Morgunblaðið - 07.02.1964, Page 22

Morgunblaðið - 07.02.1964, Page 22
22 MÖRGUNÞLAÐIÐ Fostudágur 7. febr. 1964 Þrefaldur sigur Austurríkis — í bruni kvenna í gær AURSTURRÍSKU stúlkurnar báru af í brunkeppni kvenna í gær og unnu öll verðlaunin þrjú. Var þetta Austurríkismönnum nokkur uppbót fyrir mörg von brigði í svigi og stórsvigi. Hávax in og kröftugleg tvítug stúlka, Christel Haas sem fyrirfram var talinn sigurstranglegust brást ekki og fór af miklu öryggi og hraða hina 625 löngu braut. Hún bar talsvert af keppinautum sín um. if Saubert vonsvikin En keppnin var ekki öllum til jafnmikillar gleði og austur- rísku stúlkunum. Hin ágæta bandaríska skíðastúlka Jean Saubert náði engri ferð og hafn aði í 26. sæti. Hún sagði við blaðamenn á eftir á eftir að henni' hefði orðið á stórkostleg mistök við smurningu skíða sinna og hún væri mjög von- svikin yfir að hafa engin gull- verðlaun unnið. Marielle heimsmeitari Marielie Goitshel, .sem vann Barizt f kvöld I KVÖLD er körfuknattleiks- kepþni milli úrvalsliðs Banda- ríkjamanna af Keflavíkurflug- velli og ísl. úrvalsliðs. Er þetta f jórði leikur liðanna í keppni um bikar sem Bandaríkjamenn hafa gefið. íslendingar hafa unnið 2 leiki, Bandaríkjamenn eiran. Get- ur svo farið að leikurkin í kvöld ráði úrslitum um það hvar bik- arinn hafnar. Leikirnir hafa verið mjög spennandi, jafnir og tvísýnir. — Leikurinn er að Hálogalandi. gull í stórsvigi og silfur í svigi fór brautina af miklu öryggi en ógnaði aldrei sigri þeirra austur rísku. Hún sagði á eftir að Frakk ar hefðu engar vonir gert sér um sigur eða verðlaun í þessari grein á móti hinum frábæru aust urrísku stúlkum. Goitshel vann samanlagt í þríkeppni kvénna í alpagreinum með miklum yfir- burðum. Er hún heimsmeistari 1964 í þríkeppni, en fyrirfram var ákveðið að heimsmeistara- keppnin skyldi ákvarðast af Olympíukeppninni í greinunum þremur. McDermott fagnar sigruium. Fékk lánaða skauta og vann 23 ára gamall bandarískj’r rakari óvæntasti sigurvegu. inn I Innsbruck MEÐAL óvæntustu oe fræki- legustu sigra sem unnir hafa verið í Innsbruck verður án efa sigur Bandaríkjamannsins Ridhard McDermott. Þessi lítt þekkti skautagarp- ur steypti af stóli ókrýndum „hraða-konungi“ Sovétríkj- anna, h e imsmeth af a n um og „hinum ósigrandi" Eugeny Grishin, sem aldrei hefur ver- ið sigraður á 500 m. vega- lengd á sínum langa ferli. 500 m. skautahlaupið var einstætt í sögunni. Grishin hljóp í 2. riðli og allir töldu að tíminn 40.6 nægði til sig- urs og gulls. En í 4. riðli náði landi hans, V. Orlov sama tíma og í 7. riðli fór Norðmað urinn Alf Gjestvang fram úr öllum björtusbu vonum og náði sama tíma. Þrír menn með sama tíma — 3 gullverð- laun — slikt hafði aldrei áður skeð. En svo kom McDermott í 17. riðli, fór stórkostlega af stað og hélt hraðanum, átti ógleymanlegt hlaup — og vann öllum að óvörum. — Ég keppi næstum aldrei heima í Bandaríkjunum. Ég hef ekki ráð á því. Skauta- mótin taka tvo daga en ég verð að vinna laugardaginn. Ég hef ekki róð á að sleppa laugardeginum því 75 dala kaup yfir vikuna er ekki of mikið. Ég verð því að standa við rakarastólinm minn nr. 3 í stofunni hans frænda míns. Kannski eignast ég stofuna ein hvern tíma. Þá væri dósam- legt að vera sinn eigin herra. — Ég æfi allt of lítið, venju lega 1 tíma á dag þrisvar í viku, nema nú þetta árið er ég komst í æfingabúðir í Colo rado Springs. Ég hefði ekki haft efni á að fara hingað ef konan min hefði ekki hlaupið undir bagga. Hún vinnur úti og sér um heimilið fjárhagslega með an ég er í burtu. En það var leiðinlegt að hún Skyldi ekki geta komið með mér. — En það skemmtilegasta og undarlegasta er e.t.v. að ég hijóp og vann á lánsskautum. Það er þjálfarinn minn sem á þá. ‘Þeir eru dálítið lengri en mínir og hann taldi að þeir gæfu betra rennsli. Og það var líka rétt. Sigurinn er mér ómetanleg- ur — miklu meira virði en peningar. Ég vona líka að hann verði til þess að við í Bandaríkjumum fáum skauta- svæði á við þau sem til eru í Evrópu. Ég hef æft á base- ball-leikvelli sem sprautað er á þegar frost er. Dermott var afar vinsæll meðal blaðamanna sem segja að hann sé mesti álhugamaður inn af öllum keppendum . í Innsbruok og einn segir: — Sigur Dermaats er sigur áhuga mennskunnar yfir atvinnu- mennskunni. Hann sýnir að venjulegt fólk á enn mögu- leika til sigurs í keppni við þá sem allar aðstæður hafa. Vindsveipir eyðilögðu hlaup margra þeirra beztu Antson sigraði i 1500 m skautahlaupi ANX Antsson, Eistlenzki heims- meistarinn í skautahlaupi vann gullverðlaunin í 1500 m skauta- hlaupi í Innsbruck í gær. Sigur hans kom engum á óvart. En menn sem ekki hafði verði spáð verðlaunum unnu silfrið og bronsið, Hollendingurinn Cees Verkerk var annar og Norðmað- urinn Villy Haugen þriðji. •Jc Slæm aðstaða Aðstæðurnar voru slæmar og tilviljanakennt hvernig að- staðan var fyrir skautahlaupar- an. Veðrið breyttist oft á klukku stund. Nú vr það ekki sólskinið sem gerði mönnum erfitt fyrir. heldur breytilegir stormsveipir sem skemmdu fyrir skautamönn unum. Antson fékk allmiklu verri að stæður er hann hljóp en til dæm- is Hollendingurinn Verkerk. Hollendingurinn fékk algert logn á meðan hann hljóp. Afrek hans var óvenjulegt og mjög gott, en fréttamenn NTB telja að honum hefði ekki tekizt að vinna til verðlauna ef hann hefði hlaupið við sömu aðstæður og voru þegar margir hinna beztu hlupu. Gott hlaup Antsson hljóp mjög vel og tókst þrátt fyrir goluna að halda fyrirhugaðri ferð. En á síðasta hring kom vindurinn honum úr jafnvægi og hann varð að betita sínum síðustu kröftum til að ná þeim tíma er nægCi til gullverð- launa. Vegna vindsins brenndu marg ir frægir garpar sig á því að fara of geist í byrjun og svo þrutu kraftarnir móti vindinum er þreytan gerði vart við sig. Meðal þeirra voru sovézki meist- arinn Grishin og Finninn Jærv- inen. Antson er 25 ára gamall. Hann varð Evrópumeistari fyrir fáum dögum og var það mót fyrsta stórmótið sem hann sló í gegn á. Bezti árangur hans í skauta- hlaupunum fjórum eru svo frá- bær að hann á samanlagt einn bezta árangur sem nokkur skautamaður hefur náð fyrr og síðar. Skíðamót í Skálafelli á laugardag og sunnudag UM helgina verða haldin tvö skíðamót í Skálafelli. Á laugar- daginn kl. 3 hefst afmælismót K.R. sem er stórsvigsmót með þátttakendum frá: Skíðadeild Ár manns, Í.R., Víkings og K.R. Á sunnudaginn kl. 11 hefst Stefánsmótið 1964 og er það svigmót í öllum flokkum með þátttakendum frá sömu félöguim og í stórsvigi. Mót þetta er minn ingarmót um Stefán heitinn Gíslason einn af brautryðjend- um K.R. Stefán dó fyrir mörgum áurum en félagar hans úr K.R. Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.