Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADIB r Föstudagur 21. febr. 1964 Þorbergur Jónsson iVlinningarorð >ANN 15. þ. m. lézt hér í Reykja vík einn af gömlum og góðum vinum mínum úr hópi íslenzkra sjómanna, Þorbergur Jónsson, sem lengi hafði átt heima á Barónsstág 33. Hann var faeddur í Hörgsholti í Miklaholtshreppi í Hnappadals- sýslu 13. febrúar árið 1893. For- eldrar hans voru hjónin Jón Þórðarson og Kristín Hannes- dóttir, sem þá bjuggu í Hörgs- holti. Undanfarið hafði verið hart í ári, en hjónin með mikla ómegð, og treystist Jón ekki til að halda áfram búskapnum og sjá öllum hópmuari farborða. Alls urðu bömin sex. Tvö þessara systkina eru nú á lífi, Sjgfús framkvæmdastjóri Morgunblaðs- sins og Elín, ekkja Ólafs Eyvinds sonar, sem lengi var umsjónar- maður í Landsbanka Islands. Jón Þórðarson varð úti á Kerl- ingarskarði í desember árið 1900. Ekkja hans lézt háöldruð árið 1951. Það varð hlutskipti Þorbergs að lenda til myndar og gæða hjóna, sem bjuggu á Borg í Miklaholtshreppi, og ólst hann þar upp við raunar mikla vinnu, eins og þá var títt um unglinga, en hins vegar góðan viðurgern- ing og atlæti. En 13 ára gamall réðst hann að Staðastað ti.l séra Vilhjálms Briem, og þar fermd- ist hann. A Staðarstað dvaldi þá móðir hans. Síðan var hann í vinnumennsku, unz hann árið 1909 réðst til Reykjavíkur á seo'lskútu og hóf sjómennsku- feril sinn, sem lauk ekki fyrr en eftir fjóra áratugi. Þorbergi féll vel vistin á sjón- um. Hann var gæddur góðum kjarki, var snemma þrekmikill og varð maður rammur að afli, enda garpslegur á allan vöxt, og vel var hann fiskinn og ærið kappsamur. Og þó að enginn uppgrip væru á skútunum og fengurinn oft harðsóttur, þótti Þorbergi munur að þurfa ekki til neinna að sækja deildan verð og fyrirfram ákveðið kaup, heldur fá borið úr býtum í nokikru samræmi við það erfiði, sem hann hafði til vilja og getu á sig að leggja. En á þessum árum var það keppifefli ungra sjómanna að komast á togara. Á þeim var verið að veiðum allan ársins hring og árslaun togarasjó- manna þóttu þá aevintýralegar upphæðir. Og ekki hræddi það þrekmikinn kjarkmann um tví- tugt, þótt mi'kið orð og næsta ótrúlegt færi af vinnutíma og vökum íslenzkra togaramanna. En enginn hægðarleikur var að fá skiprúm á slíkum farkostum. Þó tókst Þorbergi það þegar í heimsstyrjöldini fyrri, og síðan var hann jafnan á togurum þang- að til árið 1949. Þá var hann tek- inn að kenna þess, að hann mætti ekki bjóða sér jafnmikið og áður. „Nei, ónei“, sagði hann, „ég hugsa ég hefði nú dugað eitthvað enn, en ég kann ekki almennilega við að lafa þetta, þegar ég er hættur að hafa svona í öðru gaman af vondu veðri og finn, að ég verð að gera mér að vana að draga a.f mér, etf til verulegra átaka kemur“. Síðan vann hann til dauðadags hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Hann var fyrst, og síðan lengi vel, hjá Guðmundi Jónssyni, sem kunnastur varð á togaranum Skallagrími, var einn í hópi hans frægu berserkja. Svo var hann hjá ýmsum skipstjórum og því næst í mörg ár hjá Kol- beini Sigurðssyni. Hann naut mikillar hylli hinna miklu dugn- aðarforka og aflagarpa, enda var hann maður óvílinn og óhlífinn, góður verkmaður og laginn og handtökin örugg og afdráttarlaus, ef eitthvað sér- stakt bar að, sem krafðist snöggra viðbragða og mikillar orku. Hann sigldi bæði á fyrri og síðari ófriðarárunum, og hann var á togaranum Ásu, þeg- ar hún strandaði vestan við Grindayík, og svo sem nærri má geta komst hann ærið oft í hann krappan, stundum nokkur vafi á, hvort hann mundi standa næstu vakt í þessum heiminum eða hinum. Eg spurði hann þess á styrjaldarárunum síðari, ein- mitt þegar flest íslenzk skip týndust, hvort hann kviði nú ekki fyrir að sigla og yrði feg- inn. þegar honum bæri að dvelj- ast í landi, meðan skipið færi út með aflann. Hann svaraði: „Mér líður illa, þegar ég sigli ekki og verður til þess hugsað, hvort ég eigi nú ekki eftir að sjá dallinn koma með karlana í höfn“. Þorbergur kvæntist árið 1919 ágætri konu, Sigríði Eyvinds- dóttur, systur Ólafs Eyvinds- sonar, en faðir þeirra var Ey- vindur sá, er var annar fylgd- armaður þeirra um Suðurland, gestanna engilsaxnesku, sem hingað komu á þúsundáraihátíð- ina 1874. En sambúð þeirra Þorbergs og Sigríðar varð ekiki löng. Hún lézt árið 1926. Þau áttu einn son, Kristin. Haií1 tBÖ sínum, og vel lá honum orð til yfirmanna sinna og útgerðar- innar, en var hins vegar laus við þann undirlægjuhátt, sem lýtir suma húsbóndaholla starfs- menn. Með Þorbergí Jónssyni er fall- inn í valinn mikla góður og eftirminnilegur drengskapar- maður og einn þeirra, sem sóttu fram í kappasveit þessarar þjóð- ar, þegar hún barðist harðast fyrir lausn sinni úr aldafjötruna örbirgðar, einangrunar og um- komuleysis, — og það varð að lokum hlutskipti hans að hniga að velli án þess að þurfa að geras-t óvirkur áhorfandi á vett- vangi starfs og stríðs. Guðm. Gíslason Hagaitn. tóku þau til fósturs Hólmfríður Oddsdóttir, systir þeirra skips- stjóranna Jóns og Gísla, og maður hennar Guðjón Mýrdal, og Þorbergur leigði hjá þeim herbergi til þess að geta jafnan verið í nánd við einkasoninn, þegar hlé yrði á störfum. Krist- inn, sem var myndar- og þrek- maður, lézt í fyrra, í blóma aldurs síns, frá konu og fimm börnum. Það var að vonum ærin raun hinum sjotuga föður. Áður en Þorbergur kvæntist, eignaðisit hann dóttur. Hún heitir Ingi- björg, og er gift kona og búsett í New York. Þorbergur var glæsimenni 1 sjón, laus við stát og yfirborðs- mennsku. Hann hafði mikið skap, en kunni vel að stjórna því, þótt ekki léti hann bjóða sér hvað sem var. Hann var enginn málskrafsmaður, og jafn- vandaður var hann í umtali um menn og hann var í verkum sínum. í hópi vina sinna var hann glaður, gamansamur og stund- um glettinn, en aldrei rætinn. Yndi hafði hann af að segja frá harðræðum í sæförum, ef svo bar undir að hann kæmist í skap til að leysa frá skjóðunni. Trölltryggur var hann vinum Lokið smíði nýs báís og fleiri fréttir frá Stykkishólmi 15. febr. 1964. TÍÐARFAR hefur verið rysijótt að undanförnu og því strjálar sjó ferðir bátanna. Afli hefur verið lítill þegar á sjó hefur gefið þetta frá 2 til 4 tonn í róðri. Vegir hafa verið þungfærir upp á síð- kastið en þó allir færir. Þrir bát ar hafa stundað sjó hér með línu og sá fjórði hefur bæzt í hópinn og hefur hann nú tekið net. Er það m.b. Svanur, en hann er fyrir skömmu kominn frá Akranesi, þar sem hann var teLinn til milk- illar viðgerðar og endurbygging ar eftir þurrafúa. Er hann nú sem nýr. Svanur er eign sam- nefnds hlutafélags á vegum Sig. Ágústssonar, alþingismanns. Miðskólinn í Stykkishólmi hélt sína árlegu hátíð umn s.l. mánaða mót, við fjölmenni og ágætis við tökur. Skólanemendur ásamt kennurum undirbjuggu hátíðina og sáu um hana en öll skemmti atriði voru framkvæmd af nem- endum sjálfum. Etensikennsla og dan.snámskeið standa hér yfir þessa dagana og munu verða í alls 10 daga og er þetta á veg- um Heiðars Ástvaldssonar dans- kennara. Er þátttaka mjög al- menn. Hann hafði hér einnig Stykkishólmi í fyrra um svipa® Greiði við vísindin. JÁ, það er ekki heiglum hent að heimsækja Surtsey. Síðustu atburðir eru ljós vottur þess, að Surti er ekikert gefið um gesta- komur. Síendurteknar hrak- farir leiðangursmanna í Surts- ey hefðu einhvern tíma þótt næg sönnun þess, að djöfull- inn sjálfur væri þarna að verki. En mi'kið kenndi ég annars í brjóst um doktor Sigurð, þeg- ar ég sá hann á myndinni í Mbl. í gær — svamlandi þarna syðra eftir að gúmmibátnum hafði hvol'ft. Þetta var heldur ekkert smáræðis tjón fyrir doktorinn — að missa mynda- vélina og skotthúfuna. Nú er það ekiki Paris Mateh sem borgar brúsann. Ég efast ekki um að hinn brennandi áhugi doktorsins verður honum til mikils sóma, því hann er vafalaust í hópi helztu eldfjallafræðinga heims eftir allar sínar rannsóknir og athuganir. Þess vegna ætti doktorinn ekki að þurfa að vera bundinn við kennslustörf í menntaskóla á meðan Surtur belgir sig. Vísindunum væri sjálfsagt mikill greiði gerður með þvi að veita Sigurði tæki- færi og aðstöðu til að svamla í kring um Surtsey hvenær sem honum dytti í hug. A5 „fljóta með“. En vegna þess að dr. Sig- urður verður að kaupa salt í grautinn eins og við hin, þarf hann að stunda kennslustörf. Hingað til hefur hann aðeins sótt um fimm þúsund króna styrk til rannsókna á Surtsey — og vitanlega fengið hann. Sá sjóður, sem líklegastur væri til að styrkja starf Sigurðar frekar, er Vísindasjóður. Gall- inn er bara sá ,að dokturinn er sjálfur formaður sjóðsins — og hann treystir sér ekki til að senda sjálfum sér umsókn — sem eðlilegt er. Sjálfur hefur hann hins vegar ekki efni á að kosta allar sínar ferðir til Surtseyjar, en með því að halda uppi víðtækum njósnum um allar mannaferðir þar í nánd, hefur honum tekizt að fá að „fljóta með“ þeim, sem gert hafa út leiðangra. Yfirnáttúrulegt ? f gær hringdi til mín kona, sem tengd er útgerðinni, og þótti mjög miður að ég skyldi segja í fyrradag, að menn kæmu á fjórum fótum og bæðu ríkið um hjálp, þegar um stór- framkvæmdir væri að ræða. Þótti henni orðalagið óvirðulegt í meira lagi og henni fannst Loftleiðamenn vera gerðir yfirnáttúrulegir. Satt er það, orðalagið er ekiki virðulegt. Hins vegar verður því ekki móti mælt, að hér er yfirleitt aldrei ráðist í stórvirki nema að stuðningur eða ábyrgð sé fengin frá hinu opinbera. Smæð okkar veldur því, að oft er þetta nauðsynlegt. En mér er nær að halda, að hægt sé að komast hjá slíku oftar en gert er. Það ætti hins vegar að vera kappsmál framkvæmdamanna að komast af án stuðnings hins opinbera — og einmitt fyrir þetta taldi ég vert að benda á Loftleiðir og þeirra fordæmi. Ekki á ég við. að þeir Loftleiðamenn séu yfir- nátturulegir — eða telst það yfirnáttúrulegt að koimast af án ríkisstyrks? danskennslu leytL Skipasmíðastöðin h.f. í Stykkia hólmi hefur nú nýlokið við smíði rúmlega 30 smál. fiskibáts og er hann hinn vandaðasti í alla staðL Smíðaður úr eik. Teikningar gerði Kristján Guðmundsson skipasmiður hér, og var hann einnig yfirsmiður bátsins. Bátur- inn er með radar, dýptarmæli, kraftblöikk og er allur búnaður hans hinn vandaðasti. Nafn hans er Sæfari og verður hann RE 143 og eigandi hans Magnús Gríms- son útgerðarmaður í Reykjavík. Vél bátsins er Volvo penta ogj 200 hestafla. Niðursetningu vél- ar annaðist vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldssonar. Báturinn var reyndur í gær og allt í lagi. — Magnús sigldi honuim suður í dag og mun hann fara bráðlega á loðnuveiðar í Faxaflóa. ólafur Guðmundsson sveitar- stjóri í Stykkishólimi, hefur mú sagt upp starfi sínu og er nú auglýst eftir sveitarstjóra. Ólaf- ur hefur gegnt hér sveitarstjóra starfi í 10 ár við almennar vin- sældir og er eftirsjá að honum úr þessu starfi. — Fréttaritari. Við eigum næsta leik. Menn hafa o£t hent gaman að norrænni samvinnu og ekki að ástæðulausu. í vitund al- mennings hefur hún verið meiri í orði en í verki — oft verið vegsömuð í tækifæris- ræðum, en ekki alltaf orðið dðamikil í framikvæmd. Hins vegar eru ýmsir þættir hinnar norrænu samvinnu þess eðlis, að almenningur verður hennar ekki eins var sem skyldi — og okkur hættir líka við að telja allt sjálfsagt, sem fyrir obkur er gert — eða það, sem gengur okkur í haginn. Norræna húsið í Reykjavík verður hins vegar áþreifanleg- ur þáttur þess norraéna sam- vinnustarfs, sem mest er talað um — og vonandi er, að góðar óskir um gagnsemi þessarar stofnunar eigi eftir að rætast. Þarna verður stofnun, sem al- menningur mun hafa daglega fyrir augunum — og það er áreiðanlega ekki ætlunin, að þetta verði einhver andlaus kumbaldi — einungis til að minna vegfarendur á málefnið. Með byggingu norræna húss- ins stíga frændlþjóðir okkar 'handan hafsins stór skref — og við, sem oft kunnum því betur að taka á móti en að endur- gjalda, tökum á okkur ákveðn- ar skyldur á herðar, þegar við sjáum þetta bús rísa hér í borg- inni. Við eigum nefnilega næsta lei'k. ÞURRHLOUUR ERtl ENDINGARBEZIAR BRÆDURNIR OKMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.