Morgunblaðið - 17.01.1964, Page 8
8
MORCU N BLADIÐ
r
Fostudagur 17. jan. 1964
Æ SJSAM
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGHÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA
/—
-V" )
[*L JiHffi^
RITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON
Launþegaklúbbur
Heimdallar
EIN af nýjungunum í hinni
fjölbreyttu starfsáætlun Heim
dallar FUS er Launþega-
klúbbur sá, sem settur verð-
ur á stofn um miðjan febrúar
mánuð.
Launþegaklúbburinn er sér
staklega ætlaður ungum
verkamönnum og iðnnemum,
en aðrir launþegar, sem hug
hafa á geta að sjálfsögðu tek
ið þátt í starfsemi hans.
Segja má, að starfsemi
Launþegaklúbbsins verði þrí-
þætt. í fyrsta lagi verða flutt
erindi um ræðumennsku,
fundarstjórn og fundarsköp
og jafnframt fá þátttakendur
æfingu í ræðumennsku.
í öðru lagi verða flutt er-
indi um verkalýðsmál svo
sem um þróun verkalýðs-
hreyfinguna austan og vestan
járntjalds, raunhæfar baráttu
Fyrirlestrar um
þjóðlélagsmál á
vecfum Henmdallar
Einn athygiisverðasti þáttur-
inn í fræðslustarfi Heimdallar
í vetur er Fyrirlestrarflokkur
um Þjóðfélagsmál, sem efnt
verður til á vegum félagsins.
Verður hér á eftir gerð nokk-
ur grein fyrir efni þessara
fyrirlestra.
Hinn fyrsti þeirra verður
fluttur þriðjudaginn 4. febr.
og fjallar um Ríkið og hlut-
verk þess. í þessu erindi verð
ur m.a. lýst viðhorfi hinna
ýmsu stjórnmálastefna til rík-
isvaldsins og hlutverks þess,
t.d. anarkismans, fasisma,
kommúnisma, lýðræðissósíal-
isma, og einstaklingshyggj-
unnar. Þá verður borið saman
hlutverk ríkisins í einræðis-
og lýðræðisþjóðfélögum. Enn
fremur verður rætt um grund
vallarréttindi einstaklinga í
rík'inu.
Annað erindið verður um
Stjórnmálaflokka. í því verð
ur fjallað um algengustu
flokkakerfi í heiminum nú,
svo sem einsflokks-, tveggja-
flokka- og margra flokkakerfi.
skipulag stjórnmálaflokka
o. s. frv. Einnig verður greint
frá skipulagi og starfsháttum
aðalflokkanna í Bretlandi og
Bandaríkjunum og gerður
samanburður t.d. við stjórn-
málaflokka hér.
í þriðja erindin^, sem verð-
ur um Almenningsálit og áróð
ur verður rædd mótun almenn
ingsálits, áróðursaðferðir og
frjáls skoðanamyndun.
aðferðir í kjaramálum laun-
þega o. s. frv.
Loks verður svo síðar í vet
ur efnt til helgarráðstefnu á
vegum Launþegaklúbbsins,
þar sem flutt verða nokkur
erindi um verkalýðsmál og
umræður um þau mál.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
Heimdallur FUS efnir til sér
stakrar starfsemi fyrir hina
fjölmörgu verkamenn, iðn-
nema og aðra launþega sem í
félaginu eru. Bindur stjórn
Heimdallar miklar vonir við
þennan nýja þátt í starfi fé-
lagsins og eru þeir, sem á-
huga hafa á að taka þátt í
starfi Launþegaklúbbsins ein
dregið hvattir til þess að hafa
samband við skrifstofu Heim-
dallar og láta skrá sig til þátt-
töku.
Fjórði fyrirlesturinn nefn-
ist Skipting manna í stjórn-
málaflokka og verður í honum
gerð grein fyrir því, hvað það
sé, sem einkum valdi skipt-
ingu manna í stjórnmála-
flokka.
Fimmti fyrirlesturinn fjall-
ar um Löggjafarvaldið og verð
ur þar gert grein fyrir kosn-
ingum til þjóðþinga í nokkr-
um löndum, gerður saman-
burður á lagasetningarhætti i
þessum löndum og lýst munin
um á löggjafarsamkundum i
einni og tveimur deildum.
Síðasti fyrirlesturinn í þess
um flokki mun svo fjalla um
Samskipti þjóða og verður
þar lýst grundvallaratriðum
í samskiptum þjóða og vikið
að þjóðarétti. Ennfremur verð
ur rætt um helztu bandalög-
in í heiminum, bæði stjórn-
málalegs, efnahagslegs og
hernaðarlegs eðlis og drepið
á starfsemi SÞ.
Svo sem sjá má af framan
sögðu verður í þessum fyrir
lestrarflokki Heimdallar fjail
að um grundvallaratriði þjóð-
félagsmála og fyrirlestrarnir
ekki sérstaklega bundnir við
ísland eða íslenzkar aðstæð-
ur.
Fyrirlestrarnir hefjast
þriðjudáginn 4. febrúar og
verða síðan vikulega á þriðju
dögum næstu sex vikur á eft-
ir.
Stjórn Heimdallar FUS, sitjandi frá vinstri: — Vilborg Bjarn adóttir, Ragnar Kjartansson,
varaformaður, Styrmir Gunnarsson, formaður, Sigurður Hafstein, ritari, Sverrir Haukur
GunnlaugsSon, gjaldkeri. — Standandi frá vinstri: — Steinar Berg Björnsson, Halldór Run-
ólfsson, Már Gunnarsson, Ásgeir Thoroddsen, Jón Magnússon, Valur Vaisson og Eggert Hauksson
Víðtækt og fjölbreytt
vetrarstarf Heimdallar
STJÓRN Heimdallar FUS hefur
sent frá sér áætlun um starfsemi
félagsins fyrri hluta árs 1964. Er
í þeirri áætlun gert ráð fyrir
mjög víðtækri og fjölbreyttri
vetrarstarfsemi, fundarhöldum,
fræðslustarfi og tómstundastarf-
semi.
Stærsta stjórnmáiafélag
ungs fólks á landinu
Heimdallur FUS er svo sem
kunnugt er langstærsta stjórn-
málafélag ungs fólks á íslandi.
Hefur félagið jafnan haldið uppi
mjög víðtækri pólitískri fræðslu-
starfsemi meðal æsku Reykjavík-
ur og notið mjög öflugs stuðnings
unglinga í framhaldsskólum
Reykjavíkur, svo og stúdenta við
Háskóla íslands.
Innan Heimdallar hafa jafnan
farið fram mjög líflegar og vekj-
andi umræður um stjórnmál og
félagið hefur oft og tíðum sett
fram nýjar og djarfar hugmynd-
ir um málefni þjóðarinnar og til
úrlausnar þeim vandamálum sem
hún á við að stríða.
Nú í haust var efnt til ráð-
stefnu til þess að ganga frá nýrri
stefnuskrá félagsins, sem gefin
verður út innan skamms, og hef-
ur hún að géyma fjölmörg ný
stefnumið, sem Heimdallur telur
að yrðu til bóta ef í framkvæmd
kæmust hjá atvinnuvegum þjóð-
arinnar og í öðrum þeim mál-
um, sem um er fjallað.
Fjölbreytt vetrarstarf
Tveggja nýjunga í vetrarstarfi
Heimdallar er sérstaklega getið
hér á síðunni, en það er stofnun
Launþegaklúbbs innan félagsins
og fyrirlestrarflokkur um þjóð-
félagsmál, sem efnt verður til nú
í febrúar. Verður þetta tvennt
því ekki gert að umtalsefni hér.
Af öðrum starfsþáttum má
benda á að hinir vinsælu klúbb-
fundir verða haldnir á þriggja
vikna fresti að venju. Klúbb-
fundir þessir eru haldnir í há-
deginu á laugardögum, snæða
fundarmenn saman hádegisverð
og hlýða á stutt erindi. Þeir fé-
lagsmenn í Heimdalli sem ekki
hafa hingað til tekið þátt í þess-
um fundum geta látið skrá sig
til þátttöku á skrifstofu Heim-
dallar og fá þeir þá sent fund-
arboð reglulega. Á sl. vetri efndi
Heimdallur til sérstakrar helgar-
ráðstefnu um Sjálfstæðisflokkinn
og stefnu hans. Sem framhald
þeirrar ráðstefnu verður nú
efnt til helgarráðstefnu um hina
þrjá andstöðuflokkka Sjálfstæð-
isflokkksins, þar sem rætt verð-
ur um hlutverk þeirra í íslenzk-
um stjórnmálum og áhrif þeirra
á gang mála, jafnframt breyting-
um á stefnu þeirra um árin.
Af öðrum þáttum fundarstarf-
seminnar má nefna að ein kvöld-
ráðstefna verður haldin í vetur
og einnig mun verða efnt til al-
menns umræðufundar í Sjálf-
stæðishúsinu í febrúar.
Aukin þátttaka stúlkna
í starfi Heimdallar
Að undanförnu hafa stúlkur
tekið æ aukin þátt í starfi Heim-
dallar og er nú ætlunin að koma
á fót sérstökum kvennaklúbb til
þess að skapa hinum fjölmörgu
stúlkum, sem í Heimdalli eru
betri vettvang til þess að ræða
um áhugamál sín. Klúbbur þessi
tekur til starfa í byrjun febrúar
og er ætlunin að starfsemi hans
verði sem fjölbreytilegust. Eru
stúlkur, sem í félaginu eru, ein-
dregið hvattar til þess að taka
öflugan þátt í starfsemi klúbbs-
ins. Einnig verður í vetur eins
og að undanförnu efnt til Fönd-
urnámskeiðs fyrir konur.
Tómstundastarfsemi
í hinni víðtæku starfsáætlun
Heimdallar er að venju gert ráð
fyrir allmiklu tómstundastarfi á
vegum félagsins og má þar benda
á, að efnt verður til hraðskák-
móts og fjölteflis, bridge-kvöld
verða og áráhátíð félagsins verð-
ur haldin í marzmánuði. Sérstök
ástæða er til að geta einnar nýj-
ungar sem stjórn Heimdallar
mun beita sér fyrir í vetur, en
það er myndarleg kvöldvaka með
nýju sniði, sem efnt verður tiL
Á þeirri kvöldvöku mun fara
fram ljóðaupplestur og upplestur
úr leikritum, sígild og létt tón-
list verður flutt o.s.frv. Væntir
stjórn Heimdallar þess að þetta
nýmæli mælist vel fyrir.
Þroskandi starf
Á því leikur enginn vafi að
þátttaka í starfsemi eins og þeirri
sem Heimdallur FUS hefur með
höndum er mjög þroskandi.
Heimdallur vinnur markvisst
að því að fræða upprennandi
æsku þjóðarinnar um sameigin-
leg málefni hennar, þau vanda-
mál, sem hún á við að etja og
hvernig þau verði bezt leyst.
Nútímaþjóðfélag er flókið fyr-
irbæri og til þess að rekstur þess
geti gengið sæmilega auðveldlega
fyrir sig, þurfa þegnar þess að
hafa til að bera víðtæka þekk-
ingu á veikleika þess og styrk-
leika, hvað hægt er að gera og
hvað ekki.
Það er einmitt eitt af hlutverk-
um Heimdallar FUS að veita
æsku Reykjavíkur þá þekkingu,
sem hún þarfnast til þess að geta
myndað sér skoðanir á málefnum
þjóðarinar og hvernig þeim er
stjórnað.
En Heimdallur er líka kjörin
vettvangur áhugasamra æsku-
manna, sem vilja ræða stjórnmál
og þjóðfélagsmál. Hann er upp-
spretta nýrra og djarfra hug-
mynda, nýrra viðhorfa og nýrra
sjónarmiða. Hin þróttmikla starf-
semi Heimdallar býður upp á
eitthvað fyrir alla, unglinga,
framhaldsskólanemendur, há-
skólastúdenta, starfandi ungt fólk
úr öllum stéttum.
Í,1
ÆSKUFÓLK
fylkið ykkur undir merki Heimdallar
félags tramsœkinnar œsku