Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 13
1 Föstudagur 21. febr. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 fflelgi Afljörvar: Alþing hiö landlausa ÞEGAR Pétur biskup var á sín- um fyrstu árum að vísitera um Austurland gisti hann þar að rík- um bónda, hagsýnum höfðings- manni. Bar márgt á góma með slíkum fyrirmönnum um hinar fremstu nauðsynjar landsins, þar xneð, hvað helat væri nauðsynj- ar. Sagði bóndi þá af einlægni hjarta síns: Ætli kóngur gerði það ekki fyrir okkur, ef við bæð- um hann vel, að aftaka þetta hel- vítis alþing! Ekki var þetta orðað af slíkri einfeldni hjartans í hinum þröngu Bölum sjálfs alþingis nú fyrir skemmstu, heldur meir af marg- feldni hins hærra mannvits, þegar tveir hinir ljúfustu og ástsælustu ráðherrar íslenzku stjórnarinnar lýstu því virðulega og laust við alla geðshræring, að þeir hefðu svo fyrirmælt af ráðdeild og höfðinglyndi við Reykjavík, að taka af alþingi fornan og þröng- an húskofa þess frá 1881, sem það kom sér þá upp í örbyrgð og hrakningum, taka líka af því kál- garðinn, sem og ofurlítinn lóðar- blett út frá kálgarðinum; því að landsdrottinn sjálfur megi með engu móti missa lengur lóðar- skikann. Þessi í hjáleigunni verð- ur að hafa sig á burt fyrir sjálf- um landsdrottni, vera burt með sitt hafurtask í fardögum. Svo var sem -hvískrað væri meðfram þessum gömlu og mörg- um ástkæru veggjum, að þessi ábúandi í hjáleigunni hefði verið ósæmilega hirðulaus um að sjá sér fyrir nýju hjáleiguplássi. Þessu afgamla þingi hefði verið byggt út formlega og í heyranda hljóði, að lögum réttum, fyrir 8 árum. Það hefði verið sofið og sofið í hjáleigunni í andvara- leysi alla þessa tíð; hvað er að rífast við göfugan landsdrottinn um það? En svo var sem enn annar skilningur læddist í hægð og hljóði með þessum sömu veggjum: eru þá reykvískir þing- menn ekki líka þingmenn ís- lenzkrar þjóðar, með almennum skyldum við alþing allt og alla þjóðina? — hafa t.d. ekki ráð- herrarnir sjálfir jafnar skyldur við alla, umkomulausa og fá- tæka, einnig utanbæjarþing- menn? Er þeim nóg að vera sjálf- ir reykvískir og eiga sér þar kamelsi? Veit alþýða það ekki rétt, að ríkisstjórnin sér t.d. um kosningar til alþingis og allt erf- iði sem slíku fylgir. Ekki er það lítið verk. En verði nú sjálft alþingi borið út af gamalgrónu túni Þorsteins Ingólfssonar, stofn- anda þings og þjóðfélags í þessu landi — borið í urð eða rauða- mýri, með reykvízkum hroka og reykvízku landsdólgavaldi, sem upplogið er og á allan veg ráns- höndum fengið — og verði nú slík ógnun að allrahæstu alþingi færð, kemur þá þetta engum ráð- herranna við, nema Ingólfi Jóns- syni, sem einn er berlega utan- bæjarmaður og býr allt fyrir austan Rangá? Og á það að sann- ast, að hann hafi aleinn sofið í andvaraleysi um þak yfir höfuð alþingis, meðan reykvískir heima' ráðherrar áttu langvinnar þrautir og andvökunætur við lítið og fallegt ráðhús fyrir sitt elskaða einkaföðurland, sjálfa Reykjavík. Ekki er þetta öldungis mein- daus spurning. Og heyrt hef ég marga svara henni, á götum og torgum, með engri tæpitungu. Þessum óljúfu orðræðum vil ég ljúka með fáum línum til borgarstjórans í Reykjavik: Haf- ið þér, herra borgarstjóri, nokkr- ar spurnir af því, að til sé svo yfir sig fín höfuðborg, að henni sé mein og ami að því, að hafa þing þjóðar sinnar í vegi fyrir söluturnum og klúbbhúsum. En ef svo er, þá þakka ég enn meir orð yðar í útvarpinu í gærkvöldi, því að þau voru sem töluð úr mínu órósama hjarta. Mér skild- ist þér líta svo á, að þing þjóðar- innar eigi sér óbeðið gestagrið í höfuðborg landsins, og að þér munuð telja það falla undir yðar skyldu og yðar sæmd að gæta slíkra griða. Og hér hefur nú Morgunblaðið léð mér rúm fyrir þessa hug- mynd beggja — nema hvað ég hef orðað hana einn, af mínu þrjóska hjarta. 18/2 ’64. % A TILLAGA HELGA HJORVAK: A A : Lóðablettir alþingis. — 10: Oddfellóhús. — Vestanvert á ló6a- svæðinu (norðvestur-horn, allt að Suðurg. nyrst) er afmarkaður fer- hyrningur, sem svarar til þeirra fá- tæklegu landeigna alþingis, sem nú eru. í þennan reit eru markaðir þrír grunnfletir alkunnra húsa, til skyndi T-æÆTTS samanburðar um hugsanlegt húsrými: I og I: Grunnflötur Landsbókasafns (þ.e. tvisvar). — II; Grunnflötur Menntaskólans (þvert). — Höfuðdyr eru hugsaðar fyrir miðju Aðalstræti. Landssímastöð verði stækkuð nordur, eftir nauðsyn (austurálman hverfi). Að öðru leyti skipti Vallarstræti og Bratta.gata með hreinum línum upp í Garðastræti milli verzlunar og at- haina að norðan, menningar andlegr- ar að sunnan. — Grjóta-þorp (Ingóifs lóðir) verði autt — nema hvað em- bættisbústað forsætisráðherra skyldi reisa ofanvert við sjálfar Ingólfslóðir (ca. 35 m. upp frá Aðalstræti (fyrir miðju). Bæjarstæðið sjálft autt að sjálfsögðu. Menjar, sem finnast kynnu, varðveittar neðanjarðar. Flugmálasamband Norðurlanda stofnað í Helsingfors DAGANA 17. og 18. janúar s.l. var endanlega gengið frá stofn- un Flugmálasambands Norður- landa í Helsingfors. Flugmála- félag ísland-s á aðild að sam- bandinu og sendi fulltrúa á stofn fundinn. 1 Fiugmálafélagi ís- lands, sem eru samtök áhuga- manna um flugmál, eru nú um 450 meðlimir, auk nokkurra svif- flugfélaga. Stjórn þess skipa: — Baldvin Jónsson, forseti, Leifur Magnússon, varaforseti, Haf- steinn Guðmundsson, gjaldkeri, Sverrir Ágústsson, bréfritari og Asbjörn Magnússon, fundaritari. Féiagið var stofnað árið 1936 og var Agnar Kofoed-Hansen fyrsti forseti þess. Á stofnfundinum voru fjöl-- mörg mál tekin fyrir á fundin- um, sem snerta hagsmuni allra flugimálafélaganna á Norður- löndum. Má þar nefna endur- skoðun og samræming á reglum fyrir vélflug, svifflug og model- flug, og Norðurlandakeppni í þessum greinum, skipti á áhuga- flugmönnum milli landanna, — tryggingar- og öryggismál, — skrásetning á flugmetum og samvinna á sViði alþjóðaflug- mála. Hvað viðvíkur hinu síðast- nefnda má geta þess, að öll fé- lögin eru í alþjóðaflugmálasam- bandinu FAI, og var rætt um að hafa þar víðtæka samvinnu og jafnvel ð einn fulltrúi mætti á þingum þess fyrir öll Norður- löndin. Að lokum voru samþykkt lög eða gerðar samþykktir fyrir sam bandið, og hafði Flugmálafélag íslands með höndum allan undir búning að því. í 2. gr. samþykkt- anna segir, að tilgangur sam- bandsins sé, að styrkja sam- vinnu milli flugmálfélaga Norð- urlanda, að gæta hagsmuna flug málafélagianna, að auka áhuga á flugmálum og styrkja þu og þær greinar vísinda, sem tengd- ar eru þeim, og að samræma stefnu flugmálafélaganna á ai- þjóðavettvangi. Gert er ráð fyrir, að skipzt verði á um forseta sambandsins milli landanna, en forseti verð- ur frá því landi, sem næsti fund ur verður í. Núverandi forseti er frá Svíþjóð, en röðin kemur að Islandi 1967. Keppa í svifflugi í Hanmörku í sumar. Eins og að framan segir var rætt um Norðurlandakeppni í model-, vél- og svifflugi, en á næsta sumri mun Norðurlanda- Framh. á bls. 14 Nýja árið NEI, nýjársdagur er ekki eins og aðrir dagar. Ég reyni árangurslaust að telja sjálfum mér trú um að skipting tínians í ár sé ekki annað en óraunverulegur tilbúning- ur okkar mannanna, og að för okkar um veröldina frá fæðingu tií dauða sé einn samfelldur lestagangur. Á þessu gamlárskvöldi er eins og drungi leggist yfir hug mér og ég ræð ekki við það. Ég loka í síðasta sinn litlu bláu bókinni sem á er skráð ártalið 1963 gylltum störf- um og opna rauðu minnisbókina: 1. janúar 1964. Mér verður hugsað til þess hvaða nöfn, hvaða gleðileg tíð- indi, hvaða harmafregnir muni fylla þessar óskráðu síður. Fyrsti janúar 1964. Á þessum degi er liðinn meira en helmingur starfsævi minnar. Hvað höfum við menn- irnir afrekað allan þennan tíma? Auðvitað höfum við gert f jölda markverðra uppgötvana. Þúsundir hluta sem taldir hefðu verið til kraftaverka árið 1900 eru orðnir okkur daglegir viðburðir. Árið 1900 sást ekki í himin- geimnum annað en fuglar og svo stjörnurnar. En árið 1964 hefur maðurinn tileinkað sér geiminn og ferðast um hann eins og ekkert sé sjálfsagðafa. Fljúgandi teppi þúsund og einnar nætur bíður okk- ar á Orly- eða Le Bourget-flugvellinum. Töframaðurinn okkar getur, rétt eins og þeir í Bagdad forðum, vakið upp þá sem við unnum og hurfu á brott — þessi töfra- maður er sjónvarpið. Atómið, sem eitt sinn var kallað ódeili er nú kleyft og málmbreytingar, draumur gull- gerðarmanna miðalda er nú eins og hver önnur tilraun í rannsóknarstofu vísindamannanna. Framfarirnar eru stórstígar. Hefði mönnunum aukizt siðprýði að sama skapi. og vald, mætti veita hverju mannsbarni auðveld- ara og samingjusamara líf en árið 1900. En það er nú eitthvað annað sem við okkur blasir í dag. Við erum orðin fátækari og þungar áhyggjur hvíla á okkur um þessi áramót. Og hverju sætir það? Því, að vísindin hafa gert okkur að guðum áður en við höfum unnið til þess að teljast menn. Maðurinn hefur að sönnu aukið vald sitt á náttúrunni en að sama skapi misst vald á sjálfum sér. Eðlislæg grimmd, sem átt hefði að yfirbuga og útrýma, hefur skotið upp kollinum á nýjan leik. Á þessari hálfu öld höfum við verið vitni að tveim heimsstyf jöldum og í þeirri síðari að hryðjuverk- um, sem óhugsandi hefðu verið árið 1900. Milljónir manna hafa farizt í sárri kvöl og gagnslausri þjáningu. Og svo virðist sem þessi lexía hafi ekki gert sitt gagn. Mestu verðmæti okkar — sannsögli, frelsi, mankærleik- ur, umburðarlyndi eru nú aftur í hættu. Á því augna- bliki sem við byrjum árið 1964 eru skriðdrekar á ferð- inni víða um heim. Hvað ber nýja árið i skauti sér? Það er undir okkur sjálfum komið. Hin hræðilega villa nítjándu aldarinnar var sú, að telja determinism- ann — ákvörðunar-stefnuna bæði sagnfræðilega og vís- indalega — svo þunga á metunum, að menn horfðu ráð- þrota á hörmulega atburði sem þeir höfðu sjálfir kallað yfir sig. Það var eins og þeim fyndist þeir berast með svo sterkúm straumi, að vilji þeirra væri einskis megnugur gagnvart utanaðkomandi áhrifum. En það er ekkert raunverulegt við slíka svarna forlagatrú. Að segja að framtíðin sé fyrirsjáanleg er skoðun, sem vísindin við- urkenna að sé rétt. Vísindin hafa einmitt sannað hið gagnstæða. Hugsið yður einhvern mann sem uppi var árið 1900 — hversu gáfaðan og menntaðan sem verkast vill — reyna að lýsa heiminum eins og hann myndi verða á þessu herrans ári 1964. Hvernig gæti hann hætt á slíkt? Hann myndi ekkert vita um uppgötvanir sem verið hafa lífi manna nú á tímum svo mikill aflvaki. Hugmyndir hans um stríð í framtíðinni myndu vera algerlega rangar. Hann hefði ekki getað séð fyrir rúss- nesku byltinguna, Sameinuðu þjóðirnar eða kjarnorku- vopn. Hvaða gildi hefði spádómur hans haft? Alls ekk- ert. En það sem við á um vísindamenn aldamótaáranna gagnvart árinu 1964 á eins við um vísindamanninn 1964 gagnvart hinum, sem starfa mun árið 2000. Við höfum engin skilyrði til þess að vita hvernig mannkynið kann að þróast. Slíkt mun manninum aldrei verða kleift, því framtíðin er ekki til. Framtíðin þróast. Árið 1964 verður afleiðing gjörða mannanna. Þess- vegna er það bæði hollt og eðlilegt, á þessari öld hrað- ans, að staldra við sem snöggvast og taka einhvérjar ákvarðanir um stefnumið. „Ég heiti því að láta (eftir megni) réttsýni og vizku stjórna gjörðum mínum“ sagði enska ljóðskáldið Shelley eitt sinn. Við skutum nú reyna að vera réttsýn og vitur á árinu 1964. Þjóð er ekki annað en safn smærri félagsheilda, hjóna, fjölskyldna, félaga. Sérhver okkar ber ábyrgð á einhverri þessara félagsheilda. Við skulum því áður en við snúuin okkur að heimsmálunum reyna að koma á jafnrétti í heimi sjálfra okkar. Og til þfess að það megi takast verðum við fyrst og fremst að vera sátt við sjálf okkur. Við skulum ekki gera aftur gamlar skyssur. „lðrun er önnur skyssa“ segir Spinoza og Kant tekur undir og segir: „Munið að gleyma“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.