Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ r FSstudagur 24. jan. 1964 Mynxlir frá pílagrímsferð páfa skoðaðar í rilstjórnarskrifstofun um í Paris, H m Ú $ U h ' n li « v* " Jíi % 18 § * S ^ . Poi r ^ Já Já £ ílf iVi %?'& u 1 ! Jf i Þeir leigðu þotu til Landsins helga, stukku úr íallhlíf á Mount Blanc og voru fyrstir á land í Surtsey ÞEGAK Páll páfi VI fór píla- grímsferð sína til Landsins helga, kepptust ljósmyndarar og fréttamenn víðsvegar að úr heiminum »ð ná sem beztum myndum og f.réttum af förinni. ítalska ríkisúfvarpið fékk lán- aðar herflugvélar og flutti 35 bifreiðir og 245 menn til Landsins helga og ekki stærra land en Lfbanon sendi 60 fréttamenn. Fransika viku- blaðið Paris-Match leigði þotu og með henni fóru 60 ljós- myndarar og blaðamenn til þess að fylgjast með ferðum páfa. Alls komu 1200 frétta- menn og ljósmyndarar frá 34 löndum til Landsins helga í sama skyni. Sem kunnugt er. voru það menn frá Paris-Match, sem fyrstir gengu á land á Surts- ey og hér á eftir fer, í laus- legri þýðingu, grein úr banda- riska vikublaðinu Newsweek, sem f jallar um för Paris-Match manna til Landsins helga og ýmislegt skemmtilegt, sem þeir hafa gert til þess að ná góðum fréttamyndum. \ • 40 síður Á leiðinni heim til París- ar frá Landinu helga voru starfsmenn Paris-Match önn- um kafnir. Nokkrir sátu með ritvélar á hnjánum og skrif- uðu, nokkrir lágu á gólfinu og lásu handrit og í myrkraher- bergi, sem innréttað hafði ver- ið í stéli flugvélarinnar, var verið að framkalla þær síðustu af 300 filmum, er teknar höfðu verið dagana, sem Páll páfi dvaldist í Landinu helga. — Match-mennimir voru ör- þreyttir. Þeir höfðu lítið sofið þessa tvo sólarhringa, sem þeir dvöldust í Landipu helga og ekki gefið sér tíma til þess að borða annað en samlokur. En ekki var til setu boðið. 40 síður með myndum óg fréttum af ferð páfa áttu að birtast í næsta blaði og aðeins smiðs- höggið mátti *Vanta, er flug- vélin lenti í París. Myndir voru á öllum 40 síðunum, þar af litmyndir á 24, því að Paris- Match leggur mun meiri á- herzlu á myndir en texta og einn af ritstjórum blaðsins, Roger Thérond, segir, að hlut- verk þess sé fyrst og fremst að flytja lesendum áhrifamiklar myndir, þær tali sínu máli. • Fullur skilningur Starfsmenn Paris-Match eru snarir í snúningum, þegar fréttnæmir atburðir gerast og fljótir að vinna úr efninu. — Blaðið kemur nú út í 1,4 millj. eintaka á viku og frá því að það var stofnað, 1949, hefur sú regla gilt, að efni, sem ritstjór arnir ákveða að taka til með- fei ðar, er unnið svo gaum- gæfilega og gerð svo góð skil, að ekki þarf að minnast á það framar. Starfsmenn Paris- Matzh láta aldrei tilviljun ráða, þegar um gott efni er að ræða Oft er sendur tugur ljós myndara og fréttamanna, þótt fréttaefnið sé lítið. Þeir neita oft að taka þátt í fyrirfram skipulögðum dagskrám fyrir fréttamenn, t.d. þegar þjóð- höfðingjar eru á ferðalögum, og hafa næstum gert allt hugs- anlegt til þess að reyna að skjóta keppinautum sínum ref fyrir rass. „Við ljósmyndarar Match skiljum hverir ^aðra til fulln- ustu“, segir Gérard Géry, einn af ljósmyndurunum 25, sem fylgdust með Páli páfa. (Géry er einn þeirra, sem gengu á land á Surtsey). „Starf okkar er eins og knattleikur“, held- ur Géry áfram, „boltinn geng- ur frá manni til manns". • Óðu upp að hnjám Sem kunnugt er, gekk Páll páfi leiðina, sem Kristur bar krossinn og á sjötta áfanga staðnum var svo mikill mann- fjöldi saman kominn, að páf- inn varð að leita skjóls í kapellu. Þar inni beið einn ljósmyndari Match, Georges Ménager, með myndavél sína og þegar hann smellti af sagði páfinn: „Starf yðar er erfitt“. Fyrir utan kapelluna voru ítalskir ljósmyndarar, en þeir eru orðlagðir fyrir ýtni og frekju. Þeim var ekki hleypt inn, og þegar þeir sáu glamp- ana frá ljósmyndavél Ména- gers og vissu, að hann hefði fengið myndir, sem þeir næðu ekki í, hrópuðu þeir: „Þorpari! Þorpari!“ Við Genesaretvatn óðu margir ljósmyndarar upp að hnjám til þess að ná mynd af páfa, en Match-menn sátu makindalega í báti, sem þeir höfðu leigt tíu dögum áður og smelltu af. í áætluninni, sem ritstjórar Match höfðu gert áð ur en lagt var af stað til Lands ins helga, var gert ráð fyrir öllu. T.d. háfði einn starfs- maður blaðsins með sér prests skrúða til þess að klæðast, ef allt annað brygðist. • Lífslöngun Maðurinn, sem stofnaði Match og er nú aðalritstjóri þess, milljónamæringurinn Jean Prouvest, segir, að hver ungur maður, með fremur góða greind, .geti orðið góður ljósmyndari eða fréttaritari á hálfu ári. „Það er aðeins einn kostur, sem ég krefst að menn mínir hafi“, segir Prouvost, „og það er áköf lífslöngun". Og • starfsmenn Prouvosts bregðast honum sjaldan. Sjö þeirra eru æfðir fallhlífa- stökkmenn, tveir lærðir flug- menn, fimm afbragðs skíða- menn og einn kafari. Þeir eru allir fúsir tii þess að leggja af stað í ferðalög með nokkurra mínútna fyrirvara. Á undan- förnum árum hafa ljósmynd- arar Match t.d. stokkið úr fall- hlíf niður á Mont Blanc, á sama hátt komust þeir út í spánska skipið Santa Maria, sem Galvao rændi og . þeir voru fyrstir að stíga á land á eyjuna, sem myndaðist í eld- gosi við ísland. í öll skiptin náðu þeif einstæðum mynd- um. • Neðansjávar Einn ljósmyndará Paris- Match dvaldist á sl. ári hálfan t mánuð með leiðangri Jacouea- 1 Þotan, sem starfsmenn Paris-Match fóru með til Landsins B . , ' m helga. ■ffiffiffiffiffiMIMffiffiffiffiffiffiffiffiV^ffiffiffiUffi Yves Cousteaus undir yfir- borði Rauðahafsins, annar fór um Atlantshaf með bandarísk- um kjarnorkukafbáti og sá þriðji, Gérard Gély, ferðaðist 30 daga í jeppa og á baki kameldýra til þess að fá frétt- ir af byltingunni í Jemen frá sjónarmiði konungssinna. — Fjórir starfsmenn Paris-Match hafa látið lífið við vinnu sína og Lloyds í London er eina tryggingafélagið, sem vill tryggja þá. En fréttamenn Match eru ekki óskeikulir. Þegar kvikn- aði í gríska skipinu Laconia um jólin, voru þeir of seinir og komu ekki á staðinn fyrr en allir höfðu yfirgefið skipið, þá hrósuðu keppinautarnir sigri. Þarna fóru Mach-menn ekki eftir einkunnarorðum Théronds ritstióra: „Við erum varðar Páfagarðs, annar sagð- ist vera lifvörður Edgars Faures, forsætisráðherra Frakka, á fundi æðstu manna í Genf 1955 og náði myndum af lokuðum fundi, sá þriðji dul- bjó sig sem rafvirkja til þess að ná betri myndum en aðrir við brúðkaup aGrace Kelly og fdrstans af Monacco og sá fjórði klæddist kafarabúningi til þess að ná myndum af Mar gréti Bretaprinsessu, á sundi. Ljósmyndarar Match skirrast ekki við að falsa undirskriftir og vegabréf til þess að komast leiðar sinnar, en þeir nota einnig önnur brögð. Einvj sinni gerðist, einn þeirra fylgdar- maður tveggja blindra píla- gríma til þess að komast yfir hin lokuðu landamæri ísraels og Jórdaníu. Þegar inn í Araba hverfi Jerúsalem kom, yfirgaf hann hina blindu samferða- menn sína samstundis. _ * 4 reiðubúnir að hefjast handa hvar sem er og hvenær sem er. Takmark okkar er að vera fyrstir á staðinn og fara þaðan síðastir“. • Óskammfeilni og hugmyndaflug Vegna þess hve oft lj.ós- myndurum Match tekst að ná frábærum myndum, hafa þeir hærri laun en nokkrir aðrir ljósmyndarar í Evrópu, um 35 þús. ísl. kr. á mánuði. Yfir- maður ljósmyndara blaðsins, Walter Crone, segir, að fyrir stríð hafi ljósmyndarar verið hornrekur í blaðamannastétt, en nú séu þeir prinsarnir. Ljósmyndarar Match bæta upp með árvekni og dugnaði það, sem kann að vanta á tæknilega þekkingu þeirra og þeir hafa lært að taka neitun aldrei sem gilt lokasvar. Ó- skammfeilinn ljósm. komst t.d. einu sinni inn á leynilegan fund. kardínála með því að klæðast einkennisbúningi dyra - • íbúð, sem spannar heiminn Aðalstöðvar Paris-Match eru í gömlu húsi nálægt Champs Elysées og andrúms- ^ loftið í skrifstofunum er mjög óþvingað. Þegar starfsmenn blaðsins voru að skoða litmynd ir frá ferð Páls páfa, var þýzk ur f járhirðir á gangi með hund sinn um skrifstofurnar yfir myndirnar, sem dreift hafði verið um gólfið. Fjörugt dans- lag glumdi frá litlu útvarpi og ljósmyndari stöðvaði mikil- vægar samræður til þess að kyssa skólausa skrifstofu- stúlku. Síðan héldu samræð- urnar áfram. Um skrifstofurnar gengur Thérond ritstjóri, reykjandi smávindil. Hann hefur 2,5 milljónir ísl. kr. í laun á ári og vinnur að jafnaði 18 stund- ir á sólarhring. Um blað sitt segir Thérond: „Mikið hefur áunnizt frá 1949, en blaðið er enn lítið, og starfsmenn þess vinahópur, sem vinnur í lít- illi íbúð“. En lesendum Match finnst þessi litla íbúð spanna allan heiminn. Að störfum í þotunni á leiðinni heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.