Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 28. jan. 1964 MORGUNBLADIÐ 15 Vísitolan hækkar um 3 stig KAUPLAGSNEFND hefir reiknað vísitölu framfærslu- kostnaðar í byrjum janúar- mánaðar 1964 og reyndist hún vera 149 stig eða 3 stigum hærri en í desemberbyrjun 1963. Vísitalan 1. janúar 1964 er nánar til tckið 3,5 stigum hærri en vísitalan 1. desember 1963. Þar af er 1,8 stig vegna hækkunar á sjúkrasamlags- gjaldi, strætisvagnagjöldum, hitaveitu- og rafmagnstöxtum og 0,3 stig vegna verðhækkun ar sykurs og kaffis. Stolið teinatóg fyrir 30—10 þús. kr. KEFLAVÍK, 25. jan.: — Á tíma- bilinu 17.—21. janúar hefur ver ið framið innbrot í vörugeymslu Kaupfélags Suðurnesja, sem stendur við gamla flugvallarveg inn og var þar stolið 16 rúll- um af sisal-teinatóg, 2ja og kvart tommu, og 9 rúllum af grennra sisal-tógi, 1 Yi tommu. Rúllur þessar voru innpakkaðar í striga og- merktar KSK, Keflavík. Verð mæti þessara rúllna mun vera 30—40 þúsund krónur. Síðast var gengið um þennan skúr 17. janúar sl., en er að var komið 21. -janúar var lásinn brðt inn frá og hafði greinilega verið farið inn um dyrnar. — hsj. Yoga Framh. af bls. 6 fyrirlestur í Guðspekifélaginu fclukkan átt í kvöld, þriðjudags- kvöld, og myndi fyrirlesturinn tfjalla um „Iðkun Yoga með það fyrir augum að öðlast heiibrigði og hamingju" og á eftir myndi Ihann sýna einhverjar þeirra 108 æfinga sem Yoga-iðkendum eru í lófa lagðar. „Það geta allir iðkað Yoga“, sagði Swami Pranavananda Saraswati að lokum. „Það er ekiki nauðsynlegt að hætta að reykja eða ganga í Náttúrulækn- ingafélagið til þess að hafa gagn af Yoga. Yoga færir hverjum þeim, sem það stundar, heil- brigðí til sálar og líkama." Frá heimsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar í Islandsstofuna á Sogni. Talið frá Snæbjörnsson, Hjörleifur Guttormsson, Ólafur Einarsson, Helgi Björnsson, dóttir, dr. Gylfi Þ. Gíslason og Hrefna Kristmannsdóttir. vinstri: Sighvatur Margrét Guttorms- til svo mikillar hlýju og vináttu í garð íslands og. í þetta skipti. Það hefði verið sérstakur heið ur, sem háskólinn í Bergin sýndi íslenzku þjóðinni, með því að efna til íslenzkrar bókasýningar í háskólabókasafninu þar. Meðan á sýningunni stóð voru sýndar fallegar litskuggamyndir af sjálf- virkri vél uppi á vegg, og vakti sú sýning mikla athygli. Rektor Bergen háskóla er málfræðingur og talar íslenzku með ágætum. Heitir hann Lud- vig Holm Olsen, og sýridi hann mikinn áhuga á málefnum Is- iendinga. Menntamálaráðherra sagði að lokum, að hann væri mjög á- nægður með þessa för sína til Noregs og væri sannfaérður um, að hún myndi stuðla að betri og einlægari menningartengslum milli þessara tveggja frænd- þjóða. Menntamálaráðherra heim- sækir íslandsstofu á Sogni í SAMBANDI við fyrirlestra- ferð menntamálaráðherra dr. Gylfa Þ. Gíslasonar til Noregs og íslenzku bókasýninguna í Ósló heimsótti hann íslenzka stúd- entaheimilið í Sogni, en það er rétt hjá Blindern, hinu nýja háskólahverfi, snertispöl frá Yigelandsgarðinum, sem margir kannast við. Blaðamaður Mbl. hitti dr. Gylfa að máli í gær og spurði hann sérstaklega frétta af lieim- sókn hans til Sogns og um menn ingartengsl íslands og Noregs. Ráðherrann sagði, að sér hefði virzt rikja alveg • sérstök vel- 'vild í garð fslendinga og óvenju- mikill áhugl á því, að öll tengsl við íslendinga ykjust að mun. Taldi hann íslendinga mjög vel- komna útlendinga í Noregi. Hann 'sagði aðbúnað íslenzkra stúdenta í Noregi á þann veg, að sér væri til efs, að hann væri nokkurs staðar erlendis betri en þar. Stúderstaherbergin íslenzíku þar á Sogni eru mikið að þakka frú Guðrúnu Brunborg, sem hefur laigt drjúgan skerf að þessari byggingu. Íslendingar eiga þar mikla hauka í horni, þar sem eru for- stöðumenn málefna stúdenta í Noregi, og minntist hann sérstak lega framlkvæmdastjóra allra málefna stúdenta þar, Kristjáns Ottesen, sem væri frábær dugn- aðarmaður, mikill vinur íslands. Hann væri ríkisstarfsmaður, en sæi um öll mál varðandi stúd- enta. Þetta væri óþefckt á íslandi, en mjög til athugunar. Á Sogni væri fyrst og fremst algveg 1. flokfcs einmennings- herbergi fýrir stúdenta, en auk þess hjónagarður. íbúð stúdents- hjónanna væri 2 herbergi, annað væri stofa með innbyggðum eldhúsikrók, þar sem í væri öll heimilistæki, m. a. rafmagnselda vél og ísskápur en hitt herbeygið svefnherbergi'. Ráðherrann lýsti því yfir, að slíkan hjónagarð vantaði orðið tilfinnaniega hér við íslenzku stúdenta^arðana. Á Sogni væri auk þess sérstök setustofa, samkomustaður ís- lenzku stúdentanna, sem nefnd ( væri íslandsstofa, og gætu þeir komið þar saman. Jafnframt væri það lesstofa þeirra, þar sem íslenzk blöð og tímarit lægju framrni. Blaðamaðurinn spurði ráð herrann um framtíð íslenzkra og norskra menningartengsla. Dr. Gylfi svaraði því til, að ráðagerðir væru um það að fá íslenzka lektora til 'háskólans í Osló, og sagðist hafa rætt um mál við menntamálaráðherra Noregs, roktor Háskólans og forseta heimspekideildarinnar og lagði dr. Gylfi áherzlu á, að sá maður yrði 'íslendingur. Hann sagði mikinn áhuga á samvinnu landanna á sviði leik- listar. Til væri í Noregi stofn- un, sem héti Norsk Riksteater, sem léki ekki í Oslo, eingöngu úti á landsbyggðinni.' Sá flokkur hefði m. a. sýnt hluta af Krist- ínu Lafransdóttur hér á íslandi. Þeir vilja koma hingað aftur, og vilja fá slíka leikflokka héð- an frá íslandi. Einnig kvað ráðherrann mik- ið hafa verið rætt um skipti á vísinda- og fræðimönnum milli landanna til fyrirlestrahalds. Hann kvað mikinn fjölda hafa komið á islenaku bókasýninguna í Osló. Hefði hann nokkrum sinnum komið til Noregs á fundi og ráðstefnur, en aldrei fundið SAVANNATRÍÓIÐ SYNGUR Simca 1000 '63 til sölu í dag. Ekinn tæplega 8 þús. km. Verð hagstætt. ifBÍLASÁLARv • is-n-m-- y inrssiR/ETi n Símar 15-0 14 eg 19-18-L V ö r ð u r Hvöt — Heimdallur — 0 ð i n n • • SPILAKV0LD halda Sjálfsfœðisfélögin í Reykjavík í Sjálfstœðis- f O húsinu miðvikudaginn 29. janúar n.k. kl. 20.30 D A G S K R A : 1. Spiluð fclagsvist. 2. Ávarp: Styrmir Gunnarsson, stud. jur. formaður Heimdallar. 3. Spilaverðlauft afhent. 4. Dregið í happdrættinu. 5. Kvikmynd. 4 Sætamiðar afhentir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins kl. 5-6 í dag. Húsið opnað kl. 20,00. Lokað kl. 20,30 Skemmtinefndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.