Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 22
22 MOÞXIINRLAÐIÐ. Föstudagur 24. jan. 1964 í R Æ Ð U heilbrigðismálaráð- herra, Jóhanns Hafsteins, á Ál- þingi í gær, rakti hann helztu framkværadir í sjukrahusmalum. Kom þar fram, að kostnaður við byggingar sjúkrahúsa, sem þegar eru hafnar, eða eru að hefjast og ráðgerðar eru, nemur 500— 600 milljónum króna. Aðalframkvæmdirnar eru á veg um ríkisins við byggingu Lands- spítalans og annarra heilbrigðis- stofnana á Landsspítalasvæðinu og svo bygging borgasjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Jafn- Borgarsjúkrahúsið, eins oð það lítur nú út. (Ljósm.: Mbl. Ól. K. M.). Stórf ramkvæmdir í heilbrigðismáium, sem kosta 500— 600 millj. krésia framt eru ýmis bæjarféiög með sjúkrahús í byggingu eða að hefja framkvæmdir, svo sem Sigiufjörð ur, Vestmannaeyjar, Akranes og Húsavík. Landsspítalinn A. Byggingar, sem eru í smíðum eða ákveðið er að reisa Um sl. áramót var kostnaður við framkvæmdimar vegna við- bótarbyggingar Landsspítalans orðinn um 76 millj. kr. Heildarkostnaður við að ljúka því, sem nú er í byggingu eða ákveðið hefur verið að byggja, er nú samkvæmt nýrri greinargerð húsameistara ríkisins lauslega áætlaður um 93,3 millj. kr. — Er hér um að ræða eftirtaldar byggingar: 1. Svonefnda tengiálmu, milli gamla spítalans og aðalviðbótar- byggingarinnar. í þessari álmu eru 24 sjúkrarúm, nýjar skurð- stofur með tilheyrandi, kennslu- stofur stúdenta, rannsóknarstof- ur (laboratorium), bókasafn lækna, aðalskjalasafn og vistar- verur fyrir kandídata o.fl. Þessi álma er að nokkru leyti tekin til starfa og áætlað að fullgera hana á þessu ári . 2. Ennfremur verður á þessu ári unnið að svokallaðri vestur- álmu, en þar eru 4 sjúkradeildir. Tvær þessara deilda eru ætlað- ar böt-num eingöngu (Barnaspít- ali Híingsins) og eru þar 30 rúm í hvorri deild. f kjallara þessar- ar álfnu er áætluð æfingadeild fyrir fatlaða og lamaða. Áætlað- ur kostnaður við' að fullgera iið 1 og 2 er nú kr. 24.500.000,— 3. Þegar þessum áföngum (1 og 2) er lokið, verður svo fljótt sem únnt er haldið áfram bygg- ingu svonefndrar austuráimu, en þar eru 4 sjúkradeildir fyrirhug- aðar pg 24 rúm í hverri. Kostn- aður austurálmunnar er nú áætl- aður kr. 20.800.000.— 4. Ékki er hægt að taka deild- ir þær, sem nefndar eru undir lið 2 og 3 í notkun fyrr en nýtt «Jdhús með borðsölum starfs- fólks og fl. hefur verið byggt og tekiðfe notkun. Er gert ráð fyrir, að staerð þess verði um 12 þús. m3 qg kostnaður er áætlaður kr. 30.000.000.— 5. ij'afnframt er nauðsynlegt, að komið verði upp samtímis 4. lið fullkomnu þvottahúsi. Hefur ver ið rætt um, að slíkt yrði gert í samstarfi við Reykjavikurbæ. Er kostnáður þessarar byggingar á- ætlaður kr. 15.000.000.—. Er gert ráð fyrir, að Reykjavík greiði kr. 5.000.000.— af kostnaðinum, ef af samstarfinu verður. 6. Þá er nauðsynlegt að reisa dieselstöð fyrir sjúkrahúsið. — Kostnaður hennar er áæ'laður kr. 3.000.000.— 7. Sjúkrarúmafjöldi í nýbygg- ingunum er áætlaður um 230. B. Fyrirhugaðar byggingar. 1. Norðurálma. Þá hefur verið fyrirhuguð all- stór bygging Aorðurálmu, norð- ur af sjúkradeildum þeim, sem nú eru í byggingu (vestur og aust urálmunni). Ætlazt er til, að hún verið reist, er fyrnefndum bygg- ingum er lokið. Er gert ráð fyr- ir, að í byggingu þessari verði ný röntgendeild. Ennfremur ýmsar aðrar rann- sóknadeildir, sem mjög brýn þörf er á og nú hafa húsrými af skornum skammti. Auk þess á þar að vera aukið húsrými fyrir skurðdeildir sjúkrahússins. Er gert ráð fyrir, að álma þessi verði allt að 15 þús. m. að rúmmáli/>g kostnaður hennar áætlaður um 42 millj. kr. 2. GeðveikradeiJdir. Á uppdrætti af Landsspítala- lóðinni má sjá, að fyrirhugað er sérstakt svæði fyrir „framtíðar •sjúkradeildir." Samkvæmt tillög um um „aukningu sjúkrarýmis fyrir geðveika" er gert ráð fyrir, að nú þegar verði hafinn undir- búningur að byggingu að minnsta kosti fjögurra sjúkradeilda á þess um stað, þar sem taka megi eigi færri en 100 geðsjúklinga til með ferðar. Er stærð þessa húss áætl- uð um 12 Þús. rúmmetrar og kostnaðaráætlun kr. 34 millj. 3. Fæðingardeildin. Á árinu 1962 var unnið að til- lögum um allverulega stækkun á húsnæði deildannnar auk ann- arra auðsynlegra endurbóta- Gerðir voru uppdrættir í til- löguformi af viðbótarálmu, tveggja hæða byggingu ásamt kjallara, að stærð um 4000 m3, sem var áætlað að mundi kosta um kr. 11 milljónir, að meðtöld- um öðrum endurbótum. Viðbótarbygging við Rannsókn- arstofu Háskólans. Á árinu 1961 var borin fram við heilbrigðismálaráðuneytið og fjárveitingarnefnd Alþingis hin mikla nauðsyn þess, að bætt yrðu verulega öll vinnuskilyrði Rann sóknarstofu Háskólans við Bar- ónsstíg. Hefur starfsemi þessarar stofnunar margfaldazt, frá því hún hóf starf sitt í húsakynnum þeim, sem hún hefur nú til um- ráða. Hefur þess vegna verið ákveðið að reisa nýja stofnun fyrir vefjarannsóknir og fl., en allar sýklarannsóknir verði á- fram í hinni eldri byggingu end- urbættri. Gert er ráð fyrir, að hin nýja bygging verði um 7,5 þús. m3 að stærð og kostnaður er áætlaður um kr. 20 millj. Aðrar byggingar. í greinargerð .um aukningu sjúkrarýmis fyrir geðveika, er bent á, að varla verði komizt af með minna en 500 sjúkrarúm fyrir geðveika, og þurfi því að gera ráð fyrir meiri byggingum fyrir þessa tegund sjúkdóma en þau 100 rúm, sem fjirirhuguð eru í Landsspítalanum. Ennfrem ur verður að gera ráð fyrir við- bótarbyggingum vegna drykkju- sjúkra, en ákveðnar tillögur um slíkt eru enn eigi fyrir hendi. Þá er samkvæmt sérstökum lögum veitt fé til aukningar stofn ana fyrir vangefna, og þarf því ekki að ætla annað fé til þeirra. Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi: Sá hluti borgarsjúkrahússins, sení nú er í byggingu, rúmar um 220 sjúkrarúm.* Ekki er enn haf- in smíði á einni álmu sjúkra- hússins- Fyrirhugað er að ljúka þess- um byggingaframkvæmdum í þrem áföngum: I. Áfangi: Ljúka að verulegu leyti við þann hluta sjúkrahússins, sem nú er í byggingu og steypa upp kjallara þeirrar álmu, sem enn er ekki hafin smíði á, svo að hægt verði að taka Þennan hluta sjúkrahússins í notkun fyrir árs- lok 1965, með 185 sjúkrarúmum. n. Áfangi: • Að Ijúka að fullu.smíði þess hluta sjúkrahússins, sem nú er í byggingu fyrir árslok 1966. Er þá gert ráð fyrir, að við geti bæzt um 35 sjúkrarúm ni. Áfangi:_ Að ljúka smíði- fyrrnefndrar 41mu sjúkrahússins, sem enn er ekki hafm, eins fljótt og auðið er. . Kostnaður við að ljúka þessum framkvæmdum miðað við áætl- un, er gerð var í sept. 1963, verð ur sem hér segir. sé áætlað að bygingarkostnaður hafi nú hækk að um 22%: I. Áfangi: Kr. 62,— milljónir II. _ _ 22,— — III. — — 51,— — Samtals: Kr. 135,— milljónir Áfallinn og greiddur bygg- ingarkostnaður er í dag um Kr. 73,— — Alls: Kr. 208,— milljónxr Um aukningu sjúkra- rýmie fyrir geðveika. Svo sem kunnugt er, hefur jafnan verið mikill skortur á sjúkrahúsrými hér á landi fyrir geðveikt fólk. Hefur mikill fjöldi slikra sjúklinga jafnan orðið að dveljast í heimahúsum sér og öðrum til vandræða eða búið á annan hátt við lélegan aðbúnað fjarri sjúkrahúsum eða öðrum lækningastöðvum. Iðu- lega hefur og komið fyrir, að geðveikum sjúklingum hefur verið komið í vörzlu í fanga- geymslur lögreglunnar, þar * eð ekki hefur yerið fært að gæta þeirra heima og ekki heldur á almennum. sjúkrahúsum. Á s.I. ári fól heilbrigðismála- ráðherra landlækni, yfirlækn- unum á Kleppi, þeim Tómasi Helgasyni og Þórði Möller ásamt Jóni Sigurðssyni borgar- lækni að gera athugun á skorti sjúkrarýmis fyrir geðVeika í landinu og ennfremur tillögur um þær leiðir, sem helzt þættu færar til nauðsynlegustu úrbóta i þessu efni. Fer bráðabirgðaat- hugun þeirra hér á eftir: Gera v^ður ráð fyrir, að eklci færri en um 500 rúm þurfi nú handa sjúklingum með geðsjúk- dóma fyrir landíð í heild. Er það ekki ósvipaður fjöldi rú.ma og gert er ráð fyrir í flestum menn- ingarlöndum, þar sem reiknað er með, að fyrir hverja 1QO0 íbúa þurfi 3 — 4 rúm á sjúkrahúsum geðveikra. Á Kleppsspítala er nú talið, að sé rúm fyrir 240 sjúklinga. Er það mun meira en gert er ráð fyrir í erlendum sjúkrahúsum af svipaðri stærð! Engu að síður dveljast jafnaðarlega um 270 sjúklingar í spítalanum, auk 21 sjúklings, sem dvelst á vegum spítalans í sjúkrahúsinu í Stykk ishólmi. Nýlega hefur Elliða- vatnsheimilinu, sem var rekið af Reykjavíkurbæ, verið lokað, en á því dvöldust 6 sjúklingar ó vegum spítalans. Um þriðjungur sjúklinganna, sem eru í sjálfum Kleppsspítalanum, eru í elzta hluta hans, sem byggður var úr timbri 1908. Þarf naumast að eyða mörgum orðum að, hvílík hætta sjúklingum, sem í slíku húsnæði þurfa að dveljast, er búin. Á Farsóttarhúsinu í Reykja vfk, sem er timburhús, byggt á síðustu öld, er talið að séu rúm fyrir 30 sjúklinga, sem jafnan eru notuð fyrir geðveiika. Af framansögðu sézt, að ekki er ofmælt, að útvega þyrfti nú þegar stofnun fyrir um. 300 geð- sjúklinga. Fullljóst er, að slífct verður auðvitað ekfci gert í einni svipan, en hinsvegar- er brýn þörf skjótra úrræða til að draga úr því neyðarástandi, sem nú rik ir í málum geðsjúklinganna. Gert er ráð fyrir því í fram- tíðarskipulagi Reykjavíkurborg- ar, að gerð verði höfn við Klepps víkina. Því er talið, að ekki verði leyft að stækka eða byggja við Kleppsspítalann, heldur beri þvert á móti að stefna að því að draga úr rekstri hans. Auigljóst er, að bygging nýs sjúkraihúss er mjög kostnaðar- söm og tímafrek, svo að nauð- synlegt er að gera ein/hverjar ráð stafanir, sem koma að gagni, fyrr en lokið yrði nýrri sjúfcrahús- byggingu. Kom þá að sjálfsögðu fyrst til athugunar, hvort mögu- ^leikar væru á að reisa geðsjúkra deild í tengslum við eitthvert þeirra sjúkrahúsa, sem fyrir eru, þar sem önnur rekstraraðstaða væri fyrir hehdi, svo sem eldlhús, kynding o,g fl. Staðsetning á slífcri deild verður og að vera þannig, að hún komi að notum til frambúðar, annað hvort sem geðsjúkradeild eða breyta megi henni í almennt sjúkrahús, er lokið verður byggingu nýs geð- sjúkrahúss. Nýlega hefur verið gerð tillaga að skipulagi lóðar Landsspítalans í Reykjavík. Er þar m.a. gert róð fyrir sérstakri byggingu fyrir geðsjúkradeild. Bygging þessi gæti orðið um 12.000m3 og rúm- að um 100 sjúklinga. Innan tveggja ára þyrfti eldlhús og kyndistöð Landsspítalans að vera komið í það hprf, að hægt væri að bæta við spítalann sjúkradeild af þessari stærð. Ekfci er annars staðar hægt að byggja sjúkiadeild af þessari stærð, nema jafnframt sé séð fyr ir byggingu ýmissa rannsókna- stofa, eldnúss og kyndistöðvar. Yrði slífc framkvæmd því auð- vitað miklu dýrari en bygging sjúkradeildarinnar einnar saman. Nefndin hefur þvi komið sér saman um að leggja til, að kom- ið verði upp geðsjúkradeild á lóð Landsspítalans innan tveggja ára þannig að deildin yrði tilbúin að taka til starfa, er eldhús, þvottahús oe kyndistöð Lands- spítalans hefðu verið stækkuð nægilega mikið. Yrði að slífcri deild stórmifcil bót, sem bætti úr hinni brýnustu nauðsyn og raunar neyðarástandi, sem rífct hefur í málum geðsjúfcra hér að undanförnu. Miðað við verðlaff í dag má gera ráð fyrir, að kostn aður við byggingu deildarinnar yrði nálægt 34 millj. kr., og yrði því nauðsynlegt að sjá fyri* fjár framlagi, 15-20 millj. hvort árið 1964 og 1965. Meðan unnið væri að ) byggingu þessarar deildar, yrði að sjálfsögðu jafnframt unn ið að undirbúningi byggingar nýs geðsjúkrahúss og heildar- skipulagi geðsjúkramála lands- ins. Heilsuhæli fyrir vangefin börn Auka þyrfti rúm fyrir um 150 vangefin böm. Mundi slík fram kvæimd kosta 40- 50 milljónir. Alþimgi hefur séð nofckuð vel fyrir þorf þessa máls irneð laga- setningunni um hið svonefnda tappagjald, sesm nemur árlega um 6 millj. króna. — Sjúkrahúsmálin Framh. af bls. 13. Að ræðu heilbrigðismálaréð- herra lokimni, tóku Þórarinn Þór arinsson og Hamni’,»al Valdiimars- son til máls. Þökkuðu þeir ráð- herra hið greinargóða yfirlit um sjúkrahúsmálin og báru frama nokfcrar fyrirspurnir, sem ráð- herra svaraði. Málimu var síðaon vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og félaga málanefndar. Birtingur kom- inn út BIRTINGUR 3. og 4. hefti ár- gangsins 1963 er komið út, 68 bls. að stærð og flytur þýddar greinar og ljóð eftir Steinar Sig- urjónsson og Brynjar Viborg, söguir eftir Ása í Bæ, greinina af minnisblöðum málara eftir Hörð Ágústsson og Syrpu Thors Vilhjálmssonar. Forsíðumynd er gömul tréklæðning- Greinar eru eftir Giancarlo Vigorelll* Regis Boyeir, H. M. Enzenbergerger, Pablo Neruda, Ingvar Höman og ljóð eftir Sef- eris, Beatrice, Viggiani, Vito Riviello, Pier Paolo Paolini, Jón frá Pálmholti, Pablo Neruda og Jesus Lopez Pachero.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.