Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. jan. 1964 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason.frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Augiýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aða.lstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. ! lausasölu kr. 4.00 eintakih. KOSNINGARNAR í VERKALÝÐS- FÉLÖGUNUM ¥¥ið árlega stjórnarkjör í verkalýðsfélögunum er hafið og nú um helgina var kosið í þremur stórum félög- um í Reykjavík; Iðju, Þrótti ög Dagsbrún. í Iðju voru þrír listar boðnir fram, með því að Framsóknarmenn höfðu þar sérstakan lista, en í hinum félögunum voru listarnir tveir. í Iðju urðu úrslitin þau, að stjórnin hlaut hlutfallslega nokkru meira fylgi en í fyrra. Hins vegar töpuðu bæði kommúnistar og Framsóknar- menn. Þannig hefur iðnverka fólk enn einu sinni vottað stjórn félags síns fyllst?. traust. Þessi úrslit eru sérlega ánægjuleg með hliðsjón af því, að kommúnistar hafa mjög legið forystu Iðju á hálsi fyrir að ganga til samn- inga í desember, en það var einmitt frumkvæði það sem Iðja og verzlunarmenn tóku, sem olli því að lausn fékkst í deilunum fyrir jól. Iðnverkafólkið þefur sýrU, að það var sammála stjórn sinni um það að verkföll ætti að reyna að leysa og það gerði sér einnig fulla grein fyrir því, að kjaramálunum er bet- ur borgið í höndum manna sem ekki láta pólitískt ofstæki villa sér sýn. Úrslitin í vörubílstjórafélag inu Þrótti voru einnig mjög ánægjuleg. Þar sigruðu lýð- ræðissinnar og tóku völdin í félaginu eftir margra ára valdatíma kommúnista. Kommúnistar héldu hins vegar velli í Dagsbrún eins og fyrirfram var vitað, enda hafa þeir hagrætt kjörskránni í því félagi á þann veg, að engin von er til þess að lýð- ræðissinnar geti sigrað. Á kjörskrá þeirri, sem kommúnistar útbúa við Dags- brúnarkosningar eru lítið fléiri verkamenn en fyrir 25 árum, þótt íbúafjöldi í Reykjavík hafi meira en tvö- faldazt á því tímabili. Sýnir það gleggst, hvaða brögðum er beitt til þess að útiloka' verkamenn frá áhrifum á for- ystu í Dagsbrún. AÐGERÐIR RÍKISST JÓRNAR INNAR IVegar samið’var um 15% al- ríienna kauphækkun í desember, sem kom til við- bótar svipaðri launahækkun fyrr á árinu, gerðu allir sér ljóst, að einhverjar ráðstafan- ir yrði að gera í efnahags- málunum til að greiða fyrir útflútningsframleiðslunni. — Kommúnistar ætluðu sér að knýja fram svo mikla kaup- hækkun að gengisfelling yrði óumflýjanleg. Gengisfelling- una átti síðan að nota til árása á ríkisstjórnina og til að koma á nýjum verkföllum og al- gjöru upplausnarástandi. Ríkisstjórnin hefur nú gert grein fyrir tillögum sínum til lausnar vandanum og er þar um að ræða nokkra hækkun söluskattsins. Menn höfðu búizt við því, að nauðsynlegt yrði að grípa til víðtækari ráðstafana en þessarra, og þess vegna hefur þeim verið vel tekið og al- menningur telur að skynsam- lega hafi verið að farið. Stjórnarandstæðingar höfðu gert sér vonir um, að vinna stórsigur í kosningunum í verkalýðsfélögunum, þar sem nýir skattar eru auðvitað allt- af óvinsælir og frumvarp rík- isstjórnarinnar kom fram nokkrum dögum áður en kos- ið var í stóru félögunum í Reykjavík. En það hefur sýnt sig, að fólk gerir sér grein fyrir því að ekki er unnt að kenna rík- isstjórninni um þessa skatt- lagningu. Hún er bein afleið- ing af því að tillögum stjórn- arinnar um lausn desember- verkfallanna var hafnað. Auðvitað hefði verið hag- kvæmara, að haga kaupkröf- unum þannig, að ekki hefði reynzt óhjákvæmilegt, að grípa til þessarra ráðstafana, en úr því sem komið þar, þýddi ekki anhað en bregðast réttilega við vandanum og það hefur verið gert. TAKMÖRKUN FRAMKVÆMDA A uk þess sem frumvarp rík- ^ isstjórnarinnar í efna- hagsmálum miðar að því að létta byrðar útflutningsfram- leiðslunnar, er þar að finna ákvæði þess efnis að ríkis- stjórninni sé heimilt að fresta framkvæmdum, sem fé er veitt til á fjárlögum, ef at- vinnuástand krefát þess. Hér er um að ræða mikil- væga heimild fyrir stjórnina til að hafa áhrif á vinnumark- aðinn, ef nauðsyn krefur. Medl'ylgjandi mynd var tekin sl. laugardag, er brezkir hermenn komu flugleiðis til Nairohi í Kenya. Þeir eru þarna að leika sér að lltlum apaketti, er þeir hafa með sér sem einskonar vernd argrip. in á Zanzilbar, þ. e. a. s. komm únistar, mest kínverskir eða kúlbanskir, stæðu þar að baki — og notfærðu sér andúð blökkumanna gegn Evrópu- mönnum og Aröbum. Stjórnir landanna óskuðu þegar eftir aðstoð brezkra hermanna við að halda uppi lögum og reglu og virðist nú allt með kyrr- um kjöruim. Afríkuleiðtogar kalla Breta til aðstoðar • Róstusamt hefur verið a® undanförnu í ýmsum sjá.lf- stæðum ríkjum Austur-Afr- íku, — fyrrverandi brezkum nýlendum, Kenya, Uganda, Tanganyika — eftir að bylt- ing var gerff í Zanzibar og soldáninn þar hrakinn frá völdunu • I gær hermdu fregnir frá Dar Es-Salaam, höfuðborg Tanganyika, að forseti lands- ins Julius Nyerere, hefði ósk- að eftir því að boðað verði til aukafundar í Einingarstofnun Afríkuríkja í febrúar næst- komandi. — Verði þar fjallað um þá alvarlegu hættu, sem öryggi Afríkuríkja stafi af uppreisnartilraunum í líkingu við þær, sem gerðar hafa ver ið í fyrrgreindum ríkjum síðustíi daga. ©í annarri tilkynningu stjórn ar Tanganyika segir, að ekk- ert bendi til þess að atburð- imir í Kenya, Uganda °S Tanganyika séu af komnr.ún- ískum rótum runnir, og beri að harma, ef kalda stríðið verði dregið inn í málefni ríkja Austur-Afríku. Eftir byltinguna í Zanzibar koim, sem kunnugt er, til upp- reisnartilrauna í hverjum , þesaara þriggijia ríkja. Var ástæðan sögð óánægja her- manna með kaup og kjör, en margir voru þeirrar skoðunar, að uppreisnartilraunirnar væru af sömu rót og bylting- Milton Obote, forsætisráð- herra Uganda sagði í gær, að 500, menn hefðu verið reknir úr her landsins og sendir hver til síns heima. Frá Nairobi í Kenya bárust þær fregnir, að 200 hermenn af 500, sem handteknir voru, hefðu verið látnir lausir, þar eð þeir hefóu hvergi nærri upp- reisnartilrauninni þar komið. Og frá Norður-Rhodesíu bár- | ust þær fregnir, að forsætis- ráðherrann nýi, Kenneth Kaunda, hefðí skotrað á her landsins að styðja stjórnina og bvatt þingmenn til þess að samþykkja frumvarp um bætt kjör hermanna. / Framhatd á bls. 13 5» Stjórninni hefur verið legið mjög á hálsi fyrir það, að gera ekki nægilega róttækar ráð- stafanir til að stemma stigu við þenslu á síðasta ári, en nú aflar hún sér heimildar til að gera ráðstafanir sem nægja til að koma í veg fyrir að aftur sígi á ógæfuhliðina. Hér á landi blasa verkefnin hvarvetna við og okkur hætt- ir til að ætla að framkvæma alltof mikið í einu. Afleiðing- in verður oft sú, að byrjað er á mörgum verkefnum, en síð- an dragast framkvæmdir úr hófi, bæði vegna manneklu og fjárskorts, en auk þess veldur mikil umframeftir- spurn eftir mannafla því oft, að ver er unnið en ella og óhagkvæm vinnubrögð líðast. Þess er svo einnig að gæta, að víða hefur mjög skort vinnuafl við útflutningsfram- leiðsluna, en auðvitað veltur á mestu að tryggja henni nægilegt vinnuafl. Af öllum þessum ástæðum er mjög heppilegt, að ríkis- valdið hafi heimild til að fresta framkvæmdum, ef nauðsyn krefur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.