Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.1964, Blaðsíða 20
20 MORXUNRLAOID Föstudagur 21. febr. 1964 p/FUZABETH "/] Þegar ég kom heim frá henni Marguerite, hafði ég logandi höf uðverk, svo að ég fór beint upp og sofnaði næstum. Kannski hef ég sofnað alveg. En svo heyrði ég hávaða . . . — Hverskonar hávaða? — Það var hurð, sem var verið að opna — eða loka. Eg veit ekki hvort heldur. — Skemmtirðu þér vel hjá Marguerite? Spurmngin kom henni til að hrökkva við. Hún var eitthvað svo tilgangslaus en hún Var ekki sett fram út í bláinn, heldur skein fjandskapurinn út úr henni. — Sannast að segja hitti ég hana alls ekki, svaraði hún. — Hún var ekki heima. — Einkennilegt það, sagði hann. — Mjög einkennilegt. — Já, víst var það einkenni- legt. Það var gremja í röddinni yfir þessum tón hjá honum. — Hún hringdi mig upp í morgun, beinlínis til þess að minna mig á, að hún byggist við mér og svo fer hún út að synda. En það gerir svo sem ekkert til. — Ekki það? Þú fórst raun- verulega heim til hennar, var ekki svo? — Vitanlega fór ég heim til hennar. — Hver sá til þín? — Þar í húsinu? Enginn. Þar var ekki nokkur sála, Hann strauk hendinni um enn ið. Vandræðasvipurinn var kom inn á hann aftur. Hann tautaði: — Það er nú lítið gagn í þess- ari sögu. , Við verðum að hugsa okkur vel um. Kannski getum við komið með eitthvað betra. Hlustaðu nú á . . . — Hlusta þú heldur á mig, sagði hún. — Allt, sem ég hef sagt þér er satt. Eg fór til Ranzi, eins og ég sagði. Þar var enginn maður, en hinsvegar orðsending, þar sem ég var beðin að biða. Eg beið í heilan klukkutíma. Svo kom ég hingað heim aftur. Eg fór upp til mín, tók aspirín og lagðist fyrir. Og ég heyrði ekk ert, nema þetta í hurðinni. Þeg ar ég heyrði það, fór ég niður til að sjá, hver væri á ferðinm, en sá engan. Svo gekk ég hing að inn og sá . . . þetta. Og það var ekki nema fáum mínútum áður en þú komst. Og þú ert enn ekki farinn að segja mér, hvaða erindi þú átt hingað. — Eins og er, er ég að reyna að hugsa. Reyna að hugsa. — Ef þú ekki trúir mér, viltu kannski segja mér, með hverju ég drap hann? Og hvað hef ég gert af vopninu? — Svo skrítið sem það er, þá er það einmitt eitt aí því, sem ég hef verið að reyna að hugsa um. sagði hann. Svo tæmdi hann glasið, setti það frá sér, gekk að líkinu, tók upp silfurvasann. — Of léttur, sagði hann og setti hann frá sér aftur. En hann laut enn fram og í staðinn fyrir ó- geðið í svip hans, var nú komjn undrun. — Hér er eitthvað skrít ið á ferðum, Ruth, sagði hann. raunverulegt ríkidæmi, skyldi — Mér var rétt núna að detta það í hug. Komdu og sjáðu. Ruth gekk skrefi nær en horfði ekki á neitt. — Hvað er það? spurði hún. — Fötin hans. Ballard vildi helzt silkiföt, vár það ekki? Og dýran skófatnað og allt þess- háttar. Til hvrs er hann svona klæddur núna? Jafnskjótt sem hann hafði sagt þetta, furðaði Ruth sig á því, hvernig hún hefði sjálf getað annað 'en tekið eftir því, að Les ter Ballard var í fötum, sem hún hafði aldrei séð hann í áður. Hann var í gaberdinefötum, sem voru sýnilega mjög ódýr, en ný, grænni bómullarskyrtu, bindi með grenjandi mynztri í, þar sem sjá mátti pálmatré og sólar lag, og oddmjóa geitarskinnsskó sem höfðu fráleitt kostað meira en tvö þúsund lírur. Þetta var ótrúlegt. Að Lester sem var svo hégómlegur í klæða burði og lagði svo mikla áherzlu á gott efni og vandað snið, og vildi vera blátt áfram klæddur, á þann hátt, sem gaf til kynna vera í þeásum glannalega klæðn aði, var ótrúlegt. Næstum eins ótrúlegt og hitt, að hann skyldi liggja þarna dauður — og myrt ur! Af forvitni hafði Ruth komið nær. — Og úrið hans! æpti hún. — Líttu á úrið! En úrið, sem stóð fram úr erminni, var úr stáli og á leðurarmbandi, en úr- ið, sem hann var venjulega með, var úr gulli og á gullarm- bandi. — Geturðu fundið nokkuð út úr þessu? 'spurði Stephen. Hún hristi höfúðið. — Þetta er svo ólíkt honum. Hann mundi ekki vilja lóta sjá sig dauðan í svona búningi! Stephen hló, stuttaralega. — Hann virðist nú heldur ekki hafa dáið viljandi. Hann hefur áreiðanlega ekki ætlað að láta sjá sig dauðan í honum. En hann hefur haft annað í hyggju. Mig grunar, að hann hafi ætlað að leika tveim skjöldum. En vit- anlega veit ég ekkert um það held ur. Hann hafði rétt sig upp og horfði nú fast framan í hana, svo Við skulum tefla eina skák áður en við förum að sofa. að henni fannst eins og hann bæri einhverja persónulega óvild til hennar. Það var ekki hrylling ur í svipnum, eins og við hefði mátt búast, hefði hann þótzt vera f(ð líta á morðingja, heldur eitthvað annað — eitthvað innt legra — eitthvað óskiljanlegt. Hún heyrði sjálfa sig segja: — Horfðu ekki svona á mig! Eg þoli það ekki. Henni til undrunar, leit hann strax af henni aftur. — Næsta spurningin er, sagði hann, — hvernig komst hann hingað? Hér er enginn bíll fyrir utan. — Hann fór í bíl í morgun, sagði Ruth. — Hann ók á stöð- ina, eins og hann er vanur. Hann hefur sjálfsagt skilið bíl inn þar eftir og farið með lest inni til Napólí. Sennilega er bíllinn enn á stöðinni. 11 BYLTINGIN RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Ulyanov, eldri bróðir Lenins. Hann var hengdur. Svo bar það til, nokkrum árum síðar, þegar Nikulás var staddur í Japan, að hann slapp naumlega lifandi, er æsingamaður réðst að honum með samurai-sverð. En að öðru leyti var þetta reglubundið líf, undir vernd. A1 exander III virðist hafa verið talsverður harðstjóri heima fyr ir, og hann lét Nikulás sofa á hermannabedda og vera vakinn klukkan sex að morgni. Þegar kennslunni lauk, tóku við strang ar æfingar úti við. En það getur Nikulás ekki hafa tekið mjög nærri sér. Hann hafði ánægju af útiveru, harðri reið og hraðrí göngu, og útilífi hermannsins (það var sagt, að hann hefði gengið „hraðar en hestur“, og einu sinni, síðar meir, gekk hann í tíu klukkustundir, til að prófa nýjan fótgönguliðsbúning handa hernum). Það virðist engirin vafi á því leika, að hann hafi víljað standa sig vel, og skipa heiðar lega sæti sitt í heiminum —’ og það sæti létu þeir Pobedonostev og faðir hans hann ekki vera í neinum vafa um, hvað væri. Yfirleitt var þessi hlið uppeld- is hans ein löng kennslustund um einræðisstjórnarlist og helgi stöðu hans. Nikulás elskaði og tignaði föður sinn, og langaði til að líkjast honum í hvívetna. Samt óx hann ekki þannig upp. Hann var grannvaxinn, hæg ur og þögull. Samtímamenn hans minnast bross hans, sem var „við kvæmt, feimið og ofurlítið dap urlegt“ og augna hans, sem voru „blá og hreinskilin“, og yndis þokka framkomu hans, sem smitaði frá sér. Hann var áber- andi lagiegur maður, alskeggjað ur, kurteis og ofurlítið hlédræg ur, rétt eins og frændi hans, Georg V í Englandi, sem hann líktist svo mjög í sjón. Til er að laðandi mynd af ungu mönnun um tveimur, standandi hlið við hlið, eins búnir, með siglinga- húfu og treyju, í hvítum buxum og með snyrt Van Dyke-skeggið. Þeir eiga heim frábærrar tign ar og forréttinda, þeir eru svo alvarlegir, svo ungir og lagleg ir — hreinasti stofustúlkna- draumur þeirra tíma um há- tignina holdi íklædda. Á þessu æviskeiði Nikulásar kemur meira að segja við sögu dans- mær nokkur — hin fræga Khes inskaya, sem síðar meir átti eft ir að trítla gegn um byltinguna á svo táknrænan hátt, — en sam- band þeirra virðist nú annars ekki hafa veríð neitt alvarlegt. En Nikulás varð fyrst alvar lega snortinn — og það átti að verða mikilvægasti viðburður í lífi hans —-,-árið 1689, þegar Alix prinsessa af Hessen, kom í heim sókn til Petrograd. Samdráttur ekki nógu fjarlægur til þess að þeirra virðist hafa farið sér hægt í fyrstunni — hin skrautbúna og ógnvekjandi móðir Nikulásar var honum andvíg, og Nikulás sjálfur, sem var 21 árs að aldri, lét sér ekki detta í hug i alvöru, að hann gæti haft nokltra von — stúlkan var of fögur og of óað- gengileg, fannst honum. Hann lagði af stað í hnattferð, án þess að hafa ákveðið neitt eða gert neinar framtíðaráætlanir, um að þau gætu hitzt aftur. En varðveitzt hafa næstum ó þarflega greinilegar upplýsingar um samdrátt þeirra og síðar sam líf. Nikulás var ákafur dagbókar ritari, og er þar mjög nákvæmur og persónulegur, og það má ganga að því vísu, að hann hefði aldrei orðið svona barnalegur, ógætinn og opinskár, hefði hann vitað, að þetta krot hans sæi nokkurn tíma dagsins ljós. En þar við bætist, að bréf Alix til hans hafa varðveitzt, og ritun þessara bréfa hefur fyrir henni verið sama sem sakramenti — skriftamál sálarinnar. En þrátt fyrir allt, sem við vitum um elskendurna og rit- störf þeirra, er nauðsynlegt að gera nokkra grein fyrir Alix, þar eð hún tilheyrir heimi, sem er okkur ofmjög fyrndur, til þess að við getum haft beina samúð með honum, en jafnframt KALLI KUREKI þf' Teiknari; FRED HARMAN Ég sagði þér að hún myndi sparka! Fjandakornið! Ég er orðinn svo vaur því, að ég finn varla fyrir því lengur, En hvað hefur eiginlega komið yfir Jenný okkar? Hún var alltaf ljúf eins og lamb hérna áður fyrr. Þetta er ekki Jenný — þetta er hún Skrattakolla! Nú, svo það er ekki Jenný? Jæja, þá ætla ég að gera þér greiða — og leggja aftur á henni eyrun — með barefli! Þú snertir hana ekki! eiga sjálfstæða fagurfræðilega eða sögulega eiginleika eða eðlL Hún var ein yngri dætra þýzka stórhertogans af Hbssen-Darm- stadt, sem hafði gengið að eiga Alice, prinsessu frá Englandi, og þannig var hún dótturdóttir Viktoríu drottningar. Hún var fjórum árum yngri en Nikuláa og þegar hún var sex ára, dó móðir hennar. Samstundis hafði enska frændfólkið hennar tekið hana að sér, og hún alizt upp, undir eftirliti Viktoríu drottn- ingar, í Kensingtonhöllinni í London. Þegar hú.n hitti Niku lás í Petrograd var hún ljóslif andi sýnishorn af ensku höfð- ingjauppeldi: Sautján ára stúlka bláeyg og ljóshærð, með hör- undslit eins og rós grannvaxin og með alla andlitsdrætti friða, nema ef vera skyldi hökuna, sem var all-einbeittleg. Hún var feimin og hæversk, og Viktoríu hirðin hafði kennt henni tak- markalausa hollustu við mót- mælendatrú (og það hefði eng- inn getað kennt betur). Hún elskaði og trúði á hina dularfullu fegurð kirkjunnar, svo að þar komst varla neitt annað að. Og nú hafði þessi dásamlegi mað- ur, Nikulás, komið fram á sjón arsviðið! „Guð minn góður", skrifaði hann í dagbókina sína, „hvað ég þrái að fara til Ilynskoe“. Ilynskoe var sveitasetur ná- lægt Moskvu, sem föðurbróðir hans, Sergius stórhertogi, ótti, en hann hafði gengið að eiga Elízabetu, systur Alix og Alix var þar nú í kynnisför. Þetta var árið 1891, en samdráttur þeirra var ennþá fremur hægfara. í janúarmánuði næsta ár sjáum vér, að Nikulás hefur skrifað, dapur í bragði: „Draumur minn er að geta einhverntíma kvænzt Alix H., prinsessu. Eg hef elsk að hana lengi, og æ heitar og heitar, síðan 1889, þegar hún dvaldi sex vikur í St. Péturs- borg“. Aðalþröskuldurinn var ekki andstaða Maríu keisarafrúar, heldur hitt, að til þess að geta gifzt erfingja rússneska keisara- dæmisins, varð Alix að kasta mótmælendatrú sinni og taka grísk-kaþólska trú; og því gat hún aklrei komið sér að. En

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.