Morgunblaðið - 07.02.1964, Síða 6

Morgunblaðið - 07.02.1964, Síða 6
0 MORGU NBLAÐiB i Fðstudagur 7. febr. 1964 Landsbankinn og Glaumbær Mdl Sigurbjörns að koma til dóms MUNNLEGUR málflut'ningur í fjársvikamáli Sigurbjörns Eiríks sonar, veitingamanns, mun íara fram hinn 11. þ.m. og verður málið þá væntanlega tekið til dóms. Að undangenginni réttar- rannsókn, sem fram fór í saka- dómi í septiember og október höfðaði saksóknari með ákæru útg. 25. nóvember 1963 mál gegn Sigurbimi Eiríkssyni og gjald- kerunum Garðari Siggeirss. og Marinó Hafstein Sveinssyni. — Sigurbjörn er ákærður fyrir, að hann hafi framið brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga — (fjársvik) með sölu 6 tékka í Landsbanka Islands 19.—21. sept. 1963 að fjárhæð samtals kr. 1.925.000,00. Gjaldkerunum er gefið að sök, að þeir hafi misnotað, m.a. í eiginhagsanuna- skyni aðstöðu sína með því að greiða áðumefnda tékka gegn fyrirmælum aðalféhirðis Lands- bankans, og eru þeir ákærðir til refsingar skv. 139., 140., 141. og 249. gr. alm. hegningarlaga. — Sigurbjöm er loks ákærður fyr- ir hlutdeild í brotum gjaldker- anna Forsaga málsins er sú, að Sigurbjörn keypti snemma árs 1963 jörðina Álfsnes af Ólafi Jónssyni, sem þar stundaði bú- skap, einkum andarækt. Um sama leyti mun Sigurbjöm ásamt Ólafi hafa keypt hlutabréf í Kaupskip h.f sem þá var verið að stofna. Var Sigurbjörn skömmu síðar ráðinn fram- kvæmdastjóri Kaupskipa. Á miðju síðastliðnu sumri veittu æðri starfsmenn Lands- banka íslands því athygli, að Sigurbjörn Eiríksson stundaði svokölluð keðjuávísanaviðskipti milli reikninga í ýmsum bönk- um. Voru þegar 1 stað gerðar ráðstafanir til að stöðva þessi viðskipti. Fengu allir gjald-ker- ar aðalbankans skrifleg fyrir- mæli um að kaupa ekki ávísan- ir af Sigurbirni. Um svipað leyti tók Sigur- björn sér á hendur ferð til Egils- staða. Greiddi hann þar skuld Ólafs Jónssonar í Álfsnesi við útibú Búnaðarbankans á staðn- um. Nam skuldin um 35 þús. kr. Einnig lagði Sigurbjörn nokkra fjárhæð inn á hlaupareikning í eigin nafni hjá útibúinu. Kom hann að máli við útibússtjór- ann, Halldór Ásgrímseon, kvaðst vera framkvæmdasitjóri fyrir- tækisins Kaupskipa h.f. sem væri fjárvant um þessar mundir, og falaði lán af honum. Synjaði útibússtjórinn málaleitan þess- arL Hálfum mánuði eða þrem vik- um síðar komst Sigurbjörn hins vegar að skriflegu samkomulagi við útibússtjórann á Egilsstöðum um allt að 3 millj. kr. lán í formi yfirdráttarheimildar á hlaupareikning sinn. Meðal trygg inga fyrir láni þessu var 1 millj. kr. lánsloforð frá Framkvæmda- bankanum til Ísíélags Keflavík- ur, sem þó mun hafa verið veitt með þeim fyrirvara, að ístfélagið uppfyllti skilyrði til ríkisábyrgð- ar fyrir láninu. Lán Fram- kvæmdabankans átti ekki að koma til útborgunar fyrr en í febrúarlok 1964, en Sigurbjörn keypti loforðið, og var talsverð- ur hluti kaupverðsins greiddur með ávísunum, sem engin inni- stæða var til fyrir á þeim tíma. Jósafat Arngrímsson, forstjóri ísfélagsins, mun hafa borið fyrir rétti, að þessi greiðslutilhögun hafi verið samkvæmt samkomu- lagi. Síðar kom í Ijós, að tveir gjald kerar Landsbankans höfðu ekki hlýtt fyrirmælum þeim, sem áð- ur eru netfnd, en haldið áfram að kaupa ávísanir frá Sigurbirni. Svipað gerðist í öðrum bönk- um, unz svikin komust upp hinn 25. september. Höfðu þá næstu daga á undan verið keyptar í Landsbankanum ávísanir á aðra banka að upphæð alls um 2 milljónir króna. Komst einnig upp um innistæðulausar ávísanir í öðrum bönkum fyrir eitthvað á aðra milljón króna. Af yfir- dráttarheimildinni á Egilsstöð- um hafði Sigurbjöm notað um 2,5 millj. kr. að mestu leyti í þágu Kaupskipa h.f. sem nú hafa tekið á sig þá skuld. Landsbanki íslands gerði, strax eftir að upp komst um svikin, löghald í ýmsum eignurn Sigurbjöms og hefur síðan fylgt því eftir með fjárnámum. Hetfur í Lögbirtingarblaðin-u að undanförnu mátt lesa auglýsing- ar um uppboð á þessum eignum. Svo virðist sem talsvert hafi verið togazt á um Glaumbæ I þesssu sambandi. Landsbankinn hefur hvað eftir annað heimtað fjárnám þar, en orðið að fresta kröfum sínum eða falla frá þeim í bili, vegna þess að vinir Sigur- björns hafa komið fram í fógeta rétti og boðið fjárnám í verð- mætum eignum sínum. Borgarstjórinn varnaði blökku- börnum aðgang Tuskagee, Alabama, 5. febr. NTB. • ÞAÐ olli mikilli ólgu í Ala- bama í dag, er borgarstjóri bæjarins Notasulga kom í eigin persónu í veg fyrir, að sex blökkunemendur fengju aðgang að einum gagnfræðaskóla bæjar- ins. Er bifreiðin, sem flutti nem- endurna til skólans, nam þar staðar, beið borgarstjórinn, James Rea, þar eftir þeim og bannaði að þau færu inn í skóla- húsið, — á þeirri forsendu að bruna — og öryggisútbúnaður skólans leyfði ekki, að þar væru fleiri nemendur að sinni. í öðrum bæ, skammt frá Tusk- age, voru önnur sex böm inn- rituð í skóla, áður ætluðum hvit- um eingöngu, — án þess að til tíðinda drægi. Ríkisstjórinn í Alabama, George Wallace, hefur enn á ný lýst því yfir, að hann muni berj- ast gegn fyrirmælum stjórnar- innar í Washington um samskól- un hvítra og blakkra — með valdi ef nauðsyn krefji. Hefur hann og hvatt hvíta nemendur Alabama til þess að hrekja úr skólum sínum þá blökkunemend ur, sem innritun hafa fengið. Hefur stjórn Ghana staðið oð árásum á sendiráb USA? Washington, 5. febr. (NTB) * BANDARÍKJASTJÓRN hefur formlega sakað stjórn Ghana um að hafa staðið að baki óeirðum þeim, er urðu við bandaríska sendiráðið í Accra í gær — eða að minnsta kosti að hafa hvatt til þeirra, að því er talsmaður banda- ríska utanríkisráðuney tisins, Richard Philips, sagði í dag. í dag hafði aftur safnazt sam- an nokkur mannf jöldi fyrir fram- an sendiráðið en ekki dró til jafnalvarlegra tíðinda og í gær, er Afríkumenn reyndu að rífa niður bandaríska fánann. Þegar í gærkveldi höfðu Menn en Williams, aðstoðarutanríkis- ráðherrn, sem fjallar um málefni Afríku, og sendiherra Bandaríkj- anna í Accra, William Mahoney, mótmælt harðlega atburðum þess um og ítrekuðum árásum stjórn- ar landsins á Bandaríkin. Dagblöðin í Ghana, sem eru undir ströngu eftirliti Nkrumah, forseta — og túlka vart annað en skoðanir hans og stefnu — hafa að undanförnu haldið uppi sleitulausum árásum á Banda- ríkjastjórn, borið henni á brýn að hafa hvatt til uppreisnar gegn forsetanum og jafnvel að hafa staðið að baki undangengnum morðtilraunum við hann. Aðspurður sagði Richard Phil- ips, að ekki mundi hafa verið tekin um það ákvörðun, hvort tekið yrði fyrir efnahagsaðstoð við Ghana, haldi slíkum árásum á Bandaríkjastjórn áfram. íkvikmin í Neskaupstað Neskaupstað, 5. febr. KL. átta í morgun var slökkvi- liðið kvatt út. Hafði kviknað 1 húsinu Sjónarhóli. Þegar slökkvi liðið kom þangað, var eld-ur laua í kyndiklefa hússins. Tókst fljót lega að ráða niðurlögum hans- Nokkrar skem-mdir munu þó hafa orðið á húsinu, einkum af reyk, sem var mikill, og lagði hann um allt húsið. Einnig komst eldur milii veggja á ein- um stað, og varð þar að rífa 1 burtu, svo að hægt væri að kæfa eldinn. Eldsupptökin rnunu hafa átt sér stað í kyndiklefanum. 80 tonn bárust Akranesi, 5. febr. HINGAÐ bárust í gær 10 tonn, sem fengizt höfðu á línuna. 16 bátar lönduðu. Aflahæstir voru Sigrún með 10.7 tonn og Sigur- fari með 7.1 tonn. Aflinn er flak aður og hraðfrystur. Haraldur fiskaði í nótt 1.600 tunnur atf síld. Rver ætti að þvo upp? Mbl. sagði frá því í fyrradag, að slegizt hefði verið um sjón- varp og útvarp í húsi einu 1 bænum, sumir viljað hlusta á „Bonanza“, aðrir á Svavar Gests. Var lögreglan auðvitað kvödd á vettvang og er sagt, að hún hafi skrúfað fyrir Svavar og valið „Bonanza“ af því að það er ekkert sjónvarps tæki á stöðinni. Annars er þetta þjóðráð, sem fæstum hefur sennilega komið til hugar: Kalla í lög- reglulið um leið og ágreining- ur kemur upp í heimahúsum. Segjum svo, að ágreiningur yrði um það milli hjóna, hvort þeirra ætti að þvo upp eftir kvöldmatinn. Þá mundi fólk- ið í sjónvarpsslagnum senni- lega kalla í lögregluna. En hvað svo? Hver þeirra þriggja ætti þá að þvo upp? Nei, sem betur fer þurtfa ekki allir lögregluhjálp til að komast í sokkana. Óvænt erindi Annars er bezt að skjóta því hér inn í samkvæmt ósk eins af lesendum blaðsins, að full þörf er á löggæzlu við Sund- laugarnar. Hundruð barna ganga þar yfir götuna daglega — og enda þótt gangbrautin sé merkt virðast fæstir ökumanna virða rétt hins gangandi fólks. Þetta segir einn þeirra, sem oft fer þarna um. Hann sagði líka, að ekki alls fyrir löngu hefði maður ekið á dreng á þessum slóðum. Drengurinn hefði verið fluttur í sjúkrahús, þó ekki lífshættu- lega slasaður, sem betur fer. Ökumaðurinn hefði komið heim til foreldranna daginn eftir — til þess að spyrjast fyr- ir um líðan drengsins, héldu foreldrarnir. En erindið var allt annað. ökumaðurinn spurði nefnilega hvort piltur- inn hefði ekki verið tryggður. Framrúðan hefði brotnað í bíln um um leið og drengurinn skall í hana — og maðurinn skall i hana — og maðurinn taldi sig eiga bætur skildar. Þannig getur gangandi fólk valdið ýmsu tjóni á bifreið- um. Með gamla laginu Annar lesandi, til heimilis við Ránargötu, spyr hvenær bæjaryfirvöld ætli að fjar- lægja Doktorshúsið svonefnda og láta nýt.t koma í staðinn. Sá þriðji þakkar fyrir Passíu- sálmana í útvarpinu og Guð- mund Jónsson, sem syngur jafnan tvö erindi með gamla laginu á eftir lesturinn. Palladómar Magnúsar „Húsmóðir“ skrifar eftir- farandi bréf: Kæri velvakandi! ÞEGAR ég var að lesa um 50 ára afmæli Eimskipafélagsins og sá myndir af forgöngumönn- um þess, þá datt mér í hug, að það var efcki í álna heldur metravís, sem þessir menn voru níd-dir og ofsóttir í Tím- anum á sínum tíma. Þessi flofckur (Framsókartfttokkur- inn) hefur alltaf lagzt á móti öllu, sem hefur orðið þessu landi til blessunar, enda muna allir þegar flokfcurinn, sem kennir sig við bændur, rauí þing aðeins vegna þess að stjórnarandstaðan vild; fara að rafvæða sveitirnar. Flokfcur- inn var viss með meirihluta í skjóli rangrar kjördæmaskip- unar, en ég hugsa, að minnsta kosti sveitahúsmæður í dag villji ekfci missa raf- magnið. Eitt tófc þess flofckur upp á sína arma. Það voru kommúnistar, enda alltaf fund- vís á það, sem til óþurftar er þjóðfélaginu. í gamla daga fóru dugnaðarmenn að salta sild hér og græddu stundum og sérstatolega varð atf þessu mikil búbót fyrir verkafólk. Þetta gat Framsóknarflokkur- inn ekki horft á aðgerðarlaus, og nú var reitt hátt til höggs. Tekinn var próflaus mennta- skólakennari og gerður að for- stjóra síldareinkasölunnar, þvf að nú mátti enginn græða. Þessi maður hafði ekkert sér til ágætis nema að vera froðu- fellandi kommi, og hann sveik ekki húsbændur sína. Ég man líka það, að greindur bóndi trúði mér fyrir því, að versta plága landsins væri togara- útgerðin, sem í þá daga skilaði öllum hlutaðeigendum arði og ekfci minnst ríkissjóði, en bónd- inn hafði allan sinn visdóm úr Tímanum. Magnús Magnússon ritstjóri Storms skrifaði einu sinni palladóma um alþingsmenn. Þeir þóttu hlutdrægir á sínum tíma, en annað kemur í ljós nú, þegar þeir eru skoðaðir í ljósi staðreyndanna. Það kemur nefnilega skýrt í ljós. að þegar talað er um Framsóknarmenn þá er engu hægt við að bæta. Þar tala verkin svo skýru málL Það er nú búið að laga það mikið kjördæmaskipulagið og við þurfum aldrei að óttast að Framsóknarflokikurinn komistf i stjórn, en það er til skammar hvað hann hefur marga þing- menn enn í dag. Þess vegna skora ég á húsmæður að láta börn sín lesa palladóma Magn- úsar, því að þar er að finna mikinn og lærdómsrífcan fróð- leik, skrifaðan á skínandi fall- egri íslenzku. Húsmóðir. ÞURRHIÖDUR ERU ENDINGARBEZIAR BRÆÐURNIR ORMSSON htf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.