Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 23. jan. 1964 lir ræðu fjáriuálaráðherra, Gunnars Thoroddsens, á Alþingi á fösludogskvöld: iverjandiað hætta á hallahjá ríkissjóði Tekna verður að afla móti úSgföldum í UMRÆÐUM, sem urðu í neðri deild Alþingis á föstu- dagskvöld um frumvarp ríkis- stjórnarinnar til laga um ráð- stafanir vegna sjávarútvegs- ins o. fl., tók fjármálaráð- herra, Gunnar Thoroddsen, til máls. Ræddi hann einkum um þá staðhæfingu stjórnar- andstæðinga, að fremur beri að eyða greiðsluafgangi ríkis- sjóðs en afla nauðsynlegra tekna með öðrum hætti. — Einnig svaraði ráðherrann tveimur fyrirspurnum um söluskattinn. — Hér birtist meginhlutinn úr svarræðu ráðherrans. „ÉG ætla, að það hafi verið nokk uð almennt viðurkennt í vest- rænum löndum um siðojstu ára- tugi, að þegar þennsla væri í þjóðfélaginu og of mikil etftir- spum eftir vörum og vinnuafli, þá megi alls ekki hafa greiðslu- , halla hjá ríkissjóði. Ég ætla að þetta sé, — þó að við heyrum að vísu hér á Alþ. einstakd’ rödd, sem hljómar á annan veg, — al- mennt viðurkennt sjómaæmið. Og ekki aðeins það, að þegar þensla er og of mikil eftirspum, megi undir emgum kringumstæðum hafa greiðsiluhalla á ríkissjóði, heldur þvert á móti: þá sé nauð- syn, að ríkissjóður hafi greiðslu- afgang. í>að er þess vegna al- mennt sjómarmið, að í góðærum, þegar atvinna er næig og eftir- spurn jafnvel of mikii, þá eigi ríkisvaldið að leggja fé til hliðar og safna í sjóð, til þess að eiga nokkurt fé til þess að auka fram kvæmdir og atvinnu, þegar illa árar, þegar atvina og framkv. dmgast saman og hætta er á atvinnuleysi. Til grujidvallar þess ari skoðun má segja að liggi tvenns kona rök: Annars vegar sé þetta nauðsynleg ráðstötfun af hendi ríkisvaldsins til þess að draga úr eða forðast verðbólgu, og hins vegar i því fólgin fyrir- hyggja, hugsað lengra fram en til líðamdi stundar og það fé, oem unnt er að leggja fyrir góð- aerum, notað til að auka fram- kvæmdiir og atvinnu síðar, þeg- air þess er þörf. Sjónarmiðið löngu viðurkennt. Um þessa meginhugsuisn voru flestir alþm., etf ekki allir, sam- mála á árunum 1930—32, þegar !hér lágu fyrir frv. um jöfnumar- sjóð ríkisins. í>ótt menn greindi nokkuð á um, hversu ströng skyldu vera ákvæði um það, — hvernig og hvenær mætti verja fé úx þeim sjóði, þá ætla ég, að þingmenn úr öllum flokkum hafi viðurkennt það meginsjónarmið, sam ég nú hef rakið. Og þetta sjónarmið stendur góðu gildi enn. auðvitað í Dæmið frá Danmörku. Um viðhortf annarra þjóða á Vesturlöndunj skal ég nefna eitt dæmi, sem er nærtækt, én það er frá Danmörku. Það var á ár- inu 1961, sem kauphækkanir urðu miklar og almennar í Dan- mörku. Hagur landsins stóð með blóma, og þeir menn, sem þá héldu um stjómvölinn, voru bjartsýnir og vonuðust til þess, að efnahagskerfi landsins myndi þola þessar kauphækkanir, sem óg ætla að almennt hafi verið u. þ. b. 15—20%. En þegar leið fram að áramótum, og sérstak- lega í ársbyrjun 1962, kom það í Ijós, að efnahagslíf og gjaldeyr- isástand Dana þoldi ekki þessar kauphækkanir. Og þá gerðist það, sem þótti mikil tíðindi 'og spurðist víða um lönd, að fjórir aðalstjórnmálaíflokkamir í Dan- mörku, þ.e.a.s. bæði þeir tveir, sem fóru' með stjórn landsins og tveir aðalandstöðuflokkamir, — gerðu sáttmála með sér, til þess að reyna að stöðva þensiluna. —- >að vair kallað venjulega „Oms> forliget“ eða sáttmálinn um sölu skattinn, — en með þessum sátt- mála var m.a. ákveðið að leggja á söluskabt, sem ekki var áður í gildi þar i Danmörku, og enn- fremur að lögleiða skyldusparn- að. Allir sammála. Nú lá það fyrir, að ríkissjóður hafði þar í landi enga þörf fyrir tekjuauka, afkoma hans var góð. En allir þessir fjórir lýðræðis- flokkar viðurkenndu það sjónar mið, að á slíkum tímum þenslu, eins og þá voru í Danmörku, væri nauðsyn, að ríkissjóðurinn hefði verulegan greiðsluafgang, sam geymdur yrði til erfiðari tíma. >etta sjónarmið ætla ég sem sagt, að sé vfðurkenmt af stjórnmálamönnum, fjármála- mönnum, hagfræðingum á Vest- urlöndum yfirleitt, og ekki að- eins þeim, heldur sé yfirleitt mikill skilningur á því ríkjandi hjá öllum almenningi. f fyrsta sinni lagt í ^ Jöfnunarsjóð. Ríkisstj. íslands hefur verið þeirrar skpðunar, að þessi lög- mál séu sjálfsögð og þau megi ekki rjúfa. — Tvö síðustu ár, hefur góðaeri verið hér á landi og tekjur hins opinbera hafa farið fram úr áætlun. Á árinu 1962 varð greiðsluafgang- ur rúmar 160 millj. hjá ríkis- sjóði. Ríkisstj. og stjórnarflokk- arnir töldu ekki verjandi að ráð- stafa þessu fé í auknar fram- kvæmdir, sem þá voru þegar svo miklar, að vinnuafl hrökk ekki til. Ríkisstj. ákvað því að leggja í fyrsta sinn í jöfnunarsjóðinn samkv. lögum frá 1932, en um þrjá áratugi hafði því ekki vér- ið sinnt, þó að alloft hefði orðið greiðsluafgangur hjá ríkinu. Af þessum greiðsluafgangi voru 100 millj. lagðar í jöfnunarsjóðinn, en tæpar 40 millj. voru notaðir til þess að greiða upp skuld við Seðlabanbann. Hvað á að verða um greiðsluafganginn? —Á árinu 1963 hefur éinnig orð- ið greiðsluafgangur hjá ríkis- sjóði, það liggur ekki enn fyrir hversu mikill, en hann verður væntanlega, eftir því sem nú liggur fyrir, nokkru minni held- ur en á árinu 1962. >að hefur þegar verið ákveðið, eins og frá var skýrt í fjárlaigaumræðum í desember, að nota af honum 30 millj. til þess að greiða skuldir ríkisins, þ.e.a.s. skuldir vegna vangoldinna framlaga ríkissjóðs til hafna og sjúkrahúsa. Að öðru leyti virðast öll söm-u rök vera nú fyrir bendi og þau, sem til þess lágu, að þessar ákvarðanir voru gerðar um greiðsluafganginn 1962. í sambandi við fjáröflun til þeirra ráðstafana, sem þetta frv. fjallar um vegna sjávarútvegsins o. fl., hatfa hv. stjórnarandstæð- ingar talið m.a., að nota mætti eitthvað af greiðsluafgangi ár- anna 1962 og 1963. Varðandi ár- ið 1962 er þegar búið að gera ráðstafanir um meiri hlut hans. Ég ætla, að það þætti heldur óhyggileg ráðstöfun, ef Alþ. færi nú á fyrsta þingi eftir að greitt hefur verið í þennan sjóð, að gera þessu merku lög að engu, með því að taka úr honum það fé, sem í hann hefur verið lagt, og ráðstafa því til þess að mæta ýmsum útgjöldum á árinu 1964. Eru skattarnir óþarfi? En það, sem sumir hv. þm. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra. virðast leggja mesta álherzlu á, er þetta: þó að 210 millj. þurfi samkv. þessu frv. í ráðstafanir vegna sjávarútvegsins og al- mannatrygginganna, þá er óiþarft að leggja á nokkra nýja sikatta, því að á árinu 1964 munu tekjur ríkissj. fara mörg hundruð miillj. fram úr áætlun. Hv. 1. þm. Ausitf. (Eyst. J.) orðaði þetta svo, að núverandi fjárlög væru miðuð við það að fá stórhostlegar um- framteikjur á árinu 1964. Innflutningur hefur aukizt gífurlega Við 9kulum nú virða fyrir okkur, hvort fjárlög eru pannig samin og upp byggð, að gera megi ráð fyrir því sem öruggu, að tekjrunar fari mörg hundruð millj. fram úr áætlun, og þess vegna megi gera rt.ð fyrir þess- um nýju útgjöldum, an þess að afla nýrra tekna. Á árinu 1963 var innflutningur lengi fram eftir árinu geysilega mikill. Hann hafði aukizt mjög verulega frá árinu 1962 og miklu meira held- ur en nokkurn hefði órað fyrir, þegar fjárlögin fyrir 1963 voru sett, í desember árið 1962. Inn- flutningur suma mónuðina komst upp í það að verða milli 40 og 50 % hærri en árið óður. En ef við tökum fyrstu 9 mánuði árs- ins, janúar til septemher að báð- um meðtöldum, þá varð innflutn ingurinn 27 % hærri en sömu mánuði ársins 1962. í október breyttist hins vegar þessi þróun, og þann mánuð varð innflutning- urinn ekki nema 7 % hærri en í sama mánuði árið áður. í nóv- erraber var hann XVz % hærri en árið áður. Tölur um innflutning í diesember liggja ekki enn fyrir, en eftir því sem horfir má gera ráð fyrir, að innflutningurinn í desemiber hafi verið u.þ.b. 5 % hærri heldur en í sama mánuði árið áður. 20 % meiri innflutningur 1963 en 1962 Af þessu yfirliti má gera ráð fyrir, að heildarinntflutningur ársins 1963 verði eitthvað í kringum 20 % hærri beldur en hann var á áriinu 1962. Inntflutn- ingurinn hefur hins vegar minnk að mjög siðustu 3 mánuði ársirns. Nú byggja tolltekjur fjárlaganna fyrir árið 1964 á því, að innflutn- ingurinn á því ári verði um 6 % meiri heldur en hann varð raun- verulega á árinu 1963. Eins og nú horfir, verður því að telja, að tekjuáætlun fjárlaganna, — að því er tolltekjurnar snertir, sem eru langsamlega mestur hluti tekna ríkissjóðs, sé það te> gð í fjárlögunum, að það væri óvarlegt að gera ráð fyrir stór- felldum tekjum umfram það, sem fjárlöigin gera ráð fyrir. Á aS leggja 200 millj. kr. á ríkissjóð án nýrra tekna? Ég ætla því, að þessar full- yrðingar og spár sumra iv. þm. um það, að alveg sé óhætt að leggja yfir 200 millj. kr. ný út- gjöld nú á ríkissjóð án þess að ætla honum nokikrar tekjur á móti, fái engan veginn staðizt. Nú skal ég viðurkenna, að í byrjun árs er auðvitað ógeming- ur að fullyrða um, hvernig þró- unin verður um innflutning og tolltekjur. >egar til þess er vitnað að innflutningurinn hafi undan- farin ár, 1962 og 1963, orðið miklu meiri og þar með tolltekj- miklu hærri en íjárl. gera ráð fyrir, þá er vitanlega ekki hægt að ganga út frá því, að svo hljóti að verða fraimivegis. Á það má benda, að árið 1960 urðu toll- tekjur lægrí heldur en 'áætlað var í fjárlögum. Og það má enn fremiur benda á það, að inntflutn- ingsaukningin hefur orðið 9VO mikil á árinu 1963 og þenslan I framikvæmdum og atvinnulífi, að öllum er ljóst, að hér verður að stinga við fótum. Ég held að eins og ástatt er nú í efnahagslífi þjóðarinnar, væri það alveg óverjandi að tefla á tvær hættur um afkomu ríkis- sjóðs á þessu ári. >að væri óverj- andi að eiga það á hættu, að greiðsluhalli kynni að verða á árinu 1964. Ég vil því benda á þessi atriði, sem ég hef nú greint til viðbótar þvi, sem hæstv forsrh- tók fram í framsöguræðu sinni um það, að ógerningur sé að leggja á ríkissjóð yfir 200 millj. kr. ný útgjöld, án þess að sjá fyrir tekjum á móti. Söluskatturinn Hv. 5. þm. Austf. (L. Jós.) beindi til mín tveimur fyrirspurn um í ræðu sinni, og skal ég með ánægju svara þeim. Hann spurð- ist fyrst fyrir um það, hvort ekki væri rétt að birta opinberlega, hvað hver innheimtuaðili, þ.e.a.s. hver verzlun eða annar aðili, sem sér um innheimtu söluskatts, skil- aði miklum sölúsk^tti. í sambandi við fjárlagaumræð- ut í desember 1961 bar þetta mál á góma, og lá þar fyrir tillaga um það, að inn í fjárl. yrði tekið á- kvæði í þessa átt. Ríkisstj. taldi óþarft að taka slíkt inn í fjárlög, en ég lýsti því yfir, að gerðar myndu ráðstafanir til þess að slíkar skýrslur yrðu birtar. Árið 1962 var öllum skattstjórum og skattanefndum í landinu falið að birta skrá um álagðan söluskatt hvers innheimtuaðila. Og árið 1963, eftir að skattanefndir höfðu verið lagðar niður, voru sams konar fyrirmæli gefin öllum skatt stjórum á landinu. Nú vil ég til skýringar taka það fram, að söluskattur er, eins og kunnugt er, gerður upp ársfjórð- ungslega, en þessar. skrár eru lagðar fram árlega eða um leið og skattskrár eru lagðar fram. >á spurði hv. þm. um það, hvort ég telji ekki tök á því að setja nýjar reglur til að tryggja, að álagður söluskattur komi til skila, og hv. þm. dró það mjög i efa, að allur söluskatturinn kæmi til skila. Ég vil taka það fram i þessu samabndi, að samkv. sölu- skattsl. frá 1960 var skattstjóran- um í Reykjavík falið að#afa um- sjón með álagningu söluskatts um land allt. Hef ég nýlega beðið hann um skýrslu um þá fram- kvæmd. >ar greinir hann ítarlega Frh. á bls. 23 Fyrirspurn á Alþingi um fiskverðið í gœr STUTTIR fundir voru í háðum deildum Alþingis í gær. í neðri deild var til 1. um- ræðu frumvarp til laga um sam- komudag reglulegs Alþingis 1964. Segir svo í frumvarpinu: „Reglulegt Alþingi 1964 skal koma saman laugardaginn 10. október 1964, hafi, forseti íslands eigi tiltekið annan samkomudag fyrr á árinu". Forsætisráðherra, Bjami Bene diktsson, fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Kvað hann hér fyrst og fremst vera um formsatriði að ræða, og ríkti fullt samkomulag mnar um málið. Skv. lögum ætti Al- þjngi að koma saman 15. febr- úar, en þar sem þingj því, er nú sæti, yrði eðlilega ekki lokið fyrir þann tíma, bæri nauðsyn til þess að ákveða annan sam- komudag. Frumvarpinu var umræðu- laust vísað til 2. umræðu. ♦ >á var tekið fyrir 'frumvarp til laga um heimild fyrir ríkis- 9tjórnina til að selja Jóhanni Skaptasyni eyðijörðina Litla- gerði í Grýtubakkahreppi, en frumvarp þetta hefur áður verið afgreitt í efri deild. Málinu var vísað til 2. umræðu án um- ræðna. Lúðvík Jósepsson (K) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár. Sagði hann, að vegna ákvörðunar- í bolfiskverðið hefðu bátasjón.enn og útvegsmenn bor ið fram mótmæli. Sums staðar hefðu bátasjómenn sagt upp starfi sínu og tekið upp önnur störf. í nokkrum tilvikum hefðu útvegsmenn ákveðið að gera Bar L. J. fram þá fyrirspurn, hvort ríkisstjórnin væri nú reiðu búin að taka málið í sínar hend ur og gera nýja ákvörðun í sam- bandi við lagafrumvarpið um ráðstafanir vegna sjávarútvegs- ins o. fl. Forsætisráðherra, Bjarni Bene diktsson, varð fyrir svörum. Kvað hann það ekki venju, að slíkar fyrirspurnir væru bornar fram utan dagskrár, án þess að láta ráðherra vita um það fyrir- fram. Þa^kæmi þó ekki að sök í þetta Skipti, því að málið hefði þegar verið tekið til athugunar, bæði sjálfstætt og í sambandi við umgetið frumvarp. Hefði ríkisstjórnin unnið að athugun málsins undanfarna daga ásaimt sórfræðingum sínum. í efri deild var eitt mál á dag- skrá: frumvarp til laga um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. Var það tekið út ekiki út að óbreyttum aðstæóum. I af dagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.