Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. jan. 1964 MORCUNBLAÐIÐ ☆ ÞAÐ SÁ aðeins á stýrishúsið á 50 lesta bátnum Hrönn, sem v-elktist í sjónum uppi undir landi í Þorlákshöfn, þegar fréttamenn blaðsins komu þar síðdegis í gær. Sl. laugar dagskvöld kom báturin'ii úr öðrum róðri á vetrarvertíð, keyptur í sumar til Þorláks- hafnar af harðduglegum skip- stjóra, Karli Karlssyni, sem þar með var að hefja eigin út gerð, eftir að hafa verið' skip stjóri á bátum Meitils h.f. sl. 9 ár, síðast á Þorláki. — Já, þetta er afleitt. Því þetta var mjög góður bátur, bæði ágætur sjóbátur og skemmtilegur af sinni stærð að vera, sagði Karl, er frétta menn blaðsins litu inn til hans'og vottuðu honuim samúð sína í sambandi við bátstap- ann. — Við komum úr róðri á laugardagskvöld og lögðum bátnum um kl. 6. Þá var spáð góðu veðri. Svo á sunnudags- Karl Karlsson, skipstjóri með tvær dætur sínar. (Ljósm.: Sv. Þ.) Tvær litlar hnátur hafa komið inn í stoíuna og það upplýsist að fjölskylda Karls er ein stærsta fjölskyldan í Höfninni. — Það er ekki orð á gerandi, segir Karl og kímir. Börnin eru 10, frá 3ja mánaða upp í 18 ára. Einn sonurinn, 17 ára gamall, var með mér á bátnum. «, — Hve margir menn voru á Hrönn? — Áhöfnin er 10 manns. Við höfum róið 5 á honum. Hinir voru víð beitingar, en þeir koma svo á þegar netaveiðin byrjar. — Og hvað gera þeir núna? — Þeir hafa verið að ganga frá veiðarfærum og stokka upp Hnu. Hvað við gerum er allt í lausu lofti, sagði Karl að lokum. Flytur sig frá Þorlákshöfn með bát sinn. Aðfaranótt sunnudagsis, er kula tók í Þorlákshöfn, fór skipstjórinn á mb. Friðriki Sigurðssyni um borð í <bát sinn í höfninni ásamt bróður sínum, og er þeir sáu að erfið lega mundi ganga að hemja bátinn tóku þeir það ráð að sigla út úr höfninni og kom- ust til Grindavikur. Mbl. náði í gær tali af Guð- mundi Friðrikssyni skipstjóra bar sem hann var að leggja út Dujpikill skipstjóri og 10 barna faðir missir bát sinn í byrjun vertíðar morgun brast hann skyndilega á. Ég kom niður eftir 3 min- útum eftir að báturinn slitn- aði upp. Menn sem voru þarna á ferð, urðu varir við það, og kallað var á mig. Þetta skipti engum togum. Þeir bátar, sem losna hér eru fljótir að fara. Það er svo stutt upp í land. — Er þetta fyrsti báturinn, sem þú átt sjálfur? — Ég átti bát fyrix löngu á Stokkseyri, en hefi verið með tiáta fyrir Meitil undanfarin ár. Það vaknaði stórhugur í manni við hafnarframkvæmd irnar, en þeim hefur svo seinkað. Það er ekki gott til útgerðar hér eins og er. Þessi hafnleysa ætlar að drepa okk ur. 5 ker í hafnargarðinn munu nú vera steypt, en ekki hægt að koma þeim út í vetr arveðrunum. Þau hefðu strax Drengir í fjörunni í Þorlákshöfn horfa á bátinn Hrönn, sem fyr- ir tveimur dögum kom með fisk úr róðri, en marar nú í kafi í höfninni á flóðinu. hjálpað í veðrinu um helgina. — Ert þú einn með Hrönn. Hvað kostaði báturinn þig? — Það hafa farið svona 2% milljón í hann með kostnaðin um af að sækja hajm og út- búa. Ég sótti hann til ísa- fjarðar í júlí í sumar. Við vor- um svo á humarveiðum og síð ar fiskveiðum með troll. Um áramót var ég tilbúinn með hann á vetrarvertíð, en tíðin var svo stirð að við urðum að fresta því að byrja. Já, það er slæmt að fá þetta í byrjun vertíðar, þegar búið er að út- búa bátinn, kosta upp á hann og vonast eftir miklum afla. Alltaf er nú miðað við góðan afla, því við höfum verið heppnir með það hér að fá afla, ef annað hefur gengið vel. — Og hvað nú? * -— Nú veit ég ekki. Ætli ég hætti ekki við útgerð, maður skuldar svo mikið. Ætli ekki verði bezt að hætta bara og fara í iand. i róður frá Grindavík: — Ég hef um nokkurt ára- bil stjórnað bátum frá Þorláks höfn og oft þurft að fara út í bátana, sem ég hef verið með, þegar gert hefir vitlaust veður. Á sunnudagsnóttina varð ég þess var að kula tók með landinu og bað ég bróð- ur minn, sem með okkur er á bátnum, að koma með mér út, því SSV áttin er hin versta sem gerir í Þorlákshöfn. Með- an við vorum úti í bátnum sá um við að Hrönn sleit upp og ákváðum við því að halda tveir á okkar báti út úr höfn- inni og gekjt ferðin vel til Grindavíkur. Veðrið var ekki meira en það við gátum siglt á lensi á fullri ferð þegar við komum út úr höfninnL — Veð urspáin hafði verið góð fyrir helgina og því hafði ég gefið mönnunum á bátnum frí og fóru þeir heim til sín, en þeir eru m.a. úr Hafnarfirði og Reykjavík. — Ég er viss um að þarna hefðu allir bátar, sem mann- lausir hefðu verið á legunni, farið upp. 6—7 bátar áttu að vera á vertíð í Þorlákshöfn í Frh. á bls. 23 I /" HA !S hnúiar [ / SVSOhnúiúr X Snjókoma t Qk» 7 Skúrir S Þruntur Wlz,1 KuUotkíi ^ HiUikH H Hml 4 fríL í gær var, vindur hægur á norðan hér á landi. Áttin hafði staðið stutt, svo að enn var ekki orðið kalt, hitimj 3 til 5 stig á Suðurlandi. Fyrir norðan var hitinn nálægt frostmarki á láglendi og víða þoka, og hamlaði hún m.a. flugi til Akureyrar. Lægðin, sem er á kortinu vestan við Suður-Grænland var á austurleið, og var reikn að með, að hún yrði skammt fyrir vestan land síðdegis í dag. Þá mun hún valda sunn- an-vindi og regni á Suðvestur landi. STAKSTEIiyiAR Óvæntur stuðningur Alþýðublaðið birti síðastliðinn sunnudag- forystugrein undir þessari fyrirsögn. Er þar ma. komizt að orði á þessa leið: „Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarút. vegsins kom til fyrstu umræðu á Alþingi í fyrradag. Gerðust þau tiðindi, að foringjar stjórnar andstöðuflokkanna játuðu, að þau ú^-jöld væru nauðsynleg, er ríkisstjórnin leggur til. Toldu þeir jafnvel, að þessar greiðslur til útvegsins þyrftu að vera meiri. Þeir Eysteinn Jónsson og Lúð- vík Jósepsson viðurkenndu, að veita þyrfti frystihúsunum að- stoð og Eysteinn taldi þá aðferð, sem ríkisstjómin hefur valið, vera rétta og skynsamlega. Þeir viðurkenndu báðir, að veita þyrfti togaraflotanunr. mikla hjálp vegna óvenjulegra þreng- inga. Þeir viðurkenndu einnig, að ríkið yrði að greiða sinn hluta af hækkun bóta almannatrygg- inga, og ekki mætti lækka niður- greiðslur ríkisins á nauðsynjum almennings. Þetta var meiri viðurkenning en ríkisstjórnin hefur átt áð fagna frá leiðtogum Framsóknar manna og kommúnista. Getur þjóðin vart fengið frá Alþingi fullkomnari staðfestingu á því, að hin nýju útgjöld ríkisins séu óhjákvænvleg og frumvarp stjórnarinnar á rökum reist.“ Hatursskrif kommúnista í forystugrein Vísis sl. laugar- dag er á það bent, að ritsmíðar kommúnistablaðsins mótist oft af hatri og ofstæki í garð einstakra manna. Um þetta kemst Vísir m.a. að orði á þessa leið: „Það er augljóst af þessum brigzlum, að höfundur þeirra liatar vissa einstakiinga í þjóð- félaginu, viil níða þá og rægja svo senr. framast er unnt. Ekki er þó vitað að þeir menn, sem mest verða fyrir barðinu á hon- um hafi nokkuð gert á hluta hans, annað en það að vera ekki kommúnistar. Hér er því um að ræða þá ógeðfelldu vanmáttar- kennd, sem er svo sterkur þáttur í fari margra komrr.-inista, að öf- unda og ofsækja þá, sem standa þeim framar að mannkostum og mannvirðingum. Hver sá sem les Austra-pistlana með athygli, hlýtur að sjá, að þar heldur á penna nrnður, sem er ósáttur við sjálfan sig og lífið, enda er það einkenni á mörgum kommúnist. um. Öfund og hatur fyllir huga þeirra." Rödd verkalýðsfélaaranna Úrslit kosninganna í Iðju og Þrótti, sýna, að kommúnistar eru á undanhaldi innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þeir halda að vísu velli í Dagsbrún. En allir vita að þeir hafa um langt skeið haldið því félagi með ails konar bellibrögðum. En sá tími ken-.ur, að einnig Dagsbrúnarmenn munu skilja þann háska, sem felst í áhrifum kommúnista inn- an launþegasanitakanna á fs- landi. Láfskjör fólksins liggja umboðsmönnunr. Moskvuvaldsins í léttu rúmi. Höfuðtakmark þeirra er að nota verkalýðssam- tökin til pólitískra hemdarverka. Kjörorð hinnar lýðræðissinn- uðu stjórnar Iðju, félags verk- smiðjufólks, hefur verið og er: kjarabætur án verkfalla. Undir þess'u kjörorði hafa kjör verk- smiðjufólksins í Iðju verið bætt á ýmsa lund sí'ðan lýðræðissinn- ar tóku við forystu í félagi þess. Kommúnistar hafa hinsvegar ekki hikað við að kasta Dagsbrún arrr.'innum út í langvinn verk- föll, sem háft hafa í för með sér stórfellt tjón fyrir verkamenn ina. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.