Morgunblaðið - 05.04.1964, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.04.1964, Qupperneq 32
 Skartgripum fyrir 85,000 kr. stolið í NÓTT var brotinn sýn- ingargluggi eða kassi í eigu gullsmíðaverkstæðis K.iart- ans Asmundssonar, Aðal- stræti 8. Var öllu, sem í sýningarkassanum var, stol ið, og nemur verðmæti munanna 84—86 þúsundum króna að því er Kjartan Ás mundsson tjáði Mbl. í gær. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar hafa þjófarnir spennt upp kassann um nóttina. f viðtali við Kjartan Ás- mundsson í gær kom það fram að hann selur ekki nema gullvarning, og „vör- urnar eru ekki lengi að ná þúsundinu ef þær eru úr gulli“, eins og hann orðaði það. Kjartan sagði að þarna hefði einkum verið um að ræða hringa, þar af einn demantshring, 12 trúlofun- arhringa, svo og armbönd, hálsfestar o. fl., flest prýtt eðalsteinum. í flestu var 14 karata gull. Kjartan sagði að kassinn hefði tvisvar verið rænd- ur áður. í annað skiptið verið teknir þar tveir mun- ir, sem hefðu verið 5,000 kr. virði, en í hitt skipið kom lögreglan að þjófun- um, þar sem þeir voru að stela úr kassanum. Munirnir í glugganum voru vátryggðir. — Málið er í rannsókn. Sex þingmenn í boðs- för til Bretlands Á MORGUN, mánudag, leggja sex íslen23kir þingmenn af stað í Bretlandsför í boði brezku ríkis- stjórnarinnar. Þingrrfennirnir eru Birgir Finnsson, forseti Samein- aðs þings, Sigurður Óli Ólafs- .son, forseti Efri deildar, Jónas Pétursson, Halldór E. Sigurðs- son, Jón Skaftason og Einar Ol- geirsson. Þingmennirnir munu koma heim 16. apríl n. k. Fara þeir fyrst til Glasgow en þaðan til London daginn eftir. Á dagskrá er m. a. k völdverðarboð brezku deildarinnar í alþjóða þing- mannasambandinu. Þeir munu og skoða brezka þingið, West- minster Abbey, og ferðast um landið. Þá munu þingmennirnir einnig skoða brezkar fiskvinnslu stöðvar. AKRANESI, 4. apríl. — 20 bátar lönduðu hér í gær. Afli þeirra var alls 264 tonn. Höfrungur III landaði 28 tonnum, sem hann fékk í þorskanótina. Trillubátar reru í gærmorgun árla en sneru aftur vegna ónæðis. Þeir fiska á handfæri. — Oddur. Enn var reynt að toga í Wislok á flóðinu í gærmorgun. Mun togarinn eitthvað hafa tommað í rétta átt, en þó ekki mikið. Björgunarmenn halda enn áfram aðgeroum. — Myndin sýnir einn björgun- armanna í stól á leiðinni milli skips og lands. (Ljósm. Mbl.: Vig.) Frú Guðný Ámundadóttir við pianóið að Hverfisgötu 39. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Endurnýjaði miöann á elleftu stundu — og hieppti stærsta happdxættisvmning á íslandi: STÆRSTI happdrættisvinningur, sem dreginn hefur verið út á Is- landi, féll í fyrradag í skaut frú Guðnýjar Ámundadóttur, Hverfis götu 39. Hún hreppti þá einbýlis- hús í Kópavogi með viðbyggðum bílskúr, í hverjum stóð splunku- nýr Volkswagenbíll, en saman- lagt verðmæti þessa er talið 1,2 milljónir króna. Frú Guðný hef- ur átt einn miða í happdrætti DAS í eitt ár. Hún endurnýjaði miðann á elleftu stundu í fyrra- dag, eða kl. hálf fjögur, en út- dráttur vinninga hófst kl. 5. Kl. 7 komu heim til hennar forráðamenn DAS og tilkynntu henni að hún hefði hreppt stærsta vinninginn! Fréttamaður Mbl. átti stutt samtal við frú Guðnýju í gær. Hún sagði að þetta hefði komið íslandsmótið í Handknattleik f KVÖLD fera fram 2 leikir í I. deild karla á Handknattleiks- meistaramóti íslands. Mætast þá Í.R og Ármann og Fram og K. R. fslandsmótinu lýkur 18. april KluEtkunni flýtt UM þessa helgi verður klukkunni flýtt, og fer þá dag að lengja svo um mun- ar. Er kl. er 12 á miðnætti á laugardagskvöld skal hún færast klukkutíma fram, þannig að hún verði eitt. Kvöldsvæfir geta mið- að við 12 á hádegi á sunnu- dag. sér heldur betur á óvart. Hún hefði setið og spilað á píanó sitt, er forráðamenn DAS knúðu dyra, og leizt prýðilega á. Guðný sagði í gær að hún væri ekki ákveðin hvað hún mundi gera við húsið. Sömu sögu væri að segja um bílinn. Guðný Ámundadóttir á þrjú börn, son í Háskólanum og tví- burasystur, sem stunda nám i Kvennaskóla Reykjavíkur. Eiginmaður hennar, Úlfar Jóns son læknir, lézt fyrir fáum árum. jWonnwH « fylgir blaðinu 1 dagr og er efnl hennar sem her segir: Bks. 1 Sósíalvísindalegar niður- stöður um áhrif fjölmiðl- unartækja, eftir Jóhann Hannesson, prófessor — 2 Svipmynd: Oamal Abdel Nasser — 3 Hermaðurinn í La Ciotat, smávaga eftir Bertolt Brecht — 3 Þagnarskil, Ijó* eftir Sveinbjörn Beinteinsson — 4 Oscar Clausen: Fáfróðasti prestur á íslandi? Presta- sögur 13. 5 Sjónvarp og sjálfsvirðing, eftir Sigurð A. Magnússon — 6 Hagalagðar — 7 Lesbók Æskunnar: Söng- leikur um „gallabuxna- töffgæja'* — S Erling Norlev: Árið 2000 verðum við orðnir „næst- um ódauðlegir". — 9 Gísli J. Á.vtþórsson: Eins mér sýnist. — 11 Fjaðrafok — 12 Rauða Kína tekur stórt stökk fram og fær langt fall aítur á bak — 13 Úr annálum miðalda. Guðmundur Guðni Guð- mundsson tók saman. —14 Fornvinir Hitlers leita frlð- ar í Heilagrí ritningu Eftir Jack Comben — 16 Krossgáta — - Bridge.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.