Morgunblaðið - 16.01.1964, Page 12
12
MORCUK B LAÐID
FiiJnmtudagur 16. jan. 1964
UM BÆKUR
Þcrsteinn Thorarenscn.
De Gaulle, ævisaga, 304 bls.
Setberg s. f. Reykjavík 1963.
ÆVISAGA de Gaulles er góð
bók. Kostir hennar eru margir.
Hún er ýtarleg ævisaga. Hún er
sagnfræðirit og greinir að nokkru
leyti frá hrikalegustu atburðum
þessarar aldar. Og hún er srvo
skem.mtileg að lesandinn leggur
á sig vöku fremur en láta staðar
numið í miðjum kafla.
Höfundurinn er, að sögn, dug-
legur blaðamaður. Hann hefur
skrifað mikið um erlenda við-
burði á síðustu árum. En með
bók sinni um de Gaulle kemur
hann á óvart.
Það eru einkonni blaðamanna-
bóka, að þær eru fjörlegar, lífg-
andi. fin oft og tíðum eru þær
sundurlausar, eins og blöðin
sjálf, og miðast við þá stund,
þegar þær koma fyrir sjónir al-
mennings. Þær skortir dýpt, hnit
miðun og varanleik.
Bók Þorsteins Thorarensens
hefur kosti slíkra bóka, en er
laus við galla þeirra. Undirbygg-
ing hennar er svo fastmótuð og
skipuleg, að manni verður hugs-
að til skriðdrekahersveitar hins
aldna hershöfðingja, sem hann
tefldi svo snilldarlega fram í
heimsstyrjöldinni síðari.
Ævisaga de Gaulles er að sjálf-
sögðu samtvinnuð sögu Frakk-
lands og heimssögunni síðustu
áratugi. Höfundurinn hefur því
orðið að hafa hliðsjón af þeim
fræðum við samningu bókarinn-
ar. Hins vegar hefur hann var-
azt alla útúrdúra. Söguhetjan
stendur ávallt á miðju sviðinu. Og
það er ekki lýst lengra út frá
henni en þörf krefur.
Frásögnin er látlaus, en lipur,
orða- og setningaskipun eðlileg,
og hvergi örlar á þvi, að höf-
undurinn reyni að sýnast meiri
on hann er. Hann fylgir þeirri
gömlu venju að gefa þeim orðum
íslenzkt svipmót, sem hann veit,
að koma munu ókunnuglega fyrir
sjónir lesenda, ef þau eru prent-
uð með framandi stafsetningu.
Til dæmis notar hann orðið bokki
fyrir boohe, en það orð hafa
Frakkar í niðrandi merkingu um
Þjóðverja. Alkunnug heiti lætur
hann hins vegar halda sinni
réttu mynd.
Ævisaga de Gaulles er saga
hermanns og stjórnmálamanns.
Hertækni er okkur íslendingum
svo fjarlæg, að nærri lætur, að
hún sé okkur óskiljanleg. Yfir-
fcorðslegar útlistanir mundu ekki
bæta úr slíkri fáfræði. í bókinni
er sagt frá heimsstyrjöldunum
t»áðum. Þær frásagnir eru hvorki
orðmargar né langdregnai. Engu
síður eru þær svo Ijósar og nær-
færnar, að lesandinn sér allt
fyrir sér, eins og hann taki þátt
í því sjálfur.
Síðari hluti tókarinnar segir
frá stjómmálamanninum de
Gaulle. Stjórnmál eru okkur
auðskildari en hertækni. Og
stjórnmálasaga Frakklands er
merkileg og lærdómsrík. Þar
skiptist á skin og skuggar, glæsi-
leiki og niðurlæging. Aðstæðurn-
ar geta ekki aðeins lyft einstak-
lingnum yfir fjöldann, þær geta
einnig seyrt hann niður, gert
hann að líilmenni. Og það varð
óneitanlega hlutskipti margs
manns á dögum þriðja og fjórða
lýðveldisins. Flatneskjulegra og
aumara stjórnarfar hefur naum-
ast þekkzt á þessari öld. Að vísu
átti það að heita lýðræði, og
hefði þó verið sönnu nær að
kalla það skopstælingu af lýð-
ræði. Það byggðist á hrossakaup-
um og baktjaldamakki. Fals og
undirferli voru nauðsynlegir eig-
inleikar fyrir hvern þann, sem
vildi komast til frama á þeim
vettvangi. Menn urðu að ávinna
sér þá eiginleika, ef þeir voru
ekki búnir þeim fyrir, þegar
þeir hófu feril sinn sem stjórn-
málamenn. Að öðrum kosti voru
þeim öll sund lokuð. Þinghaldið
var ein endalaus, aumkunarleg
mælgi, og stjórnir gátu fallið,
hvenær sem var. Má nærri geta,
hve sterkt það ríkisvald hefur
verið, sem háð var þvílíkri sam-
kundu, sem franska þingið var
Það var meðal annars í verka-
hring þingsins að kjósa forseta
lýðveldisins. Og það lýsti við-
horfum hinna lýðræðislegu þing-
fulltrúa betur en margt annað,
að þeim var jafnan umhugað að
kjósa í þá virðingarstöðu ein-
hverja gungu, sem þeir töldu sig
geta haft í vasanum. Ekki gengu
þær kosningar þó betur en svo,
að síðasti forseti fjórða lýðveldis
ins, René Coty, náði ekki kosn-
ingu fyrr en eftir sautján at-
kvæðagreiðslur.
Þannig var fransika lýðveldið
— hver höndin upp á móti ann-
arri. Sérhver reyndi að troða
skóinn ofan af öðrum. Ríkis-
báknið skjögraði áfram á brauð-
fótum.
Við lok seinni heirrvsstyrjaldar-
innar var de Gaulle mest virtur
allra Frakka. Ef til vill væri nær
að segja, að hann hafi verið eini
Frakkinn, sem nokkurs var virt-
ur. Margir höfðu augastað á hon-
um sem álitlegum stjórnmála-
foringja. Og vissulega átti hann
kost á slíkum frama í þeim mæli,
sem lýðveldið hafði að bjóða. En
hann var of stór til að beygja sig
undir ok þess vesæla stjórnar-
forms. Hann var hreinni en svo,
að hann gæti atað sig í þeim
sora, sem gegnsýrði franska póli-
tík. Hann gaf ekki kost á að
gerast trúður í þeim skollaleik.
Hann vissi, að það gat engum
orðið að gagni, hvorki sjálfum
honum né frönsku þjóðinni. „Ein-
hvern tíma,“ sagði hann, „mun
Frakkland aftuT hafa þörf fyrir
hreint tákn. Það verður að gæta
þess, að það tákn óhreinkist
ekki.“
De Gaulle settist að á sveita-
setri sínu í Colombey og tók að
færa i letur endurminningar sín-
ar, og komu þær út í þrem bind-
um. Þá kom í ljós, að hann var
gæddur fleiri hæfileikum en
þeim, sem til herstjómar horfðu.
Hann var einnig hinn færasti rit-
höfundur. Ef bókmenntaverð-
laun Nóbels til handa Winston
Churohill hafa verið réttlætan-
leg, hefur de Gaulle ekki síður
átt rétt á þeirri viðurkenningu.
Þegar de Gaulle dró sig í hlé,
álitu margir, að hann ætti ekki
afturkvæmt á vettvang stjóm-
málanna. En sú stund rann
aftur upp, að Frakkland þarfn-
aðist manns, sem allir treystu,
merkis, sem var óflekkað. Þjóðin
kallaði de Gaulle til hjálpar á
hættustund. Fjórða lýðveldið
geispaði golunni, þegjandi og
hljóðalaust, og varð fáum harm-
dauði. Nokkrir stjórnmálamenn
vildu að vísu ríghalda í það,
vegna þess að þeir óttuðust, að
de Gaulle ætlaði að taka sér ein-
ræðisvald. Og það hefði honum
raunar verið í lófa iagið, ef hon-
um hefði verið þaó alhugað. En
það kom brátt í ljós, að hann
hugðist ekki upphefja sjálfan sig,
heldur Frakkland.
Fyrsta verk hans var að skera
agnúana af lýðveldinu. En lýð-
ræði hélzt í landinu. Það er og
sannast mála, að hann bjargaði
Frakklandi undan hernaðarein-
ræði, sem yfir þvi vofði við enda-
lok fjórða lýðveldisins. Og hann
hefur á ný hafið það til virðing-
ar. Það er aftur orðið stórveldi,
sem aðrar stórþjóðir taka mark á.
De Gaulle hefur að nýju vakið
með þjóð sinni ættjarðarást og
þjóðhollustu. Það eru hugtök,
sem menn voru hættir að ræða
öðru vísi en í gamni. Hann hafði
ekki verið lengi við völd, þegar
hann sýndi heiminum fram á, að
hann léti engan segja sér fyrir
verkum. Af þeim sökum hefur
honum verið borin á brýn þver-
úð og þrályndi. Er raunar al-
gengt, að þeir, sem ekki vilja
dansa eftir annarra nótum, séu
sakaðir um slíkt.
Mikið .hefur verið skrifað uim
de Gaulle, srvo sem nærri má
geta, þar á meðal heilar bækur.
Ef þær bækur væru bornar sam-
an, er ekki ólíklegt, að ævisögu
Þorsteins Thorarensens bæri hátt
á rneðal þeirra. Hún er svo fróð-
leg og skemmtileg, að það mætti
setja á hana gæðastimpil, ef sú
merking á bókum væri hugsan-
leg. Maður hefur einhvern veg-
inn á tilfinningunni, að höfund-
urinn hafi ekki aðeins unnið
verk sitt af vandvirkni. Hann
hefur einnig lagt í það hugarþel,
sem er hafið yfir venjulega sagn-
fræði.
Við höfum eignazt margar
góðar ævisögur. En þær eru
langflestar um íslenzka menn, ís-
lenzkt efni. Það verður áreiðan-
lega ekiki bent á margar bækur
um erlent efni, sem hér hafa
verið samdar og út gefnar, ei
framar standi þessari bók. Og þá
er brugðið höfðingsskap Frakka,
ef þeir veita höfundinum ekki að
minnstá kosti hina akademísku
pálma fyrir verkið.
Bókin er smekkleg að frágangi
og útliti. Myndum er dreift inn
um textann. Þær eru prentaðar
á gljápappír, og er þeim komið
einkar vel fyrir á síðunum,
Erlendur Jónsson. i
Ingimundur Jónsson — Minning
ÞANN 4. desember s.l. lézt að
heimili sínu, Kieppsvegi 28 í
Reykjavík Ingimundur Jónsson,
fyrrum formaður frá Strönd á
Stokkseyri.
Sennilega hefur þennan unga
dugmikla sveitapilt ekki grunað,
þegar hann kom til Stokkseyrar
í fyrsta sinn og virti fyrir sér
skerjagarðinn, að þar hefðu ör-
lögin haslað honum völl, því að
hann átti eftir að stunda for-
mennsku á Stokkseyri um 30 ára
skeið með þeirri giftu, sem lengi
verður minnzt þar eystra.
Um mörg ár stundaði hann sjó
á skútum frá Reykjavík. Var
hann mikill fiskimaður og bar
oft góðan hlut frá borði. Árið
1917 gerðist hann formaður á
vélbáti á Stokkseyri og var það
óslitið til ársins 1947 eða þangað
til hann flutti til Reykjavíkur.
Lengst var Ingimundur með bát-
inn íslending og svo Hólmstein,
sem Samvinnufélag Stokkseyr-
inga keypti nýjan frá Danmörku
árið 1934.
Vart er hægt að gera saman-
burð á veiðistöðvunum austan
Fjalls, Stokkseyri og Eyrar-
bakka, og útgerðarstöðvum, þar
sem landtakan er örugg. Oft
máttu sjómennirnir búast við
Því að ná ekki heimahöfn vegna
brims, og hygg ég, að fá störf í
þjóðfélaginu geri meiri kröfur
til skapfestu, áræðis, snarræðis
og íhygli en formannsstarf í brim
veiðistöð. Stundum kom það
fyrir, að ekki var hægt að kom-
ast til heimahafnar og var þá, ef
vona var í sjó. ekki annað að
leita en til Vestmannaeyja. Þótti
ekki fýsilegt á litlum bátum að
leggja i slíka för, en ef veður
var mikið og sýnt þótti, að brim
héldist, var það eina lausnin.
Ingimundur Jónsson var far-
sæll í starfi. Á langri formanns-
ævi skilaði hann öllum heilum í
höfn. Hjá honum fór saman dugn
aður, glöggskyggni, áræði og afla
sæld. Það var hollt unglingum
að starfa með honum. Ekki man
ég eftir, að hann hafi nokkurn
tíma mælt kuldalegt orð til okk-
ar hásetanna, en ég réri hjá hon-
um á íslendingi, þegar ég var
unglingur. Hitt man ég aftur á
móti vel, hversu hann gerði sér
far um að leiðbeina og halda
uppi gleðskap og gamansemi.
Þegar vel aflaðist var Ingimund-
ur vanur að segja „Þetta er mik-
ill blessaður afli, drengir mínir,“
og er veður spilltist var við-
kvæði hans: „Þetta er meiri bless
uð blíðan, drengir mínir.“ Svona
var Ingimundur Ijúfur í viðmóti,
dagfarsprúður og drenglundaður,
og öllum, sem kynntust honum
þótti gott að eiga með honum
samleið.
Oft réri Ingimundur einskipa,
en en ekki er mér kunnugt um
annað, en að þeir róðrar hafi
heppnast vel. Þó að ýmsum hafi
þótt full djarflega til þeirra sofn
að. Þá naut hann þeirrar ham-
ingju að bjarga mönnum úr sjá-
varháska.
Þó að sjómennska hafi verið
aðalstarf Ingimundar, vann hann
ýmiss konar landvinnu á sumr-
um og var mjög eftirsóttur til
allra verka.
Hann átti því lífsláni að fagna
að eiga góðan og tryggan lífs-
förunaut og fagurt heimili. Hinn
11. nóvember 1910 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni Ingi-
björgu Þorsteinsdóttur frá Sand
prýði á Stokkseyri. Þau eignuðst
6 börn, sem öll eru á lífi, en þau
eru þessi:
Jóhanna, gift Matthíasi Guð-
mundssyni, stýrimanni, Konráð,
lögregluþjónn, kvæntur Þuríði
Snorradóttur, Guðbjörg, gift Har
aldi Leonhardssyni, skrifstofu-
manni, Sigurður, húsgagnasmið-
ur, verkstjóri í Trésmiðju Kaup-
félags Árnesinga, Selfossi, kvænt
ur Svövu Sigurðardóttur, Jenný,
gift Þóri Jenssyni, skrifstofu-
manni, Sigurbjörg, kaupkona.
Eins og áður er getið, fluttu
þau hjónin til Rvíkur 1947. Börn-
in voru þá komin Þangað, og
vildu hjónin vera nálægt þeim,
því að mikil eining og ástríki var
innan fjölskyldunnar. Ingimund-
ur vann við fiskimatsstörf, eftir
að hann flutti til borgarinnar, en
síðustu árin var hann starfsmað-
ur við veiðafæraverzlun O. Ell-
ingsen. í sumarleyfum sínum
var Ingimundur vanur að bregða
sér á sjó og lifa þannig aftur
hinar mörgu unaðsstundir, sem
hann átti á hafinu.
Um framtíð alla mun brimið
svarra við Hlaupós og Stokks-
eyrarsund, og enn sækja feng-
sælir dugnaðarmenn afla út á
miðin. Ingimundur Jónsson og
flestir samtíðarmenn hans, sem
stóðu í fylkingarbrjósti á fyrri
helmingi þessarar aldar, eru nú
horfnir, en ininningin um þá lif-
ir.
Konu Ingimundar og börnum
þeirra sendi ég samúðarkveðju.
Sigurður Eyjólfsson.
Uppkastið í Ifósi sögunnar
— Athugasemd
í Reykjavíkurbréfi 5. þ.m., er
klykkt út með þessum dómi um
Uppkastið frá 1908: „Þessvegna
er ómögulegt að sjá, hvernig
hlutlaus skoðun geti . . . leitt til,
annars en þess, að dómur þjóð-
árinnar hafi reynzt réttur í ljósi
sögunnar.**
En það er ekki nóg að hampa
sögunni, staðhæfingin verður að
lúta sögulegum staðreyndum.
Eftir hernám Danmerkur 1940,
var skammt stórra högga á milii
í viðbrögðum Alþingis. Strax dag
inn eftir hernámið voru öll mál
tekin inn í landið, sem áður
voru í höndum Danmerkur og
sömuleiðis embætti þjóðhöfð-
ingjans. Rúmu ári síðar var svo
lýst yfir rétti íslands til fullra
samningsslita við Danmörku,
þótt framkvæmdum væri frest-
að til ársloka 1943.
Sambandslögin frá 1918 var
mál, sem Alþingi gat ekki að
öllu leyti ráðstafað einhliða, held
ur var veigamesta atriðið, kon-
ungdómurinn, samkomulagsmái.
Nú var það komið á bekk með
öðrum málum, sem úrskurða
mátti einhliða. Þetta kom fram
í stjórnarskrárbreytingu 1942,
sem fól i sér eins og segir í rit-
inu Lýðveldi íslands, 1943, bls.
19. „. . . að ekki þarf samþykki
konungs eða handhafa valds
hans á afnámi konungsdómsins,
heldur er Það þjóðin sjálf, sem
endanlega kveður á um þetta,
eins og vera ber.*'
Hér var sjálfstætt riki að
verki, og samskonar aðgerðir
með sömu úrslitum hefðu farið
fram, þótt sambandslög hefðu
verið sett 1909, samkvæmt Upp-
kastinu. Lýðveldisstofnuin hefði
aðeins getað dregist til ófriðar-
loka (sbr. sama rit, bls. 34).
En samþykkt Uppkastsins, sem
sambandslaga 1909, hefði stytt
fyrir íslandi það niðurlægingar-
ástand að vera fjötráð af Stóðu-
lögunum, um tæp tíu ár, og þann
tíma hefði hið unga íslenzka ríki
fengið til uppbyggingar og
þroska. Það var láni en ekki
fyrirhygju að þakka, að ísiand
komst ekki í háskalegt ástand
1918. Það er því fráleitt að telja
þjóðardóminn 1908 réttan í ijósi
sögunnar.
Ásgeir Þorsteinsson.
T rúlof unarhr ingar
Hjálmar Torfason
gullsmiður
Laugavegi 28, 2. hæð.
Austurstræti 20.