Morgunblaðið - 05.03.1964, Síða 2

Morgunblaðið - 05.03.1964, Síða 2
I m MORCUN BLAÐIÐ Ffrnmtudagur 5. marz 1964 I I ■: j Tvær nýjar AB-bækur: Bók um Mexico og ,Páfinn situr enn í Róm‘ FYRSTU bækur Almenna bókafélagsins á árinu 1964 eru nú komnar út, bækur mánaðanna janúar og febrú- ar. — Janúar-bókin er Mexíkó eftir William Weber Jöhnson. Þýð- andi er Þórður Örn Sigurðsson. Þetta er áttunda bókin í hin- um vinsaela bókaflokki AB, Lönd og þjóðir. Höfundurinn er bandarískur maður, sem hefur ritað margt um Mexíkó, enda ná kunnugur landi og þjóð. Bókin rekur í stórum dráttum sögu Mexíkó allt frá dögum Azt- ekanna, sem réðu í landinu fyrir komu Spánverja þangað. Segir hún frá landvinningum Spán- verja, nýlenduskeiðinu, óánægju og uppreisnum landsbúa, sem leiddu til sjálfstæðis þjóðarinnar árið 1810, og loks sögu seinustu áratuga. Höfundur lýsir baráttu leiðtoga þjóðarinnar til að bæta lífskjör almennings, auka mennt un og framfarir og skipa land- inu sess meðal menningarþjóða nútímans. Eins og fyrri bækur í þessum bókaflokki, er Mexíkó um 160 bls. að stærð, prýdd á annað hundrað myndum. Myndirnar eru prentaðar á Ítalíu, en texti er prentaðu r í prentsmiðjunni Odda. Sveinabókbandið annaðist bókband. Febrúar-bókin heitir Páfinn situr enn í Róm eftir Jón Óskar rithöfund. Bókin er að meginefni til ferða þættir höfundar frá Ítalíu og Rússlandi. Lýsir hann nokkuð kynnum sínum af löndum þess- um og fólki, er á vegi hans verð- ur. Dregur hann víða upp lif- andi myndir úr daglegu lífi al- mennings. Jafnframt beinist at- hygli hans að ýmsum þeim þjóð- félagsvandamálum, sem nú eru efst á baugi og mannkynið glim- ir við. Er ekki að efa, að niður- stöður hans munu vekja mikla athygli. Ætlunin var, að bók þessi kæmi út seint á árinu 1963 og var handrit hennar fullbúið frá höfundi síðari hluta sumars, en vegna prentaraverkfallsins varð að fresta útkomu bókarinnar þar til nú. Bókin er rúmar 100 bls. að stærð, prýdd nokkrum mynd- um, sem flestar eru teknar af höfundi. Víkingsprent annaðist prent- un, en Félagsbókbandið bókband. Skógræktarmennirnir, sem sækja fundinn, talið frá vinstri: Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri; — Garðar Jónsson; Haukur Ragnarsson; Einar G. E. Sæmundsson, Ármann Dalmannsson, Indriði Indriðason, Sigurður Jónasson, Snorri Sigurðsson; Isleifur Sumarliðason; Ágúst Árnason; Sigurður Blöndal; Daniel Kristjánsson og Baldur Þorsteinsson. (Ljósm.: Sv. Þ.). Skógræktin hefur 1,1 milii. plantna til ráðstöfunar í ár Norskur einsöngvari með Sinióníusveitinni XI. tónleikarnir í kvöld Hinn árlegi fundur skógrækiarstjóra, fulltrúa og skógarvarða i Reykjavik • í kvöld verða XI. tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands haldnir í Háskólabíói. Stjórnandi er að þessu sinni írinn Proinn- sías 0‘Duinn og einsöngvari norskur baritónsöngvari, Olav Eriksen að nafni. Syngur hann með hljómsveitinni „Den berg- tekne“, op. 32 eftir Edvard Grieg, sem margir hafa talið hans bezta tónsnvð og „Kung Eriks visor“ eftir Ture Rangström. Auk þess eru á efnisskrá Syir.'ónía í C-dúr eftir Georges Bizet og Symfó- nía nr. 7 í d-moll op. 70 eftir Antonin Dvorak. Einsöngvarinn, Olav Eriiksen, er 37 ára að aldri. Hann lagði fyrst stund á söng- og tónlistar- nám í höfuðborgum Norðurlanda og nam síðan við St. Cecilia- tónlistarháskólann í Róm. Var 'hann einn af hundrað nemendum er þreyttu inntökuprófið í þann skóla haustið 1954 og einn af tíu nemendum, er fengu aðgang að skólanum. Ári siðar söng hann í fyrsta sinn í óperu í Róm, „La finta giardiniera“ eftir Mozart, og sama ár var hann ráðinn að óperunni í Mainz. Árin 1958-60 var hann fastráðinn að óperunni í Regensburg, sem fyrsti bariton — en á undanförnum árum hefur hann sungið sem gestur við marg ar óperur í Evrópu, og haldið sjálfstæða tónleilka, einkum í Þýzkalandi, Austurríki, Hollandi og á Norðurlöndum. Meðal ann- ars hefur hann surngið undir stjóm Herberts Von Karajan í „Töfraflautunni“ eftir Mozart við ríkisóperuna í Vín, og er ráðinn til að syngja þar fleiri óperuhlut verk. Eriksen sagði í viðtali við blaðamenn i gær, að hann hefði kiomið hér fyrír hálfu öðru ári og sungið á skemmtun Norrænu félaganna og þætti sér mikill fengur að koma hér aftur. Hann fór lofsamlegum orðum um hljómsveitarstjórann unga OTíuinn, og sinfóníuhljómsveit- ina — og hvað það hafa komið sér á óvart, hve vel hún hefði leikið verkin eftix Grieg og Rung ström á æfingunni þá um morg- uninn. Erikson syngur að þessu sinni einnig á Akureyri og Self i si, á vegum tónlistarfélaganna þar, Olav Eriksen. með undirleik Árna Kristjánsson ar, píanóleiikara. Á efnisskrá hans þar verða lög eftir Grieg og ljóða flokkurinn „Dichterliebe“ eftir Schumann .Einnig er ákveðið, að hann syngi inn á band fyrir Ríik- isútvarplð, einnig með aðstoð Árna Kristjánssonar. Að sögn Gunnars Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra hljóm- sveitarinnar, þykir Eriksen fram- úrskarandi túlkandi tónlistar Griegs. Hann hefur sungið verk hans oftar en nokikur annar á tónlistarhátíðinni í Bergen eða al'ls átta sinnum, enda sagði söng varinn, að Grieg væri orðinn eins konar „sérgrein" sín. Proinnsías 0‘Duinn er nú senn á förum aftur til írlands. Áður mun hann þó stjórna aukatónleik um Sinfóníuihljómsveitarinnar, er væntanlega verða 11. marz n.k. Þar verður eingöngu leikin óperutónlist og koma fram a.m.k. fjórir einsöngvarar. O'Duinn hef- ur nýlega stjórnað fjórum skóla- tónleikum hljómsveitarinnar og kvaðst aðspurður telja, að þeir hefðu tekizt allvel og hljómsveit- in náð til hinna ungu áheyrenda. ÞESSA DAGANA stendur yfir í Reykjavík hinn árlegi fundur skógræktarstjóra, fulltrúa og skógarvarffa Skógræktar ríkisins, og sitja hann alls 14 menn. Fund ur hófst sl. mánudag og lýkur væntanlega n.k. föstudag. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, sagði í viðtali við Morgun blaðið, að á fundinum væri gerð starfsáætlun fyrir árið, ráðstafað þeim plöntum sem fyrir hendi eru og gerðar áætlanir um að afla nýrra og frækaup ákveðin, rætt um hvaðan skuli kaupa og hvar plönturnar verði gróðursett ar. Loks væri tekið fyrir viðhald SUMARFERÐ er nú á vegum landsins og fjallvegir margir vel færir. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að bíl væri ekið frá Hórnafirði um Austfirðina, yfir Oddsskarð og Fjarðarheiði um mánaðamótin febrúar/marz Þetta gerðu hins vegar tveir Reykvíkingar nú um mánaðamót in, þeir Kristján Kristjánsson, sölumaður hjá Kristjánson h.f., og Þórhallur Sigurjónsson, heild sali. Þeir fóru með skipi til Hornafarðar og lögðu þaðan upp á Austin Gypsy-jeppa 24. febrúar um Austfirðina alla. Frá Seyðis- firði til Vopnafjarðar fóru þeir að vlsu á skipi til tímasparnað- ar, en vegurinn var fær þar á Pólverjarnir sóttir MBL. átti í gær til við skrif- stofu verzlunarfulltrúa Pólverja hér. Var frá því skýrt að í nótt eða dag sé von á pólska skip- inu Pegasus af Nýfundlandsmið- um, en hingað sækir skipið skip brotsmenn af Wislok. Pegasus er rúmlega 1000 tonna verksmiðju- togari og móðurskip, að þvi Mbl. var tjáð í gær. jarðeigna, hús og annarra eigna Skógræktarinnar. Skógræktin hefur nú til ráð- stöfunar 1,1 milljón plantna, en hefði átt að hafa 1,5 milljón, en vegna skakkafalla í páskaihretrau á s.l. vori eru nú fyrir hendi mun færri plöntur en fyrirhugað var. Þá má geta þess, að girðing ar Skógræktarinnar eru nú rösk lega 350 kílómetrar að lengd og þarfnast þær allmikils viðhalds og endurnýjunar. Eitt af þeim málum sem fund urinn hefur rætt eru áhrif kulda kastsins á sl. vori, en þá urðu einkum tvær trjátegundir, ösp og milli engu að síður. Þaðan var ekið með ströndinni til Þórsihafn ar og Akureyrar og komið þang að í fyrradag. — Þórhallur mun síðan hafa farið á öðrum bíl Syðri leiðina fyrir Skaga frá Sauðárkróki, og er skýrt frá því á öðrum stað í blaðinu í dag. viss afbrigði af sitkagreni, fyrir talsverðum skakkaföllum, allt frá Hvalifirði og austur í Vilk í Mýrdal. Stendur nú til að breyta nokk uð um fræsöfnunarstaði í Alaska og verða nú fræin tekin þar sunn ar en áður vegna fenginnar reynslu. Fræ frá Noregi stóðu sig hins vegar vel í kuldakastinu, sem mun vera hið versta áhiaup sam komið hefur á þessari öld. Póll Giikkjokon- ungur duuðvonn Aþenu, 4. marz (NTB) TILKYNNT var í Aþenu í kvöld að heilsu Páls Grikkjakonungs hafi mjög hrakaff, svo vart væri við þvi búizt að hann lifði nótt- ina. Hann þekkir ekki fjölskyldu sina, sem situr við sjúkrabeð hans, og biffur þess, sem Verða vill. — Seint í kvöld var George Pap- andreu, forsætisráðherra, kvadd- ur til Tatoi-hallarinnar, þar sem konungur hefur legið siðan gerð- ur var á honum uppskurður vegna magasjúkdóms hinn 2L febrúar sl. Beðið hefur verið fyrir kon- ungi í allan dag í öllum kirkj- um landsins, og grískar útvarps- stöðvar hafa sent út sorgartón- MIKIÐ háþrýstisvæði er fyrir hlíðum hæðarinnar er áttin austan ísland og beinir til svo að í Vestur-Evrópu eru landsins hlýju lofti af hafinu kuldar og víða hríðarfjúk eða suðaustur undan og frá Bret- slydduslitringur. Um hádegið landseyjum. Því eru hlýindin í gær var jafnvel eins stigs einráð um þessar mundir. frost í París. í austurhluta eða austur- Fóru á bíl um alla Aust- firði til Akureyrar Óvenjulegt á þessum árstíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.