Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 23
f Föstudagur 21. febr. 1964 MORGUNHLAOIÐ 23 Hlutverk Norræna hússins er miðlun fróðleiks og fyrirgreiðsla Ræft við dr. Þóri Kr. Þórbarson í GÆR snerí Mbl. sér til dr. Þóris Kr. Þórðarsonar prófessors og spurði hann um hlutverk og rekstur Norræna hússins, sem blaðið birti teikningar af í gær og gerðar eru af hinum kunna finnska arkitekt Alvar Aalto prófessor. Dr. Þórir var á sínum tíma skipaður af dr. Gylfa Þ. Gisla- syni menntamálaráðherra í byggingurnefnd Norræna húss- ins. Dr. Þóri Kr. Þórðarsyni fór- nst svo orð: — Ég er mjög hrifinn af þess- nm teikningum Aaltos. Honum hefir að mínum dómi tekist frá- bærlega vel að gæða þessa bygg- ingu lífi. Einnig eru hugmyndir hans um umhverfi hússins mjög skemmti Jegar. í upphafi gerði undirbúnings- nefnd tillögur um hlutverk húss- ins og þá þjónustu er það skyldi ▼eita. Þessar tillögur voru síðan lagðar fyrir menntamálaráð- herrana og samþykktar af þeim. Prófessor Aalto fékk síðan til- lögurnar og jjerði samkvæmt þeim upphafsteikningar, sem lagðar voiui fyrir okkur í bygg- ingarnefndinni á fundi, sem hald inn var í nóv. sl. í Heisingfors. Þær teikningar, sem hann hefir nú gert og birtar voru í Morg unblaðinu eru frekari útfærsla hans á frumteikningunum. Þessar teikningar eru alveg nýj- ar og hafa ekki enn komið til kasta byggingarnefndarinnar og hefir hún því ekki endanlega samþykkt þær. Síðan þurfa þær að hljóta samþykki menntamála ráðuneyta Norðurlandanna og þá loks koma þær til kasta bygg- ingayfirvalda Reykjavíkur og ríkisins. Hlutur íslands í þessari bygg- ingu er 'lóðin undir húsið, en hún skal afhent fullgerð. Kostn- að af byggingunni sjá svo hin Norðurlöndin um. Hlutverk hússins er mjög svip að og hlutverk Norræna félags- ins. Það á að annast miðlun á hvers konar menningarlegum og félagslegum samskiptum fslend- inga við hin Norðurlöndin, svo sem gangast fyrir fyrirlestrum, hfa milligöngru um námsdvalir unglinga, annast um sýningar norræna verka hér á landi o. fl. o. fl., enda er gert ráð fyrir að Norræna félagið hafi þarna sina aðal bækistöð. Framkvæmdastj. hússins mun svo í framtíðinni nrvóta nánar það starf, sem í hús- inu verður unnið, en hana eiga að skipa einn fulltrúi frá Mennta malaráðuneytinu, einn frá Há- skóla íslands og einn fulltrúi frá Norræna félaginu. Nánari tillögur starfseminnar verður þvi í höndum framkvæmdastjóm arinnar, sem að sjálfsögðu bygg ir hana á grundvelli þeirra til- lagna sem undirbúningsnefndin 1 upphafi samdi og samþykktar voru af menntamálaráðherrun- um. í þessu húsi verður samnor- rænt bókasafn fyrir öll Norður- löndin, nema ísland. Þar gefst öllum almenningi kostur að njóta fyrirgreiðslu, en þetta verður ekki Háskólabygging, þótt að sjálfsögðu njóti Háskóli íslands góðs af henni, þar sem þar fer fram og kennsla í tungumálum og bókmenntum hinna Norður- landanna. Höfuðhlutverk hússins liggur 1 miðlun fróðleiks og fyrir- greiðslu, ekki einasta á sviði mennta og lista, beldur og 4 sviðum atvinnumála og félags- mála. Sem dæmi má taka að tæknifræðingur, eða iðnnemi, getur fengið leiðbeiningar í hús- inu, og forsvarsmenn myndu sið- an greiða fyrir frekara námi hans eða praktisku starfi í grein sinni í einhverju hinna Norður- landanna, er hann kysi sér að dvelja í til náms eða starfs. — Húsið á einnig að gangiast fyrir útvegun fyrirlesara um einstök efni, annast námskeið og sýn- ingar hvers konar, bæði listræns og atvinnulegs eðlis. Það er von þeirra, sem fyrir þessu húsi standa að það verði notað af íslenzkum almenningi — Færeyiar Framh. af bls. 24 ins, þar sem segir að kaup- tryggingin á íslandi, 1460 danskar krónur, sé ekkert betri en kauptrygging sú er færeyskir sjómenn fái heima á eigin bátum, en hún er þar 1000 kr. danskar. Færeying- arnir þurfi sjálfir að sjá sér fyrir fæði á fslandi og auk þess að greiða fargjald heim. Þá sagði ennfremur í frétt- inni að sjómennirnir hefðu enga tryggingu fyrir að þeir fengju kaup sitt gengistryggt, því mikið væri talað um að gengisfelling væri yfirvofandi á íslandi, og myndu þeir af þeim sökum eiga á hættu að verða fyrir tjóni. Loks sagði að gjaldeyrisforði landsins væri svo lítill að ekki væri tryggt að Færeyingar fengju inntar af hendi greiðslur fyrir vinnu sína. í gær brá Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna við og sendi útVarpstilkynningu enn til færeyska útvarpsins þar sem allt þetta mishermi er bor ið til baka, sagði, að ekki væri kunnugt um neina gengisfell- ingu og að gjaldeyrissjóðir ís- lands, samkvæmt upplýsing- um Seðlabankans, næmu hundruðum milljóna danskra króna. Auk þess sneri Lands- sambandið sér til utanríkis- ráðuneytisins og bað það ganga í málið og leiðrétta mis hermið. Utanríkisráðuneytið átti von á frekari upplýsing- um frá Færeyjum í dag. Blaðið sneri sér í gær til fréttaritara síns í Færeyjum og fékk þær upplýsingar að í Færeyjum ríkti óánægja vegna farar sjómanna til ís- lands, því sjómenn vantaði á færeyska báta. Færeysku bát- arnir veita hins vegar ekki mikla landvinnu í Færeyjum, því þeir sigla með allan afla sinn á erlendan markað, salt- fisk fara þeir með til Dan merkur, en ísfisk til Þýzka- lands. Ekki sagði fréttaritarinn að ákveðið væri með hverjum hætti vandinn yrði leystur þar heima með sjómanna skortinn, hins vegar hefði komið til tals að banna þeim að fara til íslands með sér- stökum aðgerðum Lögþings- ins. Fréttaritarinn spurði jafn- framt hvað liði gengisfellingu hér og var svo á honum að skilja að hann héldi hana skollna á, eða að hún væri alveg á næstu grösiim. Aug- ljóst er því að þessi gróusaga hefur náð að festa rætur 1 Færeyjum. Bankoútibú í Grandarfirði Grundarfirði, 20. febr. í DAG opnaði Samvinnubank- inn í Reykjavík umboðsskrif- stofu í Grundarfirði. Skrifstofa þessi er til húsa í Kaupfélagi Grundfirðinga og starfsmenn þess annast alla starfsemi henn- ar. Þetta útibú Samvinnubank- ans mun hafa með höndum öll venjuleg innlend bankaviðskipti. Ekkert bankaútibú er fyrir á Snæfellsnesi en hinsvegar eru starfandi sparisjóðir í hinum ýmsu kauptúnum. — Emil. Dr. Þórir Kr. Þórðarson. og að hver þjóðfélagsþegn, sem njóta þarf einhverrar fyrir- greiðslu og fræðslu um bræðra- þjóðir okkar á Norðurlöndum geti leitað þangað og sótt það er hann vanhagar um og húsið hefir tök á að láta í té. Þetta Norræna hús er eins konar útrétt hönd hinna Norð- urlandanna til okkar íslendinga til þess við megum njóta sem mests gagns af þekkingu þeirra og reynslu. Þá er ennfremur hugmyndin að forstöðumaður Norræna húss- ins verði eins konar upplýsinga- miðstöð og fréttamiðlari fyrir útvarp og blöð hér á landi. — Þannig yrði stofnunin þýðingar- mikil fyrir fréttastarfsemi í landinu um þau málefni, sem efst eru á baugi á hinum Norð- urlöndunum. Er ekki að efa að bæði menntastofnanir og at- vinnugreinar muni hafa aif þessu stóran hag. En eins og ég sagði í upphafi, sagði dr. Þórir að lokum, þá er málið enn á stigi tillagna og hugmynda, sem við vonum að fái á sínum tíma farsæla fram- kvæmd í hinu glæsilega húsi Aaltos. — Azoreyjar Framhald af bls. 1. manns. Einnig urðu miklar skemmdir í þorpinu Rosais. í gær hófst brottflutningur fólks frá Sao Jorge, og voru rúm- lega þúsund manns fluttir til eyj- unnar Terceira. Önnuðust tíu brezk, norsk, ítölsk, júgóslavnesk og bandarísk skip flutningana. Um 20 þúsund íbúar eru á Sao Jorge, en 19 þúsund þeirra kusu að fara ekki frá heimilum sín- um, þótt hrunin væru. Stjórnin í Portúgal, sem ræður yfir Azoreyjum, sendi herlið til Sao Jorge til að aðstoða íbúana og flytja þeim vistir, en matar- lítið var orðið þar. Ekki er vitað hve jarðskjálfta- kippirnir voru margir. Einn flóttamannanna sagði við kom una til Tepeeira: „Þeir hljóta að hafa verið yfir þúsund“. Tals- maður yfirvaldanna á Sao Jorge, Jose Miniz Madruga, segir að margir hafi misst aleigu sína í jarðskjálftanum, og ekki átt ann- að eftir en fötin, sem þeir voru í. Fjöldi heimilislausra frá Velas og Rosais var fluttur til Calheta á austurströnd eyjunnar. „Þröng- ar göturnar voru fullar af fólki, sem hafði ekki annað að gera en horfa orðlaust hvert á annað sagði Madruga. „Sumir grétu, aðrir s.nöktu, en öll erum við gagntekin af sorg“. Talið er að enginn hafi látið lífið í jarðskjálftunum, þótt und- arlegt megi virðast. Ýmislegt bendir til þess að jarðskjálftarnir komi frá nýjum gíg, sem mynd azt hafi á hafsbotni, og að þar sé að rísa eldfjall. Ekki er málið þó fullkahnað. Azoreyjarnár eru níú talsins- ög átta þeirra gos- eyjar. — Greinargerð Framh. af bls. 17 sammála um, að hæfileg sam- keppni hlýtur að vera æskileg. Hér á landi eru rekin mörg iðn- fyrirtaaki innan sömu iðngrein- ar, t.d. vinnufatagerðir, sælgæt- isverksmiðj ur, gosdrykkjaverk- smiðjur, sápugerðir os. frv. Ef ójóðfélagsborgararnir aðhyllast á annað borð hæfilega og heil- brigða samkeppni, því skyldi hún þá ekki einnig æskileg í framleiðslu umbúða. Kassagerð Reykjavíkur hefur nýlega sett upp fullkomna prent smiðju og mun nú heyja harða samkeppni við ýmsar innlendar prentsmiðjur, sem voru þó fyr- ir, og útbúnar hinum fullkomn- ustu vélum. Vegna stærðar sinn- ar og einokunaraðstöðu í fram- leiðslu umbúða vegna sjóvanit- vegsins mun samkeppnis aðstaða Kassagerðar Reykjavíkur vera þannig, að hinar eldri og minni prentsmiðjur munu margar hverjar eiga í vök að verjast. — Hvers eiga þessi fyrirtæki að gjalda, og hvers vegna mega þau deyja drottni sínum? Vildi ekki hr. bankastjóri Benjamín Eiríksson, svara því og þá jafn- framt hvort ekki þyrfti hér með „anti-trust“ löggjafar, sem vernd aði neytendur gegn einkasölu- aðstöðu á íslenzkum markaði. Að endingu skal sú staðreynd undirstrikuð, sem hlýtur að vera sérhverjum ljós, að þótt frysti- húsaeigendur innan S.H. stofni til öskjugerðar, sem framleiddi umbúðir til eigin þarfa, hlýtur Kassagerð Reykjavíkur að halda áfram starfrækslu sinni eftir sem áður. Umbúðaþörf fer vax- andi bæði innanlands og utan, og hafa forráðamenn Kassagerð- ar Reykjavíkur marg lýst því yfir, að þeir hyggðu á útflutning umbúða. Með þetta í huga, svo og það, að frystihúsaeigendur geta sannanlega framleitt ódýr- airi umbúðir vegna frystiiðnað- arins, hljóta þeir að stofna til eigin öskjugerðar. Eftir sem áður munu þeir kaupa hluta umbúðanna hjá öðrum þeim að- ilum, sem hagkvæmast yrði að skipta við. Ekki fyrsti fóninn VESTMANNAEYINGAR hafa vakið athygli á því að íslenzki fáni sá sem þeir jöklamenn reistu í Surtsey sé ekki fyrsti islenzki fáninn, sem þar hefur verið reistur og eru gramir. Þeir komu semsagt sínum fánum í eynna er þeir réðust til landgöngu. Það var bara spjaldið ireð nafninu Surts- ey, sem fór í öldurnar, og olli það þeim misskilningi að fán- arnir hefðu aldrei komizt í eyna. Ekki var ætlunin að taka af þeim þann árangur sem þeir náðu við landgöng- una og biður undirrituð vel. virðingar á aðgæzluleysinu. V — E.Pá. — Norðurlandaráð Framh. af bls. 1. ekiki nóg að þær hljóti meiri- hluta greiddra atkvæða. Nokkuð var rætt um sameigin- legan sumartíma á Norðurlönd- um, öðrum en íslandi, og var til- laga um breytingu á sumartím- anum felld með 3ö atkvæðum gegn 17. Menningar- og menntamál bar mikið á góma í dag, meðal ann- ars tónlistarverðlaun Norður- landa, sem fyrirhugað er að veita á þriggja ára frésti, í fyrsta skipti næsta ár. Eiga verðlaun- in að nema 50 þúsund sænskum krónum (415 þús. ísl. kr.). — Kýpur Frarnh. af bls. 1. SÞ á morgun um Kýpurmálið, en í dag hafa fulltrúar átt einka fundi. Hefur U Thant, fram- kvæmdastjóri SÞ, í dag rætt við m. a. Adlai Stevenson, aðalfull- trúa Bandaríkjanna hjá SÞ, Kyprianou, utanríkisráðherra Kýpur, og við sérstaka fulltrúa grískra og tyrkneskra Kýpur- búa. U Thant er með nýjar til- lögur í undirbúningi varðandi al þjóðlegt eftirlitslið á Kýpur. Er i ailir aðilar sammála um nauðsyn þess að herliðið verði sent til eyjunnar, en hinsvegar er ágrein ingur um hvernig það skuli skip- að. Vilja Bandaríkjamenn gera það að skilyrði að fulltrúar Breta, Grikkja og Tyrkja sam- þykki skipan eftirlitshersins, en þessi þrjú ríki tóku að sér með samningi árið 1960 að vernda sjálfstæði eyjunnar. Samkvæmt þeim samningi hafa öll þrjú heimild tii að skerast í leikinn til að hindra árekstra á Kýpur. Nú vilja grískir Kýpurbúar að SÞ taki að sér að tryggja sjálf- stæði landsins, því þeir óttast að Tyrkir notfæri sér heimildiná og fari tyrkneskum Kýpurbúum til aðstoðar. BLAÐBURÐAFOLK ÓSKAST t þessi blaðahverfi vantar Morgunhlaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk, til þess aff bera blafflð til kaupenda þess. Lindargata Gjöriff svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. SÍMI 224 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.