Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 28. ian. 1964 MORGUNBLAOIÐ 17 Soffía Sckeving Thorsteinsson Hfiitning SOSSA, látin. Þessi ógnarfrétt kom mér eins og reiðarslag, mín unga, glaða Bálasala Bíla- og benzínsalan, Vitatorgi Sími 23900. Ford Anglia ’64. Ekinn 2000 km. Skipti á diesel-jappa. Volkswagen ’62—’63. Volkswagen-rúgbrauðjfijl með gluggum. Zephyr 4 ’62. Kr. 145 þús. Rambler-station ’55. Kr. 30 þúsund. Austin, árg. ’50. Skipti á 6 manna bíl. Chevrolet ’57, 2ja dyra. Chevrolet ’56, 2ja dyra. Hard top. Chevrolet ’55, 2ja dyra. Moskwitch ’59. Góður. Skipti á yngri 4—5 manna bíl. Bedford ’62 með veltisturtum og 17 feta stálpalli. Góðir skilmálar. Benz ’61 vörubíll. Ekinn 80 þús. km. Kr. 270 þús. Við seljum bílana SIMI 23900 Tii sölu Höfum til sölu 65 tonna bát, byggðan 1960. Báturinn er með öllum nýj ustu siglingar og veiðitsekj um, ásamt veiðarfærum til línu-, þorskanetja- og síld- veiða. Austurstræti 12 Símar 14120 og 20424 V, & h **'•A-v, *• X, X 5 «<J J « I re ÍO í o'í 4 mm kýlreimar og reimskífur ávalf fyrirliggjandi VALD.POULSENf Klappirstig 29 - Simi 13024 vinkona, full af tápi o§ fjöri, þetta gat ekki verið. Torskilin er skikkan Skapar- ans og aldrei torskildari en þeg- ar svo ung manneskja er hrifin í burt í blóma lífs síns. Tómið, sem eftir er skilið getur aldrei fyllzt, en tilfinnanlegastur er missir hennar ástkæra eigin manns, Davíðs, og þeirra þriggja kornungu bama. Vera má, að sorginni létti, þó ofur lítið, með þeirri vitneskju að hér lifði um sitt lifsins stutta skeið fullkom- lega hamingjusöm kona og geisl- aði lífshamingjan og gleðin frá henni s«m vita, er lýsti leið allra þeirra er kynntust henni. Mína leið lýsti hún um tuttugu og sei ára skeið, allt frá því er leiðir. okkar fyrst lágu saman er við vorum báðar sjö ára gamlar og urðum þá óaðskiljanlegar vin- konur, bekkjarsystur og leik- félagar. Varð ég heimagángur í föðurhúsum Sossu, hjá foreldrum hennar, Jakobínu og Jóni Mat- hiesen, þar sem hún ólst upp við allsnægtir, án óhófs, aðhald, mildað af kærieika, sem hún bjó að allt sitt líf og myndaði*hið sterka, háttprúða og heilbrigða líf hennar, sem gerði hana að fyrirmynd allra ungra kvenna. Minnisstæð em okkar bernsku- brek, oftast hlátur, sjaldan grát- ur, þvi að Sossa, íifsgleði, ham- ingja og kátína gengu hönd í hönd og alltaf var fullt af lífi og fjöri, þar sem Sossa var stödd. Leiðir okkar lágu saman gegn- um barnaskóla, Flensborgarskól- ann og Menntaskólann og voru vináttu og tryggðarböndin sem við bundumst á þessum árum órjúfanleg, þó að ég flyttist bú- ferlum til fjarlægs lands að Menntagkólanáminu loknu. Hjónaband þeirra Sossu og Davíðs Soh. Thorsteinson var með slíkum farsældum að þau gáfu öðrum ungum hjónum hug sjón að stefna að. Var hamingja þeirra fullkomnuð er þau urðu foreldrar þrisvar sinnum, eign uðust tvær dætur og einn son og var Sossa jafn frábær móðir sem eiginkona. Nú hefur hún verið kölluð burt fyrirvaralaust og að óloknu ævistarfi, en hún hefur reist sér ævarandi minnis- merki í huga allra þeirra ér nokk urn tíma þekktu hana. Er leiðir skiljast nú á ný, hugljúfa æskuvinkona, kveð ég þig í þeirri vissu að við hittumst á ný handan hinnar miklu móðu, sem nú aðskilur okkur og alla þína ástvini. Halla G. Linker. Ögmundur Sigurðsson — rafvirki — Kveðja í rökkrunum roðar af degi, nú rís þér Guðs náðarsól. Við kveðjum þig klökkir á vegi. Kristur, hann veiti þér skjól. Þökk fyrir handtakið hlýja, hreystina, störf þín og dáð. Vermi þig vorið hið nýja. Þú vist hafðir plægt og sáð. Þar ofar í fögnuði, friði nú fagna þér göfugir menn. Þeir safna í ljósheimi liði. Þeir lifa, þeir starfa þar enn. Þar uppi við orkunnar blossa, þar ilma hin lifandi blóm við gullbjarmans fallandi fossa, við friðsælan, blíðan órru Klukknanna himnesku hljómar þar helga sinn bjarkarlund. Stöðin hans Steingríms þar Ijómar við strauminn, á ræktaðri grund. Hvert logabál Iyft getur fargi, hver lind virðist jöklinum skyld. Allt það, sem byggt er á bjargi, gr blessað af hugrænni snilld. Á velsældar hóglífi hyggja menn hreyknir, sem vantar þor. Víða á landi hér liggja um leiðir þín karlmennsku spor. Menn helgustu rökfræði rengja. Hvert ríki skal Guðk lögum háð. Þú kunnir þá töfra, að tengja með tækni hvern háspennuþráð. Hólmfríður Bergsdóttir IViinning SJÁ dagar koma, ár og aldir líða, engin skilur tímans þunga nið. — Þó þessar ljóðlínur skáldsins hafi óneitanlega mikið við sig, þá er það nú svo að flest mann- anna börn vita að svona er þessu farið. Menn fæðast. og deyja, miklir viðburðir gerast. Vor kem- ur að vetri. Öld af öld er borin og tíminn flýgur áfram. Manneskja á langri vegferð frá vöggu til grafar, lítur til baka frá önnum dagsins, og sér að þrátt fyrir þrotlaust erfiði, fátækt og margs konar mótlæti, er lifið steinsnar eða eins og þægileg næturvaka. Ein slík kona, norður í Skaga- firði, slitin að kröftum, örþreytt, er dáin. Hólmfríður Bergsdóttir, Yzta Hóli í Sléttuhlíð, andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 8. nóv. sl. eftir stutta legu og var jarð- sungin að Felli 18. s.m., við fjöl- menni. Hólmfríður var fædd á Ólafs- firði 29. marz 1886. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Helga- dóttir og Bergur Jónsson, dugnað ar og sæmdarhjón, enda ekki heiglum hent að sjá fyrir 14 börn um sem flest komust til fullorðins ára. Aðeins tvö þeirra systkina eru nú á lífi þegar þetta er skrif- að. Það gefur auga leið að fjöl- skyldan hefur orðið að vera samhent til lífsbjargar, börnin orðið að vinna hörðum höndum, þegar stætt var, án þess að fá gæsir á silfurfötum. Tíminn líður og systkinahópurinn fer í vinnu- leit. Hólmfríður fór til Siglufjarð ar, þar vann hún í ýmsum vistum eða að hverjú sem að höndum bar, því allir vildu hafa Hólmfríði í vinnu, alls staðar var hún auð- fús fyrir dugnað og trúmennsku. Árið 1915 verða tímaskipti í lífi Fríðu, en svo var hún kölluð af vinum hennar í Sléttuhlíð. Trygg og góð vinátta hafði tekizt með fóstursystrum mínum og henni sumurin áður á Siglufirði og þær boðið henni í sveitina. — Fyrstu kynni okkar voru þau að um haustið þetta ár, var ég í kindastúási nokkuð langt frá heimili mínu svo ekki sást þang- að heim, þá sá ég konu sem ég ekki kannaðist við og auðséð var að hún var ókunnug þar eða hún fór ekki alfara leið. Mér var ekki um ókunnugt fólk þegar ég var krakki og þess vegna tók ég þann kostinn að ganga þvert úr leið. En þá kallaði þessi vegmóði ferðalangur til mín mjög vin- samlega: -— Ert þú ekki frá Mýr- um, elskan? Eða er ég ekki á réttri leið? Á meðan ég greiddi úr svörum hennar var hún alltaf að slá mér gullhamra og klappa mér og að síðustu gaf hún mér döðlupakka óg einn léttan koss á vangann. Engin móðir gat tek- ið barni sínu betur en þessi óþekkta kona gerði við óþekktan drengstaula. Þannig var hún mér ætíð og öllum sem höfðu minni hlut. Nærri má geta hvort þessi kona hefur ekki skipað veglegt rúm í brjósti 10 ára barns. Fríða fór ekki aftur. Hún var um árabil hjá fósturforeldrum mínum og tengdist sterkum vin- áttuböndum bæði fjölskyldu minni og öllum þeim er henni kynntust.- Árið 1917 byrjaði hún sinn eig- in búskap með Finnboga Sveins- syni, sem var húsmaður Hjá okk- ur. Ekki var prestur þar til kvaddur, þau gáfu hvort öðru hönd sína og hjarta og aldrei bar þar neinn skugga á, að ég til veit. Það hefur verið þeim nóg til að blása í glæður þess varma, sem fylgir báðum að leiðarenda. Fríða var myndarleg gæðakona sem alltaf var fjörleg í viðmóti hvað sem í móti blés. Segja mátti að oftast hlægi hún hæst þegar freklegast gekk henni sjálfri í móti. En ef eitthvað þjakaði aðra sem hún þekkti eða vini hennar, var hún harmi slegin og vildi 'bæta það á allan hátt, bæði í orði og verki. Hún var mikill höfðingi í orðsins fyllstu merkingu, Herku les í starfi, stór í lund, sterk þeg- ar eitthvað á móti blés en hjart- að gott sem undir sló. Eins og áður segir var Fríða eftirsótt til vinnu og þeir sem til þekktu vissu að engin tók af henni við ■ » rakstur. Því var það eftir lang- an óþurrkakafla á engjaslætti að Tómas Jónasson, þá bóndi að Miðhóli og síðar kaupfélagsstjóri í Hofsós, falaði Fríðu í vikutíma til heyvinnu, og lofaði góðu kaupi. Tómas var rómaður á- huga- og afkastamaður að hverju sem hann gekk og gerði miklar kröfux til hjúa sinna sem og til sjálfs síns. Fríða byrjaði kl. 8 á mánudagsmorgni. Seinna segist honum svo frá um frammistöðu kaupakonunnar: — Ég veitti henni athygli á mánudagsmorg- un og fannst mikið til koma, mér datt í hug hvort hún kastaði svo létt af hrífunni á laugardags- kvöld en einmitt þá fór hún á sínum beztu kostum og anzaði ekki kalli mínu svo að ég varð að skipa henni að hætta. Bæði voru ánægð með viðskiptin, því Fríðu voru borgaðar kr. 10 fram yfir umsamið kaup. Eins og vitað er fór ekki mikið fyrir menntun alþýðufólks fyrir og um aldamót, enda það föndur ekki sett í ask- ana. Að sjálfsögðu hefur Fríðu langað til að menntast eins og svo marga aðra, því hún var vel greind og kom skemmtjlega fyrir sig orði, skrifaði snotra rithönd og las svo vel að unun var á að hlíða. Þau Fríða og Finnbogi bjuggu á ýmsum bæjum í Sléttuhlíð við lítil efni en snotur. Allt var prýtt og fágað úti og inni, því að þrifn- aður var þeim báðum í blóð bor- inn. Ekki var þeim barna auðið en tóku fósturbarn sem þau gengu í foreldrastað. Elsku Fríða mín. Við vinir þínir sem þekktum þig bezt, vott- um að þú varst hetja í starfi, einnig í gleði og sorgum og von- um að þú sért það líka í dauð- anum. Fólk mitt sem til þín þekkti þakkar þér allt elskulegt og óskar þér Guðs blessunar í landinu eilífa. Ennfremur vottum við Finn- boga Sveinssyni og fósturdóttur, Sigrúnu Hansdóttur, dýpstu samúð. Bjarni M. Jónsson. Þú lauzt þínum herra hljóður, þú heyrir þann blíðasta róm. Nú skín þér hver eilífðar óður við upphimins leyndardóm. Niðar í húminu hljóða, hrynjandin, straumþunginn blár. Allt lofar goðann hinn góða, glitrandi stjarnan, hvert tár. Sigfús Elíasson. Valdimar Benónýsson á áttræðisafmælinu 28/1 1964. Ætti ég Ijóðstafa listfagurt mál og léki á strengina skæra, skyldi ég, vinur minn, skenkja þér skál og skörunginn áttræðan mæra. i Þó ættirðu stundum í erfiðisraun í einyrkjans torsótta starfi, — en vantaði kannski á kostnað- arlaun að kvöldi í gulltryggðum arfi? Víst munu börnin þin bera þann vott, og birta með verðugum sanni, að veganestið var göfugt og gott er gafst þeim í foreldra ranni. Ævin þó liði við störf og við strit, stopult sé tíðum með gjaldið, skerti það ekki þitt skáldmærings vit, skáldguðinn átti þar valdið. Ljóðin og vísurnar vitni þess ber, vandi er sizt um að dæma, að verði þau Ianglíf í landinu hér og lofinu höfundinn sæma. Þó líði á veginn og komið sé kvöld, krýnir þó endaðan daginn, er síbjartur kvöldroði situr við völd Þá sólin er hnigin í Æginn. Verði þér kvöldið sem vorkvöldln löng vafin í ljósgeislatrafið. íslenzku svanirnir syngi þér söng unz sólin er runnin í hafið. Pétur Ásmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.