett upp nýtt símtæki að Hlíðartúni. Sögðu símamenn, að allir þræðir í srántækinu 'hefðu bráðnað, og má nærri geta bversu farið hefði ef ein hver hefði verið að tala í símann er þetta gerðist. Hárlaugur sagði að skepnur hefðu orðið mjög óttaslegnar í veðrinu. Hross stukku um allt tún, en sauðfé var flest inni. Bæjarhundurinn lagði niður skottið, skreiddist inn í stofu og var hræddur. Ekkert rafmagn er í Hlíðar túni, en í Austurhlíð er heim ilisrafstöð. Þar brá svo við að öll öryggi £ stöðinni sprungu svo gjörsamlega að ekkert er eftir af þeim. Allar ljósaperuir á bænum sprungu utan tvær eða þrjár. Raf- magnslaust er enn í Austur- hlíð þar sem ekki hefur tek- izt að gera við stöðina. Hárlaugur sagði að von væri sránamanna næstu daga til þess að gera við símalfn- una, þar sem hún varð verst úti. Hann hætti því við að lokum að þetta hefði verið mesta þrumuveður, sem hann myndi eftir, og aldrei fyrr hefði hann heyrt neitt sem jafnaðist við skruggurnar. Þá átti Mbl. tal við sránstöð ina í Aratungu. Þar stóðu eld- glæringar úr skiptiborði Landssímans á staðnum, og takkar losnuðu, en ekki varð skiptiborðið fyrir alvarlegum skemmdum. Einnig átti Mbl. tal við ólatf Ögmundsson, bónda að Hjákn- holti í Hraungerðishreppi. — Ekki kvað ólatfur þrumuveðr- ið hafa verið sérstaklega milk- ið þar, en þó nóg til þess að síminn bilaði og rafmagms- lauist varð um hríð. Tvær eld ingar sagði hann hafa verið mjög nærri bænuim, og hetfði allt skolfið og nötrað undan þrumunum. Hefðu þær komið að heita um leið og eldinga- leiftrin, svo nærri hefðu eld- ingarnar verið. Fénaður varð dauðhrædur, sauðtfé kom þjót andi heim að bæ og hross voru á hlaupum í haga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.