Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 22
22 MORGUNPIAOIÐ : Þriðjudagur 28. 'jan. 1964 ÍÞRdTTAFRfTTIfi AIORRUMRLARSIAS Á-é'> <? h ■ -4 landsleikír í sumar - stórátak í þjálfunarmálum KNATTSPYRNUSAMBAND íslands hefur nú lokið við að skipuleggja þjálfun væntan- legra landsliðsmanna og einn- ig yngri manna sem kæmu til greina með að verða í ungl- ingalandsliði. Er stjónn KSÍ ræddi við blaðameinn á iaug- ardaginn sagði Björgvin Sohram form. KSÍ að þetta væri mesta átak sem gert ihefði verið í þjálfunarmálum fyrir knattspyrnumeim. Yrði þetta dýrt fyrirtæki fyrir KSÍ en vel þjálfaðir leikmenn væru undirstaða góðrar knatt spyrnu og góðrar aðsólknar. Landsleikir sumarsins T>að er nú fullvíst að tveir landsleikir verða næsta sum- ar og sennilega sá þriðji, þó ekki sé lokið samningum um ihann. 10. ágúst verður landsleikur við Bermudamenn í Rvik og þeir leika einnig 1—2 auka- leiki. Liðið sem skipað er þel- dökkum mönnum kemiur í eigin leiguvél og er einnig með í för liðsins hópur ferða- fólks. Bermudamenn greiða ferðir sínar en KSÍ sér um uppihald hér og hafa Bermudamenn farið fram á að ísl. landslið komi a söimu kjörum til Bermuda. Ekkert er ákveðið um það. 23. ágúst verður landsleik- ur við Finna í Rvík. 19. júlí á landslið í knatt- spymu að leika í Færeyjum. Færeyingar hafa boðið bæði knattspymulandsliði og hand- knattleiksliði heim til íslands vegna 25 ára afmælis íþrótta- sambandsins þar. KSÍ hefur ekki ákveðið hvaða lið fari en til greina koma unglinga- landslið, B-landslið og A- landslið eða sambland úr öll- um. Yfir standa samningar við Skota um landsleik og eru miklar horfur á að samning- ar takist. Átakið í þjálfunarmálunum Þjálfunin sem fyrihbugað er er gerð í samráði við tækni- nefnd KSÍ. Karl Guðmunds- son sem er form. tæknineÆnd- arinnar og Reynir Karlsson annar nefndarmanna munu hafa tvær æfingar vikulega fyrir öll lið 1. deildar. Verður önnur æfingin í Austurbæjar- skólanum en hin á „heima- svæðum“ félaganna. Með þessu fyrirkomulagi fá 1. deildarliðin þjálfara fram á sumar á vegurn KSÍ. Kemur það sér vel fýrir þau, því flest eða öll munu félög 1. deildar vera í vandræðum með þjálf- ara að eimhverju eða öllu leyti. Tækninefndin útbýr einnig þjálfunarskrá sem send er öll- um þjálfurum knattspyrnu- liða ef þeir æskja þess. Er þar með femginn fastur grundivöll ur til að fylgjast með því á hverjum tíma hvaða leik- ménn hafa æft nægilega og komi til' greina með að geta uppfyllt skyldur landsliðs- rhanns. Auk þessa mun KSf halda uppi þjálfun vikulega fyrir yngri menn. Komast þar að allir piltar sem ná 18 ára aldri á árinu. Má hvert félag í Rvik og nágrenni senda 3—4 menn til æfinganna. Eru þess- ar æfingar hugsaðar til að hafa á að skipa þjálfuðu unglingaliði ef til unglinga- landsleikja kemur. Kósmundur skorar fyrir Víking. Víkingar ógnuðu sigri íslandsmeistara Fram fslandsmeistarar Fram í hand- knattleik komust aftur í hann krappann á sunudag er þeir mættu Víking. Þeir máttu taka á öllu sínu var Þó með naumind- um að það dvgði. Eitt mark skildi í leikslok, lokastaðan var 23-22. En stigin lentu bæði hjá Fram og Fram heldur forystu í mótinu með stigi yfir IR. Víkingar skoruðu 2 fyrstu mörkin en Fram jafnaði 3-3. Síðan komst Fram yfir og í 7-4. Það var mesta forskot sem Fram náði í leiknum og fékkst ekki sízt fyrir frábært línuspil Sigurð- ar Einarssonar sem skoraði 5 ÍR gersigraði KR 28-17 EFTIR sigur KR yfir Fram um fyrri helgi þótti KR öllu sigur- stranglegra er það mætti hinu ört vaxandi liði ÍR í 1. deild á sunnudag. Byrjunin staðfesti þessa trú því KR náði forystu 6—3 á fyrsta s'tundarfjórðungin- um. En ÍR-ingar þjöppuðust sam- an og tóku leikinn smám,saman í sínar hendur. Á stuttum tíma jöfnuðu þeir komust yfir, og smá uku forskotið unz þeir höfðu unnið stórsigur í leikslok sigrað með 28 mörkum gegn 17. Það var verðskuldaður sigur, því ÍR- liðið var betra bæði í vörn og sókn og reyndist jafnara og sterk ara heldur en KR-liðið. Það var ágætt línuspil KR sem skapaði KR forystu framan af. 5 af 6 fyrstu mörkum liðsins voru skoruð af línu. En vörn ÍR brotnaði ekki, held ur bara þéttist og ágætur leik- kafli breytti svip leiksins ger- samlega. ÍR jafnar 6—6 og held- ur áfram og kemst í 10—7 for- ystu. Sem sagt leikkafli 7—1 fyrir ÍR. Eftir þetta komst for- ysta ÍR aldrei í hættu. í hálfleik stóð 13—9. Byrjun síðaari hálfleiks var þó spennandi — en einnig því taugastríði lauk með sigri ÍR. ÍR komst í 15—9 og nokkru síð- ar var staðan 19—11 ÍR í vil. Markvörður ÍR Jón Jónsson átti ekki síztan þáttinn í hvernig staðan breyttist æ meir ÍR í vil. Hann varði víti Reynis og litlu Framh. á bls. 23 af þessum 7 fyrslu mörk-um Fram. En Víkingar gáfu sig ekki held ur minnkuðu bilið. Það var á- kveðinn leikur þeirra sem Fram fékk ekki bugað. Tvívegis varð staðan jöfn í fyrri hálfleik, en er til hlés var fláutað hefði Fram yfir 14-13. Barningurinn hélt áfram í síð- ari hálfleik. íslandsmeisturunum tókst aldrei að ná afgerandi frumkvæði í leiknum, en hafði þó yfirleitt nauma forystu. Sjö mín fyrir leikslok ná Víkingar að jafna og spennan nær há- marki. En Framarar ná aftur forystu — en Víkingar jafna með marki sem dæmt var fyrst löglegt en síðan eftir málþóf dæmt ólög- legt- Framarar uku svo forskotið í 2 mörk 23-21 en Víkingar höfðu síðasta orðið svo úrslit urðu 23-22 Markið sem dæmt var ólög- legt hjá Víkingum varð því til- efni til orðahnippinga og skoðana munar en dómarinn kveðst ekki hafa séð er línuvörður veifaði til merkis um að sá er skoraði fyrir Víking stæði á marklínu en slíkt er ólöglegt. Víkingar sýndu nú mjög á- kveðinn leik og veittu íslands- meiisturunum keppni sem vel var 1 stigs virðis. En af stiginu urðu Víkingar, en þeir staðfestu að Fram hefur ekki fundið þann neista er fyrr í mótinu skapaði hvern stórsigurinn af öðrum — og syndu að íslandsmeistararnir eru ekki ósigrandi fyrir önnur félög. Enska knattspyrnan FJÓRÐA umferð erusfcu bikar- kieppninnar fór fram s.l. laugar- dag og urðu úrslit þessi: \ Alderslhot—Swindom 1—2 Barnsley—Bury 2—1 Bedfiord—Carlisle 0—3 Blaokíbum—Futhaan 2—0 Bolton—Preston 2—2 Burniley—Newport 2—1 Chelsea—lludder&field 1—2 Ipswioh—Stoke 1—1 Leeds—Everton 1—1 Leytom O.—West Ham 1—1 Liverpool—Port Vale 0—0 Mancih. U.—Bristor. Rovers 4—I Oxford—Brentfiord 2—2 Shefíield U.—Swansea 1—1 Suinderland—Bristol City 6—1 W.B.A.—Arsenal 3—3 Banaslys « Innsbruck Á LAUGARDAGINN varð annað banaslysið í Innsbruck er ástralski skíðamaðurinn Ross Milne lézt er hann missti stjórn á ferð sinni nið- ur brunbrautina, sem keppa á í á OL. Milne lenti með höf uðið á tré og beið samstund- is bana. Fyrr í vikunni varð fimmt- ugur Englendingur, sem keppa átti í bobsleðaakstri fyrir slysi í akstursbrautinni og lézt af afleiðingum slyssins. Dómnefnd leikanna kom saman í gær og fyrirskipaði auknar varúðarráðstafanir í brunbrautinni. M.a. fyrirskip aði hún að sett skuli upp 2 hiið í brautinni til viðbótar til þess að skíðamenn dragi úr ferð sirmi á hættulegum stað, einmitt þar sem Milne missti stjóm á ferð sinni og lenti á trénu. Þá hefur verið fyrirskipað að setja mottur eða stuðpúða á tré sem standa meðfram allri brautinni. Hafði það reyndar verið gert en nú á klæða hærra upp á stofnana. Milne lenti 3 metrum fyrir ofan slíkan stuðpúða. Brautarstjórinn sagði í gær. „Enginn gat búizt við slíkri flugferð sem henti Ástralíu- manninn. Tilmæli hafa ver ið lögð fram um þátttökulönd dragi úr brunkeppninni þá skíðamenn, sejn ekki telja sig örugga á að fara hina snjó- litlu og hörðu braut. Annað slys varð í gær mánudag. Franski skíðamaður inn Emile Viollat viðbeins- brotnaði er hann féll í brun- brautinni og tekur ekki þátt í OL. ÍR-vörain „lokar“ markinu. (Ljósm. M bl.: Sv. Þ.).;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.