Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 2
2
MORCUNBlADID
Þriðjudagur 28. jan. 1964
Frú Sigrþrúður formaður Hringsins í miðju með þeim frú Áslaugru Guðmundsdóttur, sem
ártti hugmyndina að því að farið var að safna fyrir barnaspítala á vegum Hringsins og t.h.
frú Margréti Ásgeirsdóttur, sem verið hefir í stjórn Hringsins í 20 ár og unnið þar mikið starf.
Þær frú Áslaug og frú Margrét voru báðar kjörnar heiðursfélag ar í tilefni 60 ára afmælis félags-
ins.
Attunda milljónin frá Hringnum
KVENFÉL.AGIÐ Hringurinn af-
henti í gær á 60 ára afmæli fé-
lagsins eina milljón króna til
Barnaispítalans, sem verið er að
byggja í nýja Landspítalanum.
Við það taekifæri skýrði land-
læknir svo frá:
„í gær afhenti frú Sigþrúður
Guðjónsdóttir mér eina milljón
króna frá Kvenfélaginu Hringn-
um í Reykjavík til barnaspítal-
ans, sem verið er að koma upp
í nýju Landsspítalabyggingunni,
og er það áttunda milljónin sem
Hringskonur safna og gefa til
bamaspítalans af sínum lands-
kunna áhuga og dugnaði“, sagðí
dr. Sigurður Sigurðsson land-
læknir. Hann væntir ennfremiur
að spítalinn geti tekið til starfa
á þessu ári.
Blaðinu er kunnugt um að
Hringurinn á enn í sjóði fé ti.1
að búa barnaspítalann öllum
tækjum þegar að því kemur að
húsnæðið er fyrir hendi.
Frú Sigþrúður Guðjónsdóttir formaður Hringsins afhendir
dr. Sigurði Sigurðssyni landlæk ni áttundu milljónina til barna-
spítalans.
Félagsmönnum í Dags-
brún fækkar stöðugt
Kommúnistastjórn félagsins situr áfram
STJÓRNARKJÖR fór fram i
verkamannafélaginu Dagsbrún
nm helgina. Tveir listar voru í
kjöri A-Iisti stjórnar og trún-
aðarmannaráðs og B-listi lýð-
ræðissinna. Úrslit urðu, að A-
Iisinn hlaut 1295 atkvæði og B.
listi 465.
Færri voru nú á kjörskrá í
Dagsbrún en mörg undanfarin
ár og virðist félögum þar fara
stöðugt fækkandi í ört vaxandi
borg. Ljóst er, að kommúnista-
stjómin í Dagsbrún leggur fyrst
og fremst áherzlu á að halda
sínum mönnum á kjörskrá og
reyna beinlínis að útiloka sem
allra flesta andstæðinga sína frá
því að greiða atkvæði.
Þessi öfugþróun í Dagsbrún
verður deginum. ljósari þegar
kosningatölur nokkurra und-
anfarinna ára eru bornar sam
an. Árið 1961 hlaut A-listi
kvæði en B-Iistinn 630 og nú
hlaut A-iistinn 1295 atkvæði
en B-listinn 465.
Úrslitin niú urðu >au, að báðir
listar töpuðu atkvæðum en listi
lýðræðissinna þó heldur fleirum.
Ástæðan er fyrst og fremst sú
öfugþróun, sem minnst var á hér
að framan.
Þrátt fyrir bolabrögð Dags-
brúnarstjórnarinnar létu kosn-
ingasmalar kommúnista úr öll-
um stéttum, m. a. kennarar og
embættismenn, ekki sitt eftir
liggja til að tryggja kosningu
hennar. Korumúnistaflokkurinn
setti allar sellur sínar í gang og
hafði m. a. 15 kosningaskrif-
stoftxr opnar víðsvegar um borg-
ina.
Dagsibrúnarstjórnin er skipuð
þessum mönnium: Eðvarð Sig-
urðsson, formaður, Guðmundur
J. Guðmiundisson, varaformaður,
Tryggvi Emil&son, ritari, Halldór
Gligoric
vann Friðrik
ÁTTUNDA umferðin á Skák-
móti Reykjavíkur var tefld á
laugardag. Nona van.n Jón, Tal
vann Trausta og Freysteinn
vann Wade. Jafntefli varð hjá
Arinbirni og Guðmundi og
Magnúsi og Ingvari, en biðskák
varð hjá Friðrxki og Gligoric og
Inga R. og Johannessen.
Níunda umferð var tefld á
sunnudag. Wade vann Nonu,
Gligoric vann Ingvar, Jóhannes-
sen vann Magnús og Tal vann
Arinbjörn. Guðmundur og Frey-
steinn gerðu jafntefli, en skák
Jóns og Friðriks fór í bið-
Skák Inga og Trausta var frest
að vegna veikinda Inga.
Biðskákir voru tefldar í gær-
kveldi. Gligoric vann þá Friðrik,
en Jón gaf skákina við Friðrik
án frekari taflmennsku. Þá var
og tefld skák Inga R. og Trausta
og vann IngL
Tal er nú efstur með 8% vinn-
.ing, Gligoric er með 8 vinninga,
Friðrik 7%, Johannessen 5Vz og
bið og Ingi 5 og biðskák.
Tíunda umferð verður tefld í
kvöld- Þá tefla Nona og Guð-
mundur, Friðrik og Wade, Ingvar
og Jón, Johannessen og Gligoric,
Ingi og Magnús, Trausti og Arin-
björn og Freystexnn og TaL
kommúnista í Dagsbrún 1584
atkvæði en B-listinn 664, árið j Björnsson, gjaldikeri, Kristján
1962 hlaut A-listinn 1443 at- 1 Jóhannsson. fjármálaritari, Tóm-
kvæði en B-listinn 693 og árið ás Sigurþórsson og Hannes M.
1963 hlaut A-Ustinn 1389 at- 1 Stephensen meðstjórnendiur.
Iðjustjórnin
föst f sessi
STJÓRNARKJÖ fór fram í Iðju,
félagi verksmiðjufólks í Reykja-
vík sl. laugardag og sunnudag.
Þrír listar voru í kjöri, B-listi,
borinn fram af stjórn og trúnað-
armannaráði og studdur af lýð-
ræðissinnum, A-listi kommúnista
og C-listi, sem skipaður var fram
sóknarmönnum og studdur af
þeim.
Úrslit urðu þau, að B-listi
hlaut 798 atkvæði í eða 61,5%)
og alla menn kjörna, A-listi
hlaut 282 atkvæði (eða 21,7%) og
C-listi hlaut 192 atkvæðif eða
14,8%).
í kosningunum 1963 hlaut B-
listinn 851 atkvæði (eða 60,5%),
A-listi 307 (eða 21,9%) og C-
listi 218 atkvæði (eða 15,5%).
Heldur færri voru á kjörskrá
í Iðju nú en í fyrra, en samt var
útkoman sú, að stjóm og trúnað
armannaráð hlaut hlutfalislega
meira fylgi en þá (1% aukning).
Er greinilegt, að þrátt fyrir
ofsalegar árásir kommúnista og
framsóknarmanna á Iðjustjórn-
ina, að Iðjufólk styður þá stefnu
sem stjóm þess hefur fylgt á und
anfömum árum.
Á síðasta kjördegi rauk komm
únistablaðið upp til handa og
fóta og mótxnælti kjörskránni,
sem kommúnistar héldu fram að
væri ekki eins vel úr garði gerð
og ætti að vera. Hlupu þeir til og
kærðu kjörskrána til lagsbræðra
sinna í Alþýðusambandinu.
Þessa kjörskrá höfðu umboðs-
menn andstöðulistanna haft und
ir höndum á þriðja sólarhring,
en ekki komið með neiha athuga
æmd við hana fyrr en kosning
var hálfnuð.
Ljóst er, að þéssi viðbrögð
kommúnista vom beinlínis geríJ
til að leiða athygli frá því,
hvemig þéir hafa hagað kjör-
skrárgerð í Dagsbrún, þar sem
Guðjóa Sigurðsson
hundruðum verkamanna er hald
ið frá því að greiða atkvæði og
um það eitt hugsað að tryggja
nægilega marga stuðningsménn
kommúnista á kjörskrá til að
halda fylginu þar.
í sambandi við þetta er rétt
að benda á, að lýðræðissinnar
fengu ekki kjörskrá Dagsbrúnar
fyrr en kosning hófst, en slíkt er
algert einsdæmi innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
Stjóm Iðju er þannig skipuðj
Guðjón Sigurðsson, formaður;
Ingimundur Erlendsson, varafor
maður; Jón Björnsson, ritari;
Steinn Ingi Jóhannesson, gjald-
keri og Jóna Magnúsdóttir,
Klara Georgsdóttir og Guðmund
ur Jónsson meðstjórnendur. ’
í varastjórn em: Runólfur
Pétursson, Ragnheiður Sigurðar
dóttir og Ingólfur Jónsson.
Kommúnistar
töpuðu
STJÓRNARKJÖR fór fram um
helgina í vörubílstjórafélaginu
Þrótti í Reykjavík. ÍJrslit urðu
þau, að A-listi stjómar og trún-
aðarmannaráðs hlaut 98 atkvæði,
en B-listi, borinn fram af and-
stæðingum kommúnista, hlaut
101 atkvæði og alla menn kjörna.
Úrslitin eru alvarlegt áfall fyr
ir kommúnista, sem hafa stjórn-
að Þrótti í 4 ár, og lögðu nú ofur
kapp á að halda félaginu og
beittu til þess óspart flokksvél
sinni og kosriingasmölum.
Einn af helztu forystmmönnum
Sigurður SigurjónsSon
kommúnista, Einar Ögmunds-
son, sem verið hefur fonnaður
Þróttar í 4 ár, féll við lítinn orð
stír, og er fall hans alvarlegt á-
fall fyrir kommúnista, því að
Einar á sæti í miðötjórn Komm-
únistaflokksins og er einn aðal-
frammámaður þeirra í verka-
lýðshreyfingunni, m.a. er hann
formaður Landssaxnbands vöru-
bílsstjóra.
í stjórnarkosningunum 1963
hlaut A-Iisti komxniúnista 10S at-
Þrótli
kvæði, en B-listi andstæðin/gar
þeirra 98 atkvæði.
Stjórn Þróttar skipa nú: Sig
urður Sigurjónsson, formaður,
Erlingur Gíslason, varaformiaður,
Pétur Hannesson, ritari, Pétur
Guðfinnsson, gjaldkeri og Ás-
mundur Guðmundsson, meðstj.
í varastjórn eru: Lárus Bjarna
son og Stefán Hannesson.
Málfundaklúbburinn
Fundur verður í Valhöll I
kvöld kl. 20.30. TJmræðuetfni:
Trúarbragðakennsla í skólunv.
Frumimælandi: Margrét H-anmes-
dóttir, verzlunarskólanemL
Klúbbfundur
Klúbbur verður f Sjálfstæðis-
húsiinu nik. laugardag kl. 12.30i
Fx-uimmæ) andi: Valdknar Krist-
insson, viðskfr. Þeir félagsmenn,
er eigi hafa sótt fundi áður, geta
skráð sig til þátttöku á skritf-
stofti Heirmdallar frá kl. 3—7
daglega. Sími 17102.
Bridgemót
Þriggja kvölda bridgetkeppnl
hefst nk. mánudagskvöld 3. fe/br.
kl. 20.15 í' VaLhiöll. Væntanlegir
þátttakendur tilkynni sig á
skrlfstofu Heimdallar. Sámi
17102.
Starfsáætlunin
Nýútkomin starfsáætlun Heinv-
dallar liggur frammi á sikrLfetoí-
unni. Komið og kynnið ykkur
fjöibreytta starfsenú félagsins.
Rauða bókin
Hafið þið kynint ykkur ma.un-
fyrirlitningu kommúnista, sem
birtist í Rauðu bókinini? Komið
á skrifsbofu Heimdailar og kaup-
ið eintak.