Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 17
Föstudagur 24. Jan. 1964 MQRGUNBLAÐIÐ 17 ÖTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA Útlitsteikning af félag.vheimilis- byggingu svipaðrar stærðar og áformað er að reisa norðan Gamla Garðs. (Hugmynd). BJTSTJÓRAR: BIRGIR ÍSU GUNNARSSON OQ ÓLAFUR EGILSSON f HÁSKÓL^ íslands eru nú skráðir til náms um 900 stúd- entar. Samkvæmt þessu læt- ur rtærri að 200. hver íslend- 'r-y *— il£á - 1 ingur sé við háskólanám hér heima og eru þá ótaldir þeir, sem nám stunda erlendis, en þeir munu vera nálægt 500 talsins. Með fjölgandi stúd- entahópi í háskólanum eykst einnig starfsemi Stúdentaráðs Háskólans — og því sneri tíð- indamaður síðunnar sér fyrir skömmu til fo'rmanns þess, Ellerts B. Schram, stud. jur. og leitaði tíðinda af starfi ráðsins um þéssar mundir. — Tíðindin eru alltaf naeg úr efltkar herbúðum, sagði Ellert. — Eftir rúmlega 40 ára tilveru ráðs ins hefur starfið að mörgu leyti færzt í nokkuð fastar skorður, sórlega mi á siðari árum. Ráðið hefur á sínum snæruim stjórn all- margra fyrirtækja stúdenta, svo sem Hótel Garðs, Bóksölu stúd- enta, Kaffistofu stúdenta og Ferðaþjónustu stúdenta, og kirefst |>essi rekstur að sjálfsögðu mik- ils starfs, enda hér um að ræða veigamestu þættina í starfsemi ráðsins. Auk þéssara fyrirtækja hefur ráðið yfirumsjón með öllu almennu félagsstairfi og félags- lífi meðal stúdienta og er allt þetta orðið svo umfangsmikið nú, að það kallar á fullt starf tveggja eða jafnvel fleiri manna. >að er því svo, að um leið og menn hreppa það hnoss, sem sumir mundu kalla formenns/ku I ráð- inu, þá fer heilt náimsár for- görðum. TJNNI0 AÐ BÆTTUM HAG STÚDENTA Núverandi stúdentaréð. hefur haft það að meginmarkmiði, að ofla orðstír ráðsins, gera það að virkara afli og vekja athygli á tilveru þess. Með þvi hefur það viljað efla stúdentahreyfinguna 1 heild. Ráðið hefur gert sér far um að bæta hag stúdenta með ýmsum hætti: Aflað hefur verið nýrra friðinda; Pöntunarfélagi háskólans hefur verið hleypt af etokkunum, forganga hötfð um könnun á högum stúdenta, á ákveðnum tillögum verið lcomið á framfæri um stækk- un kaffistofu stúdenta og út- vegun á húsnæði fyrir deildar félög; ráðið hefur viljað stuðla að bættu lesrými stúdenta, beitt sér fyrir endurbótum á stúdenta- görðunum, eflingu lánasjóðs stúdenta, húsnæðismiðlun, aukn um fjárveitingum til félagsstarf semi stúdenta o.fl. o.fl., sem of langt mál yrði upp að telja. ráðsins vair sú, að hatfa samstarf við þessa aðila. En í viðræðunum kom í ljós, að tveir fyrrnefndu aðilarnir töldu sig ekki hafa bol- magn til að taka þátt í byggingu félagaheimilisins að svo stöddiu. Hétu þeir þó hverskyns stuðn- ingi. Rektor sýndi málinu þegar mikinn skilning og velvilja, sem síðar hetfur komið æ betur í ljós til félagsheimilis siúdenta. Sú upphæð gerir stúdentum og há- skólanum kleitft að gera nauðsyn- Jegar ráðstafanir til þess að hægt sé að hefja hinar raunverulegu byggingarframkvæmdir. í þessari fjárveitingu felist mikil viður- kenning á þeirri nauðsyn sem orð in er á byggingu félagsheiimilis fyrir stú<^enta. Þá viðurkenningu Félagsheimili stúdenta rís senn norðan við Gamla garð Fjölþætt starfsemi Stúdenta- * ráðs Hásköla Islands — Rætt við formaim ráðsins, Ellert B. Schram, stud. jur.. BYGGING EÉLAGSHEIMILIS HELZTA VERKEFNI0 — Hvert atf verkefnum ráðsins að undanförnu telur þú mikil- vægast? — Þrátt fyrir öll þau h-agsmuna mál, sem upp hafa verið talin, eru aðgerðiir ráðsins til undir- búnings því að reíst verði sem fyrst félagsheiimili fyrir stúdenta tvímælalaust helzta verkefni þess. Það1 mál er mikilsverðast í augum alLra háskólastúdenta og núverandi ráð gerði sér strax ljóst, að á það þyrfti að legigja höfuðáiherzlu. Af þeim sökum er einmitt sérstaklega ánægjulegt tiil þess að vita, að verulegur skriður er nú kominn á það mál. St-rax í upphafi starfstíma síns á sl. vetri, tók stúdentaráð á ný upp viðræðufundi, sem átt höfðu sér stað við Bandalag isl. háskóla manna, Stúdentafélag Reykjavík ur og rektor háskólans. Hugmynd og verið málinu til ómetanlegs íramdráttar. Á næstu mánuðum gerðist það fernt: 1 fyrsta lagi, að gerð var lausleg teikning af fólagsheimili, þar sem rúmaðar voru þær hugmyndir, sem stúd- entaráð geriir sér um slíkt heim ili, — í öðru lagi var koimizt að niðurstöðu um staðsetningu fé- lagsheimilisins við vesturenda Gamla garðs, — í þriðja lagi: Háskólinn léði þessum hugmynd- um stúdentaráðs samþykki; — í fjórða lagi: áðurnefnd teikninig ásamt urrusókn um fjárveitingu og ýtarlegri greinargerð um mál- ið var send menntamálaráðuneyt inu. Var umsóknin send í nafni háskólans. Síðan hefur verið unn ið að því að kynna múúð meðal ráðamanna. Árangurinn af þessu varð sá, að á fjárlögum fyrir árið 1964 voru veittar 500 þúsund krónur má fyrst og fremst þakka skiln- ingi og velvilja, sem ríkir í garð stúdenta hjá ríkisstjórn, á Al- þingi og meðal háskólayfirvalda. Það hugarfar ber mjög að þafcka. — Og hvenær má svo gera sér vonir um, að félagsheimiliisbygg- ingin fari að rísa? — Það stúdentaráð, sem við tetour í marz næstkomandi, á ærið verkefni fyrir höndum, þvi etf gerðar áætlanir standast, er engin goðgá að ætla, að fyrsta skóflustungan veirði stungin í vor. ALMENNT FÉLAGSLÍF MEÐ BLÓMA — Og hvað er svo að segja um þá starfsemi, sem félagsheimilið mundi hýsa? — Þar mun að sjálfsögðu skap- ast aðstaða til hvers konar fund- arhalda, minniháttar dansleikja, bókmenntaikynninga, tómstunda- lestur og annars stundaga-mans. Þar mun líka skapast aðstaða fyr ir starfsemi deildarfélaganna. Nú má að vísu segja, að hið almenna félagslíf hafi verið með milclum blóma í haust. Stúdenta- ráð hefur efnt til 6 almennra stúdentafunda, m.a. um heimild til handa Kennaraskólanum til að útskritfa stúdenta, íþróttamennt og ástundun stúdenta, utanríkis- pólitík og grundivallarstetfnur stjórnmálaflokkanna, kvöldvaka hefur verið haldin fyrir erlenda "stúdenta við háskólann, jólagleði fyrir börn stúdenta, íþróttir og íþróttamót hafa verið mjög á dag skrá, bridge-keppm og tilraunir hafa verið gerðar til stotfnunar bókmennta- og hljómplötu- klúbba. Dansleikir og hátíðahöld Ellert B. Schram. hafa að sjálfsögðu farið fram. Og útgáfustarfsemi stúdentaráðs hef ur verið með mesta móti. Allt þetta hefur bætzt ofan á öfluga starfsemi hinna einstöku deildar- félaga. En aðstæðurnar til viðhalds og eflingar almenns félagslífs eru mjög erfiðar, því að stúdentar hafa raunverulega engan sama- stað fyrir þessa þætti starfsem- innar. Dregur það að sjálfsögðu mjög úr öllum áhuga til forystu og þátttöku í félagslífinu. Með tilliti til þess, að félagsheimilið er enin nokkuð undan gerði stúd entaráð á s.l. ári tilraun til þes» að fá afnot af kjallara Háskóla- bíós. Hafði raunar fengizt sam- þjrkki bíóstjórnar fyrir þeim af- notum, ,en málið strandaði síðan af óviðráðanlegum orsökum. AB MÖRGU UNNIÐ Stúdentaráð Háskóla Islands, það sem nú situr (frá vinstri): Páll Bjarnason, stud. mag., Ólafur Karlsson, stud. odont, Guð- mundur Sigurðsson, stud. med., Þorvarður Elíasson, stud. oecon., gjaldkeri, Ellert Schram, stud. jur., formaður, Gunnar Eyþórs- son, stud. philol., Sveinn Val fells, stud. polyt, ritari, Jón E. Ragnarsson, stud. jur., Aðalsteinn Eiríksson, stud theol. — Það eru æriii 'verkefni, sem unnið hefur verið að. — Já, og er þó ekki enn alU upp talið. Unnið hefur verið að allýtarlegum endurbótum og lag- færingum á lögum stúdentaráðs, með þáð fyrir augum að sníða helztu agnúa og vanikanta af þeim. Á vegum ráðsins hefur og verið unnið að nýrri útgáfu á Handbók stúdenta, og ég hef sem formaður ráðsins átt sæti í Há- skólaráði sem fulltrúi sfcúdenta. Þá mætti enn að auki hiafa langt mál um utanríkisimál stúdenta- ráðs, en samskipti við norræna stúdenta og stúdenta víðar um lönd fara vaxandi með hverju ári. Fknim stúdentar hafa farið utan á árinu á vegum ráðsins, til Færeyja, Noregs og Vestur- Þýzkalands, og hingað hafa koitv- ið tveir gestir, norskur og júgó- slavneskur, í viku heimsókn hvor. Undirbúin og fastákveðin eru stúdentaskipti við Edinborg- arhásikóla og vestur-þýaku stúd- entasamtökin, sem væntanleg* Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.