Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 12
12 i Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 80.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarsön. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 4.00 eintakið. . NORRÆNA HÚSIÐ í gær birti Morgunblaðið frumteikningar Alvar Aaltos af Norræna húsinu í Reykjavík. Þar gaf að líta ný- tízkulega, stílhreina og mjög fagra byggingu, sem á eftir að verða augnayndi margra, er hún rís í námunda við Há- skólann. Norræna húsið er byggt alllangt sunnan Tjarnarinnar, en hugmyndin er að ný tjörn verði gerð sunnan Hring- brautar og húsið standi við syðri enda hennar, á svipuð- um stað og ýmsir. hafa óskað að ráðhúsið risi á. Alvar Aalto er þegar byrjaður að skipuleggja garða umhverfis hina nýju tjörn og mun hann gera uppdrætti að öllu um- hverfi Norræna hússins. Norræna húsið fer bezt í námunda Háskólans, en ráð- húsið í hjarta gamla Miðbæj- arins, og umhverfi Tjarnar- innar, perlu Reykjavíkur, sem menn svo nefna, verður fag- urt og reisulegt, þegar lokið er byggingu þessara tveggja húsa. NORRÆNT SAMSTARF TVrorræna húsið í Reykjavík verður tákn vináttu og samstarfs Norðurlandanna, og með byggingu þess er íslandi sýnd sérstök virðing og vin- átta, því að segja má að það sé reist um sameiginlegan menningararf Norðurlanda og staðsetning þess sé vottur um það, hvernig frændþjóðirnar líta á það menningarhlutverk, sem ísland hefur gegnt fyrir Norðurlöndin ölL Norrænt samstarf hefur haft margháttaða þýðingu fyr ir íslendinga og tengslin við Norðurlönd hljóta að aukast. Ekki er þó við því að búast, að alltaf séu menn á eitt sátt- ir, þegar gagnstæðir hags- munir rekast á, en íslending- ar hafa góða reynslu af því norræna samstarfi, sem eflzt hefur síðustu áratugina og geta þess vegna treyst því, að þeirra hagur verði ekki fyrir borð borinn. Því er heldur ekki að leyna, að auðugri og öflugri þjóðir hafa stöðugt sýnt meiri yíð- sýni í viðskiptum við þá, sem smærri eru og fátækari. Því fremur er ástæða til að treysta því, að hinir norrænu frændur okkar muni leggja sig fram um að sjá hagsmun- um okkar borgið, bæði í nor- rænu samstarfi og eins að því er varðar skipti okkar við aðr ar þjóðir. Þar munum við njóta frændskapar og vináttu við hin Norðurlöndin. „VÉR HÚSMÆÐUR" að bar við fyrir nokkrum árum, að í Kópavogi gekk undirskriftaskjal, sem hófst á orðunum: „Vér undirritaðar húsmæður í Kópavogi“ .... o. s. frv. Síðan komu einhvers konar mótmæli gegn því að ákveðin mjólkurbúð yrði lögð niður. Á fyrstu síðu þessa skjals munu eingöngu -hafa verið rituð nöfn húsmæðra í kaup- staðnum, en aftar gaf að líta undirskriftir ýmissa virðu- legra karlmanna, sem ekki höfðu nánar kynnt sér yfir- skrift skjals þessa en svo, að þeir töldu sjálfsagt að vera meðal þeirra, sem mótmæltu. Þetta minnir á söguna af því, að nokkrir sænskir stúd- entar tóku sig til og sömdu mótmælaskjal, efnislega á þá leið, að þeir, sem undirrituðu það, óskuðu eftir að vera gerðir höfðinu styttri, en efn- ið var þó vafið í málskrúð. Undir þetta skrifuðu þúsund- ir manna brosandi. Nú er sagt að Hjálmtýr Pét- ursson, kaupmaður einn í Nonna og sjálfskipaður menn ingarfrömuður Framsóknar, hafi hafið undirskriftaher- ferð og ætli sér að hindra að ráðhús verði byggt í Reykja- vík, þar sem „listasmekkur“ hans leyfi hvorki þá staðsetn- ingu né gerð ráðhúss, sem fyrirhuguð er. Ekki er vitað, hve víðtæk áhrif hjálmtýskunnar, sem svo mætti nefna, eru, hve margir vilja setja spírur og strýtur á ráðhús Reykjavík- ur, en væntanlega ganga und- irskriftir eitthvað svipað og hjá Kópavogshúsmæðrunum og sænsku stúdentunum, þ. e. a. s. ef menn þeir, sem sýnt er slíkt plagg, leyfa sér þann munað að hugsa ekki — og svo munu slíkar aðgerðir auð vitað kærkomnar hverskyns öfuguggum. Menn geta haft mismun- andi skoðanir á fyrirhuguðu ráðhúsi Reykjavíkur og þær skoðanir fá þeir að láta í ljós, m. a. í Morgunblaðinu, en elt- ingarleikur til að fá fólk, sem lítið eða ekkert hefur kynnt sér málin, til að ljá nafn sitt á eitthvert undirskriítaskjal, sem það ekki hefur hugmynd um hvað er, getur auðvitað engum verið til sóma. Föstudagur 21. febr, 1964 Tyrkneskir hermenn sjást hér með hluta af vopnafarmi, sem fannst í Famagusta, hafnarborginni á Kýpur, sl. laugardag. Vopnin komu til landsins með grísku skipi, og voru dulbúin. — Á kössunum stóð, að þeir geymdu tæki til prentunar. IMunkarnir í St. Bernhardsklaustri ST. BERNHARDSSKARÐ í Alpafjöllum er frægasta há- fjallaleið Evrópu, þó færri fara hana en áður, síðan farið var að bora göng gegnum fjötl in. í miðju skarðinu stendur klaustur 2500 metra yfir sjó, — hæsti fjallabústaður manna í þessari álfu. Hér voru goð blótuð þúsund árum fyrir Krists burð og þar reistu Rómverjar musteri Júpíter til dýrðar. Þar kom Hannibal með fíla sína og þar fór Napo leon nr.gð fallbyssur. En klaustrið og sjúkraskýli þess hefur aldrei verið rænt eða brennt. í dag bruna urrandi bílar framhjá klaustrinu og benzín stybba blandast tæru fjalla- loftiniu. Príorinn í klaustrinu er póstmeistari líka og stimpl ar 6-7 þúsund póstkort á dag. ’En 260 daga ársins er hljótt yfir klaustrinu. Gömlu hugmyndimar um munkana og St. Bernhards hundana eru enn við lýði. Hundana sem leituðu uppi vegfarendur, er voru að því komnir að verða úti. Myndin af hundinum Barry er til á póstkortum um allán heim. Hann er með smákút og nest isböggul dinglandi í hálsband inu. Á póstkortunum stendur „Koníak“ á kútnum, en þar er ávaxtavín. Hundar eru aldir upp og vandir í St. Bern hardsklaustri enn. Þeir eru þefvísir og rabvísir. Þó þeir séu fluttir 50 km. á burt, með bundið fyrir au#un, er ettki nema 1 af hverjum 20 sem ekki ratar heim. Það er bóka- vörðurinn í klaustrinu sem venur hundana. Hann selur jafnan nokkra hvolpa á ári, fyrir 5000 kr. Ágústínamunkarnir í klaustr inu hafa nóg að gera. Sjö mán uði ársins hafa þeir ekkert samband við umheiminn. Á sumrin viða þeir að sér forða til ársins. Klaustrið á vínekr- ur niðri í dal og fær 1500 lítra af víni þaðan á ári. Munkarn- ir fá pela af víni með hverri máltíð, og blanda honum á veturna saman við sjóðheitt te. Síðustu 20 árin hefur eng- inn orðið veikur í klaustrinu. Þar er enginn læknir, og ef einhver fengi bráða botn- langabólgu að vetrinum væri hann dauöans matur. Fyrr- um voru munkarnir til æfi- loka í klaustrinu. En nú geta þeir farið eftir 3-5 ár. Samt hafa sumir verið þar yfir 20 ár. Þeir eru allir góðir skíða- menn. Munkarnir halda uppi guðs þjónustum fyrir verkamenn- ina niðri í dalnum. Þar er kirkjulaust en þeir messa í matstofum verkamannanria og glamrið úr eldihúsinu yfir- gnæfir stundum prestinn. Og reykingar eru ekki bannaðar undir messunni. Blessom kirkjunnar er jafn góð fyrir því. Reynt er að haJda þess- um messum uppi að vetrin- um, ag komast munkarnir oft í hann krappan á leið- inni, ýmist vegna byls eða snjóskriða. Klukkan í klaustrinu hefur hringt í 900 ár. Tólf slög tákna hringingu til tíða., 2 þýða að kallað sé á príorinn og 4 að matur sé borinn á borð. Vegfarendur fá jafnan mat og húsaskjól í klaustrinu, eða gestaheimili þess. Munk- arnir gaetu' grætt á greiða- sölu en þeir selja ódýrt: mat- inn á 3 franka og gistingu á 1. En margir gestir leggja eitthvað í samsikotabaukinn að auki. Munkarnir eyða engum tíma til þögulla bænaihugleið inga. Þeir fara á fætur kl. 5.30 — bæði sumar og vetur. Þá er fyrst messa, svo matur, kennsla, skíðaganga óg hund- arnir æfcjir. Afar mikil vinna fer í að setja upp stikur með- fram veginum, því að þær fennir í kaf. Snjólagið á veg- inum verður oft 20 metra þykkt. Kl. 20 er bænastund. í klausturkjallaranum og síðan er háttað. Þessi siður hefur haldizt síðan klaustrið var stofnað árið 962. En þó munk arnir telji sig standa nær guði en aðrir klaustursmenn, vegna þess hve hátt yfir sjó þeir eru, hafa hundarnir þeirra þó gert S. Bernhard fraégara en þeir sjálfir. Fyrirlestur um fjölmiðlunartæki og auglýsingar. UM þessar mundir er hér stadd- ur danskur vísindamaður, mag- ster Qlf Kjær-Hansen, í boði við skiptadeildar Háskóla íslands. Flytur hann tvo flokka fyrir- lestra. Hinn fyrri er um notkun fjölmiðlunartækja (massekomm- unikationsmidler) í nútíma þjóð félagi, hinn síðari um gerð aug- lýsinga og nothæfni þeirra í sölu starfseminni. Til þessa heimsboðs hefur við- skiptadeild notið styrks frá Landsbanka íslands, en Lands- bankinn minntist 75 ára afmælis síns með rausnarlegri gjöf til viðskiptadeildar, er skyldi gera kleift að bjóða hingað erlendum vísindamönnum til fyrirlestra og rannsókna. Er þetta í annað sinn, sem erlendur vísindamaður kem ur hingað á þennan hátt. Fyrirlestrarnir fara fram í 7. kennslustofu Háskólans á þriðju dögum og fimmtudögum kl. 17.15 til 19. Er öllum, sem áhuga hafa á efni fyrirlestranna, heunill að- gangur,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.