Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 24
BLÆVATM mfi 19, tbl. — Föstudagur 24. janúar 1964 Hjálpast aö viö tunnusmíðina Vinna til skiptis á vöktum — smíða 1200 tunnur á sólarhr. Akureyri, 21. janúar. ÞESSA dagana er verið að af- ferma ms. Kötlu, sem hingað flutti tunnuefni það, sem átti að fara til Siglufjarðar. I*að eru alls 380 standarðar eða etni í rúmlega 50 þúsund tunnur. Ný- lokið er við að losa Hvassafellið, sem flutti 70 standarða, sem nægja í 10 þúsund tunnur. Allt þetta tunnuefni er flutt til geymslu að Dagverðareyri, í hin auðu hús fyrrverarídi síld- Síldarnæt ur á reki Frá tveimur sokknum skipum f gærkvöldi var lesin í út- varpi tilkymiing frá Land- helgisgæzlunni varðandi síld- arnætur, sem væru á reki á síldármiðunum fyrir austan Vestmannaeyjar. Þar munu vera á ferðinni nætur úr Rifs nesi, sem missti nót sína á heimleið nú i vikunni, svo og Jóni Garðari, sem sökk s.l- miðvikudagsmorgun, og Hring vers, sem sökk fyrir skömmu á þessum sióðum. Síldarnætur þessar, sem hver um sig mun kosta nær eina milijón króna í innkaupi, eru allt að 80 metra djúpa'r. Getur það að sjálfsögðu verið alvariegt mál ef skip sigla á þær, og flækja í skrúfunni. Fyrir nokkrum dögum bar svo við á miðunum, er Arnfirðing-' ur II var að leita síldar, að hann sigldi inn í nót Hring- vers. Sem betur fór Ienti hún lítið sem ekkert í skrúfunni, en hinsvegar asdic-tækjunum, og varð mb. Ófeigur að draga Arnfirðing^út úr dræsunni. Fiækingsnætur þessar eru taldar gaiPrifpar og því Iítils virði í núverandi ástandi þótt dýrar hafi þær verið í upp- hafi, og geta reynst hættu- legar skipum, eins og fyrr greinir. arverksmiðju. Um 30 manns vinna þar við að stafla efninu, sem flutt er þangað á 8 vöru- bílum frá skipshlið. Þar í hús- únum eru einnig geymdaf ný- smíðaðar tunnur. 36 Siglfirðingar komu til bæj- arins í gærkvöldi með Skjald- breið, 34 verkamenn, verkstjóri og vélamaður. Þeir hófu vinnu í Tunnuverksmiðjunni hér kl. 8 í kvöld ásamt 6 Akureyringum. Þeir. verða á næturvakt fyrstu vikuna svo hér eftir verða unn- ar' 10 stunda vaktir og smíðaðar 1200 tunnur á sólarhring. Siglfirðingarnir búa flestir og borða á Hótel Akureyri, en dvalarkostnaður er 150 kr. á dag fyrir manninn. Sjálfir greiða Hér eru fjórir gjarðasmiðir að störfum í Tunnuverksmiðjunni á Akureyri. (Ljósm. Sv. P.; þeir 60 krónur, en afganginn Tunnuverksmiðjan og Siglufjarð arkaupstaður. — Sv. P. Lucia á Landa- koti látin í FYRRINÓTT lézt á Landakots- spítala Lucia Kristjánsdóttir, 49 ára gömul, „Lucia á Landakoti", eins og allir þeir, sem á Landa- kotsspítala hafa verið, þekktu hana. Hún fæddist 13. desember 1914, var máttlaus við fæðingu og var rúmföst til dauðadags. Nokkurra vikna gömul kom hún á Landakotsspítala. Um 1925 íluttist hún í sjúkrahúsið í Hafn- •rfirði, en kom síðan aftur til Reykjavíkur er hýi Landakots- spítalinn tók til starfa 1936, Og» var þar æ síðan. Hér getur að líta verkstjóra Sigifirðinganna, Rögnvald Sveinsson (t. v.) og Björn Einarsson, verkstjóra Akureyr- liíju inga í Tunnuverksmiðjunni. (Ljósm. Mbl. Sv)l P.) Sjópróf hóf- ust ■ tyær í GÆR hófust í Hafnarfirði sjó- próf vegna slyssins er m.b. Jón Garðar sökk út af .Hjörleifshöfða s.l. miðvikudagsmorgun. Fyrir réttinn komu í gær og gáfu skýrslu skipstjóra, Sigurðar Bryn jólfsson; stýrimaður, 1. vélstjóri, og háseti’ sá, sem við stýri var, er skipið lagðist á hliðana. Sjó- prófum varð ekki lokið í gær, og halda þau áfram í dag. Drengur fyrir bíl A SJÖUNDÁ TÍMÁNUM í gær- kvöldi varð það slys á mótum Smiðjustígs og Lindargötu, að 10 ára gamall drengur, Ómar V. Kaldalóns, Laugaveg 49 A, varð fyrir bíl. Ómar var á hjóli og hjólaði austur Lindargötu, en bíllinn kom niður Smiðjustíg. Ómar var fluttur í slysavarð- stofuna. Meiðsli hans munu ekki hafa verið alvarlegs eðlis. Með 320 tunnur o«■ rifna nót Akranesi, 23. jan. ALLIR bátar hér eru á sjó í dag. — Hingað kom í morgun Höfr- ungur II með 320 tunnur af síld og rifna nót. Fór í dag til Reykja víkur til botnhreinsunar. — Har aldur er væntanlegur hingað í kvöld að austan með 1100 tunh- ur af sild. — Oddur. Slys í Hafnarfirði ÞAÐ slys varð í Hafnarfirði í gærmorgun að kona varð þar fyr- ir bíl með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði. — Konan, Ásta Grímsdóttir, Skerseyrarvegi 7, var á leið yfir Reykjavíkurveg móts við Frost h.f. er hún varð fyrir bílnum. Hún var flutt í slysavarðstofuna í Reykjavík og þaðan ‘í Landsspítalann. 4 bátar skemmdust Ofþreyta talin orsök yfirliðs skipstjöra í GÆR fóru fram í Vestmanna eyjum sjópróf vegna atburðar þess, sem varð í Friðarhöfn sl. miðvikudagsmorgun, er bátui- inn Hafrún IS 400 olli skemmd um á fjórum bátum öðrum, er leið yfir skipstjórann í þeim svifum að hann var að leggja Ilafrúnu að. Nánari atviku voru þau að Hafrún kom úr veiðiferð um kl. 10:30 um morguninn, og hugðíst skipstjóri leggja skip- inu utan á ms. Halldór Jóns- son, sam lá í Friðarhöfninni. Var skipstjóri einn í brúnni, en 1. stýrimaður frammi á hval- bak og 2. stýrimaður á báta- dekki. 1. stýrimaður skýrði frá því í réttinum í dag, að skipstjóri hefði látið taka afturábak. Tók stýrimaður eftir því að Hafrún nálgaðist báta fyrir aftan hættulega. Segist hann þá hafa kallað til skipstj.óra, sem ekki svaraði, og sást ekki í brúnni. Hljóp stýrimaður þá upp í brú, en meðan hann var á leið þang að varð áreksturihn. - Er upp í brú kom lá skip- stjóri í yfirliði á gólfinu, en háseti, sem kom rétt á undan stýrimanni, hafði „kúplað“ vél inni frá. Tók .stýrimaður við stjóri, og lagði skipnu að Hall- dór Jónssyni, og gekk það greið lega. Var sicían sóttur læknir, og taldi hann orsök yfirlið skipstjóra vera vansvefn og of- þre.ytu. Skipstjórinn er ungur maður, 32 ára. Hefur hann að mestu náð sér. Af skemmdum er það að segja að Hafrún rakst á þrjá báta, Eyjarberg VE 130^ Frigg VE 316 og Haförn VE 23. Við áreksturinn komst skriður á Eyjaberg, sem rgkst síðan á síðu Kristbjargai* VE 70, sem skemmdist einnig. Skemmdirn ar á bátunum voru ekki mikl- ar, nema á Haferni, sem mun þurfa að fara í slipp í 4—5 daga vegna óhapps þessa. Raunhæfar kjarabætur með styttingu vinnutlmans og auknum kaupmætti launa AF SKRIFUM Þjóðviljans undanfarna daga er ljóst, að framboð verkamannalistans í Dagsbrún hefur komið illa við kommúnista. Þéir vita að vísu að sigurinn í kosningun- um er þeim vís, eins og í pott inn er búið hjá þeim í félag- inu, en þeir óttast samt um fylgi sitt í kosningunum. í áraraðir hafa andstæðing- ar kommúnista í félaginu bent á það, að ekki væri hyggilegt, að verkamenn, sem eru með lægst launuðu stéttum þjóðfé- lagsins beittu samtakamætti sínum til að knýja fram kröf- ur stétta og starfshópa, sem eru með tvöfallt ef ekiki þre- fallt hærri laun, en þeir hafa. Á þetta hefur stjóm Dags- brúnar ekki hlustað. Heldur beinlínis haft forystu um það, að knýja fram launahækkanir til annarra betur launaðra starfshópa og þar með gera kauphækkanir Dagsbmnar að engu. Þetta kom vel fram í sam- bandi við launadeilurnar s.l. haust. Allir voru þá samimála um það að hækika 'þyrfti kaup verkamanna og annarra lág- launamanna, en almenn og veruleg kauphækkun til allra stétta fengi ekiki staðizt, ef ætlunin væri að halda at- vinnuvegunum gangandi og ' tryggja næga atvinnu í land- inu. Þetta kom m.a. fram í.. tiilögum ríkisstjórnarinnar til lausnar kjaradeilunni, þar sem stefnt var að meiri launa jafnaði, lækkun útsvars og verðtryggingu launa. Þessum frumti'llöguim ríkisstjórnar- innar var hafnað án umhugs- unar af há-lfu Dagsbrúnar- stjórnarinnar, þótt þær fælu í sér raunhæfa kjara'bót til handa þeim lægst launuðu. Aflur á móti heimtaði Dags- brúnarstjórnin, að kaupið Frh. á bls. 23 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.