Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fostudágtir 21: febr. 1964 Björgvin Þorsteinsson kaupmaðtir frá Fáskruðsfirði Fæddur 19. október 1889 . Dáinn 11. lebrúar 1964. Hinn 11. þ.m. andaðist í Far- sóttarbúsinu hér í Reykjavík Björgvin Þorsteinsson. kaupmað- ur frá Fáskrúðsfirði ’ eftir stutta legu þar, en áralanga og erfiða sj'úkidómsvanlíðan í heimabyg'gð sinni. Jarðarför hans fer fram í dag frá Fossvogskapellu. Björgin var fæddur að Kirkju- bóli í Stöðvarfirðí 19. aktáber 1889. En árið 1896 fluttu foreldr- ar hans í nýbyggt hús á jörð- inni, sem þau kölluðu á Hóli og vtð þann stað var svo ávallt miðað síðan. Þar ólst Björgvin upp ásamt 2 eldri systkinum og 4 móðursystkinum, sem foreldr- ar hans höfðu tekið, og a'ið upp að mestu eða öllu leyti. Björgvin mun hafa notið all- góðrar fræðslu í æsku, eftir því, sem þá gerðist í sveitum austanlands. Foreldrar hans héldu að jafnaði heimiliskenn- ara á vetrum til uppfræðslu barna sinna. Síðar gekk hann í unglingaskóla á Fáskrúðsfirði og dvaldi svo 1 vetur í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. fjöri og gáska, sem fylgdi hon- um fram eftir æfi. Hann var mikill vinnumaður og stundaði jstörf sin.af mikilli ailúð og kost- gæfni. Hann var að eðlisfari listhneigður og fékkst dálítið við málaralist í tómstundum fyrri ára. Hann var mikill smekkmaður í vöruvali, enda naut hánn fullkomins trausts hjá viðskiptavinum í því efni. Hinn 20. nóv. 1915 gekk Björg- vin að eiga eftirlifandi konu sína Oddnýju Sveinsdóttur, Bene diktssonar hreppstjóra að Búð- um. Þau eignuðust '4 dætur og tóku þess utan 2 kjörbörn. Böm þeirra eru: 1. Gunnþóra fædd 11/11 1916 útskrifuð úr Verzlunarskólan- um, gift Óskari Björnssyni deildarstjóra á Skattstofu Reykja víkur. 2. Ragnheiður fædd 6/3 1921 var í Verzlunarskólanum, gift Richard Lee myndhöggvara Cornwall Engiandi. 3. Valborg fædd 16/3 1925, hef- ur, Kvennaskólapróf, gift Baldri Björnssyni verzlunarmanni Fá- skrúðsfirði. Þá gerðist hann sjómaður í nokkur ár, þar til hann um 1912 réðst verzlunarmaður til Örum & Wulffsverzlunar á Fáskrúðs- firði. Þar starfaði hann sem slikur til ársins 1920 en þá stofn- aði hann eigið fyrirtæki í félagi við undirritaðan, en þa® hlaut nafnið Marteinn Þorsteinsson & Oe, sem rak verzlun og útgerð. í fyrsfu var þetta sameignarfélag, en síðar gert að hlutafélagj inn- an fjölskyldnanna. Árið 19ö2 keypti Björgvin bluti félaga sins í fyrirtækinu, og rak hann það síðan sem aðaleigandi þess og forstjóri til síðustu stunda. Björgvin var bráðþroksa ungl- ingur, stór og glæsilegur með mikla líkamsburði, fullur af lífs- 4. Ása fædd 25/7 1928 útskrif- uð úr Verzlunarskólanum, gift Ásgeiri Samúelssyni flugvirkja. 5. Oddný, kjördóttir fædd 2ö/2 1 940 stúdent úr Mennta- skólanum í Reykjavík, gift Kjartani Þorbergssyni tann- læknanema. 6. Björgvin, kjörsonur fæddur 7/11 1946 nemandi í Mennta- skólanum á Akureyri. Hijónaband þeirra Björgvins og Oddnýjar var eitt hið ánægju legasta, sem ég þekiki, enda voru þau samhent um að gera garðinn frægan. Hann var miikill og góð- ur heimilisfaðir konu og börn- um og heimilið allt til fvrir- myndar. Innilegustu þakkir færi ég öllum, sem á margvísleg- an hátt sýndu mér vinsemd og heiður á 60 ára afmæli mínu. — Lifið heil. Vignir Andrésson, íþróttakennari. Eiginmaður minn, JÓN GAUXI JÓNATANSSON, lézt að heirnili sínu aðfaranótt 20. febrúar. Guðrún Kristjánsdóttir. Sonur okkar GUÐMUNDUR andaðist í barnadeild Landspítalans 19. febrúar sl. Þorgerður Hermannsdóttir, Oddur Kristjónsson, Hlíðarvegi 27, Kópavogi. Jarðarför föður míns, tengdaföður, afa og bróður okkar ÞORBERGS JÓNSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudag 21. febrúar kl. 3 e. h. Ingibjörg Ham og börn, Pálína Gunnarsdóttir og börn, Elín Jónsdóttir, Sigfús Jónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð, vinum og vanda- mönnum við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föð- ur okkar, tengdaföður og afa JÚLÍUSAR ÞORKELSSONAR málai’ameistara, Brunnstíg 2, HafnarfirðL Margrét Ólafsdóttir, Þórlaug Júiíusdóttir, Marinó Aðalsteinsson, Eyþór Júlíusson, Sigríður Júlíusdóttir, Amfinnur Sch. Arnfinnsson, Að lokum skal hér getið um nokkra forfeður. og formæður Björgvins. Faðir hans, Þorstéinn bóndi á Hóli var Jónsson, bónda á Hvalsnesi Stöðvarfirði, Jóns- sonar bónda á Kappeyri, Magn- ússoriar bónda á Brimnesi og Ingunnar Hemingsdóttur. Ætt þessi var kölluð Brimnesætt, og má rekja hana til Bjarna Mart- einssonar, sem bjó á Ketilsstöð- um á Völlum og síðar á Eiðum, og var hann kallaður Hákarla- Bjarni. Kona Bjarna var Ragn- hildur Þorvarðardóttir, Lofts- sonar ríka Guttormssonar á Möðruvöllum í Eyjafirði. Kona Jóns á Hvalsnesi var Guðný Þorsteinsdóttur, Ketilssonar frá Barðanesi í Norðfirði. Kona Jóns fóður Þorsteins á Hól. sem þjó á Kirkjubóli, var Rósa Niku- lásdóttir, bónda á Þverhamri í Breiðdal, Brynjólfssonar prests í Stöð, Ólafssonar. Séra Brynj- ólfur var 6. maður í beinan karllegg frá séra Einari Sigurðs- syni í Eydölum, allt prestar. Kona séra Brynjólfs í Stöð var Ástríður Nikulásdóttir, prests Magnússanar í Berufirði og konu hans Rósu Snorradóttur prests á Helgafelli. Jónssonar. Móðir Björgvins Þorsteinssonar var Gróa Þorvarðardóttir, bónda á Núpi og Sigríðar Jónsdóttur (garðhamars), Þorsteinssonar, Einarssonar bónda á Einholtsstöð um og konu hans Þorbjargar Sigurðardóttur ættfræðings Magnússonar, Björgvinssonar, Magnússonar prests, Péturssonar á Hörgslandi. Kona Nikulásar á Þverhamri var Hallgerður Þórð- ardóttir þónda á Ósi, Gíslasonar prests í Eydölum, Sigurðssonar. Þórður var bróðir séra Brynjólfs prests í Eydölum, en kona séra Brynjólfs, Kristín, var systir Ástríðar konu séra Brynjólfs í Stöð, sem áður er getið. Af þessu öllu má sjá að Björg vin Þorsteinsson var af góðu bergi brotinn. Að síðustu kveð ég svo þenn- an vin minn, samstarfsmann og félaga um 40 ára skeið, með einlægri þökik fyrir samstarfið, sem oft var ánægjulegt, um leið og ég votta fyllstu samúð roína eiginkonu hans, sem nú liggur sjúklingur á spítala, svo og börnum hans og kjörbornum fjær og nær, við fráfall hins mikilsvirta velunnara þeirra og trygga heimilisföður. í guðs friði. Marteinn Þorsteinsson. Þorkell Júlíusson, Guðbjörg Júlíusdóttir, Margrét B. Arnfinnsdóttir. H'ýr Reyfari et kominn út Guðrún Biarnadóttir Minningarorð í DAG verður jarðsungin frá Fossvogsikapellunni Guðrún Bjarnadóttir, Miklubraut 7. — Hún andaðist surmudaginn 13. þm., 87 ára að aldri. Það verður ekki mikill hér- aðsbrestur, þó kona á níræðis- aidri deyi, sízt þeigar hún hefur alla æfi lifað hljóðlátu lifi með- al vina og vandamanna. Þó eru slikar konur þjóðfélaginu oft meiri kjölfesta en margir gera sér ljóst. f umhverfi þeirra finna eirðarlaus börn og fullorðnir þann frið og jafnvægi, sem oft opna augu þeirra síðar í lífinu fyrir gildisleysi þeirra verð- mæta, sem þeir eru í kapphlaupi eftir. Af þeim sökum er það hörmu- legt fyrirbrigði, setm fer sí- vaxandi, að aldrað fólk þarf að leita til elliheimilanna frá fjöl- skyldulífinu, þar sem því er þó ætlað stórt hlutverk. Guðrún Bjarnadóttir var svo lánsöm gð fá að dvelja m.eð dóttur sinni og börnum hennar öll sin efri ár, og þar nutu margir vinir og ætt- in.gja'r nærveru hennar og lifs- reynslu. Guðrún var fædd að Holti í Álftaveri 24. sept. 1876. 7 ára gömul varð hún að fara til vandalausra, og varð að vinna fyrir sér strax í bamæsiku. Um nokkurra ára skeið bjó hún með unnusta sínum, Kristjáni Magnússyni, og átti með honum tvær dætur, Sólveigu og Mar- gréti, sean báðar lifa hana. Þau Kristján slitu samVistum, og fluttist hún þá á heimili Gunnars Ólafssonar í Vest- mannaeyjum ásamt Margréti dóttur sinni, en á heimili hana í Vik hafði hún áður verið I nokkur ár. Alls dvaldist hún 34 ára á heimili Gunnars og gengdi þar umsvifamiklum störfum á fjölmennu heimili. Þar vann hún mikið og óeigingjarnt starf, eins og þar væri bennar eigið heim- ili. Árið 1944 fluttist hún til Rvík- ur og bjó þar síðan á heimili Margrétar dóttur sinnar og Gunnars Hannessonar tengda- sonar síns. Þar naut hún mik- illar umhyigigju og hamingju. Guðrún var hæglát kona, gerði engar kröfur til annarra, var glöð í vinahópi og tók aldrei undir hnjóðsyrði í nokkurs garð. Slíkra samferðamanna er gott að minnast. A. G. Þ. - Flotinn Framhald af bls. 3 9 eða 10. Það er erfitt að flá menn núna“. Þrir menn eru uppi á bryggjunni ásamt Jónasi. Bergur steinar netin, Sigur- björn stýrimaður hnýtir á þau toúlurnar, Jói handlangar nið- ur í bátinn, en Jónas kemur með nýtt net áður en hinu sið asta sleppir og hr.ýtir það við með hnúti, sem hann nefnir Vestmannaeying. í þátnum taka Gulli, Elí og Pétur við og innbyrða netin. Steinum og kúlum er raðað sínu hvoru megin við netin. „Ert þú búinn að vera lengi á sjónum?“ spyr blaðamaður Jóa, sem er yngstur. „Þetta er í fyrsta sinn, sem ég ræðst á bát, en ég hef ver- ið dálítið á togurum“. „Ert þú kannske kokkur?" „Nei, ertu frá þér. Þá mundi nú enginn lifa af vikuna. Það er Gulli, sem kokkar." „Ert þú góður kokkiur, Gulli?“ „Það vil ég nú ekki dæma um, en ég hef sjálfur fitnað, síðan ég ták upp þann starfa.“ „Hefur þú verið lengi á sjó?“ „Ég hef verið það öðru hverju. Annars er ég prentari og vinn aðallega að iðngrein minni. Hins vegar leiðist mér innilífið stundum, og þá fer ég á sjóinn um tíma, til þess að viðra mig.“ Nú snúum við okkur að Pétri Sveinssyni, sem mörgum er kunur, vegna margra ára starfs síns í Útvegsbankanum. Hann vann nú siðast í Gjald- eyrisdeiid bankans. „Ert þú nú farinn að út- vega landinu gjaldeyri, Pétur, í stað þess að úlihluta honum til eyð«lu?“ „Já, ég hætti í barakanum síðastliðinn iaugardag og dreif mig á sjóinn. Ætli ég stundi hann ekki fram á vorið“. „Hefur þú verið á sjó áð- ur?“ „Já, ég var í siglingum á miliilandaskipum íyrir löngu, en ég hef aldrei verið fiski- maður." / „Hvernig lízt þér á þig?“ „Vel, en ég sé bara gult.“ (Netin eru heiðgiul). „Ertu ekki vanur gula litn- um á afritunum af gjaldeyris- umsóknunum? “ „Nei, ég fékk þau aldrei I hendur í bankanum. Þeir { gjaldeyrisnefndinni halda þeim alltaf eftir.“ Við verbúðabryg'gjuna ligg ur vélbátorinn Ásgeir frá Reykjavík. Hann er 64 tonn. Þar er einnig verið að steina netin og handlanga þau um borð. Við tölum við skipstjór- ann, Ingvar Einarsson, sam einnjg er ungur maður, og spyrjum hann, hvenær haldið verði á miðin. —Ætli við höldum ekki á mið in undan Stafnesinu. Þangað er 4% klst. sigling. Við erum 11 á bátnum, þar af 5 Færey- ingar, sem komu með Drottn- ingunni. — Mannekla er mjög tilfinnanleg. Sumir bót an,na, sem nú eru að útbúa sig á þorskanet, verða að lóta úr höfn með of fáa menn, í von um að úr rætist síðar.“ Um borð í Ásgeir er ungur færeyskur piltur að innbyrða netin. Hann heitir Jakob Júl og er frá Sandey. „Hefur þú verið á sjó { Færeyjum?“ „Já, ég var á færeyskri skútu. Svo var ég héma líka í fyrra á vélbátnum Aðal- björgu.“ „Á hvers konar veiðum vor- uð þið áður?“ spyrjum við Ingva. „Við vorum á línu, en feng um ekki bein úr sjó.“ Flugmálasamband Framihald af bls. 13. ? keppni í svifflugi verða haldið í Danmörku og mun ísland að forfallalausu taka þátt í henni. Vafasamara etr með þátttöku Islands í hinum keppnunum, en það var eindregin ósk Finnanna að Island sendi fulltrúa tik keppni í modelflugi, sem þeir halda í Helsingfors í sumar, en óráðin enn hvort hangt sé að koma því við. Þá má að lokum geta þess, að Flugmálafélag íslands hefur í hyggju að taka þátt í heims- meistaramóti í svifflugi, sem haldið veiður í Englandi 1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.