Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 Sjúkrahúsmálifi rædd á Alþingi: . - Berum hver annars byröar Ef við getum ekki hjálpað þeim sjúku í landi okkar, getum við heldur ekki hjálpað þeim heilbrigðu — sagði heilbrigðismálaráðherra, Jóhann Hafstein, á Alþingi í gœr Á FUNDI neðri deildar 'Al- þingis í gær mælti heilbrigð- ismálaráðherra, Jóhann Haf- stein; fyrir frumvarpi til laga um breytingu á sjúkrahús- lögum (nr. 93, 31. des. 1953). Hér er um ýmsar mikilvæg- ar breytingar að ræða, sem ráðherrann rakti, en síðan fjallaði hann um fram- kvæmdir í ^júkrahúsabygg- ingum og hina gífurlegu fjár- þörf vegna þeirra. Gaf ráð- herrann ýtarlegt yfirlit um framkvæmdir þær, er nú standa yfir, og þær, sem fyr- irhugaðar eru. \. N Helztu nýmæli frumvarpsins eru þessi (rakin eftir röð iaga- greinanna): Ef sjúkrahús er í fleiri en einni deild, skal sérstakur sjúkrahúslæknir eða yfirlæknir yera fyrir hverri deild. í núg. lögum stendur „má“ í stað „skal“, en nú þykir ekki fært að leyía rekstur deildaskiptra sjúkrahúsa, án þess að sérfróður læknir standi fyrir hverri deild. Ríkissjóður greiði sveitarfélög um 60% kostnaðar af að reisa sjúkrahús og 67% af kostnaði við héraðslæknabústaði. Hér er breytingin fólgin í því, að ríkis- styrkur til byggingar allra sjúkra húsa, sem styrks njóta, verði hinn sami. Áður greiddi ríkis- sjóður bæjarfélögum alilt að 40% öðrum sveitarfélögum allt að 67% og til byggingar fjórðungs- sjúkrahúsa allt að 60%. Þykir bæði ósanngjarnt og óheppilegt, að sjúkrahús í kaupstöðum hljóti lægri byggingarstyrk en sjúkrahús annars staðar á land- inu, enda hafa mismunandi styrk upphæðir reynzt handahófsleg- nr og órannhæfar. Nútímái sér- þekking í læknisfræði nýtist ein ungis í stórum, vel búnum og deildaskiptum sjúkrahúsum. — Ber því að keppa að því að reisa fá en fullkomin sjúkrahús í stað margra ófullkomdnna. i— Fullkomin sjúkrahús er aðeins unnt að reka í stórum kaupstöð- um, enda verður sífellt auðveld- ara fyrir landsbyggðina að hafa þeirra not vegna framfara í sa-m göngum. Sérstök skilyrði eru sett fyrir því, að ríkissjóður taki þátt í stofnkostnaði. Undirbúningur sjúkrahúsbygginga verður að fara fram 1 samráði við heil- brigðismálaráðherra og land- lækni, og kostnaðaráætlun og fullnaðaruppdrættir að hljóta / samþykki þeirra og húsameist- ara ríkisins. Ekki er heimilt að hefja framkvæmdir, fyrr en Al- þingi hefur hverju sinni veitt ifé til þeirra. Að öðrum kosti er stofnkostnaðurinn ríkissjóði óviðkomandi. Hafi Alþingi hins vegar veitt slíka fjárveitingu, verður það að ákveða áframhald arvdi fjárveitingu, og ríkissjóði eru settiir ákveðnir frestir til að inna framlög sín af hendi. Eru þeesir greiðslufrestir ný- tnæli, settir til þess að koma í veg fyrir að langur vanskilahalli myndist. Ríkissjóður greiði árlega eftir á styrk vegua rekstrarhalla sjúkrahúsa, en skv. núg. lögum eru styrkupphæðir ákveðnar til einstakra sjúkrahúsa. Hefur það ekki reynzt heppilegt vegna breytilegs verðlags: Þá eiru sjúkra hús flokkuð í þrjá flokka til að hljóta rekstrarstyrk, og heimilt er ráðherra að setja ákveðin skilyrði fyrir styrkveitingum. Styrk hljóta sjúkrahús ekki, fyrr en þau hafa skilað rekstrar- skýrslum að styrkárinu liðnu, ef halli hefur orðið á rekstrin- um. * Flokkáskiptingin er þessi: —, I I. flokki eru deildaskipt sjúkra hús, þ. e. með a. m. k. þrernur deildum, lyflæknis-, handlæknis- og röntgen-deild. í II. flokki eru sj úkrahús, sem hafa sérstakan sjúkraihús- eða yfirlækni, auk annarrar læknisþjónustu, en falla ekki undir I, flokk. f III. flokki eru sjúkrahús eða sjúkra- skýli, sem héraðslæknar veita forstöðu. —• í athugasemdum við frum- varpið er þess getið, að á sl. sumri hafi landlækni, dr. Sigurði Sigurðssyni, Björgvin Sæmunds- syni, bæjarstjóra á Akranesi, Elíasi Elíassyni, deildarstjóa'a í Stjórnarráðinu, og Þór Vil- hjálmssyni, borgardómara, verið falin endurskoðun sjúkrahúss- laganna, og skilaði nefndinni tillögum að frumvarpinu. —★— — Þegar ráðherra hafði gert girein fyriir frumvarpinu, veik _ Land9pi'talaiqdín _í reykJavik Þ5QQ_: hann almennt að heilbrigðismál um, að því er varðar bygging- ar og rekstur sjúkrahúsa og annairra heilbrigðisstofnana. f því s^mbandi sagði ráðherrann: „Ég tel nauðsynlegt að gera þetta, svo að ekki dyljist, hversu mikill vandi okkur er á höndum og engum blandist hug- ur um, að gífurlegra fjárfram- laga og fjáröflunar er þörf nú og á næstu árum til þess að mæta aðkallandi þörf í samræmi við ráðagerðir og áætlanir, sem fyrir liggja að beztu manna yfir sýn. Má þó enginn ætla, að ég geri minnstu tilraun til tæm- andi yfirlits hins mikla vanda- máls, sem við blasir. En ég vil hreyfa ýmsum helztu megin- viðfangsefnum til íhugunar og óhjákvæmilegrar athugunar við ráðstafanir og ákvarðanir um fjárfög og fjáraflanir þess opin- bera og framkvæmdaáætlanir. Þá veik ráðherrann að af- greiðsiu fjárlaiga nú fyrir ára- rnótin (. sambandi við heilbrigð- ismál. Ljóst var, að á fjárlaga- frv. skorti mjög háar upphæðir, svo að sæmilega væri séð fyrir úrlaiusn brýnustu mála, og staf- aði þetta m.a. af því, að fjárlaga- frv. hefði verið samið á grund- velli ófullkominmair sjúkraihúsa- löggjafar, sem nú stæði til að breyta. Kvað ráðherrann sér vera það gleðiefni að allar mála- leitanir sínar um aukin fjár- framlög hefðu mætt skilningi allra aðilja, svo að úrlausn mála hefðj orðið vel viðunanleg. Framlög til heilbrigðismála í sambandi við afgreiðslu fjárlaga hefðu hækkað um 40 milljón kr. Rekstrarstyrkir voru hækkaðir um 3.5 millj. kr. og byggingar- styrkir til ríkisspítalanna um 3 millj. kr., að viðbættri 1 millj. til úrbóta við Kleppsspítalann. Hækkanir vegna 1 ækkaðra. dag- gjalda næmu um 18 mdlj. kr. Þá ákvað ríkisstjórnin að verja 15 millj. kr. af tekjuafgangi ríkis sjóðs 1963 til byggingarstyrkja og stofnkostnaðar spítalanna, og fara 5 millj. til byggingar Lands- spítalans og 10 millj. til að greiða sveitarfélögum upp í áfallinn bygigingarkostnað. Landsbifnkinn samþykkti að fresta afborgundm láma, að upphæð 4 millj. kr., um eitt ár, og greiðir pað verulega fyrir byggingarframkv. á þessu ári. Sagði ráðherra alla hafa hér lagzt á eitt í miklum vanda. Væri skylt að þakka það. Þótt svo væri, væri sorglega margt óunnið og veik ráðherra síðan að næstu verkefnum. Er það rakið hér sérstaklega annars staðar á síðunni. Þegar ráðherra hafði rakið verkefni þau, sem verið er að framkvæma, éða verða fram- kvæmd á næstunni, sagði hann: „Eins og ljóst má verða af því, sem ég hefi á drepið, er á þessu sviði í mörg horn að líta. Ég er hræddur uim, að við gleymum þessum málum of oft í okkar endalausa karpi um efna hagsmálim, sem nú virðast ná yfir allt milli himins og jarðar í landi voru. 1 auðugasta landi heims glíma þeir nú við fátæktina. Á sama tima hefur almenn og jöfn vel- megun aldrei verið meiri á ís- landi. Haft er eftir hinúm un-ga, látna forseta Bandaríkjanina, Johm F. Kennedy, að hann hafi mælt á þessa leið, að ég hygig, þegar hann tók við forsetaem- bætti: „Ef við ekki getum hjálp- að þeim fátæku í landi ökkar, getum við heldur ekki hjálpað þeim ríku“. Lyndon B. Johnson, núverandi forseti Bandarikjanna, hefur mýlega í merkri sitefmuskrár ræðu lýst yfir algeru stríði á hendur fátæktinni (uncomdition- JÓHANN HAFSTEIN heilbrigðismálaráðherra al war on poverty). Slíkt stríð við fátæktima þurfum við ís- lendimgar ekki að heyja í dag. En gætum við ekki með ekki minni rétti sagt: Ef við getum ekki hjálpað þeim sjúku í landi okkar, getum við heldur ekki hjálp að þeim heilbrigðu. Það er eitthvað þessu lí'kt, sem ég vii minna okkur alla alþingis menn á í dag. Það bíður samstilltra átaka Okk ar og sameiginlega góðs vilja að glæða og efla heilbrigði í land- inu. Ekki gerist þetta án erfiðleika. Hinu treysti ég, að hér vilji menn bera hver annars byrðar, og við skulum því ekki örvænta um árangur“. Framhald á 22. síðu. 1 Framtíðarskipulag Landsspítalalóðarinmar. — Hringbrautin neðst. Barónsstígur til vinstri og Eiríksgata til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.