Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLADIÐ r Miðvikudagur 1. april 1964 ^ Guðmundur Guðiónsson béndi í Melum í DAG fer fram frá Akranes- kirkju útför eins af mestu dugn- aðar og athafnamönnum í bænda stétt, Guðmundar Guðjónssónar bónda á Melum í Melasveit. Hann lézt á heimili sínu 21. f.m. hálí áttræður að aldri. Hafði hann um skeið átt við að stríða ærinn heilslubrest er olli hon- um þjáninga og því meiri sem lengra leið. Á síðastliðnu ári voru liðnir fjórir áratugir frá því að Guð- mundur hóf búskap á Melum. Gefst þeim er þangað koma nú og áður þekktu nokkuð til á þessum slóðum á að líta vegsum- merkin, framþróun þá sem þar hefir orðið í ræktun og bygg- ingum. Bera allar óumdeilanlega merki þess stórhugar, mann- dóms og framtakssemi, sem er aðalsmerki íslenzkra bænda og traustasti hornsteinn þjóðfélags- teyggingar vorrar. Melar eru ævafornt prests- setur og kirkjustaður, en annex- sía Melaklerka var á höfðingja- setrinu Leirá, þar sem nú er kirkjustaður sveitarinnar. Á fyrrihluta næst síðasta tug- ar nítjándu aldar, var niðurlögð kirkja á Melum og síðan hefir staðurinn verið bændasetur. Síð asti klerkur á Melum var séra Heigi Sigurðsson gagnmerkur maður sem meðal annars var mjög skilningsríkur á gildi forn minja vorra. Var hann fyrsti hvatamaður að stofnun Þjóð- minjasafnsins. Á spjöldum þeirr ar stofnunar er skráð saga þjóð- ar vorrar um allar aldir. Mela- land liggur á löngu svæði að sjó. En nábýlið við hafið er með nokkuð sérstökum hætti. Fyrir öllu sjávarsvæðinu eru háir bakkar, í daglegu tali nefndir Melabakkar. Rísa þeir upp eins og veggur og eru frá efstu grös- um að fjöruborði víðast um 40 noetra háir. Eru bakkarnir ber- skjaidaðir fyrir harðleikni hafs og storma og þótt þeir beri höf- uðið hátt fá þeir eigi rönd við reist, verður árlega mikið jarð- hrun á þessum svæðum. Hefir nú á undanförnum áratugum svo skipazt í þeim sviptingum sem þarna eru háð að kirkju- garðinn ailan, sem i öndverðu var langt frá sjó, hefir nú brot- ið af og sér eigi urmul eftir af honum eða kirkjustæðinu sem var inn í garðinum. Ámóta er landbrotið á öðrum svæðum þótt kirkjugarðurinn hafi reynzt auðveldasta herfang- ið sökum los þess sem orðið hefir þar við líkgröftinn. Mikið af mannabeinum sem þarna hef- ir hrunið ofan í fjöruna, hefir verið fiutt í Leirárkirkjugarð. Var þetta af Melabændum talin sjálfsögð ræktarsemi við þá sem fengið höfðu leg í hinum forna MelakirkjugarðL Guðmundur á Melum var fljót ur að átta sig á því sem þarna var að ske. Hann hóf brátt við- brögð sem við áttu. Honum var það Ijóst að það var um megn mannlegum kröftum að hefta landbrotið á þessum stað. En þess skyldi ekki langt að biða að viðnám yrði veitt gegn því að tún jarðarinnar minnkaði ár frá ári. Og þetta viðnám var í því fólgið að hefja sókn í rækt- uninni. Væri í þeim efnum mark ið sett hátt, miklu hærra en sem því nam að bæta sér upp ár- legt afbrot af túninu. Markmið- ið var að margföld víðátta órækt aðs lands skyldi árlega vera lögð undir plóg og herfi og gróð urinn breiddist ört úr. Nýjar og nýjar grasbreiður rennisléttar blöstu við. Þegar Guðmundur kom að Melum var túnið talið vera 5—6 hektarar að mestu þýft. En nú við lát hans er það 70 hektarar að stærð, lang stærsta tún þessa byggðarlags. Auk ræktunarinnar hafði Guð- mundur þurrkað mikið af bit- haga, grafið skurði umhverfis landið á þrjá vegu, fullþurrkað Melavatn svo að botn þess er nú grasi gróinn og hið mesta kosta- land. En Guðmundi var það ljóst að skilyrðin fyrir hallkvæmum framitíðarbúrekstri á Melum voru ekki leyst með rækt- uninni einni saman, svo óhjákvæmileg sem hún annars er. Við bæjar og peningshúsum á Melum blasti hið gínandi gap landbrotsins. Forlög kirkjugarðs ins báru merki þess sem í vænd- um var. Að sama brunni bar hjá Guðmundi sem um ræktunina. Enn greip hann til þeirra við- bragða sem við áttu. Hann ræðst í það stórvirki að flytja alla byggðina burt frá þeirri hættu og eyðileggingu sem yfir vofði. Hér er um alllangan veg að ræða, upp á eyðimel sem var nokkuð fyrir ofan gamla túnið. Þar reisti hann allar byggingar nýjar af grunni. Þetta var því meira átak þar sem byggingarn- ar þurftu að vera stórar í snið- um. Tvíiyft íbúðarhús og með heyfeng af 70 hektara túni má fóðra marga gripi. Þótt túnið hafi ekki náð þessari stærð þeg- ar húsin voru reist á hinum nýja stað var óslitið áframhald við ræktunina Guðmundi svo ríkt í huga að sníða varð stærð bygginganna við það sem fram- undan var í þbim efnum. Og þótt þessi stórhugur væri rikj- andi þegar húsin voru reist, mun nú svo komið að gripafjöldinn sé í þann veginn að sprengja þetta allt utan a fsér. Eyðimeln- um sem byggingarnar voru reistar á hefir máttur gróandans í höndum Guðmundar og sona hans tveggja, sem með honum búa breytt í gott og grasgefið tún og ilmur og angan töðugrass ins leggur að vitum staðarbúa heim á hlað. Guðmundur á Melum var ræktunarmaður í víðtækum skilningi. Hann lagði mikla alúð við ræktun búpenings síns. Var kúabúið jafnan þungamiðja bú- rekstrar hans. Tókst honum með árvekni og búmannshyggindum að koma sér upp og viðhalda góð um og arðgæfum kúastofni sem dreifzt hefir um nærliggjandi sveitir og í aðra landsfjórðunga. Vitað er, að það nautið sem nu þykir gefa bezta raun á sæð- ingarstöðinni á Hvanneyri er frá Melum. Kynbótastarfsemi Guðmundar á þessu sviði hefir orðið honum og öðrum árangurs rík. Þá hefir Guðmundur lagt samskonar rækt við fjárstofn sinn og hrossa. Guðmundur var að upplagi góður hestamaður. Liðtækur tamningamaður á yngri árum og hafði mikið yndi af góðhestum, sat þá vel og kunni að laða fram ganghæfni þeirra. Þótt hestamennsku Hafi á síðustu árum hrakað í sveit- inni var hugur Guðmundar jafn an við það héygarðshornið. Eftir að hann var sjálfur hættur að koma á hestbak varð þess ei varnað að bros léki um varir hans ef hann sá hest fara á góð- um gangi hjá liðtækum knapa er kunni taumhaldið. Guðmundur var mikill skepnu minning vinur og hafði yndi af því að búa vel að skepnum sinum í fóðri og atlæti. Fyrir landi Mela, spölkorn úti á firðin er dáiítill hólmi, svo nefndur Melahólmi. Þar hafði Guðmundi tekist að koma upp nokkurri vorkópaveiði, sem eins og nú er komið, má telja til nokk urra hlunninda. Verður að fara á báti út í hólmann. En uppsátur fyrir bót undir hinum iágu bölok um er ótryggt því ef nokkuð hráar í sjó skeldur aldan upp að bakkarótunni. En tekist hefir þeim Mela- mönnum að gera jeppafært frá sjó upp eftir svonefndu Ásgili. Hafa þeir sett hjólasleða undir F. 21. maí 1915 D. 23. marz 1964. Margrét Tómasdóttir prófasts- frú á Seyðistfirði er látin. — í dag fer jarðarförin fram. Síra Erlendur Sigmundsson, maður hennar, var vígður til prests að Seyðisfirði 23. ág. 1942. Vigslubræður hans vcktu: Sr. Sig urbjörn Á. Gíslason, sr. Jens Benediktsson, sr. Jón Kr. ístfeld og sr. Ingólfur Ástmarsson. — Ungu mennimir voru allir kvæntir. Þeir létu taka mynd af sér og konum sínum á glöðum vígsludegi. Snemma kom skarð í þann hóp, er sr. Jens Bene- diktsson lézt ungiur. Nú er þar frá næst kölluð burtu frú Mar- grét Tómasdóttir. Þegar ég sá hana fyrst, þótti mér hún strax falleg kona og tignarleg. Hún minnti á yfir- bragð á hviti Mýrarmanna. Hár ljóst, fölgullið. En vinir urðum við ekki í það sinn. Við hlógum oft að því seinna. Mér fannst hún fjarlæg, nokkuð til baka. — Við trúðum eiginmönnum okkar fyrir þvi, að við værum ekki fyllilega ánægð ar hvor um sig, með eigínkonu vinar okkar. En þar sem skólabræðurnir hötfðu tekið sérlegu ástfóstri hvor við annan, þá fór svo, að við mættumst fljótlega aftur. Þá tók ust með okkur góð kynni, og síðar, liggur mér við að segja góðar ástir. — Það var vinátta, sem áralangur aðskilnaður með allt miðhálendi íslands á milli okkar, vann aldrei að fölskva. Þegar við mættumst á margra ára fresti, voru árin fokin burtu og við stóðum 1 æskutúni, eða öllu heldur á gatnamótum Reykjavíkur, samtímis því að vera á prestssetri, með sam- bland af gáska lífsins og alvöru þess. Þá var enn eins og um okkur léki: „Ijós um vor, þegar alls stað- ar sést til vega.“ Þegar við frú Margrét mætt- nmst fyrst, lék nokkurt kul um það trúarlíf, sem lifnað hafði í bernsku. En undir þjó heit lífs- æð trúrrar sálar og þess hreina hugarfars, sem gæti ekki talið sig eiga trú, etf í trúnni varð nokkur efaskuggi fundinn. Hún eignaðist samt snemmá þá trú, sem var bjargföst sannfærina, lík Péturs játningu: Þú ert Krist- ur, sonur hins lifanda Guðs. Hún játaði þá trú með einurð, þvr að hún hafði ekki lengur ótta af efunarskugga í hjarta sínu. Hvað á ég þá að segja um hana látna? Etf til vill: „Standið fjarri, allt er orðið hljótt, eilíft, heilagt, fast og kyrrt og rótt.“ Hún var elskuleg, kemur mér fyrst í hug. Hún var norðlenzk með hreina, stjömubjarta sál norðursins. Þar var svalur blær og sólarylur dals. Þar var festa fjalls og bjargs. Þar var auð- bátinn svo draga megi hann upp eftir hverja sjóferð. Þannig má með hugkvæmni og lagvirkri hönd leysa margan vanda á hag- kvæman hátt. Guðmundur á Melum er Ár- nesingur að ætt og uppruna. Hann er fæddur í Reykjanesi í Grímsnesi 1. október 1888 og voru foreldrar hans Guðjón Finnsson bóndi þar og kona hans Guðlaug Sigvaldadóttir frá Björk í sömu sveit. Glst Guð- mundur þar upp hjá foreldrum sínum. Var Guðmundur bráð- gjör í æsku og varð, er honum óx aldur til þrekmenni mikið, enda gjörfulegur á vöxt og sam anrekinn. Hóf hann ungur að stunda sjá á vertíðum á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Varð hann brátt sökum karlmennsku sinnar og dugnaðar eftirsóttur í skip- rúm enda var karlmennska og snarræði jafnan mikilsverður hæfileiki ekki sízt í brimlend- mýkt og lítillæti hjartans, sem sjaldgæft er að hitta. Þessi kona var óvenju skemmtileg í viðræðu. Hún var gáfukona og fingerð. Hún hló yndislega. Hún brosti þannig, að ég ýmist brosi eða græt, þegar ég minnist þess nú. Hún var nemandi Sigurðar skólameistara á Akureyri. Hún var menntuð án langsskólagöngu Verkmenntun hatfði hún einnig í saumum. Allt fór henni ved úr hendi, með sérlegri vandvirkni af náttúrufari. Þó fór henni því betur penna- list, bæði rithönd, en þó á ég fyrst og fremst við orð og nið- urskipan orðanna. Hún var unn- andi íslenzkrar tunigu. Hún var meira en það. Hún stílaði skemmtilega sendibréf með af- brigðum. Hún ritaði eina grein um móður sína og æskuiheimili, sem kom í vetur í bókinni ís- lenzkar Ijósmæður. Þá grein álít ég mega telja til góðra bók- mennta frá hvaða sjónarmiði sem hún er skoðuð. Við skiptumst á fáeinum heim sóknum á æfinni. Yndislegt var heimili þeirra hjóna, gott og gestrisið kunnum og ókunnum. Minnisstæð verður okkur ferð, sem fjöldskyldur okkar beggja fóru saman frá Seyðisfirði til eystri Borgarfjarðar um fagurt landslag Austfjarða á sólskins- degi í gleði og vináttu. Dætur þeirra, Margrét og Álf- hildur, minntu mig á þau blóm, sem eru „sólvermd í hlýjum garði“. — En þó hetfur komið í ljós skyldleiki Við „meTgras- skúf“, þegar næturfrost fór með hélu um garðinn, þegar skyndi- lega syrti og veikindastríð hófst fyrir hálfu öðru ári. „Á meðan hjörtun sofa, býzt sorgin heiman að, og sorgin gleymir engum.“ Frú Margrét var umhyggju- söm eiginkona og móðir, ogj henni veittist rík umihyggja nán ingum, slíkum sem um er a3 ræða austan fjalls. Guðmundur hóf ungur búskap á Reykjanesi. Kvæntist þar dugn aðar og myndar konu Ingibjörgu Hróbjartsdóttur ættaðri úr Ár- nessýslu. Eignuðust þau hjón sex börn sem öll komust til fullorð- insára, myndarlegt dugnaðar- fólk. Er Guðmundur lét af bú- skap í Reykjanesi fluttist hann til Reykjavíkur og dvaldi þar skamma hríð en fór að búa 1 Gufunesi og var þar í tvö ár en þaðan fluttist hann að Mel- um 1923 og keypti þá jörð. Á þessum árum slitu þau hjónin samvistum. Þegar Guðmundur hóf búskap á Melum hafði ráðizf til hans ráðskona, Helga Eggertsdóttir frá Fremri-Langey á Breiðafirði. Varð hún seinni kona Guðmund- ar og hefir af miklum dugnaði og ráðdeild staðið við hlið bónda Framihald á bls. 25. ustu ástvina í þungbærri þján- ingu. Frú Margrét var skýr í h.ugs- un ög hrein í lund, tvötfeldni var ekki í hennar hyggju. — — Henni líkar myndi ættjörð vor flestar konur kjósa. Nú kemur mér það í huig, að hún hafði grannar, hvítar hend- ur. Hún var sú mjallhönd, sem hélt börnum sínum hreinum og gaf þeim fæðuna á réttum tíima. Hún leiddi barnshuijann til bæna. Það var hún, sem littfa kertið slökkti, og signuð í rúm- ið.“ Sú íslands mjallhönd, sem ísland má ekki án vera. Það er hún, sem verður að lifa í þjóðar sál vorri, ef vel á að fara. Hún var, síðast þegar ég sá hana, eins og hvítu páskaliljurn- ar. Einu sinni fannst mér það ó- bærileg hugsun, að hún ætti að líða allt þetta og væri að kveðja En nú þegar „allt er orðið hljótt, eilíft, heilagt, fast og kyrrt og rótt,“ þá finnst mér „Guðs himinn svo hátignar hár“ og lika segir Matthias Jochums- son: „Vér sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf, og lyftir í eilífan aldingarð J því öllu, sem Drottinn gaf.“ | Rósa B. Blöndals. í I MARGRÉT Sigríður Tómas- dóttir andaðist í Reykjavík 23. marz s.Í. Hún var Eyfirðingur að ætt, en fluttist til Seyðisfjarðar með manni sníum síra Erlendi Sig- mundssyni árið 1943, sem þá var nývígður til Seyðisfjarðar- prestakalls. Þessi fátæklegu orð eiga að vera svolitill þakklætisvottur til þín frá samfélagskoniun í Kven- félagi Seyðistfjarðar. í Kventféilag Seyðistfjarðar gekkst þú árið 1944 og varst þar snemma kjör'in í ábyrgðar- stöðu, gjaldkeri í 10 ár og for- maður síðustu 8 árin. Alltaf varstu boðin og búin að vinna fyrir félagið og stund.um meira en heilsan leyfði. Ætíð lagðirðu hverju góðu máletfni lið, en einkum var fegrun kirkj- unnar og umhverfi hennar þitt hjartans mál. Síðasti fundurinn sem þú sazt með okkur og stjórnaðir, var á sextugasta afmælisdegi félags- ins, 29. nóvember, 1962. Minn- umst við hans og fleiri samveru stunda með hjartans þakklætL Það er erfitt að hugsa til þesa að þú, sem varst svo vel til for- ustu fallin skyldir falla frá um aldur fram. Þú varst það tákn sameiningar og kærleika, sem hverju félagi er ómetanlegt. Við hötfum misst mikið, en hvað er það hjá því er maður þinn og dætiir'hafa misst, elsku- lega eiginkonu og ástríka móð- ur, Við sendum þeim imiilegar samúðarkveðjur. Að lokum, kæra þöikk fyrir allt okkur til handa og við roun- um bezt geyma hina ógleyman- legu minningu um þig með þvl að reyna framvegis að starfa i þínum anda. Félagskonur Margrét Tómasdóttir prófastsfrú á Seyðisfirðr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.