Morgunblaðið - 05.04.1964, Page 17
Sunnudagur 5. apríl 1964
MORCUNBLAÐIÐ
17
Næturmynd frá Hafnarfirði.
Ljósni.: asa.
Á að f ækka
helgidögum?
Því er stundum hreyft, bæði í
blöðum og viðræðum manna í
milli, að helgidagar séu óþarf-
lega margir hér á landi. Þetta
berst ekki sízt í tal um páska-
helgina, enda er bent á, að dag-
launamenn megi illa við áð missa
káup alla þá frídaga, svo og, að
þrátt fyrir almennt frí verði ýms-
ir, t. d. húsmæður, bændur og
sjómenn, að gegna skyldustörfum
sínum þessa daga jafnt sem aðra.
Páskafríið verður og lengra en
ella vegna þess að í ýmsum at-
vinnugreinum og stofnunym, a.
m.k. hér í bæ, er ekki unnið laug-
ardaginn fyrir páska. Ætíð er
erfitt að segja um tilfinningar
annarra, en tæplega er þó rangt
til getið, að fremur megi telja
til undantekninga, að trúartil-
finning knýi íslendinga til að
leggja niður vinnu á skírdag, 2. í
páskum, uppstigningardag og 2.
í hvítasunnnu. Um þetta eru þó
vafalaust skiptar skoðanir.
Heyrzt hefur, að forystumenn
þjóðkirkjunnar hafi hug á endur-
skoðun laganna um almannafrið
á helgidögum þjóðkirkjunnar.
Við þá endurskoðun hlýtur þetta
að koiiia til athugunar og þarf
•ú athugun engan veginn að bein
*st gegn kristnihaldi í landinu.
Vitað er, að víðs vegar þar sem
kristni er ekki síður í heiðri höfð
en hérlendis, eru allir þessir
dagar venjulegir vinnudagar. Svo
er og víða um föstudaginn langa,
»ern fáir fslendingar mundu
kunna við að væri sviftur helgi
•inni.
Mörgu að sinna
í>ó að drepið sé á framan-
greindar bollaleggingar skal fús-
lega játað, að þeim, er þetta
ritar, þykir gott að njóta hvíldar
öðru hvoru frá önnum og þvargi.
Þrátt fyrir bliðviðri nú má segja,
•ð inönnum veiti ekki af að létta
*ér upp eftir langan og oft mis-
viðrasaman vetur. Upplyftingin
er þó með misjöfnu móti. Vegna
•lysfara Sigurðar Ágústssonar
var frá því skýrt, að þingmenn
Vésturlandskjördæmis héldu
fund með kjósendum I Breiða-
víkurhreppi á skírdag. Til að
•ækja hann þurftu þingmennirn
ir allir að fara langa leið og
hafa þess vegna ekki notið mik-
illar hvíldar þann daginn, jafn-
r«L þótt ekki hltyist verra af
nema fyrir Sigurð einan, hinn
elzta þeirra og ferðavanasta, er
•karst i andliti þó ekki alvar-
lega sem betur fer. Ef Sigurður
hefði ekki lent í árekstrinum á
Kerlingarskarði mundu utanhér-
aðsmenn ekki hafa veitt þessum
fundi athygli. Hann er einungis
dæmi þess álags, sem á þingmönn
hvílir, og fæstir gera sér
REYKJAVÍKURBRÉF
eru þeir ekki einir um að nota frí
daga til að leysa a£ höndum
störf, sem ekki er hægt að fram-
kvæma, þegar allir eru bundnir
við hversdagsiega vinnu, en þó
verður að fá tíma og færi tiL.
Nýtt Lögfræð-
ingatal
Öllum er hollt að fá næði til
að sinna hugðarefnum, sem liggja
utan eiginlegra skyldustarfa.
Gaman var t. d. að geta gefið
sér tíma til að blaða í hinu nýja
Lögfræðiingatali Agnars Kl.
Jónssonar, sem kom út rétt fyrir
bænadagana. Agnar er einn rnesti
eljumaður í hópi íslenzkra em-
bættismanna. Skyldurækni hans
hefur ætíð verið við brugðið.
Starfsorku hans hefur ekki ver-
ið fullnægt í vandasömum em-
bættisrekstri, svo sem mikils-
háttar sendiherrastörfum og for-
stöðu utanrikisráðuneytisins nú
og fyrr. Rækilegustu vitni þeirr-
ar atorku eru Lr " rtuingatölin
tvö, sem hann hefur gefið út.
Hið fyrra birtist 1950. Þangað
til í maí 1963 höfðu 172 lögfræð-
ingar bætzt við þá, sem í því
voru taldir. Eru það ámóta marg-
ir og fullu lögfræðiprófi luku
í Kaupma.nnahöfn allan þann
tíma, sem íslendingar urðu að
sækja lögfræðinám til Hafnar-
háskóla þangað til Lagaskólinn
í Reykjavík tók til starfa. Agn-
ar hefur ekki einungis safnað
æviágripum allra þessara ungu
lögfræðinga, heldur þurft að
bæta við ævisögur þeirra, sem
enn voru á lífi 1950; og leiðrétt
ef hann hafði rekið sig á vill-
ur í æyispgum fyrri tíðar manna.
Allt er þetta ótrúlega mikið
starf, sem krefst þolinmæði,
natni og vandvirkni. Aldrei verð
ur komizt hjá einhverjum mis-
fellum í sliku verki, en óhætt er
að .treysta því, að þær séu færri
hjá Agnari en öðrum.
Saga Stjórnar-
raðsi
sms
í ráði mun vera, að samin verði
saga Stjórnarráðs íslands. Þetta
kom fyrst til orða á fimmtíu ára
afmæli Stjórnarráðsins fyrir 10
árum. Þá var frá því horfið vegna
þess, að enginn hæfur maður
var tiltækur. Um sextugsafmæl-
ið í vetur vaknaði þessi hugmynd
að nýju. í augum uppi liggur,
að við hendina er nú hæfur mað-
úr til starfsins, Agnar Kl. Jóns-
fulia grein fyrir. Að sjálfsögðuson. Fyrir tíu árum vár hann
Laugard. 4. apríl
sendiherra í London. Nú er hann
kominn heim og hefur lokið samn
ingu Lögíræðingatalsins að
nýju. Allt frá barnæsku er hann
nákunnugur Stjórnarráðinu og
störfum þess. Það kom öðrum
fremur í hlut föður hans, Klem-
ens landritara, að skipuleggja
störf Stjórnarráðsins, þegar hin
æðsta stjórn var flutt inn í land-
ið 1904, og síðan hafði Klemens
verkstjórn þar í 13 ár. Enn síðar
varð hann ráðherra um tveggjá
ára bil. Tæpum tíu árum síðar var
Agnar ráðinn til starfa í Stjórnar
ráðinu. Hann hefur að vísu inn
á milli dvalið langdvolum er-
lendis, en þó lengst af haft náin
samskipti við Stjórnarráðið og
sjálfur gegnt þar bæði fulltrúa-
og ráðuneytisstjórastarfi. Það er
því ljóst, að þegar dugnaður og
fræðihneigð Agnars bætast við
hans einstöku persónulegu þekfc-
ingu á þessum efnum, þá er hér
tækifæri, sem ekki má láta sér úr
greipum ganga.
„Hvað verður
úr þessu lista-
mannsefni?64
Þótt gaman sé að blaða í Lög-
fræðingatali, þá er það óneitan-
lega heldur þurr lesning til
lengdar. Þess vegna er gott að
breyta til og þá er ekki síður
skemmtilegt að rekast á þessa
grein úr Lögréttu hinn 19. ágúst
1908, sem prentuð er í Ritsafni
Jóns Trausta:
„Málverk hafa nú um tíma
verið sýnd í GT-húsÍnú uppi,
flest landslagsmýndir. Máður-
inn, sem hefur málað þau, heitir
Jóhannes Sveinsson.
Það er gamla sagan, sem hér
endurtekur sig. Maður með ó-
slöfckvandi löngun til þessarar
listar fær sér liti og léreft og fer
að mála tilsagnarlaust. Enginn
kostur er á tilsögn; engin efni til
að afla sér hennar heldur.
Tvennt er það, sem mest ber
á, er litið er á þessar myndir.
Það er eðlisgáfan og lærdóms-
leysið. Nánar á ekki við að lýsa
þeim.
Eðlisgáfan er rfkari en menn
eiga að venjast hjá þeim, sem
bera þetta við. Kunnáttuleysið
er ekki meira en við er að búast.
Þessi einkenni bera flestar
fagrar listir hjá þessari þjóð ,—
einkenni ótaminna gáfna. Hvað
verður nú fslandi úr þessu lista-
mannsefni?"
Sjálfur var Jón Trausti, Guð-
mundur Magnússon, smekklegur
frístundamálari. Þess vegna er
hin 55 ára gamla umsögn hans
og spurningin, sem hún endar á,
því athyglisverðari. Að undan-
förnu hefur verið allhart deilt
um sumt það, sem gerðist á árinu
1908. En enginn getur verið í
vafa um svarið við þessari spurn
irtgu, sem þá var varpað fram.
Kunnátta, æfing og þroski hafa
verkað svo á „ótamdar gáfur'
Jóhannesar Sveinssonar Kjar-
vals, að engum blandast hugur
um, að hann er mesti núlifandi
myndlistarmaður íslenzku þjóð-
arinnar, snillingur, sem á engan
sinn líka.
Aldrei fleiri
myrtir
Á síðustu misserum hafa í Bret
landi og Bandaríkjunum birzt
margar bækur um upphaf ófrið-
arins 1914 og einstaka þætti
hans. Þá hafa á síðustu vikum
komið út tvær ævisögur Vil
hjálms H. Þýzkalandskeisara,
önnur í Bandarikjunum og hin í
Bretlandi. Nær samtímis var gef-
in út í Bretlandi ævisaga Ját-
varðar VII., móðurbróður Vil-
hjálms og hans höfuðóvinar.
Þessi áhugi er naumast einber
tilviljun og minnir raunar nokk-
uð á hitann, sem hér hefur
hlaupið í umræðurnar um upp
kastið frá 1908. E.t.v. er nokkur
hluti skýringarinnar sá, að nú
eru þeir orðnir rosknir og marg-
ir komriir á efri ár, er enn muna
sjálfir þessa atburði og menn.
Þgir njóta því þess að rifja upp
gamlar endurminningar og
kaupa gjarriari bækúr og lesa
greiriar, sém um þær fjalla. Þó
er þetta namuast einhlít skýr
ing. Hitt ræður áreiðanlega einn-
ig miklu, að alveg eins og við
fsíendingar gerum okkur grein
fyrir — hvernig sem við annárs
litum á málavexti, -— að atburð-
irnir 1908 réðu úrslitum í sögu
okkar, Þá réði heimsstyrjöldin
1914—18 úrslitum í heimssög-
unní. Þá leystust úr læðingi öfl,
sem síðan hafa sí og æ látið
meira að sér kveða. Fráleitt væri
að halda þyí fram, að þau hafi
einungis verkað til ills. Þvert á
móti er öruggt, að allur þorri
manná á nú við mUn betri kjör
að búa og nýtur meiri hamingju
en fjöldinn gerði fyrir 1914. En
spurningin er, hvort þessum
gæðum hefði ekki alveg eins eða
miklu fremur verið náð, án alls
þess djöfulgangs, serh síðan hef-
ur yfir dunið. Það er vissulega
rétt, sem stóð í grein Arthurs
Millers hér í blaðinu fyrir
skemmstu, að aldrei í allri sögu
mannkynsins hafa fleiri menn
verið myrtir en á þessari öld.
Um alla þá óhamingju og sví-
virðingu, sem af heimsstyrjöld-
unurn tveimur hefur leitt, er ó-
þarft að fjölyrða. Þess vegna er
eðlilegt að menn spyrji, hvað
aflaga hafa farið, er til þessa
leiddi, og hverjir beri höfuð-
ábyrgðina á allri þessari ógæfu.
Af öllum valdamönnum 1914
hafði Vilhjálrrfur II. sig mest í
frammi. Hann setti ljós sitt aldrei
undir mæliker, heldur sagðist
vera „Arbiter mundi“, þ. e. sá,
sem að lokum skæri úr um gang
heimsmálanna. Þess vegna er
eðlilegt, að menn velti örlögum
hans fyrir sér, þó að lokadóm-
urinn verði sennilega sá, sem
Játvarður móðurbróðir hans
felldi og var Vilhjálmur þó miklu
merkari þeirra frænda. En Ját-
varður sagði nokkrum árum fyr-
ir 1914 um systurson sinn:
„He is the most brilliant failure
in history.“
Okkar að vclja
ög hafna
Hin nýja brezka ævisaga Vil-
hjálms II. nefnist „The Kaiser
and his times“ og er rituð af
Michael Balfour. Það leynir sér
ekki, að sagan er rituð frá brezku
sjónarmiði, en þó af þeirri víð-
sýni og skilningi á skoðunum
annarra, sem mörgum Bretum
flestum fremur er eiginlegt. I
lokaorðum bókarinnar segir m.a.
í lauslegri þýðingu:
„í dag mundi enginn neita á-
hrifum erfða og umhverfis, og
síðari tíma vísindarannsóknir
hafa staðfest sum áhrif þeirra,
sem menn höfðu ekki áður veitt
athygli. En ef við teljum þessi
tvö öfl ein skera úr, ómerkjum
við þarmeð vitneskju okkar um
valfrelsi og allar hugmyndir um
siðferðilega ábyrgð. Því að hvern
ig er hægt að lofa mann eða lasta
fyrir það, sem hann gerir, ef at-
hafnir hans eru ákveðnar af ætt-
erni, umhverfi og menningu?
Ætterni okkar og menning eru
sjálf samansöfnuð afleiðing ótölu
legra liðinna ákvarðanna, sem
foreldrar og forverar okkar,
kennimenn okkar, húsbændur,
og þeir, sem yfir okkur ráða nú
og réðu á þeim árum, sem liðín
eru, hafa valið. Við getum ekki
sloppið undan afleiðingunum af
vali þeirra og ákvörðunum: Því,
sem gert hefur verið, verður ekki
breytt. Eigið valfrelsi okkar er
stórlega takmarkað af þessari
staðreynd. En þó að við játum, að
við séum mjög bundnir af því,
sem gerzt hefur, neitum við ekki
þar með, að við höfum nokkurt
valfrelsi. Bismarck kallaði sjálf-
an sig „hjálparvana barn síns
tíma“, en hélt áfram og sagði:
„Einmitt þess vegna verðum við
að gera skyldu okkar dyggilega
í þeirri lífsstöðu, þar sem drottni
hefur þóknazt að setja okkur.“
Við verðum ætíð að muná að það
er val okkar og okkar ákvarð-
anir, sem munu takmarka frelsi
þeirra kynslóða sem síðar koma.
Þó að hver þeirra kunni að sýn-
ast smávægileg út af fyrir sig, þá
skapast örlögin við það, þegar
ákvarðariir okkar og anriarra
safnast saman. Sú staðreynd,
að við getum skilið af hverju
einhver hefur valið ákveðna leið,
gerir það ekki að verkum, að
val hans hafi verið viturlegt eða
sanni, að hann hafi ekki get'að
valið annan veg. Ef við erum
skynsamir, þá er rétt að hafa í
huga, að við hefðum mátt vera
heppnir að gera betur sjálfir,
en sú samúð, sem sameiginleg
mannúð krefst, má ekki leiða til
þess, að við hikum við að kveða
upp dóm, því að einungis á þann
veg getum við lært af reynsl-
Getum við lært
reynslunni?
Allt er þetta út af fyrir sig
Framihald á bls. 31