Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÖIÐ Fðstudagur 21. febr. 1964 Fundur Norðurlandaráðs um menningarmál í gœr: Norrænar þjóðir ættu að sýna heim- inum, að maiurinn hefur vald á vélinni sagði Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra. Rælt um sam- ræmt námsefn og sjónvarp á IMorðurlöndum Á FUNDI Norðurlandaráðs í gær voru menningarmál eingöngu til umræðu. Tóku allir menntamálaráðherrar Norðurlanda til máls, og margir þingmenn að auki. — Fundinum var öllum sjón- varpað. Mbl. átti í gær stutt samtal við Gylfa Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, en kafli úr ræðu hans birtist hér á eftir. Sagði hann m.a. hafa komið fram tvær merk ar tillögur. Helffe Sivertsen, menntamálaráðherra Noreffs, laffði til, að skólakerfi Norður- landa yrði samræmt á skyldu- námsstiffi. Yrði söffukennsla t.d. sameiginleff. •— I»á ræddi Julius Romholt, menntamálaráðherra Danmerkur, um samvinmu Norð- urlanda á sviði sjónvarps. Laffði hann til, að löndin skiptust á dagskrám í ríkum mæli, og l>eff- ar hið svonefnda „prógramm 2“ hefði verið tekið upp á Norður- löndum, yrði þar eingöngu um „samnorræna“ dagskrá að ræða. Hér fer á eftir kafli úr ræðu menntamá laráðherra: „f Hávamálum segir, að marg- ur verði af aurum api. Okkur nútímamönnum er nú sá vandi á höndum að koma í veg fyrir, að aurarnir geri okkur að öpuim; að véltæknin geri okkur að vél- mennum; að við týnum sál okk- ar á leiðinni til tunglsins. Höfum við ekki öll heyrt söguna um Japanann, sem kom í þotu frá Tokyo til Parísar? Harnn settist niður á flugstöðinni og fékkst ekki til þess að fara þaðan um sinn. Hann sagði, að sálin flygi ekki í þotu, og hann væri að bíða eftir henni. Hann kvaðst með engu móti vilja vera án hennar. í>að er ein af þversögnum nú- tímans, að sú glæsta menning, sem orðið hefur undirstaða ævin týralegra framfara á undanförn- um áratugum, eflist ekki sjálf- krafa af sigrum sínum. Þvert á móti virðist þurfa ''ð gæta henn- ar gagnvart þeim. Ég á ekki hér við hinn djúpstæða og örlagaríka siðferðislega vanda, sem siglit hefur í kjölfar þtss, að maður- inn er að öðlast hraðar vald yfir náttúrurvni en yfir sjálfum sér. Þess vegna er gleðin yfir aukn- um mætti mannsíns því miður blandin nokkrum ótta. Ég á við þann vanda í menningarmálum, sem af því hlýzt, að vélin og tæknin hafi ýmis þau álhrif á manninn, sem eru honum til traf ala í leit hans að sönnu eðli sínu og sérkennuirf. Goethe lætur Faust segja, að tvær sálir búi í brjósti sínu. í brjósti nútíma- mannsins búa einnig tvö öfl, orka vélmenningarinnar og yndi hugmenningarinnar. Þau mega takast á, en þau þurfa ekki að gera það. Hið eina, sem ekki má gerast, er, að þau lami hvort annað. t>að er eitt brýnasta hlut- verk nútímans að stuðla að þvi, að þau styðji hvort annað. Fyrr á öldurn var menningin fyrst og fremst einstaklingsbund in. Hún sótti afl sitt og sköpunar mátt til einstaklingsiiu, hugsun- ar hans og tilfinningalífs. Nútíma verkmenning grundvallast hins vegar á stórframleiðslu, vélvæð- ingu, skipulagi. Hún gerir ein- staklinginn að lið í langri keðju, dropa í hafi, bæði sem framleið- anda og neytanda. Hann er þeim mun betri framleiðandi sem hann er liðugra hjól í stærri vél. Hann er þeim mun betri neyt- andi sem hann er auðsveipari þjónn auglýsinga og fjölda- smekks. Það er eitt meginvanda- mál nútímans að samhæfa þá verkmenningu, sem grundvallast Gylfi Þ. Gíslason á fjöldaframleiðslu, þeirri hug- menningu sem hlýtur að vera ein staklingsbundin. Ef við vanrækj- uim verkimenninguna, stöðvast framsókn mannsins; við verðum fátækari og vanmáttugri. Ef við vanrækjum hugmenninguna, hættum við að þroskast; við verð um fáfróðari, lífsnautn okkar minnkar. Nútímamaðurinn verð- ur að geta verið hlebkur í langri keðju, án þess að verða að lit- lausum fjölda. Hann verður að geta haldið áfram að þroska ein- staklingseðli sitt, þótt hann þurfi að vera hjól í stórri vél. Yið þurfum að gera okkur skýra grein fyrir því, að véla- öldin hefur skapað ný viðhorf í men.ninganmálum. Auðvitað eru mörg þau fyrirtæki, sem við sjá- um fyrir okkur í menningarlifi og félagslífi nútímans óæskileg og jafnvel skaðleg, enda mikið um þau talað og á þeim hneyksl- azt. Við eigum að sjálfsögðu að vinna gegn þeim. En við megum ekki láta yfirborðseinkenni glepja okikur og rugia dómgreind okkar. Kjarni málsins er, að vel- megun nútíma-þjóðfélags hefur veitt nýju fólki, nýjum hópum, nýjum stéttum tækifæri, sem voru ekki til áður. Nýjum mönn- um, ungum og gömlum, er nú sá vandi á höndum að velja og hafna. Sumir velja vel, aðrir illa. Það er ekki nýtt. Hið nýja er fólgið í því, hversu miklu fleiri en áður geta nú valið vel eða illa, — hversu miklu fleiri þurfa nú að velja. Fyrr á öldum voru ekki aðeins þægindi fámenns hóps. Menningin var það í raun og veru líka. í iðnvæddu nútíma-þjóðfélagi eru þægindin orðin almenningseign, og menn- ingin er einnig að verða það. Hinn vestræni maður breytti ekki þjóðfélagi fátæktar og harð réttis alls þorra manna í ríki al- Braathen telur ástandið breytt trá því í fyrra — telur flugvélakaup Loftleiða afleiðingu af því MBL. átti í gær stutt sam- tal við Ludvig Braathen, útgerðarmann í Noregi, og innti hann eftir umsögn um flugvélakaup Loftleiða nú. Gott samstarf hefur verið með Braathen og Loftleiðum, og er hann ís- lenzkum flugmálum vel kunnugui> svo og sam- keppni þeirri í flugi yfir N-Atlantshafið, sem náð hefur hámarki að undan- förnu. — Hvað vilduð þér, herra Braathen, segja um þá ákvörð- un, sem Loftieiðir hafa nú tekið? Er þér voruð hér í fyrrahaust, tölduð þér rétt, að forráðamertn Loftleiða biðu með endanlega ákvörðun í eitt ár. „Það er rétt, að þegar ég var síðast á íslandi, áleit ég rétt að bíða, en nú hefur á- Ludvig Braathen. standið breytzt, og í ljósi þess hafa Loftleiðir endurskoðað afstöðu sína.“ Teljið þér, að Loftleiðir hafi þá gert rétt nú? „Ég vil nú ekki ræða málið frekar, né ákvörðun vina minna á ísiandi, en eins og ég sagði, þá hefur ástandið breytzt, frá því, sem var.“ — Hvað vilduð þér segja um samvinnu yðar og Loft- leiða. Verður einhver hreyt- ing þar á, t.d. hvað viðvíkur viðgerðum á íslenzkum flug- vélum? „Það yrði ekki nema eðlileg afleiðing af því, að nýju flug- véLarnar yrðu teknar í notk- un, t.d. á leiðinni Luxem- bourg, ísland, New York. Við því er að sjálfsögðu ekkert að segja.“ mennrar velmegunar og félags- legs réttlætis ón átaka. Því skyld; það ske án átaka, án vixl- spora, án erfiðleika, að gera sér- hvern mann í nútíma þjóðfélagi að meðejganda þeirra menningar- verðmæta, sem áður voru eign fárra útvaldra? Menningin er að verða al- menningseign. í kjölfar fjölda- framleiðslu er að verða til fjölda menning. Vandinn er fólginn í því, að hún verði ekki yfirborð6 leg. Ýmis annarleg fyrirbæri nú- tímans eru fæðingarhríðir þess- arar fjöldamenningar. Við skul- um ekki gera of lítið úr vanda- málunum, sem sköpun hennar er samfara, en skilyrði þess, að geta ráðið fram úr þeim, er að sjá þau og skilja. Það er auðveld- ara að gera allan fjöldann hlut- takanda í öflugri verkmenningu en frjórri hugmenningu. En í raun og veru er verkmenning leið að því marki, sem hugmenn ing setur sönnum manni. Ég er sannfærður um, að megin vandamál vestrænnar menning- ar nú í dag er einmitt að búa hinni nýju fjöldamenningu traust an grundvöll og beina henni inn á réttar brautir. Við, norrænar þjóðir, böfurn borið gæfu til þess að vera brautryðjendur í þeirri viðleitni að gera alia menn með- eigendur að þeirn vaxandi auði, sem við sköpuim með aðferðum tækninnar. Við höfum reynt að jafna milli ríks og fátæks. Við höfum reynt að bægja ótta við öryggisleysi og sjúkdóm frá dyr- um allra manna. Við höfum leit azt við að gera sérhvern mann, ungan og gamlan að þátttakanda í þægindum og velmegun þess þjóðfélags, sem ný þekking og ný tækni hefur skapað. Við höf- um flutt lýðræðishugsjón stjóm- málanna yfir á svið efnahagsmál anna. Ættum við nú ebki líka að reyna að vera brautryðjendur í þeirri viðleitni, sem hlýtur að verða eitt meginviðfangsefni okk ar tíma, þeirri viðleitni að láta fjöldamenninguna verða fjöldan- um til farsældar." Að lokum sagði ráðherramn: „Við, norrænar þjóðir, ættum að sýna heiminum, að maðurinn hefur vald á vélinm, en er ekki á valdi hennar. Að tæknin getur eflt sanna menningu og gert hana að sameign allra manna“. Sæmdur riddara krosst F O R S E T I fslands hefur í dag sæmt Ólaf Ólafsson, óðalsbónda, Skálavík, riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir búnaðar- og félagsmálastörf. (Orðuritari). Vínveitinga [aidur 18 ár? FRUMVARP ríkisstjóm- arinnar um breytingu á áfengislögum var til ann- arar umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti allsherjar- nefndar flytur þá breyt- ingartillögu við fmmvarp ið að vínveitingaaldur verði lækkaður úr 21 ári í 18 ár. Nánar er frá þessu máli skýrt í þingfréttum á bls. 8. Smódrengir í Miðbænum d siðkvöldi RÓLEGT var hjá lögreglunni 1 gærkvöldi, en helztu viðskipta- menn hennar þó þrír —- allir á aldrinum 7—8 ára. Tveir drengj- anna sáust uppi á húsþaki í Mið- bænum um 11 leytið, og náði lög reglan í þá. Sá þriðji Var að selja blöð í Austurstræti kl. háif tólf. Allra þessara drengja var leitað í gærkvöldi, og höfðu tveir þeirra ekki komið heim til sín frá því kl. 9 um morguninn. — Eins og kunnugt er mega börn á þessum aldri ekki vera úti eftir kl. 8 á kvöldin nema í fylgd með ful'Iorðnum. Fjölgað í lög- reglu Akraness Akranesi. 20. febr. NÚ á heldur betur að fá aukinn kraft í lögregluna hér í bæn- um. Lögregluþjónarnir hafa lengi veríð fimm, en í vor á að ráða tvo til viðbótar og þann þriðja í stað Hauks Ármannssonar, sem sagt hefur starfi sínu lausu frá 1. apríl. — Oddur. Fó ollt að 15 tn. í róðri Grundarfirði, 20. febr. VETRARVERTIÐ hófst hér al í! mennt í gær. Sex bátar eru gerðir út héðan i vetur. Afl- inn í fyrstu róðrúnum hefur verið góður, eða allt upp í 15 tonn á bát eftir eina nótt. Hér er góð veðrátta, og sumarfærð á öllum vegum. — Emil. y 1 #*“7 ‘71 | #•// H «s•*'////. tso • jaK"JiOSA$ /1 jct*uist vn y | í GÆR var víðáttumikil lægð suður í hafi og þokaðist NA, en hæðir voru ýfir Bretlands- eyjum og Norður-Grænlandi. Goðviðri var um allt land, en skýjáð súniian lands og í Vest mannaeyjum var komin hæga rigning klukkan tvö. Þá vár frostlaust á landinu, en um nóttina hafði komið 10° frost í Möðrudal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.