Morgunblaðið - 07.02.1964, Page 2

Morgunblaðið - 07.02.1964, Page 2
2 MORGUNBLAÐID ! Föstudagur 7. febr. 1964 N Mikil fjölgun bygging- arhæfra lóða á árinu Á fundi borgarstjómar í gær- kvöldi gaf Geir Hallgrímsison borgarstjóiri svofel Idar upplýs- ingar: Á þessu ári verða alls tilbún- ar til úthlutunar lóðir fyrir 9Ö0 —986 íbúðir í Kleppsholti, Elliða vogi og í Selási og Árbæjar- blettum. >ar af verða 722—756 íbúðir í fjölbýli, 52—84 í tvíbýli, 39 í raðhúsuim og 87—107 í ein- býlishúsum. — Enn fremur er gert ráð fyrir 1100 íbúðum í Fossvogi, en væntanlega verð- ur það svæði ekki byggingar- haaft fyrr en á árinu 1965. að lóðarhafar gætu fengið mæli- blöð í hendur og látið teikna og innt af hendi annan undirbún- ing, en borgarverkfræðingur telur sig þurfa þriggja mánaða afihendingarfrest. Vinnuaflsskort ur gæti þó tafið framkvæmd ir. Sé miðað við mat lóðanefndar og borgarverkfræðings um ra.un- verulega tölu óafgreiddra lóða- umsókna má ætla, að unnt verði að fullnægja eftirspum eftir fjölbýlishúsum á árinu og tölu- vert verður komið til móts við eftirspurn eftir öðrum tegund- um byggingalóða. Hér sjást fjórir stórir trukkardraga mb. Kristján Guðmundsson eftir fjörunni á Eyrarbakka. ______ (Ljósm.: Kristján Sigrurðsson. Úthlutun ætti að geta farið fram í mai til júníloka, þannig Bauð fram aðstoð slna — og hvarf með geneverkassann í GÆR fór veitingamaður einn í Reykjavíik í Nýborg til þess að sækja áfengi. Keypti hann þar einn kassa af Gene- ver og bar hann út í bíl sinn. Miðja vegu bar að mann, sem bauðst til að halda á kassan- um, og þáði veitingamaður- inn það. Settu þeir kassann síðan í félagi inn í bílinn, en síðan brá veitingamaðurinn sér aftur inn til að greiða kassann. Er hann kom út aft- urvar hinn hjálpsami horfinn á brott og með honum Gene- verkassinn. Veitingamaðurinn bar kennsl á manninn, sem er utanbæjarmaður. Náðist hann í Hafnarfirði seint í gær- kvöldi, og var settur inn. Um örlög geneversins var lítt vit- að í gærkvöldi. England — „heimsliðið“ í Gnmln Bíói KNATTSPYRNUMYNDIN frá leik Englands og „heimsliðsins" var sýnd í Gamla bíó um s.l. belgi við góða aðsókn og mikinn fögnuð. Ákveðnar eru fleiri sýn- ingar og verður sú næsta í Gamla bíó á morgun, laugardag, kl. 3 síðdegis en aðgöngumiða- sala hefst kl. 2. Afli Akranesbáta Akranesi 6. febr. HINGAÐ kom árla í morgun Haraldur með 1500 tunnur af síld og Hannes Hafstein frá Dalvík með 18000 tunnur. Vinna hófst strax við síldina. Haraldur tók þorskanótina um borð ef ske kynni að hann rækist á loðnu- ger og þorsk í torfu uppi í sjó. — Afli línubátanna 17, sem lönd- uðu hér í gær, var samtals 105 tonn. Aflahæstur var Sólfaxi með 12 bonn. — Danska skipið Irene Friis kom með 400 tonn af salti í morgun. Ms. Hvítanes kom hér einnig í morgun og lestar 2000 tunnur af saltsíld. — Vélfeáturinn Svanur hættir við línuna uim helgina og byrjar veiðar með iþorskanet. Sennilega einnig vél- báturinn Ver. Kominn á flot Akurnesingar í námsför Akranesi, 6. febrúar. FJÖRUTIU gagnfræðastoólanem- endur ásamt tveimur kennurum fara héðan kl. 7 í fyrramálið í námsför til höfuðborgarinnar. >ar munu þeir skoða helztu sofn, ríkisútvarpið, þinghiúsið og verk smiðjuna Rafha í Hafnarfirði. — Um kvöldið sjá þeir sýningu á Hamlet í >jóðleikhúsinu. Eyrarbakka 6. febrúar. 1 DAG toomst aftur á flot vélbáturinn Kristján Guð- mundsson, sem slitnaði hér upp 19. janúar s.l. og rak á land. Kostaði það mikla fyrir höfn að koma bátnum út aft- ur, en hann mun nær ó- skemmdur eftir för sína á sjó og landi. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Mbl. var ekki hægt að setja bátinn fram þar sem hann hafnaði í fjörunni, svo til bragðs var tekið að koma honum fyrir á vögnum, og flytja hann þannig til í fjör- unni. í nótt var hann tekinn af vögnunum og á flóðinu í morgun var hann dregina á flot með bílspili. Gengu þess- ar björgunaraðferðir vel. Báturirm virðist lítið sem ekkert skemmdur, en mun þó fara til Vestmannaeyja til frekari athugunar í dráttar- brautinni þar. Eigandi báts- ins er Ásþór h.f. á Eyrar- bakka. Reykjavík leitar beztu kjara um kaup á olíu og benzíni éráð að borgin takist á hendur olíudreifingu Á FUNDI borgarstjómar í gær kom til umræðu tillaga frá Guð- mundi Vifússyni um, að Reykja víkurborg tæki i sínar hendur bein kaup á olíu og benzíni án milligöngu olíufélaganna og þar af leiðandi alla dreifingu henn- ar með þeim kostnaði, sem henni er samfara. Af þessu til- efni var svohljóðandi tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt: „Með því að Innkaupastofnun Reykjavíkur hefur nú til með- ferðar benzín og olíukaup borg- arstofnana og að tryggt er að borgarsjóður nýtur hagstæðustu kjara í þessu efni, telur borgar- stjóra ekki tímabært að gera sér stakar samþykktir um þessi mál og visar tillögu GV til stjórnar Innkaupastofnunarinnar". Þá tók Sigurð Magnússon fram, að sú fullyrðing Guðmund ar Vigfússonar, að stjóra Inn- kaupastofnunarinnar eða for- ráðamönnum borgarinnar hefði verið kunnugt um, að svör olíu- félaganna mundu verða sam- hljóða, þegar útboðið var sam- þykkt, væri með öllu tilhæfu- laus. Guðmundur Vigfússon (K) gerði grein fyrir tillögu sinni, æm var á þá leið, að þar sem útboð á benzíni og olíu til notk- unar hjá borgarsjóði og borgar- stofnunum hefði leitt í Ijós, að olíufélögin þrjú hefðu haft al- gjört samráð sín í milli og sent nákvæmlega samhljóða tilboð, teldi borgarstjórn óhjákvæmi- legt að leitast við að skapa sér aðstöðu til beinna kaupa á þess- um vörutegundum, án milli- göngu olíufélaganna. Sigurður Magnússon (S) tók fram í upphafi máls síns, að Reykjavíkurborg hefði haft samn inga við eitt olíufélaganna, sem hefði veitt þeim þau hagstæð- ustu og beztu kjör, sem völ hefði verið á. Nú hefðu olíu og benzín- viðskipti borgarinnar verið boðin út og komið í ljós, að þeir samin- ingar, sem borgin hafði, voru um 200 þús. kr. hagstæðari en tilboð- in, sem væru samhljóða. Stjórn innkaupastofnunarinnar hefði eikki tekið endanlega afstöðu til þessa máls, en hins vegar hefði formaður hennar og fram- kvæmdastjóri tryggt, að borgin nyti sömu kjara og áður tU vors ins, en miðað er við þann tíma, þar sem samningar ríkisins við olíufélögin renna þá einnig út, Sagði Sigurður, að því væri ekki að neita, að stjórn Innkaupa stofnunarinnar hefði komið það kynlega fyrir, að öll tilboð olíu- félaganna skyldu vera samihljóða. >ess vegma hefði hún talið skyldu sína að kanna, hvernig á því stæði. Svör olíufélaganna voru á þann veg, að útboðsmöguleikar á olíu væru ekki fyrir hendi, þar sem samkeppnisaðstaða í inn- flutningi og dreifingu væri það ekki. RJkið tæki ákvarðanir um, hvaðan olían væri keypt og við hvaða verði, síðan tæki verðlags nefnd ákvarðanir um verðlagið hér innanlands. Olíuifélögin ættu þess því ekki kost að afla olíunn ar, þar sem bún kynni að vera ódýrust. Taldi Sigurður, að í þessu kæmi fram, að hæpinn grundvöll ur væri á útboði á varningi, sem svo væri háttað um. Til þess að hægt yrði að fá ódýrari olíu, yrði að hafa bensínkaup til landsins frjáls. >á veik Sigurður að tillögu GV, sem hann taldi bæði óhagkvæma fyrir þjóðina og Reykjavíkur- borg, þar sem í henni fælist, að nýju dreifingarkerfi fyrir olíu hér innanlands yrði komið upp. Kostnaður við slíkt mtmdi nema tugum milljóna, sem engan veg- inn gæti talizt heppileg ráðstöf- un, ekki sízt þegar þess er gætt, að hér hefur þegar verið komið upp mannvirkjum, sem geta ann- að þessum viðskiptum. Að svo mæltu lagði hann fram þá frá- vísunartillögu, sem fyrr greinir. Óskar Hallgrímsson (A) átaldi mjög, að olíufélögin skyldu öll koma með sams konar tilboð og lagði fram tillögu um, að borgar- stjórnin beindi þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hún hafi for göngu um, að sett verði löggjöf um rekstur og starfsemi stórfyrir tækja og fyrirtækjasamsteypa, þar sem reistur verði sérstakar hömlur gegn einokunaraðstöðu svo og gegn samtökum um v.erð- ákvarðanir, en hagsmunir neyt- enda vemdaðir. Fulltrúar Sjálf- stæðismanna tóku mjög vel und- ir aðalefni þessarar tillögu og varð samkomulag um að atbuga hana niánar og vísa henni til 2. umræðu. Guðmundur Vigfússon (K) ítrekaði, að eina rétta svarið við því, að tilboð olíufélaganna voru öll samhljóða, væri að ríki og borg tækju derifingu þess í sínar hendur. >á staðhæfði hann, að Sjálfstæðismenn hefðu fallizt á útboð, þar sem þeim hefði verið það kunnugt fyrirfram, að olíufé- lögin sendu samhljóða tilboð. Einar Ágús.^son (F) kvaðsit ekki nógu kunnugur málinu til að hann gæti fjallað um það, en kvaðst þó hvorki geta verið sammála GV né SM, hins vegar yrði þetta mál að athugast. Birgir ísl. Gunnarsson (S) undirstrikaði að öll olíuviðskipti væm bundin við Ráðstjórnar- ríkin og þar af leiðandi skapað- ist engin samkeppnisaðstaða um innflutning hennair. Að vísu værl rétt, að verðið væri nálægt heims markaðsverði, en hins vegar færu allar verðsveiflur fram hjá okkur, svo að ekki er hæigt að leita beztu kjara. Sagði ræðumaður, að Ijóst væri, að Alþýðubandalagið stefndi að því að tengja sem flest viðskipti okkar við Ráð- stjórnarríkin. >au viðskipti fara fram á þann hiátt, að gerðir eru viðskiptasamn ingar milli ríkisstjórna íslands og Sovétríkjanna. Allir innflytj- endur og þeir, sem annast dreif- ingu á vörunum hér innanlands, fá sömu vörur á nákvæmlega sama verði og þurfa þar að auki að ’hlíta ströngum verðlagsákvæð um. Samkeppnisaðstaða er þvl engin. Með því að beita ríkisvald inu á þennan hátt er grafið und- an trú almennings á frjálsri sam- keppni. Og þá er kominn tírnl til þess að dómi Alþýðubanda- lagsmanna að flytja tillögu.r um, að ríki eða sveitarfélög taki 1 sínar hendur verzlunina, seim er að sjálfsögðu eifct þýðingarmesta skrefið í átt til kommúnisma. Sigurður Magnússon (S) upp- lýsti, ag fuilyrðing GV um, að stjórn innkaupastofnunarinnar eða forráðamönnum bæjarina hefði verið kunnugt um, að olíu- félögin myndu senda samihljóða tilboð í benzínviðskiptin, væri til hæfulaus með öllu, Óskar Hallgrímsson (A), Guð- mundur Vigfússon (K) og Björn Guðmundsson (F) tóku síðan til máls og að því loknu var uitn- ræðu lokið. HLÝINDI eru aftur komin með lofti sunnan úx hafi. Sunnan lands og vestan var þokuloft með 6 til 10 stiga í gær, og leit út fyrir að í dag yrði veðurfar svipað. Verður þá ekki lengi að hiverfa snjór- inn sem kominn var. I kvöld má búast við, að lægðin, sem sézt á kortinu við Nýfundnaland, verði toomin norð-ausbur á Grænlandshaf og valdi þá suð-austan hivass- viðri með rigningiu við suð- vest urströndina. — Oddiur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.