Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 22
22 MQRGUNBLAÐIÐ Fögtudagur 21. febr. 1964 íi'iirimrnfrrin monusiiiis Jóni Þ. Ólafssyni boiið að þjálfa í Bandaríkjunum Jón Þ. Ólafsson. Fer innan 10 daga SÁ iþróttamaður íslands sem bezt hefur unnið afrekið á s.l. ári — Jón Þ. Ólafsson, hefur verið boðinn utan til Bandaríkj- anna til náms og íþróttadvalar. Hann hefur fengið styrk til að stunda allt að 4 mánaða nám MOLAR BANDARÍSKI hnefaleika- kappinn Eddie Machen vann í gær 5. rothöggssigur sinn í röð. Hann sló Duke Sabedong eftir 2 mín. 56 sek. í 1. lotu. Hafði hann algera yfirburði. Machen er síðasti keppand- inn sem staðið hefur út heilan leik gegn Liston. Það var 1960 að Machen tapaði fyrir Liston á stigum í 12 lotu leik. Hann kvaðst nú vera reiðubúinn að mæta Liston aftur og Liston myndi ekki hafa mikið fyrir að sigra Cassius Clay. Machen var fyrir þennan síðasta ieik nr. 5 á listanum yfir áskorend ur Listons. við háskóla í Kaliforníu, en eigi er víst ennþá hvaða skóli það er. Styrkur sá er Jón hlýtur er samskonar og beztu íþrótta- menn annara þjóða hafa hlot- ið þ. e. þeir fá námsstyrk við bandariskan háskóla og fríar ferðir til og frá næstu höfn í Baudaríkjunum frá heima- landi sínu. Jafnframt er þeim gefinn kostur á að iðka sína íþrótt undir tilsögn góðs þjálfara og þeim gefst kostur á keppni við beztu menn i hvaða grein sem er. Beztur íslendinga Jón Þ. Ólafsson var á s.l. ári í sérflokki hvað árangur snerti á alþjóðlegan mælikvarða. Hann einn hefði af ísl. íþróttamönnum getað sómt sér á hvaða íþrótta- móti sem var, árangurs vegna. Þar við bætizt að Jón er vaxandi maður í sinni grein og getur ef- laust miklu meira en hann hefur þegar sýnt. Það er því ekki til ónýtis að hann kemst í hendur beztu þjálfara og í keppni við beztu menn. Afrek Jóns eru stórkostleg á Gamlir kappar tókust á. ísl. mælikvarða. Hann hefur stokkið 2.06 m utanhúss og sjálf ur sagt að hann hafi alltaf verið meira og minna hindraður af þeim atrennubrautum sem gef- izt hafa. Innanhúss hefur hann stokkið 2.11 sem er afrek á heimsmælikvarða. í Jóni búa kraftar sem kannski nægja til 2.15 eða 2.18 eða jafnvel meir. Hver veit. En með Bandaríkja- förinni og þjálfun þar hefur hann fengið meira og betra tæki færi en nokkur ísl. íþróttamað- ur hefur fengið til þessa ísl. íþróttir vænta góðs af för Jóns. Svíar unnu Rússa i handknattleik RÚSSAR og Svíar hafa undan farna daga leikið tvo lands- leiki i handknattleik og báðir farið fram í Svíþjóð. í fyrri lciknum s.I. þriðjudag í Gauta borg unnu Svíar með 23:16. Sá leikur þótti lélegur m. a. lét hinn kunni danski dómari Knud Knudsen sem hér dvel ur þessa daga og þjálfar ísl. dómara svo ummælt að eftir að hafa séð fyrri leik Rússa og Svía að Rússar væru á framfarabraut en Svíar gætu ekkert. Svo mættust Svíar og Rúss- ar öðru sinni í gær (fimmtu- dag) í Helsingborg. Þá unnu Rússar með 25—20. En saman lagður niarkafjöldi er Svíum í vil 43—41. — Borgarstjórn Framh. af bls. 8 þessu stigi málsins að geta farið fram í vor. Fimmta og síðasta fyrirspurn- in, sem á dagskrá var, var einn- ig frá Óskari Hallgrímssyni. — Spurðist hann fyrir um, hvort athugun á húsnæðismálum ungs fólks, í samræmi við samiþykkt borgarstjórnar 16. maí s.l., hefði farið fram. Þessu svaraði borgarstjóri á þá leið, að borgarhagfræðingi hafi verið falið, í samráði við skrifstofustjóra félags- og fram- færslumála og húsnæðisulltrúa, að gera þá athugun, sem í til- lögunni ræðir um. Borgarhagfræðingur hafi nú skilað frumathugun, sem sé að vísu aðeins lausleg, á þessu stigi málsins, en athugunin verði lögð fram í borgarráði í næstu viku. Gert hafi verið ráð fyrir, að ýms ar upplýsingar, í sambandi við allsherjarmanntalið 1960, lægiu á lausu, en svo hafi ekki vei>3. Því sé rannsókn sú, sem tillag- an fjallar um, ekki nægilega ýfar leg, enn sem komið er. Þó muni borgarráð, í samráði við tillögu menn, þá borgarfulltrúana Björn Guðmundsson og Þór Vilhjálmsson, væntanlega fjalla um, hvernig könnuninni skuli haldið áfram. Er borgarstjóri hafði svarað fyrirspurnum, tóku fyrirspyrj- endur til máls. Óskar Hallgrínvs- son þafckaði svör þau, er hann hafði fengið. Taldi hann nú nauð syn á að fá þegar úr þvi skorið, hvort umræðugrundvöllur væri fyrir hendi, að því er varðaði kaup á íbúðum þeim, sem ísl. Aðalverktakar hafa nú í smíðum. Taldi hann vafasamt, að kostur væri nú á öðrum íbúðum, og mætti þvi efcki draga málið á langinn. — Ræðumaður ræddi síðan byggingarkostnað, og nauð syn þess, að reynt verði að lækka hann. Vék hann m.a. að betri tækni, og bentj á, að hér þyrfti KFR og ÍR háöu sama baráttu í 1 — ofj KFR S.L. þriðjudagskvöld var fs- landsmótinu í körfubolta haldið áfram að Hálogalandi. KFR vann KR í III. fl. karla, Ármann sigr- aði KR og KRR vann ÍR í I. .flokki karla. Leikur þriðja flokks var all góður og jafn allan tímann. KR- ingar höfðu yfir í hálfleik 11 — 10 en í síðari hálfleik tókst KFR- ingum að*'jafna og komast yfir, þannig að leiknum lauk með þeirra sigri 22 stig gegn 18. Lið KR í I. flokki er all gott og skipað vel leikandi og reynd- um mönnum eins og Jóni Otta Ólafsisym, Þórl Ai-inbjarnarsym, Skúla Kristbergssyni og síðast en ekki sízt Kristjáni Steinssyni unglingalandsliðsmanni, sem jafnframt er bezti maður liðsins. Ármannsliðið er talsvert þyngra og svifaseinna en þeir hafa einnig gamla meistaraflokks- vann 25-28 menn á sínum snærum eins og Árna Samúelsson og Davíð Jóns son. Það var heldur álit manna að KR-ingar myndu vinna og leit út fyrir að úr því rættist því KR-ingar hafa yfir í hálfleik 22 gegn 17. Ármenningarnir jafna leikinn í byrjun seinni hálfleiks og þegar sjö mínútur eru af hálf leiknum er staðan 27—28 KR í vil. Þá taka Ármenningar allt í einu sprett og á sex mínútum skora þeir átján stig gegn engu og kafsigldu KR gersamlega. Leikurinn endaði þannig með stórsigri þeirra 51:30. Stigahæst- ir hjá Ármanni voru: Björn 17 stig, Davíð Jónsson 16 og Sveinn með 7. Hjá KR: Kristján með 16. Aðaldómari var Einar Ólafsson, aðstoðardómari Óiafur Gestsson. Leikur KFR og ÍR var mjög jafn allan tímann og mátti vart á milli sjá. KFR teflir fram meg með forystu borgaryfirvalda. Taldi hann stofnun stórra bygg- íngarfélaga geta miklu fengið áorkað á því sviði, þ.e., ef þau létu ekki stjórnast af hagnaðar- von. Benti ræðumaður á dæmi erlendis, jnáli sínu til stuðmngs. Adda Bára Sigfúsdóttir vék að þörf þeirra, sem búa við lélegt eða heílsuspillandi húsnæði. — Benti hún á, að margir þeirra, sem mest eru þurfandi, hafi ekki bolmagn til íbúðakaupa. Nefndi hún dæmi, máli sínu til rökstuðnings. Lagði hún mikla áherzlu á nauðsyn þess að koma upp leiguhúsnæði, sem leyst geti vandræði þeirra, er verst eru staddir. Ræðumaður vék nokkuð að tsl. Aðalverktökum, og samn- ingaumleitunum við þá. Kvaðst hún vona, að enginn virti sér það á verri veg, þótt hún benti á, að vel mætti vera, að ekkert fast tilboð hefði komið fram af verktakanna hálfu enn, vegna þess, hve miklar hækkanir ættu sér stað. Sagðist hún vona, að ekki færi svo, að taka yrði hvaða tilboði, sem væri. Varpaði hún þeirri fyrirspurn fram, hvort ekki hefði verið hægt að semja um íbúðarverðið, og fella þá verðtryggingu inn í samningana, t.d. binda það vísitölu bygging- arkostnaðar. Gísli Halldórsson, S, tók næst til máls. Ræddi hann nokkuð íbúðir ísl. Aðalverktaka við Kaplaskjólsveg. Viðurkenndi hann, að dráttur hefði orðið á afgreiðslu málsins, en benti á verkföll, m.a. trésmiða, sem hindrað hefði og tafið fram- kvæmdirnar, og ekkert hefði ver ið hægt við að gera. Nokkrar frekari umræður urðu, áður en næsta dagskrár- mál var tekið fyrir (Frásögn af síðari hluta fundarins birtist í blaðinu á morgun). instoðum meistaraflokksliðsins sem var og hét, þeim Ólafi Thorlacius, Marínó Sveinssym og Sigurði Helgasyni, og svo nokkr um gamalkunnum leikmönnum ÍR-ingar voru hinsvegar með nokkurskonar cocktail, þ.e. leik- menn úr öðrum flokki saman með eldri mönnum félagsins sem hættir eru að æfa að nokkru ráði. Var þetta hin skemmtileg- asta viðureign og sáust mörg skemmtilegt tilþrif. Þó fór ems og eðlilegt er margt aflaga og lítil samæfing hjá liðumjm áber- andi. í hálfleik voru KFR-mgar yfir 22:19 og unnu þeir að lok- um 45 gegn 43. Stigahæstir hjá ÍR voru: Jón, sem var langbeztur í liðinu 14 stig, Steinþór 9 og Iingi Þór 8. Hjá KFR: Marinó 14, Ólafur 12 og Sigurður 10. Þessir þrír voru eins og vænta mátti beztir hjá KFR. Dómarar voru Kristbjörn Albertsson og Davíð Jónsson. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.