Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 1
m siOUl
«#faMI>
5J áirgangur
93. tbl. — Laugardagur 25. apríl 1964
Prentsnvðja Morgunblaðsins
Sambandslýðveldið Tanganyika
og Zanzibar stofnað
Nyerere verður forseti lýðveldisins- Stofnum
þess talin ósigur fyrir kommúnista
Dar-es-Salam,
24. apríl (NTB — AP):
# Tilkynnt var í gær, aS undir-
ritaður hefði verið samningur
um stofnun Sambandslýðveldis-
ins Tanganyika og Zanzibar, <>s
í dag var birt lagafrumvarp um
eamband ríkjanna, sem verður
lagt fyrir þing Tanganyika og
hyltingariáo Zanzibar á morgun.
# Samkvæmt lagafrumvarpinu
verður forseti Tanganyika, Juli
us Nyerere, forseti Sambandslýð
veldisins, en Arbeid Karume, for
tseti Zanzibar, verður varaforseti.
# í ræðu, sem Karume hélt á
fjöldafundi í dag, lýsti hann því
m.a. yfir, að Sambandslýðveldið
yrði hlutlaust.
Fréttamenn telja, að líta megi
á stofnun Sambandslýðveldisins
«em mikinn ósigur fyrir komm-
únista á Zanzibar, en þeir hafa
átt helming sæta í byltingarráði
landsins frá því að soldáninn var
rekinn frá völdum fyrir nokkr-
um mánuðum. Leiðtogi kommún-
ista í byltingarráðinu, Abdul
Mohammed Babu, utanríkisráð-
herra, hefur verið talinn valda-
mesti maður ríkisins, og vegna
þess kom stofnun Sambandslýð-
veldisins mjög á óvart, því að
stefna Nyerere, forseta Tanga-
nyika einkennist af hógværð og
fyrirhyggju og þykir samrýmast
illa hinni róttæku stefnu Babus,
sem hefur fylgt Pekingstjórninni
að málum.
Þeir Nyerere og Karume undir
rituðu samkomulag um stofnun
Sambandslýðveldis á leynifundi
í Zanzibar sl. miðvikudag, en á
meðan var Babu í opinberri heim
sókn í Indónesíu. Hann er vænt
anlegur heim á morgun. Babu
Tillögur um fundi fulltnin
Kínu og Sovétríkjunnu
Einnig allsherjarráðstefnu kommúnista
Moskvu, 24. apríl (NTB-AP)
l'RAVDA, málgagn kommúnista-
flokks Sovétríkjanna, birtir í
dag yfirlýsingu frá kommúnista-
flokki A-Þjóðverja, þar sem lýst
*r stuðningi við tillögur komm-
únistaflokks Sovétrikjanna frá 7.
marz sl. um viðræðufund leið-
toga kommúnistaflokka heims
með það fyrir augum að jafna á-
greininginn.
Kommúnistaflokkur Sovétríkj-
inna sendi kommúnistaflokki
Kína tillögurnar 7. marz, en þær
Skýrsla um
Wenner-
sfröm-málið
StokMhói'mi 24. apríl (NTB)
BIKT hefur verið i Svíþjóð
ekýrsla þriggja dómara, sem
rannsakað hafa Wennerström-
málið. Fjallar skýrslan fyrst og
fremst um ýmsar aðstæður varð-
andi njósnamálið og aðgerðir
þær, sem. leynilögreglan, yfir-
¦völd hersins og stjórnin gripu til,
þegar grunur féll fyrst á Wenner
etröm.
Blöð í Svíþjóð skrifa mikið u.m
*kýrslu þessa í dag og ræða hana
t ritstjórnargreinum. Blöð, sem
fttyðja stjórnina, eru sammála
«m að skýrslan sýni, að stjórnin
hafi tekið málið föstuim tökum
eg fjallað um það eins og réttast
var, en stjárnarandstöðublöðin
•egja hins vegar sikýrsluna sýna
íjóslega, að stjórnin hafi ekki
tneðlhöndlað málið eins og henni
bar og að gagnrýni, sem fram
'hefur komið á 'hana, sé réttrnæt.
Réttarihöldunum yfir Wenner-
etröm var haldið áfrarni fyrir
tuktuim dyrum í Stokkhólmi í
dag. En nú er fjallað um um-
fongismesta atriði þess, njósnir
Wennerströms frá 1957 og þar til
kicjnn var handteikinn í júní sl.
Talið er að réttarhöldunum
li'úuki «m nxiðjan maí.
fengu litlar undirtektir í Peking.
f Pravda voru tillögurnar birtar
3. apríl í sama blaði og ræða
Mikhails Suslovs, þar sem hann
svarar árásum Kínverja á Krús-
jeff, forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, og kommúnistaflokkinn.
I yfirlýsingu kommúnistaflokks
A-Þýzkalands í dag segir, að
flokkurinn telji, að tími sé kom-
inn til þess að kommúnistaflokk-
ar heimsins haldi með sér fundi.
Segist flokkurinn þess vegna
styðja t'illögu kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, þar sem gert sé
ráð fyrir að fulltrúar sovézkra og
kínverskra kommúnista ræðist
við í næsta mánuði, í júní eða
júlí komi saman til fundar full-
trúar þeirra kommúnistaflokka,
sem þátt tóku í undirbúningi ráð-
stefnunnar í Moskvu 1960, og í
haust verði haldin ráðstefna allra
kommúnistaflokka heims.
*"¦ »¦¦—-¦¦--,
var í kvöld spurður álits á stofn
un sambandslýðveldisins. Kvaðst
hann ekkert vilja segja fyrr en
hann hefði kynnt sér samkomu
lagið um stofnunina í smáatrið-
um.
Lagafrumvarpið um stofnun
Sambandslýðveldisins verður
lagt fyrir þing Tanganayika og
byltingarráð Zanzibar á morgun
en Nyerere ræddi það við þing
menn sína í dag. í írumvarpinu
er gert ráð fyrir að sameiginlegt
löggjafaþing fari með flest mál-
efni og framkvæmd verði sameig
inlegt, en þó hafi Zanzibar sér-
stakt þing og rikisstjórn, sem
fjalli um innanríkismál. Sameig
inlega á að fjalla um utanríkis-,
varnar- og lögreglumál, og þar
til ný stjórnarskrá Sambandslýð
veldsins verður samin, verður
Framhald á bls. 2
'EINS og skýrt var frá í frétt-
I ui.i, slepptu Rússar brezka
jkaupsýslumanninum Greville
¦ Wynne úr fangelsi í Sovétríkj-
iinnm i skiptum fyrir sovézka
I njósnarann Lonsdale, sem set-
| ið hefur i fangelsi í Bretlandi.
iSkiptin fóru fram í Berlín, en
,í myndinni er Wynne kominn
'heim til London þar sem kona
jhans, Sheila, fagnar honum.
| Wynne hefur verið 11 mánuði
, i fangelsi í Sovétrikjiinum.
Bandaríkin leggja niður eða
minnka átta herstöðvar erlendis
Allar á vesturhveli jarðar, engin tengd
NATO—55 hernaðarmannvirki tekin úr
notkun í U.S.A.
Washington, 24. apríl
— NTB-AP —
VARNARMÁLARÁÐHERRA
Bandaríkjanna, Robert Mc-
Namara, skýrði frá því á
fundi nK-o fréttamönnum í
dag, að í f jórum löndum utan
Bandaríkjanna yrðu á næst-
unni lagðar niður eða minnk-
aðar til muna átta bandarísk-
ar herstöðvar. Varnarmálaráð
herrann lagði áherzlu á, að
þessar herstöðvar væru ekki
tengdar Atlantshafsbandalag-
Kúbtistjórn biður U Thant
að miðla málum
Sakar Bandaríkin um óþolandi yíirgang
New York, Moskva,
24. april. (NTB - AP):
KÚBUSTJÓRN hefur farið
þess á leit við U Thant, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, að hann taki að sér
að miðla má.lum í deilum
Kúbu og Bandaríkjanna. Seg-
ir í bréfi til U Thants, að yfir-
giingur Bandaríkjamanna á
Karibahafi sé óþolandi og á-
standið þar ógnun við friðinn
í heiminum. Er hann beðinn
að beita áhrifum sinum til
þess að miðla málum eins og
haustið 1962 þegar Kúbudeil-
an stóð sem hæst.
í fimm þúsund orða bréfi
til U Thants segir Raoul Roa,
utanrikisráðherra Kúbu, m.a.
að kúbanska þjóðin geti ekki
umborið óendanlega, að Banda
ríkjamenn virði lofthelgi
landsins að vettugi, sendi skip
til stranda þess með skemmd
arverkamenn, reyni að þvinga
stjórnir rikja S-Ameríku til
þess að slíta stjórnmálasam-
bandi við Kúbustjórn og geri
auk þess tilraunir til þess að
þvinga vestræn ríki til þess
að hætta viðskiptum við Kúbu
Ekki sé heldur hægt að þola
ögranir bandarískra hermanna
í herstöðinni í Guantanamo-
flóa, en frá því að Kúbudeil-
an náði hámarki 1962 hafði
þeir 1181 sinni gert sig seka
um yfirgang og ögrandi fram
íerði á landamærum Kúþu.
Frá því í febrúar á sl. ári hafi
Bandaríkin oftar en einu sinni
brotið lög á Kúbu með því
að borga flóttamönnum þaðan
fyrir að gera strandhögg og
vinna skemmdarverk. Á sama
tíma hafi könnunarflugvélar
af gerðinni U-2 rofið lofthelgi
Kúbu 600 sinnum og flugvél-
ar af öðrum gerðum 44 sinn-
um. Ástandið fari síversnandi
og sé hættulegt friðinum í
heiminum.
Málgagn ríkisstjórnar Sov-
étrikjanna, Izvestija, segir í
dag, að stjórnin geti ekki fall-
izt á að bandarískar flugvélar
rjúfi lofthelgi Kúbu og lögð er
áherzla á, að Kúba hafi rétt
til þess að nota sovézk vopn
til þess að verja sjálfstæði sitt.
Einnig segir, að Sovétríkin
muni standa við hlið Kúbu,
verði á hana ráðizt.
w»i»r-» .»»'
'W >¦>« i— na i nim wi»»»y
^R * » *i* <H0i <t tw<**^*+r*,*wr*mi'wi i < «r»>'»»»»%«»
inu (NATO) og sagði, að all-
ar væru þær á vesturhveli
jarðar.
Ráðherrann kvaðst ekkí
geta upplýst í hvaða löndum
herstöðvarnar væru, því að
ríkisstjórnum landanna hefði
enn ekki verið tilkynnt um,
að leggja ætti stöðvarnar nið-
ur.
McNamara sagði, að áðurnefnd
ar aðgerðir væru liður í áætlun
um að draga úr útgjöldum til
varnarmála bæði heima fyrir og
erlendis. Næmi sparnaðurinn af
fyrirhuguðum aðgerðum 68 millj.
dollara (um þrem milljörðum ísl.
kr.) á ári, þar af myndi 21 millj.
sparast erlendis. Hermönnum
Bandaríkjanna í öðrum löndum
myndi fækka um 3.600, en varn-
arkerfi þeirra myndi ekkert veikj
ast því að herstöðvar þær, sem
Frambald á bls. 2
Afvopnunarráð-
stefnunni frestað
Genf, 24. apríl (NTB)
ÁKVEÐIB hefur verið aS
fresta Afvopnunarráðstefnunni í
Genf til 9. júní n.k.
Afvopnunarráðstefnan hefur
setið þrjá mánuði að þessu sinni
án þess að nokkur teljandi á-
rangur hafi náðst. Meðan hlé er
á ráðstefnunni munu fulltrúar
ríkjanna 17, sem sæti eiga þar,
ræða við ríkisstjórnir sínar uim
tillögur, sem fram hafa komið
og nýjar tillögur, er væru væn-
]egar til árangurs.