Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 2
2 MOornwbi4Ð/D Föfetudagur 24. Jan. 1964 ÞJÓÐVILJINN ræðst í gær á verkamennina, sem töluðu fyrir hönd B-listans, á framboðsfund- inum. í Dagsbrún s.l. þriðjudags- kvöld og reynir blaðið að gera sem minnst úr málflutningi Þorrablót Sjálf- stæðisfélags Garðahrepps SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Gerða- og Bessastaðahreppa gengst fyrir árshátíð og Þorrablóti laugar- daginn 1. febrúar nk. Verður skemmtun þessi haldin að sam- komuhúsinu, Garðaholti, -og hefst kl. 20. Aðgöngumiðar verða seldir hjá Einari Halldórssyni, Setbergi, Magnúsi Guðmunds- syni, Felli, Kristjáni Guðmunds- syni, bílaverkstæði Hafnarfjarð- ar, Eyþóri Stefánssyni, Akur- gerði, Bjarna Ágústssyni, Ás- garði, Einari Ólafssyni, Gests- húsum og Sveini Ólafssyni, Silf urtúni. Menn erú hvattir til áð sækja miða sína hið fyrsta og eigi síðar en miðvikudaginn 29. janúar. Guðjón Sigurðsson, formaður Iðju þeirra. Kommúnistablaðið segir aftur á móti ekki frá þvi, að eini verkamaðurinn, sem talaði máli Dagsbrúnarstjórnarinnar, Steindór nokkur Jónsson, bú- settur í Kópavogi, réðist að fyrra bragði með persónulegum svívirð ingum að ræðumönnum B-list- ans. Þessi maður var látinn segja það sem skrifstofumennimir iveir er töluðu fyrir A-listann, þeir Eðvarð og Guðmundur J. vildu ekki láta hafa eftir sér. Þjóðviljinn býsnast svo yfir því, ,að ræðumenn lýðræðissinna skyldu svo bera hönd fyrir höfuð sér og svara þessu verikfæri kommúnistaflokksins fullum hálsi. Slík er hræsni og yfirdrep- skapur þessara m-anna, sem á undanfömum árum hafa reynt að þagga niður í hverjum þeim Dagsbrúnarmanni sem leyft hef ur sér að hafa aðrar skoðanir á fundum félagsins en þær, sem fallið hafa starfsmönnunum í geð í það og það skiptið. Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, ritar jiafn sitt í söfnu narbókina. Við hlið hans er Magnús Sigurðsson, skólastjóri. Ljósm.: Pétur Thomsen. Hjálparsjóður stofnaður fyrir afvegaleidda æsku Söfnunarbók gerð, sem gefendur skrái nöfn sin i — ágóðinn af kvik- myndinni „Ur dagbók lifsins" rennur i sjóðinn STOFNAÐUR hefur verið sjóður til að hjálpa afvega- leiddu æskufólki og nefnist hann Hjálparsjóður æsku- fólks. Hann er í vörzlu biskupsskrifstofunnar og mun nefnd ráðstafa fénu. — Söfnunarbók hefur verið Félagsfundur i Iðju: Engin málefnaleg gagnrýni kom fram á félagsstjórnina Hrein pólifisk framboð komm- únista og Framsóknar FÉLAGSFUNDUR var haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík í gærkvöldi. Umræðu efni voru kosningar þær til stjömar og trúnaðarmannaráðs, sem fara fram nú um þessa helgi. Formaður félagsins, Guð- jón Sigurðsson, flutti framsögu- ræðu, og rakti það, sem gerzt hafði á árinu i félagsmálum Iðja. Skýrði hann frá félagslífi og rakti síðan gang kaup og kjara- samninga á árinu, sem voru þrennir. Fyrstu samningar Iðju voru gerðir í febrúar s.l. um 5% hækkun, i júní um 7% hækk un og loks í desember um 14% hækkun. Á árinu 1963 hafa kon- uf í Iðju fengið 30% kauphækk- un þegar hækkunin af lögunum um jafnrétti Jauna er talin með. Guðjón Sigurðsson ræddi þessu næst gang verkfallsins og skýrði frá því að á grundvelli þess samstarfs er í því skapaðist við stjórnarandstöðuna í félag- inu, hefði þeim verið boðin sæti í trúnaðarmannaráði félags ins, en því hafi verið hafnað eftir að flokksskrifstofur Fram- sóknarflokksins og kommúnista hefðu kippt í spottana, og þving- að þá gegn betri vitund til þess að standa fyrir pólitísku fram- boði í félaginu. Skoraði formaður að lokumri á alla Iðjufélaga að fylkja sér um félag sitt og kjósa lista stjórnar- innar, sem er B-listinn. Síðan tóku til máls Gísli Svan- bergsson, formannsefrti kommún ista, Hannes Jónsson, formanns- efni Framsóknarflokksins, Gunn laugur Einarsson, Alda Þórðar- dóttir, Björn Bjamason og Níels Hauksison. Ingimuu.d'ur Erlends- son, varaiformaður Iðju, tók þar næst til máls og hrakti rangtfærsil ur Gunnlaugs Einarssonar og Björns Bjarnasonar, og gat Björn engu til svarað. Benti I. E. einn- ig á það að stjórnarandstaðan í félaginu væri svo sjálfri sér sundurþykk, að hún hefði ekki getað sameinast un neitt árásar efni á Iðjustjórn, og þeir hefðu sjálfir á sínuim tíma, tvisvar ósk að skriflega eftir samstarfi við stjórn félagsins um sameiginlegt framboð. Guðjón Sigurðsson tók siðan aftur til máls, og gagnrýndi ræð ur stjórnarandstæðinga. Að lok um var samþykkt tillaga um að skora á Alþingi áð fella fraim- komið frumvarp upn 2% hækkun á söluskatti. Á fundlnuim var töluvert á annað hundrað manns og var hon um slitið kl. rúmlega 23. gerð og í hana geta þeir skráð nöfn sín, sem eitthvað vilja láta af mörkum til að bæta böl barna og ung- menna. Bókin mun liggja frammi í Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar frá og með deginum í dag. í hjálp- arsjóðinn rennur einnig ágóði af kvikmynd Magnús- ar Sigurðssonar, skólastjóra. Úr daghók lífsins. Magnús sagði Morgunblaðinu í gær, að kvikmyndinni hefði verið tekið afburða vel og að sýningar hæfust aftur í Tjarnar- bæ strax að lokinni viðgerð á tónkerfi og húsakynnum þar. Hann sagði, að sorglegt væri hversu vandamálum afvega- leiddra ungmenna væri Htið sinnt, einkum þar sem ástæðurn ar fyrir ógæfu þeirra væri að leita hjá heimilunum eða urn- hverfinu. Magnús sagði, að engin upp- eldisheimili eða hjálparstofnarnr væru til fyrir æskufólk után. lítils og tiltölulega ófullnægj- andi heimilis í Breiðuvík, sem þar sem nú væri 16—17 piltar á aldrinum 10 til 14 ára. Þörfin fyrir hjálparheimili væri mjög mikil, bæði fyrir pilta og stúlk- ur og mismunandi heimili fyrir mismuniandi aldursflokka. Hjálparsjóður stofnaður Til þess að gera eitthvað i mál inu réðst Magnús Sigurðsson í að gera kvikmyndina Úr dag- bók lífsins, sem sýnd hefur verið í Reykjavík og á nokkrum stöð- um úti á landi við góðar mót- tökur. En biskupsskrifstofunni hafa þegar verið afhentar 100 þúsund krónur af ágóða af sýn- ingunum og ákvað Magnús að þetta fé skyldi renna 1 Hjálpar- sjóð æskufólks, sem úthlutað yrði úr til ungmenna, sem a hjálp þurfa að halda, svo og til að verða til þess að flýta fyrir byggingu heimila fyrir afvega- leidda æsku. Söfnuarbók gerð Til þess að koma málinu enn betur áleiðis lét Magnús gera söfnunarbók, sem fylgir kvik- Framh. á bls. 23 Ashkenazy í Noregi Heldur þar fjóra fónleika PÍANÓUEIKARINN Vladimir Ashkenazy kom til Osló í gær, og er ætlunin að hann haldi tónleika í fjórum borgum í Noregi næstu daga. Fyrstu tón leikar hans eru í dag, föstu- dag, í Þrándheimi. Á sunnu- dag leikur hann með borgar- hljómsveit Stavanger, á þriðju dag hefur hann tónleika í há- tíðasal háskólans í Osló, og hinn 30. janúar lýkur Noregs heimsókninni með tónleikum í Bergen. Við komuna til Osló ræddi Ashkenazy við Fréttamenn, og í frétt frá NTB-fréttastofunn- ar í gær ségir-svo: Vladimir Ashkenazy, sem hvað eftir annað hefur borið sigur af hólmi i alþjóðakeppn um í píanóleik, og hefur leik- ið tvo erfiða píanókonserta á sama kvöldi, er lágvaxinn og áberandi grannur. Hann kveðst vera 26 ára, og hefur leikið á píanó í 20 ár. íslenzkri eiginkonu sinni kynntist hann fyrir nokkrum árum í Moskvu, Þar sem bæði voru nemenduT hjá Lev Oborin . prófessor. í fvrra vakti hann athygli með því að flýja land til Bretlands. Seinna fór hann heim til Sovétríkjanna. Nú á hann tvö heimili, eitt I Lond- on, annað í Moskvu. — Þér leikið eingöngu sí- gilda tónlist, herra Ashken- azy? — Ég er enn svo ungur að ég hef ekki getað sett mig nægilega inn í mikið annað en hefðbundið' verkefnaval píanóleikara Af nýrri tónlist leik ég helzt Shostakovitsh og Bartok. — Þekkið þér Grieg? — Sjálfur leik ég ekki oft verk eftir Grieg, en ég dái og elska tónlist hans. Ekki ein- göngu píanóverkin, heldur einnig annað. Edvard Grieg er mjög vinsæll í Sovétríkjun- um. Annars Hkar mér við öll góð tónskáld, án tillits til tíð- aranda eða stíls. Ashkenazy segir frá því þegar hann sem smádrengur hóf nóm við skóla í Sovétrikj- unum, þar sem sameinuð er kennsla í venjulegum fögum og tónlist, og er þetta 10 ára skóli. 17. ára hlaut hann fyrstu verðlaun í London í keppni, sem kennd er við Elisabetu drottningu, og síð- an hefur hann unnið hvern sigurinn á fætur. öðrum. Nú er hann á langri hijómleikaferð um Evrópu, og heimsækir Norðurlönd í fyrsta skipti. Á fréttamannafundinum, sem haldinn var í Hotel Brist- ol í Osló klukkustund eftir að Askhenazy sté í frysta sinn á norgka jörð, kom í Ijós að hann drekkur ekki áfengi, og að hann reykir ef til vill eina sígarettu á hverju gamlárs- kvöldi. — Ef ég fæ aðeins smá lögg af vodka, sagði Ashken- azy, þá snýst allt í höfðinu á mér. Hjónin eiga tvö ung börn, dreng og stúlku, og það var mikill léttir að heyra að pían- óleikarinn heimsþekkti og kona hans eiga í sömu „baby sitter“ erfiðleikum og aðrir dauðlegir. Hverjir hóíu persónulegor sví- virðingur ú Dugsbrúnurfundinum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.