Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 3
 I Fösiudagur 21. febr. 1964 MORGU N BLAÐIÐ 3 } *'£«*&>*&* ' áfá&ZdÉKt *♦. Verið að steina niður í Reyni. Talið frá vinstri: Jónas skipstjóri, Bergur, (snúa baki að ljósm.) Sigurbjörn stýrimaður og Jói. — (Ljósm. Sv. 1».). Jakob Júl frá Sandey. , Ingvi Einarsson, ■kipstjóri. W. Asgeir vio V erbuðabryggju. Drekar, netakúlur og steinar í hrúgum á bryggjunni. Gulli, Eií ne Petur innbyrða netið. NÚ ERU Reykjavíkurbátar margir að búast á þorskanet. Einstaka bátur er þegar far- inn á miðin, en flestir vinna að því að koma netunum um borð og útvega mannskap, sem að sögn skipstjóra, er enginn barnaleikur. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins gengu í fyrrad. niður að höfn- inni og hittu að máli nokkra sjómenn. Við Grandagarð vann áhöfn Reynis BA-66 að því að steina netin ofan í bátinn. Reynif er 53 tonn, eign Sæmundar Ólafs sonar. Áður var hann gerður út frá Vestmannaeyjum og var þekkt aflaskip. Hann hef- ur legið við festar, aðgerðar- laus síðan í sumar. Skipstjór- inn á Reyni er ungur maður, Jónas Guðmundsson. Er þetta í fyrsta sinn, sem hann hefur yfir báti að ráða, en hann hef ur um nokkurt skeið verið á ýmsum bátum, meðal annars á þorskanetum. . „Hvenær faiið þið út, Jónas?“ ío förum einhvemtíma á morgun og leggjum senm- lega MiNA af Garoskaga. f>að er 5 eða 6 tim sigling frá Reykjavík. Svo leggjum við upp fyrsta aflann á föstudag" „Hve margir eru á bátn- um?“ „Við verðum annað hvort Framh. á bls. 14. STAKSTEII\1AR Einn þinghiaður kómmúnisU er öðrum fremur á varðbergi um varnarmál Islands. Aðrir sam- flokksmenn hans vilja gera sem minnst úr þeim málum, helzt ekki á þau minnast, því að þeir vita sem er, að almenningur er andvigur Moskvustefnunni og barátta gegn vörnum landsins hefur aldrei verið ólíklegri til vinsælda en nú. Þessi áhugasami þingmaður heitir Ragnar Arnalds. Þegar varnarmálin hafa legið í láginni lengur en hon- um þykir góðu hófi gegna, ris hann jafnan upp o g m i n n i r á þau. Með þessu vinnur hann þ a r f t verk, þó að hann geri sér e. t. v. ekki sjáif- ur ljóst, í hverju gildi þess liggur. Svo mikið er víst, að ýmsir samflokksmenn hans kunna honum engar þakkir fyrir, en áhugamenn um vest- rænt samstarf eru honum þeim mun þakklátari. Ekkert er frelsi þjóðarinnar hættulegra en and- varaleysi um þessi mikilsverðn mál, og því ber að fagna sér- hverri viðleitni jafnt andstæð- inga sem samherja til þess að vekja menn til umhugsunar um þau. Keflavík óg Hvalfjörður í fyrradag var fyrirspurnum þessa þingmanns um varnarstöð- ina á Keflavíkurflugvelli svarað. Gaf hann þar með utanríkisráð- herranum, Guðmundi I. Guð- mundssyni, enn eitt kærkomið tækifæri til þess að fjalla um þessi mál í þingsölum. Fyrir áramót var það Hval- fjörður, sem þingmaðurinn spurði um. Nauðsynlegt er, að þjóðin geri sér ljóst, hve mikilvægur Hvalfjörður getur orðið, til góðs eða ills, í átökunum milli frjálsra þjóða og heimsyfirdrottnunar- - stefnu kommúnismans. Þótt þing maðurinn færi með fleipur eitt í því sambandi og hávært gaspur einkenni allajafna málflutning hans, ber samt að þakka lionum fyrir að halda þessu máli vak- andi meðal þjóðarinnar. Ttískinnungur Fram- sóknar í varnarmalum Fyrir aramótin varð Ragnar Arnalds einnig til þess óbeint að undirstrika stefnuleysi Fram- sóknarflokksins og ábyrgðar- leysi í varnarmálum. Framsókn- arblaðið „Dagur" á Akureyri gerði málstað Ragnars að sínum í einkennilegum fréttaflutningi frá Alþingi. Var engu líkara en kommúnistar önnuðust fréttaöfl- un fyrir „Dag“ á Alþingi fslend- inga. Á sama tíma sat helzti and- stæðingur Ragnars í héraði, Björn Pálsson á Löngumýri, fund Atlantshafsbandalagsins í París. Notaði „Dagur“ tækifærið til þess að hefja Ragnar til skýjanna fyrir „hlutleysisstefnu'* sína, með an Björn sat NATO-þingið? Er það „stefna“ Framsóknar að. gera báðum jafn hátt undir höfði, prédika vestrænt samstarf og uPPffjafarstefnu „hlutleysis“- kommúnista til skiptis? Athygli hefur og verið vakin á því, að þegar Framsóknarmaður- inn Ingvar Gíslason hvarf af þingi í haust, tók „hlutleysissinn- inn“ Hjörtur Eldjárn sæti hans. Varamaðurinn hefur sem sagt gerólíka skoðun á varnarmálun- um en aðalmaðurinn. Sýnir fátt betur tviskinnunginn í af- stöðn Framsóknar til þessara mála. i c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.