Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ r Föstudagur 21. febr. 1964 Frá borgarstjórnarfundi í gær Allmörg mál voru á dagskrá, er borgarstjórn kom saman til fundar í gær. í upphafi hans voru teknar til atkvæðagreiðslu og samþykktar fundargerðir byggingarnefndar, dags. 13. febr. . borgarráðs, dags. 11. og 18. febr., og fræðsluráðs, dags. 5. febr. Nokkrar umræður urðu um ein- staka liði fundargerðanna. Björn Guðmundsson, F. veik að fundargerð byggingarnefndar, þeim lið, er fjallar um umsókn Landsbanka íslands um leyfi til sameiningar ióðanna við Lauga- veg 77, 79 og við Barónsstig 14, í eina lóð. Hafði byggingarnefnd samþykkt að veita leyfið, en frestað ákvörðun um leyfisveit- ingu bankanum til handa, til byggingar skrxfstofuhúsnæðis á sama stað. Taldi Björn, að það væri auka- atriði fyrir L.Í., hvort hann fegi leyfi til sameiningarinnar, og yrði hún enginn ávinningur. Á- leit Bjöm, að hér væri um ásókn 'peningavalds að ræða, og sagði, að nóg hefði verið reist af pen- ingabúðum undanfarið. Þá virt- ist það ekki ætíð ætlan þeirra, sem eignast vildu lóðir, að reisa á þeim hús, og vísaði til lóðanna nr. 7 og 47 við Laugaveg, í því sambandi. Þór Sandholt, S., taldi að hér væri einungis verið að rýma til fyrir stærri og nýjum húsium, og væri sú þróun fullkomlega eðli- leg, enda aðeins þáttur í endur byggingiu gamla bæjarins. Væri ekki hægt að nefna það ámælis- vert, heldur beinlínis æskilegt, að smærri löðir væru sam- einaðar um leið. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri. veik að því, að það væri í raun og veru ekki hlutverk borg- arráðs að vega og meta þörf hvers og eins, sem vildi ráðast í byggingar. ILutverk þessi væri aftur á móti aðeins það að ganga úr skugga um, hvort að væri farið skv. byggingarsamþykkt- *um. Fundairgerðin var ö>ll sam- þykkt, þótt eitt atkvæði félli gegn heimild til handa Lands- bankanum, til sameiningar um- ræddra lóða. Þriðja mál á dagskrá var fund argerð borgarráðs, dags. 18. febr. Nokkrar umræður urðu um einn lið fundargerðarinnar, er fjall- aði um afturköliun úthíutunnar iðnaðarlóða til þriggja aðila, þar eð byggingarfrestir eru liðnir, og gatnagerðargjöld ekki fengizt greidd. Hörður Helgason, F, taldi, að að ekki bæri að miða við það, hvort gatnagerðargj öld hefðu fengizt greídd. Réttara væri að setja um það sérreglur. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, ræddi þetta mál stuttlega, og sagði, að svo yrði að álíta, að þeir, sem ekki gætu staðið straum af gatnagerðargjö'ldum, hefðu vart bolmagn til að hrinda stærri málum í framkvæmd. Fúndargerðin var samþykkt samhljóða. Fjórða mál á dagskrá var fund argerð fræðsluráðs. en um hana urðu engar umræður. I>á var gengið til kosningar í Ráðhúsnefnd. Fráfarandi ráðhús nefnd hafði farið þess á leit, að ný nefnd yrði kosin, kjörin borg- arfulltrúum. Einn sameiginlegur listi kom fram, og var hann sjálf- kjörinn. Þessir munu taka sæti -1 nefndinni: Geir Hallgrímsson, Auður Auðuns, Gísli Halldórs- son, Birgir ísl. Gunnarsson, Guð- mundur Vigfússon, Einar Ágústs- »on og Óskar Hallgrímsson. Fimmta mál á dagskrá voru fyrirspurnir um byggingar- og liúsnæðismál. Óskar Hallgríjr.j son, A, hafði lagt fram fynrsp. um, hvað liði samningum við ís- lenzka Aðalverktaka, um kaup Reykjavíkurborgar á íbúðum þeim, sem félagið hefur í bygg- ingu við Kaplaskjólsveg. Þá hafði Adda Bára Sigfúsdóttir, K. borið fram fyrirspurn í tveimur liðum, og fjallaði fyrri liðurinn um sömu samninga, og Óskar hafði spurzt fyrir um. Borgarstjóri svaraði þessum fyrirspurnum. Skýrði harin frá því, að eins og komið hefði fram á borgarstjórnarfundi 3. okt. sl., hafi samningar þá verið að hefj- ast um kaup á 48 íbúðum, full- gerðum, við Kaplaskjólsveg. Hafi samningaviðræður staðið í októ- ber og nóvember, en íslenzkir Aðalverktakar síðan tekið sér frest til að skila til borgaryfir- valda greinargerð um kostnað þann, sem myndi verða af bygg- ingu þessara íbúða, fullgerðra. Síðan sagði borgarstjóri, að ísl. Aðalverktakar hefðu tjáð borgar yfirvöldum, þegar verkfall var boðað í nóvember, og ljóst varð síðan, að verkfall mundi verða 10. desember, að þeir treystust ekki til að skila þessari greinar- gerð, fyrr en Ijóst yrði, hver yrði niðurstaða um kaup og kjör. Verk falli trésmiða hefði ekki lokið, fyrr en seinni hluta janúarmán- aðar. Þegar taka hefði átt upp samningaviðræður á ný, þá hefðu hins vegar formaður og fram- kvæmdastjóri ísl. Aðalverktaka farið utan, og ekki komið heim, fyrr en nú í vikunni. Ætlunin sé nú hins vegar að halda samninga viðræðum áfram, nú á næstu vik- um, og verði borgarráði gefin greinargerð um þær, jafnóðum. Byggingarnar hafi tafizt, bæði vegna verkfallsins, og vegna vinnuaflsskorts almennt, en samt sem áður muni ísl. Aðalverktakar leggja kapp á að ljúka þeim til afhendingar í apríl- eða maímán- uði. Síðari liður fyrirspurnar Öddu Báru Sigfúsdóttur var á þá leið hvað liði gerð og samþykkt upp- drátta að 54 íbúðum í sambýlis- húsum við Kleppsveg, er gert var ráð fyrir að samþykktir yrðu í okt. sl., sbr. 2. lið sömu frávís- unartillögu (þ.e. frávísunartil- lögu borgarstjóra). Geir Hallgrímsson svaraði fyr- irspurninni, og sagði m.a., að í frávísunartillögunni hafi verið gert ráð fyrir, að uppdrættir að 54 íbúðum í 3ja hæða húsum við Kleppsveg yrðu lagðir fram í október. Á fundi 29. október hafi verið rætt um fyrirhugaðar bygg ingar íbúðarhúsa borgarsjóðs við Kleppsveg, og uppdrættir að þess um húsum þá lagðir fram. Hafi þá verið haldið áfram að ganga frá þessum uppdráttum til sam- þykktar í byggingarnefnd. Lögð hafi verið áherzla á gerð þessara uppdrátta og afgreiðslu þeirra í byggingarnefnd, sem og undir- búningi útboðs, yrði hraðað, og hafi byggingardeild borgarverk- fræðings upplýst, að fullnaðar- uppdrættir verði lagðir fram á næsta fundi byggingarnefndar, til samþykktar, og útboð verði auglýst eigi síðar en 10. marz nk. Næst_ svaraði borgarstjóri fyrir spurn Óskars Hallgrímssonar, en þar var spurzt fyrir um könnun á möguleikum til stofnunar stórra byggingarfélaga, sbr. sam þykkt borgarstjórnar 20. desem- ber 1962. Borgarstjóri skýrði frá því, í þessu sambandi, að í samráði við borgarverkfræðing og skipulags- stjóra, og eftir viðræður við nokkra forstöðumenn byggingar- félaga og byggingameistara, hafi það verið álitið grundvallaratr- iði, að tekið væri til skipulagn- ingar nægilega stórt og afmark- að svæði, sem gerði það mögu- legt að ræða um slíka stofnun stórra byggingaraðiia, er tekið gætu að sér byggingu heilla byggðahverfa, og þannig hag- nýtt fullkomnustu tækni á sviði húsbygginga og mannvirkjagerð ar. í þeim efnum hafi skipulagn- ing Árbæjar-fjölbýlishúsanna, og einkum þó hverfanna í Foss- vogi, verið sniðin svo, að auð- velt ætti að vera fyrir stærri byggingaraðila að marka sér þar starfssvið. Viðræður þær, sem fram hafi farið við einstaka bygg ingameistara, hafi þó leitt í ljós, að vinnuaflsskortur geri það að verkum, að erfitt muni vera fyrir stærri byggingaraðila að ná nægilegum mannafla til starfa i þágu slíkrar stórvirkrar mann- virkjagerðar. Þá verði menn að gera sér ljóst, að slíkur stórbygg ingaraðili þurfi að hafa yfir að ráða geysrlega miklu fjármagnL Nauðsynlegt sé að afla fjár til að fullgera allar íbúðir, sem hann hafi í byggingu. Sé reikn- að með um 200 íbúðum, minnst, og hver myndi kosta kr. 500,000, væri um 100.000.000 að ræða. Nú, þegar útlit sé fyrir, að unnt verði að útvega slíkum byggingaraðila byggingarlóðir, sé tímabært, að borgarráð stofni til funda með byggingameistur- um og byggingaraðilum, er starfa í borginni, eða öðrum þeim, er kunni að hafa áhuga á þessu máli, til að lcnyja fram svar þeirra, hvort möguleikar séu fyrir hendi um stofnun slíkra samtaka. Ætti sú lokaathugun á Framh. á bls. 22. |,8B8 llfli L8II Áfengislagafrumvarpið komið frá nefnd — vínveitingaaldur verði lœkkaður í 18 ár — frumvarp um virkjun í Skagafirð i — stjárnarfrumvarp um ferðamál FUNDIR voru í gær í sameinuðu þingi og báðum deildum. I sam- einuðu þingi voru afgreidd nokk ur formsatriði vegna þingskapa. í efri deild voru frumvörpin um þingfararkaup og laun forseta ís lands afgreidd umræðulaust til 2. umræðu. Eggert Þorsteinsson hafði framögu fyrir hinu fyrr- nefnda. Þá hafði Ólafur Björns- son framsögu fyrir nefndarálit- um um aukatekjur ríkissjóðs og eftirlit með opinberum sjóðum. Er lagt til að frumvörpin verði samþykkt, óbreytt, en hér er um að ræða smávægilegar breyting- ar og hagræðingu. Málunum var umræðulaust vísað til 3. umr., svo og frumvarpi um sölu á hluta úr landi Miðhúsa í Egils- staðahreppi. í neðri deild var jarðræktar- lagafrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar vísað samhljóða til 2. um- ræðu. Frumvarp um búfjárrækt var umræðulaust afgreitt til efri deildar. Sigurvin Einarsson hafði framsögu um frumvarp um smá- vægilega breytingu á lögum um skipströnd og vogrek. Þá var áfengismálafrumvarp rikisstjórn arinnar til 2. umræðu, komið frá nefnd og frumvarp nokkurra þingmanna Norðurlandskjör- dæmis vestra um virkjun Svart- ár. Um þessi tvö mál urðu nokkr ar umræður. — ★ — ★ —- LÁGMARKSALDUR VEGNA VÍNVEITINGA VERÐI LÆKKAÐUR í 18 ÁR Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á áfengislögunum er komið frá allsherjarnefnd neðri deildar. Það var smið af nefnd, sem dómsmálaráðuneytið skipaði á sínum tíma til þess að kanna orsakir atburðanna í Þjórs árdal um síðustu hvítasunnu og gera tillögur um ráð til þess að sporna við drykkjuskap ung- menna. Einar Ingimundarson hafði framsögu fyrir áliti meiri hluta nefndar. Leggur meirihlutinn (fjórir þm.) til, að frumvarpið verði samþykkt. þó með nokkr- um breytingum. |Þær eru helztar, lað aldursákvæði llaganna verði 118 ár í stað 21 igf árs, og að vín, ^|sem ologlega er ■iSflutt inn eða út af veitingastað skuli gert upptækt, að það sé á sama hátt ólögmætt að flytja áfengi með sér ólöglega út af veitingatað og að bera það inn. í sambandi við lækkun vín- veitingaaldursins sagði framsögu maður, að illmögulegt og jafnvel stundum óeðlilegt væri að fram- fylgja ákvæðum um skilyrðis- laust bann við vínveitingum til yngra fólks en 21 árs. Ef miðað væri við 18 ár ætti að vera unnt að framfylgja ákvæðinu strang- lega. Skúli Guðmundsson mælti fyrir minnihlutaáliti sínu. Legg- ur hann til, að óheimilt sé að veita afslátt frá útsöluverði ÁTVR á vínföng um. Heimild til slíkra afsláttar- kaupa hafi nokkrir aðilar. Segir í greinar- gerð Skúla, að þegar myrkra- höfðinginn leiði nokkra æðstu menn lýðveldis- ins til vínbúðar og freisti þeirra með glitrandi vínflöskum á hag- stæðu verði, þá taki þeir almennt sér ekki í munn orð meistarans: Vík burt Satann. Taldi ræðumað- ur ástæðu til þess að snúast hér gegn atbeina myrkrahöfðingjans með löggjöf. Þá leggur Skúli til, að lagðar vrði árlega 5 millj. kr. í áfengisvarnasjóð. Jóhann Hafstein, dómsmálaráð herra, þakkaði nefndinni vel unn ið starf. Hann kvaðst sammála breytingartillögum meirihluta nefndarinnar, enda væru þær tU góðs. Mál þetta, sem frumvarpið fjallaði um, væri nokkuð sérstaks eðlis, þar sem það fjallaði um viðkvæmasta þátt áfengismál anna, þann sem sneri að áfengi og æskulýðnum. Breytingar minnihlutans snertu aðra þætti málsins og lægi t. d. nú fyrir þinginu sér- stakt frumvarp um áfengisvarna sjóð. Af þessum ástæðum væri hann andsnúinn breytingum minnihlutans, þótt í því fælist engin efnisafstaða af sinni hendi til málsins. Umræðunni var síðan frestað. — ★ — ★ — TILLAGA UM VIRKJUN í SKAGAFIRÐI Þá var tekin til 1. umræðu til- laga um virkjun Svartár í Skaga firði, sem flutt er af þingmönn- um þess kjördæmis úr öllum flokkum. Gunnar Gíslason mælti fyrir málinu. Hann kvað rannsókn- ir hafa sýnt, að hér gæti verið um hagkvæmar framkvæmdir ræða. Raf- orkuþörfin nyrðra væri brýn og mikill áhugi fyrir mál inu af hálfu sveitastjórna fyrir norðan. Ingolfur Jónsson, raforkumála ráðherra, sagði að taka yrði skjótt ákvörðun um raforkumál landsins í heild. Raforku yrðu landsmenn að fá og væri nauð- synlegt að fjalla um það mál á þessu þingi. Gunnar Gíslason fagnaði þess- ari yfirlýsingu ráðherrans. Nokkrir aðrir þingmenn tóku til máls. Kom það m.a. fram í ræðu Hannibals Valdemarssonar, að það skipti mestu máli, hvernig ó- dýrust raforka fengist um allt landið, en ekki hvar væri virkj- að. Hreppasjónarmið ættu ekki að skipta máli um rafvæðingu alls landsins. Raforkumála- ráðherra tók 1 sama streng. — Sagði hann, að hvað sem ofan á yrði í virkjana- málunum, þá yrðu lagðar raf- línur um land allt. Þannig feng ist meira öryggi og verðjöfnun væri auðveldari, en heildarskipulagning raforku- málanna miðar að því að tryggja næga raforku og sem ódýrasta, bæði sem fjárfestingu og til neyt- enda. RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram frumvarp til laga um ferðamál. Frumvarpið er í 5 köflum og 40 greinum. Er þar fjallað um heildarskipulagn- ingu ferðamála. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir því, að skipað sé 9 manna ferðamála- ráð, sem veiti leyfi til rekst- urs ferðaskrifstofa, auk ann- arra starfa. Þá skuli stofnaðuV ferðamálasjóður, sem veiti lán til bættrar aðstöðu til mót- töku ferðamanna. Hannibal Valdemarsson og Hermann Jónasson hafa lagt fram tilíögu til þingsályktun- ar um að fela ríkisstjórninni að festa kaup á tveimur þyril- vængjum til aðstoðar við landhelgisgæzluna. Skuli önn- ur staðsett á Vestfjörðum, en hin á Austfjörðum og veiti þær jafnframt aðstoð við sam- göngur og björgunarmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.