Morgunblaðið - 05.04.1964, Síða 3

Morgunblaðið - 05.04.1964, Síða 3
3 r Sunnudagur 5. apríl 1964 MORGUNBLAÐIÐ Leiðrétting sjónblekkingrar. Verkið nefnist „Sturta" Myndina keypti Si>oerri, en festi hinu við hana. „Sturta“, er eign Collection Galerie Schwarz í Milano. Samvinna við rotturnar — samtal við svissneskan nýrealista, Daniel Spoerri DANIBL Spoerri er ekki mál- ari. Samt verður manni ihugs- að til þess, að „gildrumyndir" hans væru tilvalin mótív kyrralifsmynda. Gildrumynd- irnar eru þannig til orðnar, að Spoerri tekur eitthvert svið, oftast borðplötu, og limir saman þá hluti, sem þar eru, þannig að þeir halda nákvæan iega stöðu sinni, og hengir síðan svið þetta (eða borð- plötuna) upp á vegg. Þetta nefnist á ensku „The Art of Assemblage". Daniel Spoerri kom við í Reykjavík til að heimsækja vin sinn og kollega Diter Rot á leið frá New York, þar sem hann hélt sýningu fyrir skömmu. Hann hefur haldið margar sýningar þar og einn- ig víðs vegar um Evrópu, siðan hann sneri sér að iist- grein þessari, en áður var hann balletdansari. Verk Spoerris hanga víða í söfnum, t. d. hefur Museum og Modern Art í New York keypt þrjú þeirra. Blaðamaður Morgunblaðs- ins átti samtal við Spoerri í í fyrradag og spurði fyrst um sýninguna í New York. — Hún var talsvert frá- bru|ðin þeim, sem venjulega tíðkast. 31 maður snæddi kvöldverð, sem var náikvæm- lega eins framreiddur. Að lok inni máltíðinni, festi ég, allt sem eftir er á borðinu upp á Daniel Spoerri nv;ð unnustu sinni Kichka Baticheff, sem er rithöfundur. Myndin er tekin á bar í París. vai iiciuu vegg. oynmgin ___________ tilbrigði um rnáltíð", en undir titillinn var „þetta er auðvelt að gera“. Það er auðvitað ekki rétt, að auðvelt sé að gera þetta, en það á að líta út eins og þetta sé auðvelt. Áður var ég dansari og þá varð að líta svo út sem dansinn væri auðveldur. — Ég hélt svipaða sýningu 1 Paris ekki alls fyrir löngu. Þó var það frábrugðið, að gestirnir borðuðu ek.ki allir hið sama, heldur pöntuðu þann mat og það vín, sem þeir vildu. Ég bjó til matinn sjálf- ur, og fókk fræga listgagn- rýnendur til að ganga um beina. Síðan hengdi ég upp borðdúkana með öllu á eins og í New York. Ástæðan til þess, að ég nota svo oft matar- ilát, er sú, að borð eftir máltíð gefur þá tilviljanakenndu og sönnu mynd, sem ég vil veiða í gildru og steypa í mót, vegna þess að menn borða að mestu ósjálfrátt. — Ekki má þó halda, að ég fáist eingöngu við að festa matarílót á borð. Ég reyni að,veiða sem flesta hiuti, sem af tilviljun eru einhversstaðar saman komnir. Þó er það held ur ekki hið eina, sem ég fæst við. Ég hef til dæmis keypt málverk og fest á þau ýmsa hluti til að túlka þau. Eitt slíkt verk héitir „Hershöfð- inginn". Þá keypti ég mynd af 'hershöfðingja með tvær medalíur. Á brjóstig á honum bætti ég ýmsu skrani og kara- mellum o. fl. Ég bætti líka við málverk af Alexander Dumas, festi eintak af Skytt- unum í hönd honum og setti penna, blek og fleira 1 kring- um hann. Ein af þessum mynd um er af kornabarni. Á andlit þess límdi ég múl, eins og notaður er á hundá til að þeir geti ekki bitið fólk. Hún heit- ir „Varið ykkur á hundinum, hann bítur“ (Cave canem). — Ég hélt sýningu í Kaup- mannahöfn árið 1961. I stað- inn fyrir skrá yfir verk lét ég baka brauðhleifa með sorpi í, sem allir sýningargestir keyptu. Mjög erfitt var að fá þetta bakað, þangað til Kon- unglega bakaríið í Kaup- cnannahöfn tók verkið að Framh. á bls. 22. Sr. Eiríkur J. Eiriksson: Drottinn minn og Guð minn 1. sunnudagur eftir páska. Guðspjallið Jóh. 20, 24-29. MÖRGUM finnst, að Jóhannesar- guðspjall sé um of, heimspeki- legt. Benda menn þá sérstaklega á upphaf þess. Ef þetta mál er athiugað nánar kemur fram, að þessi gagnrýni er ástæðulaus. Guðspjallið fiytur mjög skýr- an og ótvíræðan boðskap: „í upp hafi var orðið, og orðið var hjá Guði og orðið var Guð“. „í þvi var líf og lifið var ljós mann- anna og ljósið skín í myrkrinu og myrkrið hefur ekki tekið á móti því“. Kfér kemur þegar fram stefna og tilgangur guðspjallsins. Það er skrifað til þess að sýna, að orðið varð hold, að Jesús var Guð á jörðu, svo sem á himni og Kristur konungu'r okkar mannanna, lífsins og ljóssins. Guðspjallamaðurinn er ávallt að mála mynd af Frelsaranum samkvæmt þessum grundvallar- atriðum kenningar sinnar. Myndin, sem harrn sýnir okkur er merk og mikil. Hún er víðtæk. Hún er heill heimur guðspjalls- ins. Sá heimur er svo stór, segir' guðíjpjallaihöfundurinn, að væri þar öllu til skila haldið, mundi veröldin ekki rúma vitnisburð- inn. Myndin af Freisaranum er svar lærisveina hans við boðskap hans, brotin sem þeir eru heildar hans, vanmáttar þeirra andspæn- ir mætti hans, speglun veru hans og fyrirmyndar í hjörtum þeirra og lífi. Nám okkar mannanna fer meira og meira fra.ii með mynd- um. Sagt hefur verið, að við mennirnir breytumst, vegna þess að myndirnar breytast. Það ber því að vanda til myndanna, sem við horfum á. En þess skyldum við gæta að við sjálfir vinmum að myndagerð. óvirk tileinkun nær skammt. Frumkvæði okkar mannanna er nauðsynlegt, en það skiptir einmitt svo miklu máli hvert það er. Leonardo da Vinci lét eftir sig fullgerða teikningu af flugvél, kafbát og margs konar vélum, sem urðu að veruleika öldum seinna. „Sólin skein á kofann minn“, skrifar Afríkuskáld eitt. Nú kemst sólin ekki lengur að hon- um. Hvítu mennirnir komu með sín stóru mynasöfh, en híbýlin vantaði fyrir þau. Hvitu menn- irnir færðu frumstæðum þjóðum margt gott, en hamingjan Og auðlegð hjartans varð ekki við það meiri. Þetta á yfirleitt við um okkur mennina. Það skortir orðið á hina virku viðtöku okkar. Við deilum um, hverjir eigi að velja myndir fyrir okku r, en ofckar eigin innri mynd er eins og dimmur skuggi, óljós næsta og lífvana. Svo er komið fyrir okkur að við þurfum að komast úr úr um- hverfi okkar til þess að fá álengd andspænis hinum mikla myndasmið tilverunnar og, að við gerumst lærisveniar hans. Það er til dæmis athyglisvert, að nokkurt rými í kringum okkur úti í hinni frjálsu náttúru setur okkur á nokkurs konar skóla- bekk í næsta aðkallandi námi trúar — og' tilbeiðslukenndir okkar vakna. Er hin mikla minningarkirkja um Grundtvig var vígð í Kaup- mannahöfn, spurði núverandi menningarmálaráðherra Ð a n a einn mesta skólamann þeirra, hvað hann teldi valda úrslitum um stórfengi Grundtvigs. Svarið var að efnj til: Boðskapur hans átti erindi til allra án tillits til menntunar og þroska. Einfalda sól dreymir fagran draum. Feg- urstu kaflar Nýja-testamentisins eru ekki allir ritaðir á fullkomnu máli, Tveir miklir andans jöfrar ræddu í bréfum um, hvað bjarg- að gæti menningu Evrópu. Annar benti á ofurmannlegan þroska manna. Sá djúpvitrari þeirra benti á, að breyting hugarfars og hjartalags, sem öllum stæði til boða, væri vænlegri til um- bóta en lærdómur og tækni. Hin ytri mynd væri stór en maður- inn hefði einatt ekki rúm fyrir hana. Maðurinn þarf á hjartans vini að halda. Bakkinn hinum megin skiptir ekki öllu máli. Það þarf að gera brú yfir á hann. Hún þarf að hvila á traustum undir- stöðum. Þar dugir ekkert tildur, ekkert innantómt tal um trú eða vantrú, Eins og Jóhannesarguðspjall hefur geymzt eru niðurlagskapí- tular þess tveir. Eftirtektarvert er, að sam- kvæmt fyrra niðurlaginu er sáð- asta myndbrot guðspjallsins af Jesú látið speglast í persónu lærisveinsins Tómasar. Og nú þarf ekki lengur að kvarta um óáþreifanlega heimspeki. Niðurlagsorðin eru hér þessi: „En þetta er ritað til þess að þér skulið trúa að Jesús sé Krist- ur, guðssonurinn, og til þess að ^þér, með því að trúa, öðlist lífið ’í hans nafni“. Það er eins og allt ljós guð- spjallsins, sem streymir frá Jesú safnist saman í leiftrandi eld- ingu: „Drottinn minn og Guð minn.“ Þar kemur fram full- komnust mynd, Frelsarans, sem manns hjarta má sýna hana. Tómas er efasemdamaðurinn í heimsbókmenntunum. En í dag horfum við á mynd þá, er hann birtir okkur fyrir baráttu sína af meistara sínum. Það er rétt, að Tómas efast. En hann gerir það ekki til þess að efast eins og það væri tak- markr sjólfu sér. Hahn vill sjá Frelsarann en fyrst og frernst upprisinn, krössfestan. Hann vill láta Ijós, hans lýsa sér gegnum fórn og sár. Ein allra fegurstu orð Jóhann- esarguðspjalls eru um Tómas. Hann segir áður en til úrslita- viðureignarinnar kemur: „Vér skulum fara líka til þess að deyja með honum.“ Líf Tómasar og barátta hefir ekki yfirskriftina: „Ég“ trúi __ heldur: „Hjálpa þú „vantrú minni“. „Og ávöxturinn er dó- samlegur. Tómas á einlægnina. Hann á fómarlundina. Hann á ek>i myndina alla í hjarta sér, en myndin mesta og fegursta á hjarta hans vegna einlægni þess og hreinleika. Hann á, ef til vill, ekki fjársjóðinn dýra í akrin- um, en hann á hjarta og hönd að leggja hana á plóginn, og hefja voryrkjur. Og sjó, atkur- inn sjálfur plægður og búinn til sáningar er fjársjóður hans. Guð gefi, að játning Tóanasar taki sér bústað í hjörtum okkar og baróttan til myndunar hennar og myndar, að lifið og ríkið verði hluiskipti okkar eilíflegt. — Amen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.