Morgunblaðið - 05.04.1964, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.04.1964, Qupperneq 20
20 MOHGUNBLAÐIO Sunnudagur 5. apríl 1964 Guðmundur Þorleifsson byggingarmeistari A MORGUN, 6. apríl, á Guð- mundur Þorleifsson, byggingar- jneistari, Rauðarárstíg 3, Reykja- vík, 80 ára afmæli. — Hann er fæddur á Fornusöndum við Eyja- fjöll, sonur hjónanna Ástriðar Biríksdóttur og Þorleifs Þorleifs- sonar frá Tjörnum við Eyjafjöll. Hann ólst upp með foreldrum sínum. Ungur að árum byrjaði Guð- mundur á smíðum. Það kom fljótt í ljós að hann var vel hag- ur og verkhygginn og hefur hann æ síðan smíðað jöfnum höndum hús, bryggjur og skip. Lengst af ævinni hefur Guðmundur verið yfirsmiður og farnazt vel. Guðmundur er að eðlisfari glaður í skapi og góðviljaður maður. Hann er þó nokkuð skap- stór og áræðinn. í Súðavík við ísaf jörð bjó hann í 35 ár með konu sinni, Ágústínu Jónsdóttur, sem var fædd og upp alin í Súðavík, dugnaðar- og fríð- leikskona. Hún andaðist árið 1957 eftir 48 ára hjónaband. Guð- mundur hefur árum saman gegnt trúnaðarstöðum. Þegar við stofnun Brunabótafélags íslands, var hann skipaður virðingarmað- ur í sínu umdæmi, Súðavik, öll árin þar til að Guðmundur flutt- ist alfarinn til Siglufjarðar 1944. í Súðavík var Guðmundur skip- aður af Magnúsi Torfasyni bæj- arfógeta og sýslumanni ísafjarð- arsýslu, skipaskoðunarmaður, og reyndist Guðmundur vel í því vandasama starfi. Það bar sjó- mannastéttinni í Súðavik saman um hvað Guðmundur var hárviss í að finna leka og skemmdir í skipum, enda var hann góður og vandaður skipasmiður sjálfur. Hinn landskunni stórskipa-verk- fræðingur, Bárður Tómasson á ísafirði, sagði einu sinni um Guð- mund Þorleifsson að allur frá- gangur og handbragð í smíðum hans væri aukþekktur. Þegar Gtiðmundur fluttist til Siglufjarð ar var hann af Iðnráði bæjarins kosinn prófdómari í skipasmíði þar. Guðmundur er sannarlega fæddur Völundur. Séra Sigurður Stefánsson, prestur og alþingis- maður í Vigur, landskunnur gáfumaður, sagði um Guðmund við jarðarför í Súðavík, að það væru fáir jafnmiklir snillingar að smíða líkkistur og Guðmundur væri. íslenzka þjóðin stendur í þakk- arskuld við Guðmund Þorleifs- son fyrir öll hans góðu og vel unnu störf. Ég veit að frændur og vinir i Guðmundar hugsa vel til hans á I 80 ára afmælisdaginn. Guðmundur er góður félagi, ! hjálpsamur og frjálslyndur. Ég óska þér af heilum hug til heilla og hamingju með 80 ára afmælisdaginn þinn um leið og ég þakka þér fyrir allt gott, sem þú hefur gjört fyrir mig. Lifðu heill, vel og lengi í sæmd verka þinna, kæri vinur minn. Guðmundur verður fjarver- andi á afmælisdaginn sinn, hann verður hjá góðum dætrum í Keflavik. Vinur. — Grasræktin Framhald af bls. 13 ir í ljós, að um tífaldan uppskeru mun getur verið að ræðá í fyrsta árs nýrækt eftir því, hvort not- aður er harðgerður eða lingerður stofn sömu grastegundar. Þessi mismunur nemur um 7 milljón- um króna, ef hann er talinn sam- bærilegur á helmingi allrar ný- ræktar ársins 1963. Að þessum upplýsingum fengnum og fyrri athugunum er nú ákveðið, að þeir stofnar, sem reyndust beztir verði teknir upp í fræblöndu árs- ins 1964, en þeir hafa að litlu leyti verið notaðir áður. Allt frá aldamótum hefur það verið kappsmál að fá fræ af inn- lendu grasi til sáningar. Eftir að jurtakynbótadeild var stofnuð við Atvinnudeild Háskólans hef- ur það verið eitt aðalverksvið hennar að safna efnivið í ís- lenzka fræstofna. Að tilraunastöð inni á Korpúlfsstöðum er nú til alimikiil fjöldi einstaklinga af helztu nytjagrösum okkar til úr- vals. Hafa nú þegar verið valdir úr stofnar sumra tegunda, sem eru hæfari þeim erlendu, t.d. hef ur íslenzkur túnvingulsstofn reynzt mun betur til sáningar á hálendi heldur en sambærilegur danskur stofn, sem annars er mest notaður í sáðblöndur. Þessi stofn var sendur til fræræktunar erlendis, og er þar hafin fram- ræktun á grasfræi til íslenzkra nota. Ef þessi og aðrir íslenzkir stofnar bæta uppskeruna, þó ekki væri meira en um einn hest á hektara á ári hverju, er það mikill fengur fyrir ræktunina. Með kynbótum á grasi einu saman getum við þannig aukið uppskeruna og gert töðuöflunina arðbærari. Meðaltöðuuppskera af einum hektara er nú um 45 hest- ar og hefur aukizt um 5 hesta af hektara frá því um 1952. Má það að mestu þakka aukinni notkun áburðar, en því má heldur ekki gleyma, að á sama tíma hafa ver- ið valdir uppskerumeiri og harð- gerðari stofnar til ræktunar en áður höfðu verið notaðir í fræ- blöndur. Einnig má ætla að upp- skera hafi aukizt vegna vals teg- unda í sérhæfar grasfræblöndur. Sú uppskeruaukning, sem við það hefur fengizt, kemur bezt fram í fjárhag bóndans, því bónd inn kaupir góðan og vondan fræ- stofn sama verði. Með úrvali og kynbótum á enn hæfari grasstofnum og með auk- inni ræktunarþekkingu ættum við enn að geta stóraukið meðal- uppskeru túna. Ræktun úrvals- grasa er eitt af þem mörgu við- fangsefnum, sem tilraunir í þágu landbúnaðar geta leyst, og það er með hagnýtingu þeirrar þekk- ingar, sem við getum gert land- búnaðarvörur samkeppnishæfar á heimsmarkaði. Beint frá Tjong Pong í Hong Kong Barnagallar og úlpur frá 1 til 5 ára. Falleg og ódýr vara. Heildverzlunin AMSTERDAM sími 23 0 23. Forsetahjonin aka yfir vatnsl'all á bugaröi sinum. Fréttamenn segja Johnson aka of hratt Johnson City, Texas (AP). JOHNSON Bandaríkjaforseti ekur oft stórrj bifreið hratt um búgarð sinn í Texas og nágrenni hans. Mestur hraði, sem þar er leyfður eru rúm- lega 110 km á klukkustund. Grunur leikur hins vegar á, að forsetinn brjóti þessar reglur, en til þessa hefur eng- inn getað sannað það, þótt fréttamenn hafi fullyrt það í fréttum sínum. Einn sagði t.d., að forsetinn hefði ekið á 130 km hraða nálægt búgarði sin- um fyrir skömmu. Blaðafull- trúi Johnsons, George Keedv var siðar spurður hvort þetta væri rétt. Hann kvaðst ekkert geta fullyrt, en sagði sér alls ókunnugt um að forsetinn æki hraðar en heimilt værL M eð a 1 blaðaljósmyndara, sem undanfarin ár hafa haft það aðalstarf að elta forseta Bandaríkjanna, er mikið rætt um akstur Joihnsons. Þeir segja að hann aki vel, en láta í Ijós áhyggjur vegna hinna tiðu slysa á þjóðvegum og benda á að Bandaríkin hafi nú engan varáforseta. Ljós- myndararnir kvarta einnig undan því, að bifreiðir leyni- þjónustunnar aki mun hægar en bifreið forsetans og þar sem Ijósmyndararnir komist ekki framhjá leyniþjónustunni nái þeir sjaldan myndum af for- setanum á ferðalögum. Sunnud. einn fyrir skömmu fór Johnson t d. í eftirlitsferð um búgarð sinn eftir að hann hafði hlýtt á messu. Frétta- menn og ljósmyndarar, sem fylgdu Johnson eftir á þess- ari ferð segja, að hann hafi ekið á 110 til 130 km hraða, en þeir hafi ekki kcxmizt hrað- ar en 100 km vegna bifreiða leyniþjónustunnar. Eftir þess- um sama vegi þar sem há- markshraði er 110 km, eins og fyrr segir, ók frú Johnson fyr- ir nokkrum dögum á leið til hárgreiðslustofu. Fréttamað- ur, sem reyndi að fylgja bif- reið hennar eftir segir, að bif- reiðarstjóri frúarinnar hafi ekið á milli 120 og 130 km hraða. Blaðið „The World-Tele- gram and Sun“ í New York hefur það eftir fréttaritara sínum, að hraðamælir bifreið- ar hans hafi eitt sinn sýnt 145 km hraða, er hann fylgdi for- setanum eftir nálægt búgarði hans. Blaðið sagði ennfremur, að forsetínn hefði lagt hatt sinn yfir hraðamælinn, er far- þegi í bifreið hans hefði bent honum á að mælirinn sýndi 140 km hraða. Kristján Sveinsson MINNING HANN var einn af þeim sem settu svip sinn á Lorgina, en nú er hann farinn til þeirrar borgar er hann þráði, borgarinnar eilífu. Hann var morgunmaður. Það var ekki einungis að hann væri ár- risull, en hann var það i orðs- ins fyllstu merkingu. Hann var trúmaður og ófeiminn að vitna um reynslu sína í þeian efnum. Það bar ekki sjaldan við að heyra mátti rödd hans, sem var sérkennileg, berast sér að eyrum á götunni, í umferðinni og önn- unum. Þó var hann að benda samferðamanninum á rétta veg- inn, veginn til lífsins, eða hann var að útbýta smáritunum sín- um og sálmunum, og lét þó hug fylgja máli. Hann notaði tæki- færin. Þó var hann ekki tæki- færissinni. Það var sama við hvem hann talaði. Það urðu allir að heyra vitnisiburðinn. Hann vissi á hvern hann trúði. Það sýndi hann líka þegar mest reyndi á, í sorgum og veik- indum. Hann var lika vel heima í Guðs orði, og lét það oft svara þá er á hann var ráðizit á vett- vangi trúarinnar. Hann vissi að það var „beittara hverju tvíeggj- uðu sverði" og hann notaði það sverð. Hann var tíður gestur í samkomusölunum, þar sem Guðs riki var boðað, og notaði líka tækifærin sem þar gáfust, til þess að vitna um Drottin sinn og Herra. Hann var orðheppinn, enda greindur að eðlisfari. Hann var hreinlyndur og hlýr. Dauða- stríð sitt háði hann með karl- mennsku, þó var það strangt. Einn vina hans spurði hann: „Hvernig líður þér“? Hann sv^r- aði brösandi, í þjáningarstriðinu. „Þrautirnar eru miklar, en það er létt að bera þær, þegar maður veit hvað í vændum er. Það er sárt að vita um þá sem eru hérna inni í sjúkrastofunni hjá mér, en þekkja ekki hjálpræðis- veginn. Það er mesta áhyggju- efnið mitt.“ Stuttu áður en Kristján and- aðist, var hann s ttur heim af blaðamaxmi frá „Timanum" og ræddu þeir lengi saman um það helzta sem á daga hans hafði drif ið um æfina, og það birtist í blað inu. Sunnudaginn 8. sept. 1963 og visaði ég til þess. Ég ætlaði heldur ekki að fara að skrifa neina ævisögu hans, heldur vildi ég senda kveðju mína og þakk- læti fyrir góða kynningu og þau frækom er hann sáði í mitt unga hjarta, er ég kom fyrst til Reykja víkur, og þekkti fáa. Ég fann að þarna var maður, sem átti trú á bjargi byggða og þekkingu sam- fara henni. Og þegar harm 78 ára gamall kvaddi þetta jarðneska lif átti hann mörg sáðkornin í and- legum vermireitum, sem síðar bera eilífðarblóm. Hann sagði sjálfur að uppeldi sitt hefði mót- að sig til hins jákvæða og hjálp- að sér til þess að komast inn á rétta braut. Guðs orð kemur aldr ei tómt til baka. Hann var alinn upp hjá fósturforeldrum, frá barnæsku, eftir að faðir hans dó frá honum ungum, og móðirin varð að senda hann frá sér. Hann talaði með virðingu um fóstur- foreldrana Jón Samúelsson og Sesselju Jónsdóttur á Hofstöðum á Mýrum, og við þann stað kenndi hann sig. Foreldrar hans voru Ingveldur Einarsdóttir frá Hvítsstöðum og Sveinn Sigurðs- son frá Álftanesi, á Mýrum. Kona hans er Margrét Guðmundsdóttix Og eignuðust þau 6 börn, af þeim eru 2 á lífi. Með j essum línum vil ég senda þeim öllum samúð- arkveðju, og svo kveð ég þig Kristján með hjartans þakklæti fyrir bróðurlega samfylgd. Nú syngur þú þína söngva í borg- inni eilífu. F. K. — Reykjavikurbréf Framh. aí bls. 17 satt og rétt, en því miður gengur bæði þjóðum og emstaklingum erfiðlega að læra af reynslu ann- árra. Þó að löngum hafi verið sagt, að ekkert nýtt sé undir sól- inni, þá er ævin ný fyrir hvern og einn og hann hyllist til að halda, að um sig og sína náunga standi alveg sérstaklega á. Marg- ir gleyma og furðu fljótt og átta sig þess vegna ekki á þegar á þá er leikið. Tökum einungis síð- asta dæmið: Úlfaþytinn, sem sum ir reyna nú að blása upp af á- kvörðun kjaradóms, um að laun opinberra starfsmanna skuli haldast óbreyttt. Þeir, sem gang- ast undir að dómur skuli skera úr um kröfur þeirra, verða auð- vitað jafnt að sætta sig við hann, er hann virðist vera þeim I óhag í bili, eins og þeir undu vel við þegar dæmt var þeim í vil. Á sama veg eru það helzt til mikil óheilindi, þegar sömu málgögn- in, sem fyrir áramót héldu þvl fram, að kjaradómurinn hefði á sl. sumri haggað launahlutföll- um í landinu svo, að ekki mætti með neinu móti við una, óskap- ast nú yfir, að reynt er að stöðva óheillaþróun og leiðrétta einmitt það, sem þeir fyrir skemmstu töldu ofgert. Þeir, sem slíkan mál flutning hafa í frammi minna um of á apann, sem átti að skipta ostbita jafnt og gerði það með þeim hætti að kljúfa hann fyrst í tvennt en bíta síðan af á víxl svo mikið, að bitarnir urðu aldrei jafnir, fyrr en báðir voru upp- etnir. Á sama veg veg vilja þess- ir málflytjendur halda áfram að bíta af íslenzku krónunni þang- að til hún verður að engu gerð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.