Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Foptrvdaeur 24. jan. 1964 Frá Skattstofu Reykjanesumdæmis SHattstofa Reykjanesumda^nis er flutt að Strandgötu 8 — 10 Hafnarfirði og hefur skrifstofu skattstofunnar í Kópavogi verið lokað. Skrifstofa skattstofunnar að Strandgatu 4, Hafnarfirði, verður opin til loka janúar- mánaðar, vegna framtalsaðstoðar fyrir Hafnfirðinga, en verður þá lokað. — Sími skattstofunnar er 51788. Aígreiðslutími er kl. 10 — 12 og 1 — 4 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 10 — 12. SKATTSTJÓRI REYKJANESKJÖRDÆMIS. Lokað frá hádegi í dag vegna jarðarfarar. Grænmetisverzlun landbúnaðarins t, Ástkær eiginmaður, faðir og tengdafaðir HALLDÓR GUÐMUNDSSON Grund, Súðavík, lézt í sjúkrahúsinu á ísafirði'22. þessa mánaðar. María Helgadóttir, dætur og tengdasynir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, sonar og tengda- sonar HELGA EINARSSONAR Sigríður Ögmundsdóttir og börn, Halldóra Helgadóttir, Ögmundur Magnússon. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför fósturmóður minnar GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR frá Syðri-Ey. Knútur Berndsen. Maðurinn minn og faðir ÖGMUNDUR SIGURDSSON anc’.aðist 22. þessa mánaðar. Guðbjörg Jóeísdóttir, Ásta Ögmundsdóttir Bono. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför systur okkar, INGIBJARGAR JAKOPSDÓTTUR Einarshöfn, Eyrarbakka. Jón Jakopsson og systur. Okkar alúðarþakkir til Gridvíkinga, venslafólks, vina og annarra, sem sýndu okkur samúð við andlát okkar hjartkæru dóttur og stjúpdóttur, ERNU GUÐMUNDSDÓTTUR Innilegar þakkir til samstarfsfólks hennar í Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg, sem auðsýndi henni vináttu í veikindunum og heiðraði minnineu hennar. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jónsdóttir og Árni Magnússon, Tungu, Grindavík. Hjartans þakkir flytjutn við öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð við fráfall og útför eiginmanns míns, foður okkar, tengdaföður, afa og bróður * ÞORMÓÐS SVEINSSONAR og heiðruðu minningu harrs. Theodóra Stefánsdóttir, Sveiney Þormóðsdóttir, Hilmar Lúðvíksson, Stefán Þormóðsson, Sveinn Þormóðsson, Hörður Þormóðsson, Benedikt Þormóðsson, Bergmann Þormóðsson, Unnur Hannesdóttir, Dagfríður Pétursdóttir, Inger Þormóðsson, Kristveig Sveinsdóttir, Kristjana Ólafsdóttir, barnabörn og Bertha Sveinsdóttir. Hamlet Efiir Einar Magnús- son menntaskóla- kennara ÞAÐ ER VÍST ekki lengur siður, að venjulegur leikhúsgestur láti í ljós álit sitt á leiksýning- um. Til þess ve.lja dagblöðin menn, sem taldir eru eða telja sig, hafa sérþekkingu á leiklist, og geti því verið almenningi til leiðbeiningar, hvað velja beri og hverju skuli hafna. Eftir ihverja frumsýningu skrifa þeir leikdóma, og rekja þar að nokkru efni leiksins og málfar, lofa það eða lasta. En einkum ræða "'þeir um frammistöðu leikendá og gefá þeim einkunn- ir, oft ærið misjafnar. Stundum virðast leikdómararnir vita miklu betur' en leikstjórinn og leikararnir, hvernig skilja beri leikritið og túlka það. Almenn- ingur les þessa leikdóima, sem aðeins eru byggðir á fyrstu sýningu, og trúir þeim að nokkru, og sækir síður þau leikrit, sem fá slæma dóma hjá „sérfræðingunum“. Leikararnir, sem hafa lagt sig alla fram, og oftast leika mjög vel, verða fyrir vonbrigðum, og leikhúsið fyrir fjárhagstjóni, en leikdómararnir bera enga ábyrgð. Á annan í jólum var fj^m- sýning í Þjóðleikhúsinu á Hamlet Shakespears. Síðan komu leik- dómarnir. Ekki minist ég þess, að leikritið sjálft eða þýðing Mattíasar hafi orðið fyrir telj- andi aðfinnslum, en leikararnir fengu misjafna dóma, ekki sízt þeir, sem mest á reynir. Á miðvikudaginn í síðustu viku fóru margir nemendur Menntaskólans í Þjóðleikhúsið að sjá og hgyra Hamlet. Dag- inn eftir spurði ég i einum bekknum, hvernig þeim hefði þótt. „Dásamlegt! stórkostlegt! kvöld, sem maður aldrei gleym- ir!“ voru svörin. „Hvert orð heyrðist og spennan var svo mikil, að það máfti heyra flugu anda“. Þau áttu ekki nógu sterk orð til þess að lýsa hrifningu sinni. „Hann Gunnar er alveg guðdómlegur!" sagði ein stúlka. Það hlýtur að vera örvandi, að leika fyrir slíkum áheyrend- um, sem veita viðtöku með opn- um eyrum og heilluðum huga án galls gagnrýninnar . Á laugardagskvöldið fór ég að sjá Hamlet. Það fór fyrir mér eins og unglingunum, þó að ég kunni ekki eins vel að lýsa því. Það getur vel verið, að eitthvað megi finna að, en heildaráhrifin eru þau, að ég, að minnsta kosti, tók ekki eftir því. Hin djúpa speki Shake- speares á magrnþrunginni is- lenzku Mattíasar, stuðlaðri og rímaðri, hljómaði eins og skær- ustu silfurklukikur um salinn. Ég hef sjaldan heyrt íslenzkuna jafnfagurt talaða og af munni Gunnars Eyjólfssonar. Hvert orð heyrðist, skýrt og hljóm- fagurt, borið uppi af tilfinninga- hita og örlagaþunga leiksins sjálfs. Og lí'kt mátti segja um flesta hina leikendurna, svo að j maður gleymdi stund og stað og lifði það, sem bar fyrir augu og eyru á leiiksviðinu. Þetta vildi ég segja til þess að þakka Þjóðleikhúsinu og starfs- 'fólki þess,. að ógleymdu.m þeim Shakespeare og Mattíasi. 22. jan. 1964 Einar Magnússon Kvar 02 hvenær? í 10,—11. TBL. Búnaðarblaðsina 1963 er sagt frá aðalfundi Stéttar sambands bænda sem haldinn var 4. og 5. sept. sl. Drepið er á ræður fulltrúa Og birtar glefsur úr þeim. Orðrétt segir ,úr ræðu Her- móðs Guðmundssonar: . „Kvað hann líta út fyrir, að það væri stefna stjórnar Stéttar sambandsins að leggja niður sauð j fjárræktina og taldi það vera í samræmi við yfinlýsta stafnu ríkisstjórnarinínar að fækka bændum um helming“. Þar sem eg er stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar, en í algerri andstöðu við þá stefnu í land- búnaðarmálum, sem fram kem ur í tilfærðum orðum H. G. hér að ofan og yfirlýsing ríkisstjórn arinnar er H. G. talar um hefur fanð fram hjá mér, þá skora ég á Hermóð Guðmundsson að lýsa yfir opinberlega hvort ummæli þau er blaðið hefur eftir honum séu rétt. Sé svo, þá hvar og hvenær gaf ríkisstjórnin út meinta yfir- lýsingu? Lárus Ág. GÞlason, Miðhúsum. Kjólar í mikiu úrvali 'J Klapparstíg 44. Þorrinn! verður úrvals ísienzkur þorramatur á matseðlinum hjá okkur allan daginn. ★ Eins og á þorranum í fyrra afgreiðum við þorramat út í bæ, með hagstæðu verði. Múlakaffi Hallarmúla — Sími 37737. Þorrinn — Þorri hefst í dag. Út allan þorrann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.