Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 28. jan. 1964
MORGUNBLADID
23
Söguleg ökuferð
yy
El Cid“ í Laugarásbíói
Laugarásbíó frumsýnir í
kvöld stórmyndina „E1 Cid“
með Charlton Heston og
Sophiu Loren í aðalhlutverk-
um. Mynd þessi er tekin á
Spáni, og fjallar um ævi
spánska riddarans Rodrigo de
Bivar, sem uppi var fyrir um
níu hundruð árum og er nú
þjóðsagnahetja. Þetta er mikil
mynd og 9tendur sýningin í
um 314 klukkutíma.
Efni myndarinnar skal ekki
rakið hér, en þó tekið fram
að þar er skýrt frá innbyrðis
deilum konunganna í smá-
ríkjunum á Spáni og deilum
kristinna manna og Mára, og
loks frá baráttu Rodrigo de
Bivar, sem Márar gáfu heið-
ursnafnið E1 Cid, fyrir sam-
einingu Spánar.
Auðunn Hermannsson fram
kvæmdastjóri, gaf blaða-
möíinum kost á að sjá sýningu
þessa fyrir helgi. Myndin • er
tekin á TOOD-AO 70 milli-
metra filmu, og til að sýna
kosti filmunnar voru fyrstu
15 mínútur myndarinnar sýnd
ar tiil skiptis á TODD-AO og
á venjulega 35 millimetra
CinemaScope filmu. Munur-
inn er mjög mikill, því dýpt
myndarinnar verður allt önn-
ur, líkust því sem áhorfandinn
sé þátttakandi í leiknum. Þá
er filman með 6 rása Stereo-
tón, sem enn eykur ánægjuna.
Frábær
fótbolta-
mynd
KNATTSPYRNUSAMBAND
tslands hefur keypt eintak af
kvikmynd af leik enska lands-
liðsins og úrvalsliðs annarra
landa heims, sem háður var á
liðnu hausti. Leiknum lauk
með sigri Englendinga, 2-1.
KSÍ sýndi fréttamönnum
myndina á laugardag. — Er
myndin afar góð, sýnir vel há-
nákvæmar sendingar, fallegar
leikfléttur og annað listrænt,
sem skapað hefur knattspyrn-
unni sess sem vinsælasta í-
þróttagrein vorra tíma. Þarna
sjást og að verki hæstlaunuð-
ustu atvinnumenn í greininni.
Myndin verður sýnd í Tjarn
arbæ og hefjast sýningarnar á
fimmtudag.
- /þróff/r
Framh. af bls. 22
siðar þrumaði Reynir öðru víta-
kasti í stöng.
Baráttan reyndist búin. En
vonir KR ukust er Gunnilaugi
Hjálmarssyni var öðru sirmi
vísað aí velli fyirir ósæónilega
hegðun, sem stafaði af gleði yfir
gengi liðs hans. í 5 mán vaæ
hann af velli í refisingu og gat
sannarlega illa fiairið fyxir ÍR-
liðinu. En liðsmenn léku af var-
úð mikilli og svo fór að 5 mín.
fjarvist Guinnlaugs kom ekkd ÍR
að ógagni heldur skoraði liðið
3 mörk gegn 1 á þessum tima.
'Lokasitaðan varð 28—17. Að visu
stóð 29—17 á töfilunni en marka-
taflan er oft ónákvæmlega færð
að Hálogalandi þirátt fyrir marg
ar umkvartaniir.
ÍR liðið eflist með hverjum
leik. Gunnlauguir er driffjöður
liðsins og nú kominn í mjög
góða þjálfun. En leikaraskap og
skrípailæti bar að áfellast, þótt
slíkt veki stundum kátínu með-
aj áhorfenda. En liðið er mjög
jafnt, hvergi veikur hlekkur og
allir geta skorað, jafnt hiniir
eldri sem þeir ágætu nýliðar
sem liðið skipa. Það gerir liðið
ávallt hættulegt samfaira því
sem liðið á nú ágaetum mark-
vörðum á að skipa, og auka
gengi þess.
KR liðið var nú kveðið f kút-
inn. Það náði sér aldiei á strik
nema rétt fyrir. Línumenn voru
lokaðir af og langskyttur fengu
ekki notið sín nema að litlu
leyti. Sigurður Johnny mark-
vörður fékk bjargiað liðinu frá
stórtapi með ágætri markvörzlu
framan af.
og árshátíð
Sjálfstæðisfélags
Garða- og Bessa-
staðahrepps
VEGNA mjög mikillar aðsóknar
» árshátíðina eru félagsmenn
áminntir um að ná í aðgöngu-
miða sina ekki síðar en á fimmtu
dagskvöld. Miðarnir fást hjá
eftirtöldum mönnum: Kristni
Gíslasyni, Hlíð, Einari Halldórs-
syni, Setbergi, Magnúsi Guð-
mundssyni, Felli, Kristjáni Guð-
mundssyni, Bílaverkstæði Hafn-
arfjarðar, Eyþóri Stefánssyni,
Akurgerði, Bjarna Ágústsyni,
Ásgarði, Einari Ólafssyni, Gests-
húsum og Sveini Ólafssyni, SiLf-
urtúoi.
Akureyiri 27. jan.
NÍTJÁN ára Dalvíkingur fór
stutta en afdiriflaríka ökuflerð
hár í bæ um kl. 1 sJ. sumnudags-
nótt á Pontiac-fólksbíl, seim var
hartnær jafn gamall ökumanni
og þar að auki bremsiu- og
keðjulaius.
Ökuferðin hófst i Kambsmýri,
síðan var sveigt til vinstri og
ekið eftir Löngumýri þar sem
brátt tók við snarbrött brekka.
Þar tók hemla- og keðjuleysið
að segja til són enda var nýfall-
inn srnjór og hál ka nokkur. —
í sunnudagsblaði Mbl. var frá
því skýrt að Lýður Lárusson
hefði beðið bana, er bifreið hans
valt innan við Grundarfjörð.
Hér birtist mynd af Lýð, en
hann var maður um þrítugt, ó-
kvæntur og barnlaus.
Ekið á mann á
Nóatúni
UMFERÐARSLYS varð um kl.
21.45 sl. laugardagskvöld á Nóa-
túni á móts við húsið nr. 26. Þar
varð fullorðinn maður,' Baldur
Steingrímsson, verkfræðingur,
Baldursgötu 9, fyrir fólksbíl og
slasaðist allmikið.
Nánari atvik eru þau, að bíln-
um var ekið norður Nóatún og
■segir ökumaður, sem var stúlka,
að sér sé ekki ljóst hvaðan mað-
urinn kom, en hann hafi birzt í
ljósgeislanum fast fyrir framan
bílinn allt í einu.
Stúlkan hemlaði en Baldur
mun hafa um það leyti skollið
framan á bílinn, kastaðist upp á
vélarhlíf hans, og barst með hon-
um nokkurn spöl og kastaðist í
götuna er bíllinn stanzaði.
Baldur var fluttur í sjúkrabíl í
Slysavarðstofuna og þaðan í
Landakotsspítala. Hann er all-
mikið slasaður.
Slys við ísaf jörð
ísafirði, 27. jan.: —
Það slys varð laust fyrir mið-
nætti í gærkvöldi að fólksbif-
reið, sem var á leið frá Hnífsdal
tii ísafjarðar hvolfdi. Stór-
skemmdist bíilinn, en tveú
menn, sem í honum voru sluppu
ómeiddir. Mikil hálka var á veg
inum og missti bílstjórinn stjórn
á bílnum er hann var á 50—60
km hraða, rann bíilinn út á veg
arbrúnina og skall þar á steini
og hvolfdi yfir sig upp fyrir veg
inn. Var mesta mildi að ekki
varð slys á mönnum, en svo vildi
til að laut var undir þar sem þak
ið kom niður og lagðist það því
ekki saman. — H.T.
WASHINGTON, 27. jan. AP:
# Lyndon B. Johnson, forseti
hefur skipað James D. Bell,
næsta sendiherra Bandaríkj-
ana í Malaysia-ríkjasamband-
inu. Bell hefur um langt skeið
verið sérfræðigur um málefm
Suð-austur-Asiu.
Rann bíilinin nú á miklum hraða
ofan brekkuna þvert yfir
Byggðaveg og lemti þar á sendia
bíl, sem stóð á austurbrún göt-
unnar. Við höggið kasitaðist hinn
síðamefindi á ljósastaur og
skemmdist allmikið. Fointiacbíll-
inn var lélegur fyrir, en skán-
aði ekki við þetta óhapp. Má
heita ónýtur, en ökuimaður slapp
ómeiddur og tók til fótanna. —
Hann var handtekinn um tveim-
ur klukkustundum siðar og færð
ur tiil blóðlrainnsóknar. Reyndist
hann vera undir áfengisáhrifum
og var þar að auki próflaus.
Dalvíkingwinn hafði samáð
um kaup á bílnum í október í
haust, en ekki staðið skil á um-
sömdum greiðslum svo að hinn
fyrri eigandi hafði sótt bílinn til
Dalvíkur fyrir alllöngu og
geymdi hann á götunni firaman
við hús sitt. Dalvíkinigurinn
vildi ekki una því og hugðist
nú sækja bílinn og aka honium
til Dalvíkur aftur án vitundar
seljanda, en ferðin varð skemmri
en til var aetiazt
— Sv. P.
— Eyrarbakki
ana upp sandlbaikkann, því
þeú vilja spóla og drátarþíll-
inn hefur jafnvel taug upp í
bakkann. Þetta er þungt
hlass. En það sÆgur áfram,
eftir f jörunni á samtals 70—80
hjólum. Og á næsta háflæði
verður báturinn kominn nið-
ur í fjöruborðið rétt austan
við bryggjuna og flýtur upp,
þegar sjórirm gengur á land.
Eyrabakkaskipstjórar fram-
tiðarinnar
Það er ekki á hverjum degi
sem slíkt æfintýri rekur á
fjörur Eyrabakkadrengjanna.
Þeir standa þarna í hóp og
horfa á hverja hreyfingu
manna, bíla og báts. Rúnar
Eiríksson segir okkur að hann
hafi komið út í fjöruna á
hverjum degi síðan bátinn
rak upp- — Svolitla stund á
hverjum degi, en ekki samt
skrópað í skólanum.
Allú segjast strákarnú
ætla að verða sjómenn, þeg-
ar þeir verða stórú. Þeir eiga
báta, sem þeir hafa smíðað,
og þeim sigla þeir í fjöru-
borðum. — Þeir bátar slitna
aldrei upp af bólunum. Og
þó þeú gerðu það, mundi
ekki þurfa að kalla Björgun
á vettvang.
Snaggaralegur patti kemur
eftir fjörunni. Hann er klædd
UT' sjóbuxum og hefur hend-
urnar dpúpt niðri í vösunum.
Þarna er kominn Sigfús son-
ur Ása Markúsar, stýrimanns.
— Sonur minn heldur til í
fjörunni, segir Ási stoltur.
Um daginn kom Reykjavíkur-
strákur og Sigfús fór með
hann út i fjöru, til að kenna
honum að vaða. Þeir komu
mittisblautir til baka. Það er
óhætt. Hér hefur aldrei orðið
slys á börnum við sjóinn. Sig-
fús fer líka svo rólega, hann
er þetta einn á göltri í fjör-
unni.
— Pabbi hefur smíðað
marga báta banda mér, segir
Sigfús. Og er ákveðinn í að
verða skipstjóri einhverntíma.
— Alþjóðleg
Framhald af bls. 1.
stjómarinnar í Kýpurdeilunni.
Jafnframt hélt landivarnaráð-
herra Grikklainds fundi rmeð yfir-
mönnum hersins. Var upplýst að
þeim loknum, að fréttir hefðu
borizt um grunsamlegar ferðir
tyrkneskra herskipa norður af
Kýpur. Fregnir frá Ankara
herma, að Ismet Inonu, farsætis-
ráðherra Tyrklandis hafi haldið
fund irneð yfirmönnuim tyrk-
nesika hersins. Var haft eftir for-
sætisráðlherranuim, að umræðum
ar um Kýpurdieilurnar gengju
hvorki né ræki.
— Frakkland
og Kina
Framhald af bls. 1.
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
viðtali við fréttamenn, er hann
fór frá London í dag, að viður-
kenning Frakka á Pekingstjórn-
inni hlyti að valda alvarlegum á-
hyggjum frjálsra manna um
heim allan. Sagði hann leiðtoga
ýmissa Asíuríkja, er hann hefði
talað við, hafa verið uggandi við
afleiðingarnar.
í Bonn ítrekaði talsmaður vest-
ur-þýzku stjórnarinnar þá af-
stöðu hennar, að æskilegt hefði
verið að Frakkar hefðu rætt um
fyrirhugaða viðurkenningu Pek-
ingstjórnarinnar við bandalags-
ríki sín. Væri það þó von vestur-
þýzku stjórnarinnar að þessi á-
kvörðun hefði ekki alvarlegar af-
leiðingar. Jafnframt upplýsti tals
maðurinn, að Erhard, kanzlara,
hefði ekki verið skýrt frá fyrir-
ætlun frönsku stjórnarinnar, er
hann var í París fyrir nokkrum
dögum.
Afstaða Sovétstjórnarinnar kem
ur fram í málgagni hennar, Iz-
vestia, í dag, en þar segir í rit-
stjórnargrein, að ákvörðun
Frakka um að viðurkenna Pek-
ingstjórnina muni efla hugmynd-
ina um friðsamlega sambúð þjóða
er búi við mismunandi þjóðfé-
lagsskipan.
★ Fylgja fleiri á eftir?
Frakkland er 49. ríkið sem
viðurkennir opinberlega Kín-
verska alþýðulýðveldið. — Af
NATO-ríkjum hafa Noregur, Dan
mörk, Holland og Bretland (þeg-
ar árið 1949) viðurkennt það og
ennfremur Svíþjóð, Finnland og
Sviss. Kúba er eina landið í Amer
íku, sem hefur viðurkennt Pek-
ingstjórnina. Af 35 sjálfstæðum
Afríkuríkjum hafa þrettán þegar
viðurkennt stjórnina og fleiri eru
talin fylgja í kjölfar viðurkenn-
ingar Frakka, ekki sízt þar sem
Chou En-lai, forsætisráðherra Al-
þýðulýðveldisins, er um þessar
mundir á ferðalagi í Afríku. For-
seti Madagaskar, Philibert Tsiran
ana, hefur þó lýst sig andvígan
ákvörðun Frakka.
— Alþingi
Framh. af bls. 8
frá þvi eftirliti, sem hann og
starfsmenn hans hafa með hönd-
um, og m.a. eru að sjálfsögðu
framkvæmdar bókhaldsrannsókn
ir, eins og þær, sem hv. 5. þm.
Austf. talaði um.
Hins vegar hefur það verið í
undirbúningi nú undanfarið, að
gera breytingar á eftirliti með
framtölum. Ég vil minna á það,
að í fjárlagaræðunni 22. okt. sl.
komst ég svo að orði: „Nú er unn-
ið að því að koma á fót sérstakri
eftirlits- og rannsóknardeild við
embætti ríkisskattstjóra til þess
að hafa strangt og víðtækt eftir-
lit með framtölum og fram-
kvæmd laga um tekju- og eigna-
skatt, útsvör, aðstöðugjöld og
söluskatt". Þessi eftirlits- og rann
sóknardeild hefur verið undirbú-
in og tekur bráðlega til starfa.
Henni er ætlað það verkefni, að
reyna að koma á sem öruggustu
eftirliti með framtölum og fram-
kvæmd laga um öll þessi atriði“.
— Dugmikill
Framh. af bls. 3
vetur, en nú er svo komið
um legufærin, að stór hluti
keðjanna á þeim er kominn
undir aur, sem rennur fram
á leguna frá uppfyllingu hafn
arinnar í Norðurvör.
— Ég var í dag að flytja
bátinn til Grindavíkur og'við
munum róa þaðan um sinn,
því að það er ekki hægt að
liggja í Þorlákshöfn meðan
veður eru jafn ótraust og nú.
Gæti verð hægt, er lengra
kemur fram á.
— Ég vildi mega spyrja
hvað mikið er búið að leggja
í Þorlákshöfn af fé meðan við
höfum fengð 10 m framleng
ingu á garðinum og jarðfyll-
inguna á keðjurnar okkar á
legunni. Meðan við sjáum ekki
meiri árangur getum við ekki
treyst viðleguplássi þarna.
Þannig fórust Guðmundi
Friðrikssyni skipstjóra orð er
blaðið átti tal við hann 1
Grindavík í gær.