Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBlAÐIÐ Fimmtudagur 9. Jan. 1964 Julius Raab látinn Frá hinum fjölmenna fundi trésmiða í Breiðfirðingabúð í gær. Trésmiöir auglýsa taxta - vinnu- veitendur mótmæla - ekkert unnið Vín, 8. jan. (AP—NTB). JtJLIUS Raab, fyrrverandi kanzl ari Austurríkis, lézt í Vin í dag. Hann var 72 ára. Hann hafði um nokkurt skeið þjáðzt af lifrar- sjúkdómi og sykursýki. Raab lézt klukkan 6 í kvöld, en honum hafði skömmu áður borizt postulablessun Páls páfa VI. Raab var fæddur í St. Pöten, skammt frá Vín, 28. nóvember 1891, og var yfirmaður í austur- riska hernum í fyrri heimsstyrj öldinni. Að styrjöldinni lokinni Julius Raab sneri hann sér að stjórnmálum og var fyrst kosinn á þing 1927. Skömmu áður en Þjóðverjar inn limuðu Austurríki árið 1938 var Rabb skipaður flutninga og við- skiptamálaráðherra í síðustu stjórn Schushnigs. Að styrjöld- inni lokinni tók hann að nýju sæti í ríkisstjórninni um skeið. Hann varð kanzlari Austurríkis 2. apríl 1953 og gegndi því em- bætti þar til hann sagði af sér í apríl 1961. Raab hafði forustu um við- reisn Austurríkis eftir styrjöld- ina og hernámið. Honum er einnig þakkað það að Austurríki tókst að ná friðarsamningum árið 1953 gegn því að hlutleysi landsins væri tryggt og að Sovét ríkjunum yrðu greiddar stríðs- skaðabætur. Aðalfundur Sjálf- stæðisfélags Garðahrepps AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Garða- og Bessastaðahreppa verður haldinn að Garðaholti sunnudaginn 12. janúar kl. 13:30. Venjuleg aðalfundarstörf og inn taka nýrra félaga. Félagar fjöl- mennið. — Stjórn. Sáttafundur með trésmiðum, múrurum, málurum og pípulagn- ingamönnum, en hinir fyrst- nefndu hafa verið í verkfalli, var settur að nýju kl. 14 á þriðjudag. Klukkan hálffjögur á miðviku- dagsmorgun lauk fundinum með múrurum, málurum og pípulagn- ingamönnum, án þess að sættir hefðu tekizt. Fundinum með tré- smiðum Iauk kl. 5 á miðvikudags morgtm. Hafði þá náðst samkomu lag um 15% hækkun á tímakaupi, en samkomulag náðist ekki um ákvæðisvinnukaup (uppmæling- artaxta). — Láta mun nærri, að um 40% allrar trésmíðavinnu sé unnin á timakaupi, en um 60% skv. uppmælingartaxta. • Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík og Trésmiðafélag Reykjavíkur boðuðu bæði til fuinda í gærdag uom samkomu- lagið um tímakaupið. Húsa- smiðameistarar felldu samkoimu- lagið með 29 atkvæðum gegn 24^ en trésmiðir samþykktu það með 160 atkvæðum gegn 51. • Trésmiðatfélagið sendi siðau Framh. á bls. 23 SAS yfir mun bjóða lægri fargjöld veturinn en Loftleiðir nú Montreal—New York, 8. jan. Einkaskeyti til Morgiunblaðs ins frá Associated Press. E.S. PEFANIS, ritari IATA, Alþjóðasamibands flugfélaga, skýrði frá því í dag, að öll viðkomandi flugfélög samtak- anna hafi þegar sótt um, eða sæki fljótlega um, samþykki ríkisstjóma fyrir fargjalda- læikkun á flugleiðum yfir At- lantshaf. Hin nýju fargjöld, sem til- ' kynnt voru s.l. þriðjudag í Montreal, þar sem fulltrúar 24 flugfélaga hittust til að taka ákvörðun í mólinu, munu þýða yfir 200 dollara lækkun á 1. farrýmis farmiða fram og aftur frá Londoti til Montreal. Verði hin nýju far- gjöld viðurkennd koma þau til framkvæmda 1. apríl n.k. Hversu lengi hin nýja far- gjaldasamþykkt verður í gildi er eitt af hinum smærri at- riðum, sem enn hefur efcki verið gengið frá, að sögn Sir Williams Hildred, aðalfram- kvæmdastjóra IATA Aer Lirvgus, írska flugfélag- ið, vill að samþykktin gildi í eitt ár, sagði Sir William, en flest hin félögki aftur á móti vilja að hún gildi í tvö ár. Sagði hann, að búizt væri við samkomulagi um öll at- riði á miðvikudag eða fimmtu dag. 1. farrýmismiði, fram og aftur, frá London til Montre- al mun kosta að sögn Hildr- eds 741.60 dollara í stað 947 dollara eins og harm kostar nú, lægstu fargjöldin fram og aftur munu kosta 298,70 doll ara en hækka í 491 dollar á þeim 10% viku á sumrin, sem annatíminn er mestur hjá fluig félögunum. Mörg hinna stærstu fluigfé- laga, sem fljúga á Atlantshafs leiðinni, tilkynntu í síðusfcu viku, að þau hefðu í hyggju að lækka fargjöldin og skutu samtökunum ref fyrir rass, en samkvæmt skipulagsskrá þeirra verða slíkar samþykkt- ir að vera gerðar einróma. Hildred sagði, að þetta væri engin ógnun við samtökin. — FuHtrúar flugfélaganna á ráð stefnunni hafa neitað að tjá sig um málið. Talsmaður SAS í New York vildi ekki ræða hina fyrir- huguðu fargjaldalækkun í sambandi við samkeppni SAS við Loftleiði. Hann sagði þó, að SAS mýndu bjóða á hin- um nýju fargjölduim 21 dags ferðir á tímabilinu 1. októ- ber til 30. apríl fyrir 15 doll- ara lægra gjald en Loftleiðir gera nú. Á mesta annatíma SAS, frá 22. maí til 3. ágúst, sagði tals- maðurinn, að fargjöldin yrðu 46.60 dollurum hærri en far- gjöld Loftleiða. Talamaður Pan American sagði, að lækkuð fargjöld myndu hafa í för með sér aukin farþegafjölda fyrir öll flugfélög. „Fargjaldalækkan- ir auka ætíð farþegafjöldann og sagan sýnir að þannig hef- ur það alltaf verið,“ sagði talsmaður Pan American. Pan Am hefur sótt um lækkun til flugráðs Flugmálastjóri, Agnar Kofoed Hansen, skýrði Morg- unblaðinu frá því, að Pan American hefði sótt um að mega lækka fargjöld sín á leiðinni Keflavík — New York. Sagði Agnar, að flugráð fjallaði enn um þessa umsókn Pan American og málið því ekki verið afgreitt. Hins veg- ar væri flugfélaginu heimilt að lækka fargjöld sín með tilkynningu samkvæmt því sem segði í loftferðasamningi íslands og Bandaríkjanna. Að lokum sagði flugmála- stjóri, að sem stæði væru að- eins tvö flugfélög, sem héldu uppi áætlunarflugi milli ís- lands og Bandaríkjanna, Loft- leiðir og Pan American. En sérhverju flugfélagi væri það heimilt af okkar hálfu aðeins ef viðkomandi lamd hefði loft- ferðasamning við ísland. Fargjöld Pan Am IO°Jo hærri en Loftleiða Einar Farestveit forstjóri G. Helgason & Melsted, um- boðsaðila Pan American á ís- landi, sagði í viðtali við Morg unblaðið í gær, að ástæðan fyrir fargjaldalækkuninni væri sú, að Pan Am og önnur IATA-félög vonuðust til að fá fleiri farþega í hinar stóru þotur sínar, enda hefði reyn- sla Loftleiða sýnt, að lægri fargjöld gæfu fleiri farþega. Sagði hann, að Pan Am hefði sótt um fargjaldalækk- un fyrir 10 árum en hin IATA félögin staðið á móti þvi. Það hafl ekki verig fyrr en SAS fékik lækkuð fargjöld vegna samkeppninnar við Loftleiðir að Pan Am fékk byr undir báða vængi í baráttu sinni fyrir lægri fargjöldum. Einar sagði, að auðvitað væri fargjaldalækikun Pan Am ekikj gerð til að klekkja á Loftleiðuim heldur væru það hagsmunir flugfélagsins sjálfs í heild sem þar réðu úxslitum. Gat hann þess, að þegar far gjaldalækkunin væri komin til framikvæmda yrðu far- gjöld Loftleiða, eins og >au eru nú, um 10% lægri en far- gjöld Pan Am verða miðað við ferðir fram og aftur. Þó væri þess að gæta, að 21 dags fargjöldin svokölluðu yrðu ör lítið lægri hjá Pan Am en þau eru nú hjá Loftleiðum (mis- rounur innan við 100 kr). Sagði Einar Farestveit að lokum, að fargjöld Pan Am hefðu verið um 30% hærri en fargjöld Loftleiða en yrðu nú im 10% hærri eins og áður er getið. Fargjöld innan Evrópu bundin til 1. april 1965 öm Johnson, forstjóri Flug félags íslands h.f., sagði blað- inu, að fulltrúar félagsins sætu ekki á IATA-ráðstefn- unni í Montreal, þar sem þar væri fjallað um fargjöld á milli Ameríku og Evrópu, en F. í. héldi ekki uppi áætlunar flugi á þeirri leið, heldur að- eins á Evrópuleiðum. örn sagði, að fargjöld á flugleiðum innan Evrópu væru bundin til 1. apríl 1965, en ráðstefna IATA-félaganna um Evrópufargjöld yrði að líkindum haldin í október- mánuði næsta haust og þá yrði tekin ákvörðun um hver Evrópufargjöldin skyldu verða frá 1. april 1965, og gilda í 2 ár. Sagði forstjórinn, að Pan American, sem heldur uppi áætlunarflugi frá Keflavík til Evrópu, sé bundið af IATA fargjöldunum á þeirri leið og hafi þess vegna sömu fargjöld og Flugfélag íslands, enda eru þau samþykkt af viðkom- andi ríkisstjóraum. Aðspurður sagði Örn John- son, að satt bezt að segja hefði F. í. engar ákveðnar tölur um flutninga Pan American á farþegum frá ís- landi til Evrópu, en „við vit- um af samkeppninni og finn- um fyrir henni. Það er ekk- ert launungarmál." Fargjöldin milli íslands og annara Evrópulanda hafa verið óbreytt í ein 10 ár, sagði forstjórinn, að vísu hafa þau hækkað í íslenzkum krónum, en ekki í sterlings- pundum og dollurum, en þau eru ákveðin í þeim gjald- miðlum. Flugfélagið hefur barizt fyrir því innan IATA að fslandsfargjöldin hækki ekki, sagði hann, og það hef- ur tekizt þótt fargjöldin milli annara Evrópulanda hafi hækkað talsvert Að lokum sagði örn John- son, að Flugfélag íslands hefði ekki enn sent úrsögn sína úr IATA, en beðið væri átekta i því máli þar til .þró- un fargjaldamálanna lægi Ijóst fyrir. Frá lATA-ráðstefnunni I Montreal — rætt við flug- málastjóra, umboðsmann Pan * Am og forstjóra F. I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.